Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 4%. + Einar Einarsson fæddist í Reykja- vík 5. júní 1925. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Gísladóttir, f. 12. júní 1893, d. 21. maí 1948 og Einar Magnússon, f. 14. febrúar 1889, d. 7. febrúar 1925. Systkini Einars eru: 1) Magnús, f. 7. júlí 1921, d. 17. júlí 1979. 2) Gísli, f. 24. apríl 1923.3) Karen, f. 5. júní 1925. Ein- ar var fæddur og uppalinn á Vest- urgötu 57 í svonefndu Félagshúsi í Reykjavík. Hinn 19. september 1956 kvæntist Einar Kristínu Sig- fúsdóttur frá Dalvík, f. 22. júlí 1919, d. 26. júlí 1960 og áttu þau heimili á Vesturgötu 57A. Sonur þeirra er Einar Ingi, f. 3. ágúst 1957, kvæntur Svanhvíti Guðjóns- dóttur, f. 13. september 1958. Böm þeirra eru: a) Einar Aron, f. 19. apríl 1979, b) Guðjón Geir, f. 4. janúar 1985, c) Ása Kristín, f. 5. aprfl 1990, d) Þorleifur Ari, and- vana fæddur 21. desember 1996. Fósturforeldrar Einars Inga em móðursystir hans, Hlín Sigfús- dóttir og Þórður Pétursson. Einar flutti síðan að Kapla- skjólsvegi 51 árið 1960 og bjó þar þar til hann lést. í dag er til moldar borinn tengda- faðir minn Einar Einarsson eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu og vil ég minnast hans í fáum orðum. Ég kynntist Einari 1975 er við Einar Ingi einkasonur hans rugluðum saman reytum. Var mér tekið opn- um örmum frá fyrsta degi af þeim Einari og Helgu og vil ég þakka það. Einar var kvikur á fæti og fullur af atorku að hverju sem hann sneri sér. Hann var ákafleg greiðvikinn og bóngóður maður og það var eins gott að vera tilbúin að hefjast handa strax ef maður leitaði til hans með eitthvað, því að gengið var í verkið strax og það klárað. Einar var fáorður um eigin hagi, um veikindi sín vildi hann lítið tala. Hann fékk hjartaáfall fyrir sjö ár- um og fór í hjartaskurð, tók það strax föstum tökum að ná góðri heilsu með hjálp Helgu. Gætti vel að mataræði sínu, gerði upp gamalt reiðhjól og stundaði hjólreiðar um skeið og náði sér vel á skömmum tíma. Einar var við góða heilsu þar til í júníbyrjun er hann kenndi sér þess meins er varð honum að ald- urtila. Einar var mikill fjölskyldumaður og alla tíð var mjög kært með þeim feðgum Einari og Einari Inga. Skipaði fjölskyldan og afabörnin stóran sess í lífi hans, hann var afar barngóður og naut þess að hafa þau í fanginu er þau voru lítil og fylgdist vel með þeim er þau stækkuðu. Ég þakka fyrir þá umhyggju og hlýju sem þú sýndir okkur ávallt. Árið 1974 byggðu Einar og Helga sér sumarbústað í Grímsnesinu þar sem fjölskyldan var oft saman. Éft- ir að Einar hætti að vinna og kom í land eyddu þau flestöllum sumrum fyrir austan og þar leið þeim alltaf vel. Krakkarnir nutu þess að fara með afa og ömmu í bústaðinn og þar var ýmislegt brallað, í skúrnum hjá afa voru smíðaðir heilu skipaflot- arnir, sverð, bogar, örvar og ýmis- legt fleira. Síðast þegar við vorum saman í sumarbústaðnum var fyrsta helgin í júní, þá til að halda uppá 75 ára afmæli Einars. Kveðjustundin er komin og tóm- leikinn grípur um sig. Eftir situr minning um góðan dreng sem var afar greiðvikinn og lét gott af sér leiða hvert sem hann fór. Ég kveð kæran tengdaföður minn með söknuði. Megi hann hvíla í friði. Svanhvít