Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 42
•^42 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
NEFND TIL VARNAR
GEGNILLRIMEÐFERÐ
19. NÓVEMBER s.l. hélt
Evrópunefnd til varnar
gegn pyntingum hátíðar-
fund í höfuðstöðvum
VaEvrópuráðsins í tilefni
þess að nefndin hefír
starfað í tíu ár. Nefndin
var stofnuð á sínum tíma
samkvæmt sáttmála er
ber sama heiti, venjulega
er notuð enska skamm-
stöfunin CPT, „Committ-
ee for the Prevention of
Torture“ þegar rætt er
um nefndina eða til henn-
ar vitnað og verður svo
gert í þessari stuttu grein.
Til hátíðarfundarins var
boðið forstöðumönnum og
stjórnendum annarra
deilda Evrópuráðsins,
einnig fulltrúum fjölda
mannréttindasamtaka víðs
vegar að, til að fagna þess-
um tímamótum í starfi
þessarar nefndar, en hún
er álitin mikilvirkasta og
beittasta verkfæri Evróp-
uráðsins.
Hátíðargestimir voru
sammála um margt, m.a.
um það, að starf CPT hafi
verið árangursríkt og að
sáttmálinn hafi skilað þeim árangri
sem höfundar hans ætluðu honum
_ að skila.
* Aðildarríki Evrópuráðsins eru
orðin 41 og hafa þau öll staðfest að-
ild sína að sáttmálanum. Aðildai’-
ríkin hafa yfirleitt valið mjög hæft
fólk til starfa í nefndinni. Evrópur-
áðið hefir einnig staðið undir kostn-
aði frábærrar skrifstofu nefndinni
til þjónustu
CPT hefir af dugnaði framkvæmt
ákvæði sáttmálans og sent sendi-
nefndir í eftirlitsferðir til allra aðild-
arlanda hans. Þær ferðir eru mikil-
vægasti þáttur nefndarstarfsins.
Athyglisvert er að stjórnvöld aðild-
arlandanna hafa veitt sendinefndum
CPT óheftan aðgang að öllum stofn-
unum þar sem frelsissvipt fólk er í
haldi, svo sem eins og að lögreglu-
•stöðvum, fangelsum, stofnunum þar
sem ólöglegir innflytjendur eru
hafðir í haldi og lokuðum geðdeild-
um. Þetta eru þær stofnanir sem
sáttmálinn tilgreinir. Nefndin hefir
sent ríkisstjómum landanna sem
farið hefir verið til timabærar og
faglega unnar skýrslur, þar sem
greint er frá öllu því sem sendi-
nefndarmenn hafa orðið varir við og
fundið athugavert og mælt með
breytingum til bóta. CPT hefir
hvatt stjórnvöld viðkomandi landa
CPT fylgist með meðferð á föngum.
til að leyfa útgáfu skýrslnanna eftir
að þær hafa verið kannaðar og at-
hugasemdum sendinefnda svarað.
Þetta er reyndar meira en sáttmál-
inn krefst.
CPT hefir þegar gefið út um 70
skýrslur og er það eitt og sér meiri
árangur en reiknað var með í upp-
hafi nefndarstarfsins. Skýrslumar
eru opinber gögn og öllum heimilt
af fá afrit af þeim ef menn hafa
áhuga á að kynna sér niðurstöður
nefndarstarfsins í einstöku löndum.
í skýrslunum er frá því greint hvers
nefndarmenn urðu áskynja á leynd-
um og óþekktum stöðvum sjálf-
stæðra ríkja. Sáttmálinn er virkur,
og segja má, að það eitt sé mikill
árangur.
