Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 45 óviðkomandi bakteria leynst. En mjög stingur í stúf við allan gljáann, að í forsalnum er hreinræktuð fjár- húslykt, svo eigi var um að villast, að stofnunin væri í „lífrænu sambandi" við sauðfjárræktina. Það er best við byrjum í kjallaranum, sagði Dungal, og þangað fórum við. Þar eru marg- ar vistarverur. Þar varð fyrst íyrir okkur upphaf fjárhúslyktarinnar, kindur tvær, hver í sinni stíu og hver sjúk af sinni tegund lungnaorma. Eru þær þar til lækningatilrauna og athugunar." Og enn segir blaðamað- ur Mbl.: „Á stofuhæð hússins eru að- alrannsóknastofurnar. I blaðagrein eru ekki tök á að lýsa öllum þeim merkilegu verkfærum og áhöldum, sem þar gefur að líta. í stofum þess- um eru í notkun rannsóknaáhöld þau hin dýru, er Þjóðverjar gáfu hingað 1930 og áhöld þau, er Rockefeller- stofnunin í París gaf Rannsóknastof- unni nokkru síðar. Þar er sjerstök stofa sem aðallega er ætluð rann- sóknum á vefjum og líffærum manna og dýra, en önnur fyrir bakteríu- rannsóknir." í þessu umhverfi ólst Guðmundur upp og naut leiðsagnar Dungals og sótti valdar kennslustundir í lækna- deild. Guðmundur var eðlisgreindur maður, námfús og fróður, og hann hafði nánast ótakmarkað vinnuþrek framan af og reyndar lengst af starfsævi sinnar sem entist allt til 75 ára aldurs. Framlag hans til vísinda- rannsókna og hagnýtra rannsókna og framleiðslu bóluefna verður aldrei metið til fulls. Fljótlega sner- ist starf Guðmundar mest um sýkla- rannsóknir, framleiðslu sýklaætis og bóluefnis. Einkum framleiddi Guð- mundur bráðapestarbóluefni og seinni árin mest til útflutnings til Færeyja. Þetta starf innti hann af hendi á hárnákvæman vísindalegan hátt. Tekjur af bóluefninu runnu síð- an til sjóðs sem stofnaður var við Há- skóla íslands og í nafni Níelsar Dungal. Sjóðurinn hefur núna kost- að komur 40 vísindamanna erlendis frá til fyrii’lestrahalds við Háskólann og síðast fyrir nokkrum dögum. En Guðmundi var margt fleira til lista lagt. Hann sýndi kvikmyndir í Tjarnarbíói, vafalítið að undirlagi Dungals sem var rektor Háskólans um tíma og stóð fyrir stofnun bíós- ins. Guðmundur var stangveiðimað- ur af lífi og sál og lengi var hann for- maður Landssambands stangveiðimanna. Þar reyndi ekki síst á hið mikla vinnuþrek hans, fé- lagslyndi og lífsgleði og oft urðu vinnudagar hans sjö í hverri viku. Guðmundur lét aldrei störf sín að fé- lagsmálum hefta störfin við Rann- sóknastofuna. Síðustu árin var Guðmundur orð- inn nokkuð þrotinn að fyrri kröftum. Síðast var hann með okkur 1997 þeg- Iar við héldum upp á aldarminningu Níelsar Dungal og 80 ára afmæli Rannsóknastofunnar. Nú hefur hann safnast til feðra sinna og nýtur nú hinna eilífu veiðivatna sem hann elskaði svo mjög. Við starfsmenn Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði kveðjum nú vin og samstarfsmann og þökkum meiri en hálfrar aldar samfylgd Guð- mundar. Jónas Hallgrímsson. Nú þegar horfinn er af vettvangi góður félagi vinur og samstarfsmað- I ur, kemur margt í hugann það sem I minnir á mannkosti, þessa góða og trausta vinar. Eg ætla að draga fram nokkrar minningar úr hugskoti mínu, þar sem leiðir okkar lágu sam- an. Guðmundur var um árabil formað- ur Landsambands stangaveiði- manna, þar vann hann frumherja- starf, hann hóf þessi félagasamtök til | virðingai’ og farsældai', þá var sá grunnur lagður að Landsambandinu sem haldist hefur allt fram undh- I þennan tíma. Samviskusemi hans og ábyrgðartilfinning, góð samvinna við alla, var hans