Guðjónsdóttir. Hinn 1. október 1966 kvæntist Einar eftirlifandi eigin- konu sinni, Helgu Markúsdóttur, f. 8. nóvember 1924. Dóttir hennar er Guðlaug Eyþórs- dóttir, f. 25. desem- ber 1949. Börn henn- ar eru: a) Brynja Dögg ívarsdóttir, f. 16. ágúst 1969. b) Helga ívarsdóttir, f. 3. desember 1970, maki Höskuldur Steinarsson og eiga þau þrjú börn. c) Páll ívarsson, f. 4. október 1982. d) Hrefna Hall- dórsdóttir, f. 2. nóvember 1986. Einar var við nám í bifvéla- virkjun hjá Agli Vilhjámssyni hf. lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1946, starfaði sfðan hjá Agli fram til ársins 1952. Hóf þá störf hjá Eimskipafélagi íslands sem aðst.vélsljóri á ms. Dettifossi (II). Aflaði sér réttinda í vélstjórn og lauk 3. stigi frá Vélskóla Is- lands 1971, var vélstjóri hjá Eimskipafélaginu lengst af á ms.Dettifossi (II), ms.GuIIfossi (II), ms. Múlafossi (I), ms. Álafossi (I) , ms. Úðafossi, og lauk störfum sem yfirvélstjóri á ms. Ljósafossi (II) árið 1992. Útför Einars fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú þegar við kveðjum Einar, langar mig að minnast hans í nokkrum orðum. Ég kynntist Einari fyrst þegar þau mamma giftu sig 1966. Fljót- lega eftir það flutti ég og maðurinn minn til Svíþjóðar og það voru ófáar dagblaðarúllur sem hann sendi okk- ur, en hann var þá í siglingum og sendi okkur dagblöðin úr einhverri höfn á Norðurlöndunum. Eftir að við fluttum heim kom Einar alltaf með eitthvað smáræði handa dætrum mínum þegar hann kom úr siglingu og pakkaði því vel inn. Þær sátu oft í eldhúsinu hjá ömmu með kíki og biðu eftir að skipið hans afa kæmi siglandi. Éinar og mamma byggðu sér sumarbústað í Grímsnesi 1975 og var það þeirra annað heimili á sumrin, sérstaklega eftir að Einar hætti á sjónum. Það var bara skroppið í bæinn í miðri viku til að sækja dagblöðin og kaupa aðrar nauðsynjar auk timburs eða máln- ingar, því Einar var alltaf að smíða eitthvað eða endurbæta bústaðinn. Hann átti alltaf spýtur og nagla fyr- ir barnabörnin og hjálpaði þeim að smíða. Þarna urðu til mörg skip sem síðan voru í siglingum á fiski- keri sem afi fyllti af vatni. I gegnum árin höfum við átt saman yndislegar stundir í sumarbústaðnum. Einar var einstaklega barngóður og hjálpsamur. Það þurfti bara að nefna að eitthvað væri bilað, þá var hann strax búinn að redda því, eins og hann sagði. Elsku Einar, þakka þér fyrir alla hjálpina og þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Guðlaug Eyþórsdóttir. „Hvað segirðu?" Alltaf þegar maður svaraði í símann og heyrði þessi orð þá vissi maður strax hver var að hringja. Það var ekki verið að eyða dýrmætum tíma í að heils- ast heldur var farið beint í spjallið. Annars varstu lítið fyrir að tala í símann. Ef þú þurftir að ræða við einhvern þá þýddi ekkert annað en að hitta manninn. Alltaf á hverju ári frá því að ég man eftir mér þá fórstu með ömmu til Spánar, Benidorm oftast, sama stað, sama hótel og helst sama her- bergi. Pabbi skutlaði ykkur venju- lega á flugvöllinn og sótti ykkur nokkrum vikum seinna. Það var alltaf mín heitasta ósk að heimflug- ið yrði ekki næturflug, því þá kæm- ist ég ekki með að sækja ykkur. Allt nammið og gjafirnar, það var eins og jólin væru komin í