En nú er það svo að rannsóknar-
ferðir og vandaðar skýrslur tryggja
ekki árangur. Sáttmálinn var ekki
gerður til þess að menn fengju
tækifæri til að sitja í áhugaverðri
nefnd, fara í rannsóknarferðir og
semja skýrslur um það o.s.frv. Rétt-
ara er að hafa það á hreinu, að fund-
arsetur og rannsóknarferðir era
leiðir að markmiði; markmið og
verkefni nefndarinnar er hinsvegar
að koma í veg fyrir pyntingar og illa
meðferð á fólki sem stjómvöld hafa
svipt frelsi, láta ekkert slíkt við-
gangast í löndum þeirra ríkja sem
hafa samþykkt sáttmál-
ann, og gæta þess með öll-
um tiltækum ráðum að
handtekið fólk og ófrjálst
sæti ekki ómannúðlegri og
auðmýkjandi meðferð.
Erfiðara er um vik að
meta árangur nefndar-
starfsins á þessu skýrt af-
markaða sviði. Brýnt er að
fá upplýsingar um starfs-
aðferðir nefndarinnar
þ.e.a.s. hvernig hún nýtir
þau verkfæri, starfslið og
fjármuni sem henni eru
lagðir til. Hvemig getur
hún sem best nýtt hæfi-
leika og starfskrafta
nefndarmanna? Hvernig
túlkar hún og beitir þagn-
arskyldu nefndarmanna?
Hvernig undirbýr hún þá
og að hvaða leyti era þeir
undir aga? Hvaða reglu er
fylgt í rannsóknarferðum?
Hvernig er háttað áfram-
haldandi samskiptum
nefndar og viðkomandi
stjómvalda eftir vitjun?
Hvernig er hægt að
tryggja það að umbætur
verði gerðar sem dragi úr
líkum tilþess að fangar og
annað handsamað, ófrjálst fólk sæti
illri meðferð?
Ef þannig er spurt má búast við
einhverjum svöram! Þessum spurn-
ingum verður að svara.
CPT hefir skilgreint grandvallar-
öryggisatriði sem þarf að gæta að,
ef draga skal úr líkum þess að
ófrjálst fólk sæti illri meðferð.
Nefndin hefir kynnt þessi atriði og
mælt með þeim í öllum þeim löndum
sem hún hefir heimsótt. Nefndin
krefst einnig lágmarks aðbúnaðai- í
fangelsum og fangageymslum lög-
reglu og er tilgangurinn sá sami,
þ.e. að draga úr líkum á pyntingum
og slæmri meðferð. Það er til dæmis
grundvallar-öryggisatriði þegar
grunaður maður er handtekinn að
hann fái aðgang að lögfræðingi þeg-
ar í stað og njóti aðstoðar hans. Sem
dæmi um lágmarks aðbúnað
ófrjálsra manna og kvenna má
nefna þá kröfu að ekki séu hafðir of
margir fangar í sama klefa, heldur
sé þess gætt að hver fangi hafi nægt
svigrúm, og að allir fangar eigi kost
á að vera utan klefa síns ákveðinn
tíma á dag. Einnig er mælt með því
að fangar fái tækifæri til að vinna
fyrir kaupi og eigi kost á skólag-
öngu meðan þeir era í haldi. Gerð er
krafa um hreinlætisaðstöðu og
vatnssalerni. Ef hvorki hreinlætis-
aðstaða er fyrir hendi né vatns-
salerni, heldur fata í þess stað, þá er
því jafnað við ómannúðlega og nið-
urlægjandi meðferð.
Ef stjómvöldum í viðkomandi
löndum er þetta ekki ljóst né heldur
mannréttindasamtökum sem hafa
þó það hlutverk að fylgjast með að-
búnaði ófrjálsra manna, hlýtur það
Evrópunefndin til varn-
ar gegn pyntingum og
ómannúðlegri og niður-
lægjandi meðferð og
refsingum (CPT) hefur
starfað í áratug. Jón
Bjarman, sem átti sæti í
nefndinni, bað dr. Rodn-
ey Morgan, prófessor,
að rita eftirfarandi grein
fyrir lesendur Morgun-
blaðsins og þýddi hana.
að draga veralega úr áhrifum CPT.
