Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ i Matur og matgerð TÓMATAR Nú eru tómatar ódýrlr, segir Kristín Gestsdóttir og ærín ástæða til að borða mikið af þeim, enda eru þeir bæði A- og C-vítamínauðugir. MERKI þess að sumri sé tekið að halla er að krían er að mestu horfín héðan af Garða- holtinu niður að sjó, en þangað fer hún þegar dimma tekur yfír land- inu. Ungamir eru orðnir fleygir, þó ekki séu nema um 10 vikur síðan krían kom í vor, en hún verpir ekki fyrr en í lok maí. Brátt hverfur hún með unga sína hina löngu ferð suð- ur yfir hafið. Annar sumargestur, sílamávurinn, ekki eins kærkom- inn, hefur tekið völdin og gargar nú af öllum kröftum: „Hér ræð ég.“ Tómatar lækkuðu um daginn verulega í verði og nú er það verðhrun sem ber nafn með rentu, ekki eins og fyrr í sumar, þegar verðhrun á tómötum var auglýst og tómatamir kostuðu eftir sem áður mörg hundmð krónur kílóið. Tómatar eru upprunnir í And- esfjallasvæðum Bólivíu og Perú. Þar vaxa enn villtir örsmáir tómat- ar, en indíánar kynbættu þá löngu áður en hvíti maðurinn sté þar á land. Þeir hétu tomatl á máli inn- byggja, og er það nafn lítið breytt notað víðast hvar. ítaiir vom íyrstir Evrópubúa til að borða tómata og borða mest af þeim enn í dag. Áið 1554 kölluðu ítalir tómata gullepli, en Frakkar bættu um bet- ur og kölluðu þá ástarepli. Tómat- ar vora á þeim tíma ræktaðir tii skrauts í Englandi, Spáni og Mið- Evrópu. Það var svo ekki fyrr en upp úr 1880 sem Mið- og Norður- Evrópubúar fóm að borða tómata svo nokkm nam. Og enn síðar Is- lendingar af skiljanlegum ástæð- um. Áhugasamir íslenskir ræktunar- menn ræktuðu tómata við jarðhita allt frá árinu 1913. Árið 1930 höfðu risið hér nokkur gróðurhús fyrir tómata, sem seldir vora almenn- ingi, en upp úr 1940 komst skriður á tómatasöluna. íslendingar kom- ust fljótt á bragðið, og þeir, sem sjaldan eða aldrei borða grænmeti nú, borða samt tómata. Að mínu mati era tómatar ómissandi í mat- argerð, þó ég sleppi oftast hinni vinsælu tómatsósu í minni mat- reiðslu. Fylltir tómatar 6 frekar stórir tómatqr Vi tsk. timian eða heldur meira ferskt blóðberg 1 dl frosinn eða niðursoðinn maís talsvert mikið ferskt spínat eða Vi dl niðursoðið ___________1 dl kotasæla_________ _________nýmalaður pipar_________ 1. Skerið þunna sneið ofan af tómötunum stilkmegin, holið þá síðan að innan, en gangið ekki næm húðinni. Hvolfið þeim og lát- ið renna úr þeim. Stráið timian inn íþá. 2. Sjóðið maísinn í 4 mínútur, ef hann er frosinn. Dósamaís þarf ekki að sjóða. Síið maísinn og setjið í skál. Þvoið spínatið, setjið í pott og sjóðið í 4-5 mínútur í vatninu sem situr á blöðunum. Hellið á sigti, kælið örlítið en kreistið síðan safann úr því, saxið og setjið með í skálina. Setjið kotasæluna út í, blandið saman og fyllið tómatana með þessu. Malið pipar yfir. 3. Hitið bakaraofn í 200°C og bakið í um 8 mínútur. Athugið: Þetta má grilla, setja á álbakka og hvolfa öðrum álbakka eða álpappír yfír. Þetta er gott með grilluðu kjöti og hentar Mka sem forréttur. Tómatbaka 30 Ritz-kexkökur ____________2egg_____________ 1 dós Campbell's þykk tómatsúpa, ____________295g_____________ _______Vi dós sýrður rjómi___ 4 meðalstórir tómatar _________1 gænt súrt epli____ 1 Vi dl mjólkurostur, sú tegund ________sem ykkur hentar_____ 4 sneiöar beikon 1. Myljið kexkökurnar lauslega og setjið á botninn á eldfóstu, djúpu fati. 2. Þeytið eggin, setjið súpuna og sýrða rjómann út í. Hellið yfír kexkökumar. 3. Afhýðið eplið, takið úr því kjamann, skerið í þunn rif og stingið ofan í súpuna. 