lok septem- ber. Áður en þið fóruð þá tókstu niður allar skóstærðir og fatastærð- ir af okkur krökkunum og skrifaðir það í litla svarta bók. Þú varst með þetta allt á hreinu. Venjulega var ég skólaus fyrsta mánuðinn í leikfimi á haustin og beið spenntur eftir nýj- um strigaskóm. Þeir voru þá notað- ir í skólanum um veturinn og svo sleit ég þeim um sumarið vitandi það að annað par kæmi um haustið. Fótboltinn var alltaf ofarlega í huga þér. Þegar leikir voru í sjón- varpinu settist þú niður og horfðir, skilst mér að þú hafir náð að heilla ömmu með áhuga þínum því oft sat hún með þér og var svo vel við- ræðuhæf um leikinn eftir á. Það voru nú ekki margir leikirnir sem við horfðum saman á en þegar við settumst fyrir framan sjónvarpið þá var hrein unun að fylgjast með þér, kallandi orð líkt og „stroffí!" sem ég hvorki skildi né hafði nokkurn tím- ann heyrt áður. Ekki varstu ánægð- ur með frammistöðu KR núna í sumar. Þú hafðir svör, útskýringar og lausnir á þessu öllu og hefðir vel getað gefið þjálfaranum mörg góð ráð. En ekki vorum við nú sammála um allt. Það var aðallega þinn upp- áhaldsmaður í ensku deildinn, „þessi litli rauðhærði í United sem er svo lunkinn við að skora mörk“ eins og þú kallaðir hann. Ekki er hann í miklu uppáhaldi hjá mér. Því miður varstu á Spáni þegar KR- ingar unnu hvem titilinn á fætur öðrum í fyrrahaust. En þú svekktir þig nú ekkert yfir því, enda eru nú sjómenn vanir því að missa af öllu merkilegu sem gerist. Ég leyfi mér að halda að þú hafir fundið fyrir smástolti þegar þú fréttir að ég færi á sjóinn í fyrra- sumar, enda er sjómennskan mikil í okkar ætt. Á sumrin voru þið amma flestar ef ekki allar helgar í bústaðnum eða kofanum eins og þú sagðir stundum við litla hrifningu ömmu. Þið fóruð kannski á fimmtudögum og komuð aftur á mánudag, þriðjudag svona rétt til að ná í blöðin og fá fréttir. Alltaf var nóg að gera fyrir austan og þú þurftir alltaf að mála, smíða eða laga eitthvað sem betur mátti fara. Annars er nú bústaðurinn far- inn að líta vel út og búið að gera verönd allan hringinn og alla þá skjólveggi sem þarf. Mig grunar að þú hafir nú verið lúmskt svekktur þegar þú fréttir að bústaðurinn væri heill eftir jarðskjálftana í sum- ar. Þér hefði nú ekki leiðst ef það hefði þurft að endurbyggja verönd- ina eða eitthvað þess háttar. Það var nú heldur betur dekrað við okkur þegar við fengum að fara með í bústaðinn um helgi. Venju- lega var strax byrjað á leiðinni austur með ís í Eden. Ég man nú ekki eftir að hafa hitt þig án þess að vera boðið ópal eða tyggjó. En allt verður að taka enda meira að segja tilvera okkar á þess- ari jörð en góðir menn gleymast ekki. Þú hefur lifað lífinu vel og ætíð verið hraustur enda fór það þér nú ekkert sérstaklega vel að vera veikur. Deyr fé, Deyja frændr, Deyr sjálfr ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur (Hávamál.) Ég hef gert mitt allra besta til að vera gott barnabarn og tel ég að ég standi mig prýðilega en eitt er víst að þú skilaðir þínu hlutverki betur en nokkur getur hugsað sér. Ég kveð þig með miklum söknuði Einar Aron Einarsson. Það kvað vera fallegt í Kína. Keisarans hallir skína hvítar við safírsænum. En er nokkuð yndislegra - leit auga