Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 47 MINNINGAR + Soffía Guðrún Benjamínsdóttir fæddist í Vogum á Vatnsleysuströnd 7. febrúar 1911. Hún lést í Reykjavík 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Benja- mín Halldórsson, bóndi á Knarrarnesi á Vatnleysuströnd, f. 26. febrúar 1882, d. 31. október 1962 og kona hans Þuríður Ingibjörg Hallgríms- dóttir, f. 13. ágúst 1884, d. 19. mars 1957. Soffía var elst af sex systkinum. Þau eru: Ingvar, 1916-1927; Ari, f. 1917; Margrét, 1919-1921; Magnús, f. 1922; Guðrún, f. 1925, Ingvar Bjarni, f. 1927; Hallbjörn Pétur, f. 1928. Örlögin höguðu því þannig að ég gat ekki fylgt henni Soffíu. Fréttina um andlát hennar fékk ég með tölvu- pósti þar sem ég var stödd í Ástralíu ásamt eiginmanni mínum. Þar sem ég sat og las bréfið frá syni okkar rifjuðust upp ýmsar minningar um okkar kynni og ég fór að skrifa þessi sundurlausu minningarbrot. Hinn 13. júlí 1940 giftist Soffía Guð- mundi Marel Gísla- syni, sjómanni, f. 23. júlí 1912, d. 15. nóv- ember 1982. Börn: 1) Elín, f. 21 mars 1942, maki Berg- mann Bjamason, þau eiga tvö börn. 2) Gísli, f. 21. maí 1945, maki Inga Helga- dóttir, þau eiga fjög- ur börn. Soffía stundaði nám í Kvöldskóla Ásgríms Magnús- sonar í Reykjavík 1928-29. Gagn- fræðingur frá Flensborgarskóla 1932, kennarapróf 1934. Kennari við Miðbæjarskólann 1934-46, Melaskólann 1946-59 og Vestur- bæjarskólann 1959-76. títför Soffíu fór fram í kyrrþey. Okkar kynni hófust haustið 1966, þegar ég kom nýr kennari fyrsta daginn í Vesturbæjarskólann, þá var Soffía ein mætt. Hún bauð mig vel- komna og vísaði mér til sætis. Við urðum strax góðir vinir. Haustið eftir að ég hóf störf við Vesturbæjarskóla var byrjað á nýju námsefni í stærð- fræði, bækur Agnete Bundgaard urðu allsráðandi í yngstu bekkjun- um. Hans skólastjóri sendi okkur Soffíu á námskeið og um veturinn voru haldnir reglulegir fundir þar sem farið var yfir námsefnið með okkur sem kenndum. Þar sem ég var á bíl urðum við samferða og oft fékk ég kaffísopa hjá Soffíu að fundum loknum. Ég hugsaði oft um það á seinni ár- um að Sörlaskjól 84 var eini staður- inn þar sem ég leit inn óboðin. Sonum mínum er í minni, þegar við fórum á miðvikudagseftirmiðdögum niður í Sörlaskjól til að horfa á Barbapapa í lit því Guðmundur og Soffía eignuð- ust litasjónvarp á undan okkur. Vin- átta okkar breyttist ekkert þó Soffía hætti að kenna. Fyrsta árið sem við kenndum saman langaði mig svo til að færa Soffíu eitthvað um jólin og á Þorláksmessu fór ég annaðhvort með kerta- eða hyasintuskreytingu. Það varð svo fastur liður í jólaundirbún- ingnum að skreppa á Þorláksmessu- kvöld niður í Sörlaskjól, fá kaffi og kökur og spjalla saman. Þar var allt- af jafn notalegt að koma. Með aldrinum fer öllum aftur. Þegar Soffía hætti að sjá til þess að geta lesið hlustaði hún mikið á hljóð- bækur. En svo kom að því að hún gat ekki lengur búið ein og flutti á Hrafn- istu, eftir að hún flutti þangað fækk- aði heimsóknum mínum. Ég og fjölskylda mín sendum Ellu, Gísla, Gunnu og fjölskyldum samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Soffíu Guðrúnar Benjamínsdóttur. Kristrún Ólafsdóttir. SOFFÍA GUÐRÚN BENJAMÍNSDÓTTIR Sími 564 4566 Legsteinar í Lundi SOLSTEINAR við Nýbýlaveg, Kópavogi OSWALDS simi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN \l)\i srui I I 411 • 101 RHYKJAVIK Drtvíð Inger Óltifur Útfmarstj. ÚJtfmurstj. Útfmarstj. LÍKKISTIJVINNUSTOFA EYVINDAR ARNASONAR Frágangur afmælis- og minning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alia þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þj5nustu a||an v sólarhringinn. ^ £ Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is + Elskulegur bróðir okkar, HALLGRÍMUR ELÍSSON frá Lækjarbakka, Vestur-Landeyjum, síðast til heimilis í Hátúni 21, Reykjavík, lést 23. júlí. Hann verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 4. ágúst kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hallfríður Elísdóttir, Sigríður Elísdóttir. t Ástkær sonur okkar, bróöir, barnabarn og mágur, GEORG MELLK RÓBERTSSON, Eiríksgötu 15, Reykjavík, sem lést af slysförum laugardaginn 22. júlí sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 3. ágúst kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að þess. láta líknarstofnanir njóta Ásdís Benediktsdóttir, Róbert Mellk, Regína Hjaltadóttir, Kristjana B. Mellk, Regína Guðmundsdóttir, Soffía L. Karlsdóttir, Smári Magnússon, Þorkeli Valdimarsson, Benedikt Franklínsson. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA BALDVINA GOTTLIEBSDÓTTIR, Ólafsvegi 6, Ólafsfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 31. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Ólafsson og börn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir og sonur, SIGURÐUR RAGNAR GUNNLAUGSSON, lýtaskurðlæknir, Ránargötu 30a, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstu- daginn 4. ágúst kl. 10.30. Jóhanna Kristín Tómasdóttir, Unnur Svava Sigurðardóttir, Sigríður L. Sigurðardóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ASTRID ÞORSTEINSSON hjúkrunarfræðings. Kjartan Jóhannsson, Ingigerður M. Jóhannsdóttir, María Kjartansdóttir, Jóhann Guðni Reynisson, Birna Reynisdóttir Biagioli, Astrid María Reynisdóttir Browne, Irma Karlsdóttir, Reynir Guðnason, Þorkell Guðmundsson, Elínborg B. Benediktsdóttir, Fernando Biagioli, David Browne, og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, UNNAR JÓNSDÓTTUR, Höfðabrekku 10, Húsavík. Jónas Reynir Helgason, Nanna Þórhallsdóttir, Bjarki Jónasson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, SIGRÍÐAR BRYNJÓLFSDÓTTUR, Skúlagötu 64, Reykjavík. Hörður Harðarson, Guðný Guðnadóttir, Brynja Áslaug Sigurðardóttir, Árni Friðriksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.