Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 1
173. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Arafat neitar að fresta sjálfstæðisyfírlvsingu Jerúsalem. Reuters, AFP. YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, sagði í blaðaviðtali, sem birt var í gær, að hann hygðist ekki fresta því að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis í september þegar fresturinn til að ná friðarsamkomulagi við ísra- ela rennur út. „Aldrei, aldrei,“ sagði Arafat í viðtali við tvö dagblöð í Sádi-Arabíu þegar hann var spurður hvort hann kynni að fresta stofnun sjálfstæðs ríkis. „Henni verður lýst yfir á tilsettum tíma, 13. september, ef guð leyfir, án tillits til þeirra sem eru hlynntir þessu eða andvígir." Arafat sagði hins vegar í París á mánudag eftir viðræður við Jacques Chirac, forseta Frakklands, að hann myndi íhuga áskoranir um að fresta yfirlýsingunni. Katsav sver embættiseiðinn Hægi-imaðurinn Moshe Katsav sór embættis- éið forseta ísraels í gær og hét því að sameina landsmenn og skipta sér ekki af stjórnmálum landsins. Fyrr um daginn blandaði hann sér þó í deiluna um framtíð Jerúsalem, sem er helsti Moshe Katsav sver embættiseið forseta Israels. Við hlið hans standa Ezer Weizman, fyrrver- andi forseti, og Avraham Burg, forseti þingsins. ásteytingarsteinninn í friðarviðræðunum, og lýsti yfir því að ekki kæmi til greina að verða við kröfu Palestínumanna um að þeir fengju yf- irráð yfir austurhluta borgarinnar. Spá kosningum eftir nokkra mánuði Stjórnmálamenn í Israel sögðu í gær að Ehud Barak forsætisráðherra fengi í mesta lagi þrjá mánuði til að ná endanlegu friðarsam- komulagi við Palestínumenn og bjarga stjórn sinni. Shimon Peres, forsetaefni stjórnarflokks- ins, sem beið ósigur fyrir Katsav í forsetakjöri þingsins í fyrradag, kvaðst telja að kosningar yrðu óhjákvæmilegar þegar þingið kæmi saman að nýju eftir þriggja mánaða hlé sem hefst í næstu viku. David Levy utanríkisráðherra kvaðst ætla að standa við þá ákvörðun sína að segja af sér í dag nema Barak reyndi að mynda þjóðstjórn. Ariel Sharon, leiðtogi Likud, stærsta stjórnar- andstöðuflokksins, er þó andvígur þeirri hug- mynd og hann spáði því í gær að efnt yrði til kosninga eftir nokkra mánuði. Stærsti rússí- bani heims STÆRSTI riissíbani heims, Stál- drekinn, var opnaður almenningi í skemmtigarði í japönsku borg- inni Nagashima í gær. Braut rússíbanans er tæplega 2,5 km löng og liggur í allt að 97 m hæð. Hámarkshraði Stáldrekans er 153 km á klukkustund og ferðin tekur tæpar fjórar mínútur. Repúblikanar gagnrýna frammi- stöðu Clintons í varnarmálum Lofa að efla herinn Ffladelfíu. AP, AFP. ÞRJÁR stríðshetjur voru á meðal ræðumanna á flokksþingi repúblik- ana í Fíladelfíu í gærkvöld og flokk- urinn lagði áherslu á að nauðsynlegt væri að efla her Bandaríkjanna og standa betur vörð um öryggishags- muni þeirra. Varnarmál voru í brennidepli á öðrum degi flokksþingsins og hamr- að var á því að George W. Bush, for- setaefni repúblikana, væri rétti mað- urinn til að vemda öryggishagsmuni Bandaríkjanna. Fá greitt fyrir að þiggja starf Amsterdam. Reuters. LÍKLEGT er að stjóm Hol- lands samþykki áform um að bjóða atvinnulausu fólki and- virði 132.000 króna í auka- greiðslu fyrir að þiggja starf, að sögn talsmanns hollenska fé- lagsmálaráðuneytisins í gær. Talsmaðurinn staðfesti að ráðuneytið hefði lagt þetta til með það að markmiði að tryggja að ráðstöfunartekjur fólks minnkuðu ekki