þitt nokkuð fegra - en vorkvöld í vesturbænum? Því særinn er veraldarsærinn, og sjálfur er vesturbærinn, heimur, sem kynslóðir hlóðu, með sálir, sem syrgja og gleðjast, og sálir, sem hittast og kveðjast á strönd hinnar miklu móðu. (Tómas Guðm.) Elsku afi Einar, við þökkum þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Þær eru ómetanleg minning fyrir okkur. Við kveðjum þig með söknuði. Guðjón Geir og Ása Kristín. Kynni okkar Einars eru orðin löng. Einar ólst upp á Vesturgötu 57, í félagshúsinu, ekki langt frá Framnesvegi 6 þar sem ég ólst upp. Við vorum því nágrannar í vestur- bænum, en aldursmunur var nokk- ur. Báðir spiluðum við knattspyrnu með KR í meistaraflokki á okkar yngri árum. Leiðir okkar lágu síðan aftur saman þegar hann gekk að eiga mágkonu mína, Jónu Kristínu Sig- fúsdóttur, frá Dalvík, en hún var áv- allt kölluð Stína okkar á meðal. Hún hafði búið um tíma á heimili okkar að Tómasarhaga 51, þar sem kynni þeirra hófust. Síðar stofnuðu þau eigið heimili að Vesturgötu 57a við hliðina á æskustöðvum hans. Árið 1957 eignuðust þau síðan mynda- rlegan son, Einar Inga. Fljótlega eftir fæðingu hans dró þó ský fyrir sólu. Stína veiktist alvarlega og lést þremur árum síðar. Ungi sonur þeirra, Einar Ingi, var þá tekinn í fóstur á heimili okkar að Tómasar- haga 51. Þar ólst hann síðan upp. Einar sem starfaði á skipum Eimskips sem vélstjóri kom því allt- af á þeim árum á Tómasarhagann til að fylgjast með uppvexti sonar síns og eyða með honum þeim stundum sem hann átti í landi. Hann kom þá iðulega færandi hendi eins og hans var vani og reyndist okkur ávallt mjög vel. Síðar kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Helgu Markúsdótt- ur. Ávallt voru mjög góð fjölskyldu- tengsl milli Helgu og Einars Inga og fjölskyldu hans. Blessuð sé minning Einars og viljum við votta eftirlifandi eigin- konu hans, syni og systkinum hans og fjölskyldum þeirra innilega sam- úð. Þórður Pétursson. Föðurbróðir minn, Einar Einars- son vélstjóri, lést í Reykjavík 24. júlí sl. eftir skammvinn veikindi. Systkini Einars voru þrjú, Kar- en, tvíburasystir, húsfreyja á Sel- tjarnarnesi, Gísli, fyrrum bátsmað- ur, búsettur á Akureyri og Magnús, skipstjóri.sem lést 1979. Ég hitti föðurbróður minn síðast í stúdentsveislu hjá barnabarni Karenar, systur hans. Þá var nokk- uð um liðið frá því ég hafði séð hann og greinilegt að nafni minn og frændi gekk ekki heill til skógar. Stuttu eftir sjötíu og fimm ára af- mæli sitt var hann lagður inn á spít- ala til aðgerðar sem reyndist hon- um erfið og hann náði sér ekki á strik eftir hana. Hann lést 24. júlí sl. á Landspítalanum í Reykjavík. Hugurinn hvarflar aftur í tímann til áratugsins milli 1950-1960. Þá bjuggu foreldrar mínú-, Einar og Karen, öll í verklegu húsi á Vestur- götu 57a, sem amma mín hafði látið reisa. Einar bjó þar með fyrri konu sinni, Kristínu Sigfúsdóttur frá Dal- vík, ásamt syninum Einari Inga. Kristín lést fyrir aldur fram og fór þá Einar Ingi í fóstur til móðursyst- ur sinnar, Hlínar Sigfúsdóttur og manns hennar, Þórðar Péturssonar. Þrátt fyrir ótímabært fráfall Kristínar eru þetta í minningunni góð ár. Pabbi og Einar voru oft fjarri heimilum sínum vegna starfa sinna, Einar