Það er deginum Ijósara að emb-
ættismenn, sem eiga að bera ábyrgð
á framkvæmd þessa viðfangsefnis,
þekkja ekki allir fordæmisreglur
(,jurisprudence“) CPT. Margir
þeirra láta sér nægja að lesa skýrsl-
ur um sín eigin lönd, í sumum lönd-
um era skýrslurnar ekki þýddar á
tungu viðkomandi þjóða, þaðan af
síður á tungu minnihlutahópa sem
búa í löndum þeirra. (Skýrslur frá
Evrópuráðinu era gefnar út á ensku
eða frönsku.) Flestar ríkisstjórnir
vanrækja það að koma skýrslum
nefndarinnar í hendur lögregluvarð-
stjóra, starfsmanna fangelsanna og
frjálsra félagasamtaka sem láta sig
varða málefni fanga og handtekinna
manna. Þá hafa hvorki CPT né
Evrópuráðið haft svo h'tið við að
taka saman og gefa út fordæmi
nefndarinnar, það sem CPT hefir þó
gert er að birta í ársskýrslum sínum
stuttar greinargerðir um ákveðna
þætti sem era til varnar gegn pynt-
ingum og illri meðferð frelssviptra
manna og kvenna. Einu tæmandi
lýsinguna sem til er á fordæmisregl-
um CPT, er að finna í alldýrri og
mikilli bók sem tekin er saman af
tveimur fræðimönnum (Morgan &
Evans: Protecting Prisoners,
Oxford University Press 1999, ann-
ar kafli). CPT verður að bæta úr
þessari vöntun.
Nefndin hefir sent sendinefndir
að jafnaði fjórða hvert ár til þeirra
landa sem eiga aðild að sáttmálan-
um. Raunverulegt eftirlit með því
sem er að gerast í varðhaldsstofn-
unum og fangelsum verða sjálfstæð
og óháð félagasamtök að fram-
kvæma.
Hvernig getur CPT ráðstafað
skynsamlega þeim takmörkuðu fjár-
munum sem það hefur til ráðstöfun-
ar? í fyrsta lagi má nýta betur
starfskrafta nefndarmanna. Þeir
hafa allir sérfræðiþekkingu sem að
gagni mætti koma (Sáttmálinn gerir
ráð fyrir því að svo sé). Þó er varla
við því að búast að allir þeirra séu
færir um að fara í erfiðar skyndi-
Palomino
Vinsælasta fellihýsið á íslandi
SEGLAGERÐIN ÆGIR
EYJARSLÓÐ 7 I07REYKJAVIK Slml 511 2203
FÉLAG rfSsTEIGNASALA . EIGNASALAN i ,©5301500 ri HUSAKAUP
Suðurfandsbraut 52, við Faxafen • Fax 530 1501 • www.husakaup.is
Ægisíða i - rishæð
Mjög falleg rishæð í
þessu glæsilega húsi á
fallegum útsýnisstað.
Góð íbúð, glæsilegur
garður. Laus fljótlega.
Verð 12,5 millj.
Eignasalan Húsakaup
Suðurlandsbraut 52,
sími 530 1500
vitjanir á lögreglustöðvar um og eft-
ir miðnættið. Ósanngjarnt er að
krefjast slíks af öllum. Þeir ættu
frekar að nýtast heimalöndum sín-
um sem hæfir talsmenn og fræðarar
um hugmyndafræðina sem sáttmál-
inn byggir á, og fylgja því eftir að
stjórnvöld þekki þær kröfur sem til
þeirra era gerðar og svari þeim.
(Nefndarmenn fara ekki í rannsókn-
arferðir í heimalöndum sínum.) Þeir
sem færir era um að semja skýrslur
og ganga frá þeim og öðram skjöl-
um og gögnum ættu að sinna slíkum
verkefnum, þeir sem hafa hæfileika
til að taka viðtöl við fanga ættu að
gera það o.s.frv. Þannig væri hægt
að gefa hverri vitjun ákveðnara er-
indi og tilgang en nú er. Spyrja má
t.d. hvort það hafi verið skynsamleg
ráðstöfun á takmörkuðum fjármun-
um nefndarinnar að senda fjöl-
menna sendinefnd til íslands í átta
daga heimókn. Vissulega ber að
heimsækja öll þátttökulöndin, en
hefði ekki fámennari nefnd getað
gert Islandi skil á þremur eða fjór-
um dögum, þar sem nefndin stóð
andspænis óleysanlegu verkefni í
löndum eins og Úkraínu og Rússl-
andi, þar sem á aðra milljón fanga,
frelsissviptra manna og kvenna, era
í haldi og búa við strangan kost.