4. Skerið tómatana í sneiðar og raðið yfir, rífíð ostinn og stráið yfir. 5. Klippið beikonið í litla bita og stráið yfir. 6. Hitið bakaraofn í 190°C, blást- ursofn í 180°C, setjið í miðjan ofn- inn og bakið í 35-40 mínútur. VELVAKMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Umferð og fordómar MIKIÐ eru þau hræðileg öll þessi umferðarslys. Nær daglega sé ég í fréttum sjónvarps klessukeyrða bíla á vegum eða sem hafa hafnað úti í móa. Rútur lenda á hliðinni og fólk meira og minna slasað. Það setur að manni hroll og maður spyr hver er næstur og hvers vegna öll þessi slys. Margir tala um of hraðan akstur og eflaust á það sinn stóra þátt í þessu, en það er ekki bara úti á vegum sem slysin verða. Maður þakkar Guði fyrir að sleppa lifandi og ómeiddur hvem dag í umferðinni. Það er orðið allt of mikið af bíl- um. Götur og vegir bera ekki allan þennan þunga, en það þykir aumingja- skapur að kjósa frekar að fara með strætisvagni leið- ar sinnar, heldur en að gera út rándýran einkabíl. Karl- rembur keyra hér um á ofsahraða og þeir ætla sko að sýna konum það, að þeir ráði í umferðinni. Þeir horfa storkandi á konurnar í umferðinni um leið og þeir taka af þeim réttinn. Stressið er mikið og það er varla komið gult ljós þegar lagst er á flautuna fyrir aft- an næsta bíl. Konur verða þvi miður oftar fyrir slíku. Ungir strákar stíga bensin- ið í botn til þess að sýna að þeir séu karlar í krapinu og það er ekki von á góðu með- an frekja, fordómar og til- litsleysi ráða ferðinni í um- ferðinni hér. Konur geta verið glannar líka, en sjald- séðara. Við þurfum að fara að hugsa öðruvísi. Það gengur ekki lengur að um- ferðin sé eins og rússnesk rúlletta. Það þyrfti að sýna meira hversu hörmulegar afleiðingar umfei-ðarslysa geta verið. Sigrún. Fréttaflutningur af slysum ÉG hef aldrei getað fellt mig við þegar einstaklingur lætur lífíð í slysi eða voveif- legum atburði, er ávallt sagt í fréttum um slysið, viðkomandi var ógiftur og barnlaus. En hvað með for- eldra sem eru á lífi? Þeir eru ekki nefndir. Eru þeir ekki í sárri sorg að missa son eða dóttur? Þeir eru sniðgengnir í fréttaflutn- ingi. Ég vona að frétta- menn sjái sóma sinn í því að gleyma ekki foreldrum ef þeir eru á h'fi. Þetta er að- eins mannleg áskorun til ykkar. 270825-4439. Þakkir fyrir Víkverja KONA hafði samband við Velvakanda og vildi lýsa ánægju sinni með Víkverja Morgunblaðsins fyrir stuttu, þar sem hann skrif- ar um tryggingamál. Hún var afskaplega ánægð með skrifin hans. Um vöruverð ÞAÐ virðist vera gegnum- gangandi í nær öllum versl- unum að verð á vöru endar á 99 krónum. Á ég bágt með að skilja þetta. Hvaða skýr- ingu geta verslunareigend- ur gefið á þessu? Getur aldrei nein vara kostað 100 krónur eða 90 krónur? Starfsfólk segir þetta sál- rænt en halda verslunar- eigendur að maður sé svo vitlaus að maður kaupi þetta frekar. Finnst mér þetta frekar fráhrindandi verð og eru margir sam- mála mér um það. Hef ég það á tilfinningunni að það sé verið að plata viðskipta- vininn. Ég skil heldur ekki sumar hækkanir á vörum og nefni sem dæmi verð á ýsuflökum sem eru á kr. 899 í versiun í Garðabæ og hefur nýlega hækkað úr 799 krónum. Hvernig stendur á þvi að hækkunin er akkúrat þannig að verðið endar á 99 krónum? Árni Gunnarsson, Móaflöt, Garðabæ. Tapad/fundið Pro-Style hjól hvarf frá Stóragerði PRO-STYLE silfurlitað hjól með grænum keðjulás og sprungnu afturdekki, hvarf frá Stóragerði 8, fostudagskvöldið 28. júlí eða aðfaranótt laugardags- ins 29. júh' sl. Eigandi hjóls- ins er tíu ára drengur og saknar hann þess sárt. Ef einhver getur gefið upplýs- ingar um hjólið, er hann vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 553- 2307. Myndavél tapaðist PENTAX espio 738G tap- aðist annaðhvort á Egils- stöðum eða í Atlavík laug- ardaginn 22. júlí sl. Finnandi vinsamlegast hafí samband í síma 866-5592 eða 551-8535. Lyklakippa tapaðist LYKLAKIPPA með hvít- um hafnabolta tapaðist í Fossvogsdal fyrir stuttu. