Morgunblaðið - 01.08.2000, Síða 76
Eignaskipti uj7 Ráðgjöf
ehf
Gerð eignaskiptayfirlýsinga
Sími5886944
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIDSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
n;
Beðið á bekk
Þessi systkini biðu eftir mömmu
sinni á bekk fyrir utan pösthúsið í
Austurstræti í gær; hún að setja
upp í sig sælgæti og hann í feluleik.
Bensín-
verð
lækkar
OLÍUFÉLÖGIN þrjú; Olíu-
verslun íslands hf., Olíufélagið
hf. og Skeljungur hf., hafa
lækkað lítraverð á 95 og 98 okt-
ana bensíni um 3,30 kr. vegna
hagstæðrar þróunar á heims-
markaðsverði. Lækkunin tekur
gildi frá og með deginum í dag.
Eftir lækkunina kostar lítrinn
af 95 oktana bensíni 95 krónur
og 98 oktana bensíni 99,70
krónur. Gasolía hækkar um 80
aura og er lítraverðið nú 41,50
kr. Að sögn talsmanns Olíufé-
lagsins hefði lækkunin á 95 okt-
ana bensíni orðið 50 aurum
meiri ef ekki hefði til komið
óhagstæð gengisþróun.
Morgunblaðið/Einar Falur
Rústir átta húsa fundust við
L’Anse aux Meadows við rann-
söknir Helge Ingstad.
Upplifðu siði
norrænna
sæfara
Morgunblaðið/Ásdís
For stj óraskipti
tilumræðuí
Eimskip
Hörður
Sigurgestsson
Ingimundur
Sigurpálsson
Samkvæmt heimild-
um, sem Morgun-
blaðið telur öruggar,
mun Hörður Sigur-
gestsson, forstjóri
Eimskipafélags Is-
lands hf., hafa óskað
eftir að láta af störf-
um hjá félaginu í
haust. Eftir því sem
Morgunblaðið kemst
næst má gera ráð
fyrir, að fjallað verði
um forstjóraskipti á
stjórnarfundi í Eim-
skipafélaginu nk.
fimmtudag.
Morgunblaðið hef-
ur enn fremur heim-
ildir fyrir því, að rætt sé um Ingi-
mund Sigurpálsson, bæjarstjóra í
Garðabæ, sem nýjan forstjóra
Eimskipafélagsins og má þá gera
ráð fyrir, að ráðning hans verði einn-
ig til umræðu á fyrrnefndum stjórn-
arfundi í Eimskip.
I Morgunblaðinu í dag er skýrt frá
umfangsmiklum breytingum á flutn-
ingakerfí og skipakosti Eimskipafé-
lagsins. Koma þessar breytingar til
framkvæmda í októbermánuði nk.
Félagið tekur þá í notkun tvö ný og
stór skip með 1.457 gámaeininga
burðargetu og munu þau leysa fjög-
ur skip af hólmi, þar af þrjú leigu-
skip. Eimskipafélagið hefur tryggt
sér kauprétt á þessum nýju skipum
og er kaupverð þeirra beggja um 3,5
milljarðar króna.
■ Eimskip/6
Útboð á húsnæði vegna skemmda í Suðurlandsskjálftum
Utvega á um þrjátíu
hús fyrir veturinn
VERIÐ er að undirbúa útboð á veg-
um Framkvæmdasýslu ríkisins á
húsum íyrir þá einstaklinga á Suður-
landi sem misstu húsnæði sitt 1
Suðurlandsskjálftunum og hafa ekki
tök á að koma upp húsnæði fyrir vet-
urinn. Verður útboðið væntanlega
auglýst á allra næstu dögum sam-
kvæmt upplýsingum Ólafs Davíðs-
sonar ráðuneytisstjóra í forsætis-
ráðuneytinu.
„Við höfum verið í sambandi við
sveitarstjórnarmenn á hverjum stað
sem hafa veitt okkur upplýsingar um
hvað það eru margir sem þurfa á
slíku að halda. Það hefur verið lögð
megináhersla á að ijúka þessu verk-
efni,“ sagði Ólafur. Aðspurður sagði
hann að útvega þyrfti samtals um 30
íbúðarhús og um væri að ræða heils-
árshús af tiltekinni stærð skv. út-
boðslýsingu. „Það er miðað við að all-
ir þeir sem eru núna í
bráðabirgðahúsnæði og hafa ekki
tök á að koma sér upp varanlegu
húsnæði í haust fái húsnæði fyrir
veturinn,“ sagði Ólafur Davíðsson.