Og væri ekki hægt að virkja
stjórnvöld í viðkomandi löndum í
þessa baráttu eða jafnvel aðrar
deildú- Evrópuráðsins? Væri ekki
skynsamlegt að stjórnvöld þeirra
landa, sem eiga heimsókn í vænd-
um, framkvæmdu nokkurskonar
sjálfsskoðun eða sjálfsmat og sendu
niðurstöður þess til CPT? Nefndin
reiknar t.d. með ákveðinni klefa-
stærð og svigrúmi fyrir hvern
fanga, til að koma í veg fyrir að of
mörgum föngum sé haldið í of litlu
rými. Liggur þá ekki beint við að
láta starfsmenn fangelsanna í við-
komandi löndum mæla klefa og gefa
upplýsingar um hvaða stofnanir
uppfylla ekki kröfur CPT? Það má
jafnvel hugsa sér að ganga feti
lengra, Evrópuráðið gæti gefið út
staðfestingarvottorð þess að ákveð-
ið fangelsi í þátttökulandi sé hæft til
notkunar og uppfylli þau skilyrði
sem CPT setur.
Spurningunni sem varpað var
fram í upphafi greinarinnar er enn
ósvarað: Hefir CPT komið í veg fyir
pyntingar og illa meðferð fólks sem
stjórnvöld hafa svipt frelsi? Þessari
spurningu er reyndar ekki hægt að
svara af nokkurri nákvæmni eða
vissu. Sumstaðar má finna skýran
vitnisburð um árangur, t.d. á Kýpur
þar sem CPT komst að raun um það
í sinni fyrstu vitjun þangað, 1992, að
handtekið fólk sætti pyntingum af
hendi lögreglumanna. Nefndin
krafðist opinberrar rannsóknar á
þessu máli. Þegar sendinefnd CPT
kom næst til Kýpur, þ.e. 1996, var
enga vísbendingu að finna um illa
meðferð eða pyntingar ófrjálsra
manna. I Tyrklandi, hinsvegar - en
þangað hafa sendinefndir CPT farið
oftar en til nokkurs anars lands -
hafa sendinefndir fundið glöggar
vísbendingar þess að pyntingum sé
beitt víða um landið. Þannig virðist
CPT hafa mikil áhrif sums staðar en
harla lítil annars staðar.
Hafa verður í huga, að varnir
gegn pyntingum er ekki skamm-
tímaverkefni, það er langtímaverk-
efni. Það væri grannhyggni að
búast við árangri þegar í stað.
Fyrsta skrefið sem nefndin þarf að
stíga í öllum nýjum tilvikum, er að
skilgreina þá öryggisþætti sem eru
til varnar hinum frelsissviptu. og
vinna að því að þeir komi að gagni.
Það verður í öllum tilvikum að vinna
að því að koma á góðri samvinnu við
þá sem eiga að virða þá og fara eftir
þeim, löggæslumenn ogfangaverði.
Þeim verður að vera fullkomlega
ljóst hvernig bregðast skal við
hættulegum og oft ranglátum atvik-
um. CPT hefir þegar náð árangri á
því sviði.
Evrópusambandið hefir að sjálf-
sögðu kraft og dugnað til að efla
efnahag Evrópuþjóða. En Evrópa
þarfnast öllu framar siðferðislegrar
forystu sem einungis stofnanir
Evrópuráðsins eru færar um að
veita.
Hötundur er lagaprófessor við
Bristol-háskóla i Englandi.