aðalsmerki, frágangur skjala og varðveisla gagna var til fyr- irmyndar, enda vann hann til þess, að verða einna fyrstur manna sem fulltrúi íslenskra stangaveiðimanna, ráðherraskipaður í endm’skoðun á lax- og silungsveiðilöggjöfinni, og , síðar skipaður fyrstur stangveiði- | manna í veiðimálanefnd, þar sem 1 hann átti sæti meðan heilsa og I starfsþrek gaí'. Þar sem annars stað- ar var ferill hans merktur samvisku- semi og rettsýni, og ávann hann okk- ur stangaveiðimönnum virðingu bænda og landeigenda svo og yfir- stjórnenda lax- og silungsveiðimála, meðal annars vann hann ásamt öðr- um góðum mönnum til þess skipaðir að endurskoðun um arðskrár nokk- urra þekktra veiðivatna, og var það ekki starf sem ætlað var aukvisum og umrenningum, þama var um að ræða viðkvæma eignarhluti bænda og landeigenda og arðskiptingu þeirra á meðal. Þar þurfti að meta veiðitekjur eftir bakkalengd og afla- magni á hverju svæði. Mörg sjónar- mið þurfti að sætta, og taka tillit til, enda valdir til þess hæfustu menn. Ég tel mig hafa sönnun fyrir, að þar sem annars staðar vann Guðmundur sitt starf svo eftir var tekið, í góðu samstarfi við aðra þá sem til þess voru skipaðir. Nokkru eftir að Guðmundur lét af störfum fyrir Landsambandið færði hann sambandinu sem gjöf, skjöl og pappíra sem hann hafði í gegn um árin haldið til haga, um veiðimál, var þar um að ræða þó nokkuð skjala- safn, sem varð sambandinu góður fengur og gott nesti til skráningar á vinnu og gjörðum þess tíma og vett- vangi, þetta reyndar varð þá örlítill baggi sambandinu þá, því ekki voru húsakynni til varðveislu, en allt leystist þetta með sóma. Á sama tíma og hann gegndi störf- um sem formaður LS starfaði hann sem ritari stjórnar Stangaveiðifé- lags Reykjavikur og gegndi því starfi í þó nokkur ár, með nokkrum valinkunnum formönnum þar á með- al gömlum föllnum vini Ola J. Óla- syni stórkaupmanni, en milli þeirra var einlægur vinskapur allt til frá- falls Óla, ekki voru þeir vinir alltaf sammála, og deildu hart, en vinskap- urinn brast aldrei þótt þung orð féllu. Er mér það minnisstætt þegar ég starfaði með þessum sómamönnum í stjórn SVFR þegar formaðurinn Óli J. las ritaranum bréf til Landsam- bandsins, sem síðan ritarinn hrein- ritaði og færði formanni til undir- skriftar, og kom síðan bréfinu til stjórnar LS þar hann var sjálfur í forustu, hann gætti þess aðhalda að- skildum þessum ábyrgðarstörfum svo ekki kæmi til hagsmuna- árekstra. Þetta tilvik er mér enn ljóslifandi fyrir hugskotsjónum, enda sennilega fárra að geta starfað svona fagmannlega við félagsstörf. Svo sterk voru þessi vinabönd þeirra á milli að við fráfall Óla J. mátti finna skarð í lífsferli Guðmundar. Á þessum árum var laxveiði- umsýsla SVFR allt það því eins mikil og í dag, en enginn fastráðinn starf- skraftur eins og nú tíðkast, öll út- hlutun veiðileyfa, öll útskrift og skrifstofuhald unnið af ritara og gjaldkera í kvöld og helgarvinnu, nokkrum árum síðar var ráðinn fyi’sti launaði starfsmaður nokkra tíma á dag yfir sumartíma, Kjartan heitinn Sveinsson skjalavörður til að sinna skrifstofuhaldi og afgreiðslu veiðileyfa, Á þessum árum var lagð- ur grunnur að núverandi félags- heimili, þar sem nú fer fram umsvifa- mikið skrifstofuhald með launuðu fólki. Þeir félagarmir Guðni Þ. Guð- mundsson og Guðmundur, sem nú báðir eru fallnir, voru um mörg ár þeir sem þetta hvíldi á, þegar ég síð- ar kom til, var Guðmundur minn leiðbeinandi, og áttum við gott og ánægjulegt samstarf um nokkur ár. Guðmundur var góður og vinsæll veiðifélagi, stundaði