þegar það færi af átvinnuleysisskrám og missti ýmsar bætur frá ríkinu, svo sem húsaleigubætur. Markmiðið er einnig að auð- velda fyrirtækjum að ráða hæft starfsfólk. Á meðal ræðumannanna var John MeCain, sem var stríðsfangi í Víet- nam, og hann hvatti til þess að gerð- ar yrðu úrbætur á hernum til að gera honum kleift að takast á við nýjar ógnir eftir lok kalda stríðsins. Mc- Cain beið ósigur fyrir Bush í for- kosningum repúblikana fyrir for- setakosningamar í nóvember og í ávarpi sínu kvaðst hann vilja stuðla að sáttum og einingu innan flokksins. Norman Schwarzkopf, yfirmaður fjölþjóðahersins í stríðinu við írak, og Bob Dole, forsetaefni repúblikana 1996, sem særðist í síðari heims- styrjöldinni, ræddu einnig öryggis- mál á þinginu. Vill breyta áherslunum Repúblikanarnir sögðu að eftir átta ára valdatíma Bills Clintons for- seta væri baráttuhugurinn innan hersins orðinn hættulega lítill, nýlið- um hefði fækkað og herinn þyrfti að vera betur undir það búinn að verj- ast hugsanlegum árásum óvinaríkja sem væm að koma sér upp gereyð- ingarvopnum. Clinton hefði veikt herinn með þvi að senda of marga hermenn til friðargæslustarfa, t.a.m. í Bosníu og Kosovo, án þess að tryggja að hægt yrði að kalla þá aft- ur heim og án þess að brýnir hags- munir Bandaríkjanna væru í veði. Bush flutti kosningaræðu í Vest- ur-Virginíu og lofaði að efla herinn og breyta áherslunum í utanríkis- stefnu Bandaríkjanna til að hægt yrði að takast betur á við nýjar hætt- ur eftir lok kalda stríðsins. ■ Laura Bush/24 AP Lögreglumenn bera Leonides Caday, sendiherra Filippseyja í Indónesíu, í lögreglubíl eftir sprengjutilræði í Jakarta í gær. Tveir biðu bana í tilræðinu og um tuttugu særðust, þeirra á meðal sendiherrann. Blóðuff árás í Jakarta karta. AP, AFP. ' TVEIR létu lífið og rúmlega tuttugu særðust í sprengjutilræði við bústað sendiherra Filippseyja í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í gær. Á meðal þeirra sem særðust var Leonides Caday, sendiherra Filippseyja. Ab- durrahman Wahid, forseti Indónes- íu, kvaðst telja að íslamskir upp- reisnarmenn á Filippseyjum hefðu verið að verki. Sprengjan sprakk þegar bíll sendiherrans ók að innkeyrslunni að bústaðnum. Að sögn lögreglu hafði sprengju verið komið fyrir við hlið innkeyrslunnar. Lögreglustjóri Ind- ónesíu sagði að sprengjan hefði verið mjög öflug og sérsveit ynni að rann- sókn málsins. Einn af vörðum sendiráðsins lést í sprengingunni sem og kona sem var í um 30 metra fjarlægð. Þá er bíl- stjóri Caday sagður vera meðal fjög- urra manna sem eru alvarlega særð- ir eftir tilræðið en a.m.k. 21 særðist í sprengingunni. Talsmenn sendiráðs- ins segja Caday hafa særst á höfði, höndum og fótum en hann sé ekki í lífshættu. Þá urðu skemmdir á bú- stað sendiherra Búlgaríu og skrif- stofu yfirkjörstjórnar Indónesíu. „Ég var að aka framhjá húsi kjör- stjórnarinnar þegar bíllinn við hlið- ina á mér sprakk í loft upp,“ sagði einn þeirra sem særðust í sprenging- unni. „Mikill eldur gaus upp og ég ók á tré og kastaðist út úr bílnum.“ Neita aðild að tilræðinu „Þetta er, að ég tel, skylt þeim vandamálum sem verið hafa á Suð- ur-Filippseyjum. Þetta kann að tengjast gíslatökunni á Jolo-eyju eða vandamálum tengdum MILF [upp- reisnarhreyfingu múslima á Filipps- eyjum],“ hafði fréttastofa BBC eftir Wahid forseta. MILF hefur þó neit- að allri aðild að tilræðinu. MORGUNBLAÐK) 2. ÁGÚST 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.