hafði það fram yfir pabba að hann var oftar í milli- landasiglingum og naut ég í fyllsta mæli góðs af því. Margt af merki- legum leikföngum sem hann færði mér geymist enn og rifjar upp glaða og áhyggjulausa æskudaga á Vest- urgötunni. Seinni kona Einars er Helga Markúsdóttir og bjuggu þau sér heimili á Kaplaskjólsvegi 51. Einar naut þess að búa þar, hann hafði góða útsýn yfir KR-völlinn og gat í landlegum og þegar hann var kominn á eftirlaun yljað sér við æskuminningarnar þegar hann lék sjálfur með meistaraflokki KR. ^ Einar Ingi kvæntist Svanhvíti Guðjónsdóttur og eiga þau þrjú börn, Einar Aron, Guðjón Geir og Ásu Kristínu. Öll hafa þau átt gott skjól hjá afa sínum og Helgu ömmu. Það leiddi af sjálfu sér að starf Einars kostaði miklar fjarvistir að heiman. Hann var því fremur sjald- séður gestur á hátíðis- og tyllidög- um þegar fjölskyldan kom saman en reyndi að uppfylla þær skyldur eftir föngum. Einar lærði ungur bifvélavirkjun en fór á sjóinn eins og bræðurnir Magnús og Gísli og var það þó mó^ ur þeirra bræðra mjög á móti skapi, henni þótti Ægir hafa tekið nægan toll og óttaðist um synina. Lengstan starfsferil átti Einar hjá Eimskip sem vélstjóri allt þar til hann fór á eftirlaun.Hann vand- virkur, viðræðugóður og viðkunn- anlegur í kynningu allri. Yndi hans og Helgu var bygging sumarhúss í Grímsnesi og þar eyddu þau mestum hluta frístunda sinna við að byggja upp, breyta og bæta til þess að fjölskyldunni gæti liðið þar sem allra best. Þar naut menntun hans sín og þar er margt af hagleik smíðað. Einar var drengur góður og hjálpsamur í hvivetna, en dulur ui^- eigin hagi. Þau Helga héldu stöð- ugu og góðu sambandi við móður mína eftir fráfall föður míns og fyrir það skal þakkað. Farsælli ævi er lokið. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautma þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. En upphiminn fegri en augað sér mót öllurn oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Einar Magnússon. Kæri vinur, nú ert þú lagður upp í siglinguna löngu. Ég kynntist Einari 1963 þegar við urðum skipsfélagar á Dettifossi. Með okkur tókst góð vinátta sem hélst alla tíð. Við vorum alltaf í sam- bandi þó ég færi í annað starf. Einar var tryggur og góður vinur sem gott var að eiga að. Hann átti yndislega eiginkonu, Helgu Mark- úsdóttir, þau hjón voru mjög sam- rýnd. Við hjónin fórum með þeim á margar árshátíðir hjá Eimskip, eins til Mallorca og Benidorm, enda frá- bærir ferðafélagar. Einar og Helga fóru oft til Benidorm á haustin 4. sama staðinn Gemilos 2, helst í sömu íbúð. Þau byggðu sér fallegt sumarhús í Hraunborgum, nutu þess að dvelja þar þegar Einar var í fríi frá sjónum, og eftir að hann kom í land. Þau hjónin eru búin að gera bústaðinn og landið mjög snyrtilegt og sýnir eljusemi þeirra að hafa allt snyrtilegt. Einar var síðustu árin hjá Eimskip yfirvél- stjóri á Ljósafossi. Ég kveð Einar Einarsson með þakklæti og virðingu í huga. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Fjölskyldunni sendi ég innilegar samúðarkveðjur og bið Guð að gefa henni styrk í sorg. Blessuð sé minning Einars Ein- arssonar. Ársæll Þorsteinsson. EINAR EINARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.