veiðai’ árlega meðal annars í Norðurá með sömu veiðifélögum ár eftir ár, það var sam- stilltur og góður hópur, en fer þeim fækkandi sem eftir standa, allt mikl- ir sómamenn og -konur. Guðmundur var einnig félagi við veiðar í Laxá í Þingeyjarsýslu all- nokkur ár, þar sem þeir félagarnir Óli J. ásamt nokkrum góðum frímúr- arabræðram stunduðu veiðar meðan heilsa og samstaða hélst. Það var fögur sjón að sjá pípur- eykinn stíga til lofts, og langa tví- henta flugustöngina þanda, og flug- una svífa sem fiðrildi í loftinu út yfir ána til að leita laxins sem undir steini lá, Laxfoss og Baula í baksýn. Allt þetta er samofið lífi Guðmundar J. Ki’istjánssonar. Eftir að Guðmundur minnkaði við sig störf fyrir stangaveiðimenn var hann kjörinn í fulltrúaráð SVFR, og átti þar setu frá stofnun allt fram til síðustu ára. Þar gat hann miðlað þekkingu sinni á veiðiskap, löggjöf og reglum sem og félagsstörfum, og umfram allt hvernig prúðmannleg háttsemi og framkoma hins full- komna stangaveiðimanns í garð ann- arra átti að vera og greitt fyrir fram- gangi mála. Guðmundur batt vináttu við land- eigendur og bændur í Gnúpverja- og Hranamannahreppi, Það nýttist vel þeirri stofnun sem hann vann sitt að- alstarf, Rannsóknarstofu Háskólans. Sem meinatæknir sótti hann þangað blóð í sauðfé sem notað var sem efni til framleiðslu á bóluefni En ekki síður varð þetta samband við Hreppamenn okkur stangveiði- mönnum til hagsbóta, það varð til þess að Laxá í Hreppum komst í okkar hendur sem laxveiðiá. Margar vora þær stundir og dagar, sem hann átti með þeim bændum þar eystra við að finna lausn á ágreiningi um arðskrá Veiðifélags Stóru-Laxár. Og fyrir okkur stangaveiðimenn að finna samstarfsgrandvöll um bygg- ingu veiðihúsa, og lagningu vegar í Hranaki’ók, þá var nokkurra tíma gangur frá Laxárdal og inn 1 Hrana- krók, en þetta var Guðmundi mikið hagsmunamál að koma í gegn, og ófáar voru ferðir hans þarna austur fyrir félagið, til að ná samningum um þessi mál sem öll enduðu í höfn, enn verður honum sennilega seint full- þakkað. Nú þegar vinur minn og félagi til margra ára er fallinn, er mér efst í huga þakklæti fyrir hans störf í þágu okkar stangaveiðimanna, persónu- lega leiðsögn, og góðar stundir, heilli félaga og vin geta menn sennilega ekki óskað sér. Ég veit að hans ágæta kona Unn- ur Guðjónsdóttir, og fjölkyldan öll saknar þessa góða manns, og hugur okkar færir þeim samúð, en þar var samstarfið sem á öðram sviðum hjá Guðmundi og Unni öllum til fyrir- myndai’, enda gott fólk allt saman. Far þú í friði, góði vinur, þú skilur eftir þig vel lýsta braut, okkur sem eftir lifa til eftirbreytni, þú hefur unnið gott starf hvarvetna sem tii þín hefur verið leitað, og minningin um hinn sanna stangveiðimann, vin og félaga lifir, hafðu þökk fyrir. Þinn gamli vinur, Axel. Fallinn er frá okkar hjartkæri vin- ur Guðmundur J. Kristjánsson. Með þessum fáu línum langar okk- ur hjónin að þakka þér fyrir alla þá hlýju og elskulegheit sem þú sýndir okkur. Ég gleymi þvi aldrei þegar þið hjónin af ykkar miklu gestrisni buð- uð mér að vera á heimili ykkar í gist- ingu og fæði þegar ég var í skólan- um. Og svo seinna meir þegar við hjónin skrappum í bæinn frá Ólafs- víkinni var ekki annað tekið í mál en að við gistum hjá ykkur, alltaf upp- ábúið rúm og ávallt tilbúið herbergi fyrir okkur. Hvergi var hægt að hafa það betra og þegar við vinirnir sátum og spjöll- uðum á kvöldin barst talið ætíð að sjónum. Já, það var ekki hægt að hugsa sér betri vin. Og öll skemmtilegu