Meiddist
ábaki
FRANSKUR ferðamaður féll
í skriðu í Stóra-Hamragili á
Landmannalaugasvæðinu
seint í gærkvöldi og meiddist
á baki. Maðurinn, sem var á
ferð með félaga sínum, treysti
sér ekki til þess að halda
áfram göngu vegna verkja í
mjóbaki. Þyrla Landhelgis-
gæslunnar var því kölluð út
og var maðurinn fluttur á
bráðamóttöku Landspítalans
við Fossvog um ellefuleytið í
gærkvöldi. Hann er ekki tal-
inn alvarlega slasaður.
Nýtt fyrirtæki, Flughæfni ehf., sérhæfír sig í skipulagningu viðhaldseftirlits
Hefur þegar gert samning
við eitt flugfélag á íslandi
ÞÚSUNDIR manna upplifðu siði og
menningu norrænna sæfara sem
sigldu að ströndum Nýfundnalands
á hátið í Norstead sem er nýbyggð-
ur víkingabær nyrst á landinu.
Þangað var stefnt flota eftirlíkinga
af víkingaskipum og var íslending-
ur þar fremstur og stærstur.
Víkingaþorpið Norstead var vígt
fyrr á árinu og er tilurð þess hluti
af viðleitni stjórnvalda til að beina
athygli ferðamanna að þætti vfk-
inga í sögu eyjarinnar.
■ Víkingarnir/48
FLUGREKSTRARAÐILAR
íhuga nú í ríkari mæli en áður að
láta aðra um að fylgjast með við-
haldi á flugvélum sínum en fram
að þessu hafa íslensk flugfélög
sinnt þeirri vinnu sjálf. Fyrirtækið
Flughæfni ehf., sem stofnað var
fyrr á þessu ári, hyggst fara inn á
þennan markað en hefð er fyrir
því erlendis að flugfélög fái aðra
til að veita þessa þjónustu, þ.e.
skipuleggja, fylgjast með og
tryggja að viðhald sé framkvæmt
eftir þeim viðhaldskerfum sem
framleiðendur flugvéla gefa út fyr-
ir vélar sínar.
Að sögn Andrésar Kjerúlf, fram-
kvæmdastjóra og eiganda Flug-
hæfni ehf., hefur fyrirtækið þegar
tryggt sér samning við einn ís-
lenskan flugrekstraraðila. Hann
sagði að sú þjónusta sem Flug-
hæfni kæmi til með að veita fæli í
sér skipulagningu og reglubundið
eftirlit sem unnið væri eftir tiltek-
inni forskrift, fyrirtækið sinnti
hins vegar ekki viðgerðavinnunni
sjálfri. Flughæfni er í samvinnu
við erlent fyrirtæki í sama geira
og kaupir af því gagnagrunn sem
síðan er notaður til að fylgjast með
viðgerðum og viðhaldi á flugvélum.
Geta sparað sér kostnað við
rekstur eigin gagnagrunns
„Flugfélögin hafa sjálf séð um
þessa hluti en með breyttum
markaði og JAA-samstarfi Evr-
ópuríkjanna [samevrópskum flug-
málayfirvöldum] opnast þarna
möguleiki fyrir íslensk flugfélög að
kaupa úti þjónustu sem þau hafa
áður séð um sjálf. Inn á þann
markað stefnum við og markaður-
inn er í raun ótakmarkaður,“ sagði
Andrés.
Aðspurður um það hverju flug-
félögin væru bættari með þessu
sagði hann að þetta fyrirkomulag
gæti sparað þeim kostnað við
rekstur eigin gagnagrunns og síð-
an væri til þess að líta að Flug-
hæfni hefði gert samninga um
gagnageymslu og kerfísleigu við
Skýrr en í því faelist mikið rekstr-
arlegt öryggi. Flugfélögin gætu
því annars vegar látið Flughæfni
alfarið um skipulagningu og eftirlit
með viðhaldi en hinn möguleikinn
væri síðan einnig fyrir hendi að
Flughæfni leigði flugfélögunum
aðgang að sínum gagnagrunni.
Flughæfni auglýsti eftir starfs-
fólki í sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins en eins og er starfa tveir
hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið er að
fullu í eigu Andrésar en hann
starfaði áður hjá flugfélaginu Atl-
anta og Flugmálastjórn.