ferðalögin, hvort sem það var upp í Skógarsel eða til útlanda, Sérstaklega era ít- alíuferðin og Mallorkaferðin minnis- stæðar og að sjálfsögðu vai’st þú frumkvöðull þessara ferða eins og endranær og gleðin í hávegum höfð. Jæja elski vinur, ef mig langar til að tala við þig, nafni minn, þá mun ég taka albúmin niður úr hillu, þar eru nú margar minningarnar sem rifjast upp og geymast þakklætið og gleðin fyrir að fá að hafa átt jafn góðan og kærleiksríkan vin sem þig fyllir hjartað mitt. Kalliðerkomið, kominernú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinii-nir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Elsku Unnur okkar og fjölskylda, Guð styrki ykkur gegnum sorg og söknuð. Guðmundur og Fríða. + Bergþóra Oddný Ólöf Guðmuuds- dóttir klæðskera- meistari fæddist 17. október 1918 að Sæbóli í Aðalvík. Hún lést á Sjúkrahúsi Sel- foss hinn 20. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Lúther Her- mannsson, f. 17.3. 1890 og Margrét Halldóra Þorbergs- dóttir, f. 3.12.1896. Bergþóra giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Páli Marinó Jóns- syni húsasmíðameistara, f. 19.7. 1919, hinn 24. júní 1944. Foreldr- ar hans voru Jón Bjarni Matthías- son, f. 25.4. 1876 og Guðmunda María Gísladóttir, f. 2.7. 1878. Börn Bergþóru og Páls eru: 1) Gunnar Ingi, húsasmíðameistari, f. 16.3.1945, 2) Guðmundur Kjart- an, húsasmiðameistari, f. 17.12. 1947, kvæntur Vilfríði Þórðar- dóttur, f. 18.8. 1945. Börn þeirra eru a) Páll Bergþór, f. 12.9. 1966, kvæntur Sigrúnu Einarsdóttur, f. 25.11.1964, börn þeirra eru Einar Þór, Hrefna Þórdís (látin) Guð- mundur Freyr, Úlfar Hrafn, Þór- dís Silja. b) Hrefna Þórdís, f. 25.4. Ég kynntist tengdamóður minni, Bergþóru Guðmundsdóttir, fyrst fyrir rúmum þrjátíu áram. Dóttir hennar, Margrét María, færði mér stuttu eftir að við kynntumst boð um að móðir sín hefði ákveðið að bjóða mér í mat næsta sunnudag. Ég var í fyrstu ekki viss um hvort ég hefði uppburði í mér til að þiggja boð þetta, en Margrét gaf í skyn að þetta væri ekki mitt val, þegar móðir hennar byði fólki í mat þá kæmi það. Ég herti upp hugann og mætti. Með okkur Bergþóra tókust strax góð kynni. Henni hefur trúlega fund- ist ég hálf umkomulaus, horaður og illa alinn, því að hún tók mig strax undir sinn verndarvæg. Skömmu síðar fluttist ég inn á heimili hennar og Páls. Frá þeim tíma má segja að hún hafi gengið mér nánast í móður stað, fylgst náið með velferð minni og ávallt staðið með mér og stutt mig dyggilega í öilu sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Bergþóra var fædd og uppalin á Sæbóli í Aðalvík, á Hornströndum. Þótt hún flyttist þaðan sem ungling- ur skipaði Aðalvíkin alltaf stóran sess í huga hennar. Hún eyddi mikl- um tíma í að afla sér upplýsinga um ættir allra þeirra er þar bjuggu og vai’ manna fróðust um þau efni. Fyrstu tuttugu árin sem við þekktumst talaði hún mikið um Að- alvík, lýsti fyrir mér staðháttum og sagði mér sögur úr bernsku sinni. Það má segja að ég hafi ekki skilið þessar tilfinningar hennar til staðar- ins að fullu fyrr en 1990 er ég las handritið af Börnum náttúrunnai’ sem ég kvikmyndaði þá um sumarið. Ég áttaði mig strax á að Stella, að- alkvenpersónan í Börnum náttúr- unnar var sams konar manneskja og tengdamóðir mín. Þegar við hófum svo leit að töku- stöðum fyrir myndina í Aðalvík stað- festist þetta. Ég upplifði umhverfið sem ég hafði heyrt talað um undan- farin ár í gegnum augu tengdamóður minnar. Mér fannst ég hafa þekkt aðalpersónu myndarinnai’ í tuttugu ár og skildi nú í fyrsta skipti full- komlega tilfinningar tengdamóður minnar til staðarins. Að við notuðum nýuppgert æskuheimili hennar sem leikmynd magnaði enn áhrifin. Allan tímann meðan á upptökum stóð í Aðalvík var sýn Bergþóra á staðinn mér það sterkt fyrir hug- skotsjónum að ég var í fyrsta skipti á ævinni aldrei í vafa um hvað ég var að gera. Eins og Stella í Börnum náttúr- unnar gekk Bergþóra mót dauða sín- um af mikilli reisn og á sínum eigin forsendum. Hún hafði á undanförn- um árum átt við mikil veikindi að stríða. Enginn, nema ef til vill hún 1971, d. 29.6. 1971. c) Hrefna Guðný, f. 21.4. 1972, gift Gunnlaugi Gunnarssyni, f. 15.3. 1972, synir þeirra eru Gunnar Aðalsteinn og Hrafnkell Þórður. d) Grímur Valtýr, f. 25.2.1974, í sambúð með Ásdísi Rán Gunn- arsdóttur, f. 12.8. 1979, sonur þeirra er Róbert Andri. 3) Mar- grétMarfa, f 3.1.1952, _ gift Ara Kristinssyni, kvikmyndagerðar- manni, f. 16.4. 1951. Þeirra böm eru a) Kristinn, f. 17.6. 1971, kvæntur Helgu Leu Egilsdótt- ur, f. 25.3._ 1971, dóttir þeirra er Kristjana Ýr. b) Bergþóra, f. 1.9. 1986. 4) Guðrún, fjármála- og hagsýslusljóri, f. 7.12. 1956, gift Jóni Grímssyni, flugstjóra, f. 22.8. 1950, dóttir þeirra er Halla Guðrún, f. 4.1. 1992. Fyrri maður Guðrúnar er Gísli Valtýsson, rafeindavirki, f. 19.7. 1947, dóttir þeirra er Bergdís Ester.f. 10.10.1981. Bergþóra lærði klæðskeraiðn á Isafirði og lauk meistaraprófi í Reykjavík. Þau hjónin bjuggu lengst af í Hafnafirði og Kópavogi en siðast á Selfossi. títför Bergþóru hefur farið fram. sjálf, hafði gran um hversu alvarleg þau vora. Hún hafði ákveðið að hvað sem á gengi þá myndi hún mæta í fermingu dóttur okkar og nöfnu sinnar nú í vor og vera við giftingu sonar okkar í júní. Við þetta stóð hún. Það var ekki fyrr en að þessu loknu að hún lét kanna til hlítar hversu alvarlegur sjúkdómur henn- ar var. Þá kom í ijós að ástand henn- ar var miklu verra en nokkurn hafði granað. Hún hafði greinilega lifað á viljastyrknum einum saman síðustu mánuði. Ég sá hana í síðasta skipti kvöldið áður en hún lést. Þá var öll- um ljóst að hverju stefndi. Hún bar sig vel, sat upprétt í rúminu og skipulagði útför sína á sama hátt og hún hafði skipulagt allt annað í sínu lífi. Bergþóra var höfuð fjölskyldu sinnar og stjórnaði heimili sinu af myndarbrag. Með fráfalli hennar myndast tóm sem erfitt verður að fyll.a. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína fjölskyldu og votta Páli Jónssyni eftirlifandi eign- manni og öllum afkomendum hennar mína dýpstu samúð. Ari Kristinsson. Minning þín er mild og hlý og góð og margt sem ég að endingu vil muna. Það þekkja margir þína ævislóð og þakka fyrir endurminninguna. Og hvar sem maður varð á þínum vegi þú vékst að honum góðu, á nótt sem degi Bergþóra, ég býð þér góða nótt og bið að þú sofir vært og undurrótt. (Guðmundur Gunnlaugsson frá Skógum.) Með kveðju frá tengdadóttur, Vilfríður Þórðardóttir. Hún var falleg hún amma mín, engum gat það dulist. Henni var annt um blómin sín, eins og litlu börnin. Mig langar til að kveðja þig með þessu litla ljóði. Ég vildi að ég gæti haft þau mörg, en seinna mun það verða, ég hugsa til þín dag og nótt og sendi blessun mína og mun þér aldrei gleyma. Guðmundur Freyr Pálsson. Sofðu vært, sofðu vært amma mín. Nú hef ég séð þig í síðasta sinn. Til þín skrifa ég ljóð. Minningam- ar og þig geymi ég inni í mér. Ég gleymi þér aldrei og hugsa um þig dag og nótt. Elsku kæra amma Bergþóra. Halla Guðrún Jónsdóttir. BERGÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.