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 564-1184 eða 555-1748. Húslykill í óskilum Húslykill fannst á bílaplan- inu fyrir ofan Gróttu. Upp- lýsingar í síma 561-1795. Fjarstýring að Benz tapaðist SVÖRT fjarstýring að Benz tapaðist á Nesvegi mánudaginn 31. júlí sl. Upplýsingar í síma 551- 6813 eða 896-3808. Poki með fatnaði tapaðist STÓR Nanoq-bréfpoki tap- aðist um kl. 16 mánudaginn 24. júlí sl„ líklega á bíla- stæðinu við Hringbraut 119, Reykjavík. í pokanum voru tveir nýir Adidas- íþróttagallar, annar grænn og blár barnagalli, hinn silf- urhtaður og blár fullorðins- galli. Nýr blár fullorðins Adidas-anorakkur og grá Max-flíspeysa. Pokans er sárt saknað. Skilvís og heið- arlegur finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 466-2676 eða 864-0876. Fundarlaun. Myndavélataska tapaðist SVÖRT og blá myndavéla- taska, frekar lítil, með einu flassi innanborðs, tapaðist fyrir um það bil mánuði. Vinsamlegast hafið sam- band í síma 864-0511. Dýrahald Kettlingur fæst gefins TÓLF vikna kettlingur fæst gefins á gott heimili vegna ofnæmis. Upplýsing- ar í síma 565-1169. Læða týndist í Garðabæ ÞRILIT læða, smávaxin og eyrnamerkt hvarf að heim- an frá sér í Garðabæ sl. fimmtudag. Hún var með rauða ól með þremur bjöll- um þegar hún hvarf en hún gæti hafa misst hana af sér. Þeir sem hafa orðið varir við hana vinsamlega látið vita í síma 565-6154 eða 567-3844. Átta kettlingar fást gefins ÁTTA krúttlegir ketthngar fást gefms á góð heimili. Þeir eru þriggja mánaða og kassavanir. Upplýsingar í síma 698-6691. Víkverii skrifar... MIKIÐ er um að við íslendingar ferðumst í útlöndum á bfla- leigubflum. Við kaupum hagstæð flugfargjöld til einhverrar borgar á meginlandinu, leigjum bfl og þeysum fram og til baka, þúsundir kflómetra og látum okkur ekki muna um að heimsækja nokkur lönd í slíkum túr. Víkverji heyrði á dögunum af fólki sem hugðist leigja bfl í útlandinu og bregða sér bæjarleið. Það hefði ekki verið undirbúið áður en farið var að heiman enda kom þessi hugmynd ekki upp fyrr en út var komið. Því var haldið á afgreiðslu bflaleigu úti þar og spurt um verð. Fljótlega kom í Ijós að einn galli var á gjöf Njarðar, nefnilega sá að bflstjóri verður að vera orðinn 25 ára. Erlendar bfla- leigur leigja með öðram orðum ekki ungum ökumönnum bfla. Kom þetta á óvart þar sem þetta unga fólk hafði áður leigt bíl erlendis án vandkvæða. Og vora nú orðin ári eldri! Ekki veit Víkverji rökin fyrir þessari reglu nema ef væri sú reynsla erlendis sem komið hefur á daginn hérlendis að ungir ökumenn eru oftar viðriðnir árekstra en þeir eldri og ráðsett- ari. Við lauslega könnun kemur á dag- inn að bflaleigur erlendis hafa mjög misjafnar reglur að þessu leytinu. í sumum löndum verður fólk að vera orðið 25 ára en í öðram nægir að vera 21 árs. Þá hafa sumar bílaleigur þá reglu að leigja ungum ökumönnum einungis minnstu bflana. Verða menn í því tilviki að vera orðnir að minnsta kosti 25 ára og jafnvel þrít- ugir til að fá að aka á BMW eða Mercedes Benz bílum frá slíkum leigum. Þetta er hins vegar vitneskja sem menn fæðast ekki með eða öðlast með móðurmjólkinni og þess vegna ætti hún að koma betur fram hjá ferðasölum þegar menn era að und- irbúa utanlandsferðir: Ætli menn sér að nota þennan ferðamöguleika er hann að þessu leyti takmarkaður. Og þótt íslendingar séu snillingar í því að fara kringum hlutina þá dugar til dæmis ekki að skrá nógu gamlan ökumann fyrir bflnum og íáta annan aka; báðir verða sem sé að sýna skil- ríki og staðfesta með því aldur sinn og reynslu í þessum efnum. Og jafn- vel þótt menn kunni að svindla eitt- hvað í þessum efnum getur það verið varasamt því ef eitthvað kemur fyrir er hugsanlegt að tryggingar geti gert kröfu á hendur hinum of unga ökumanni. * UR því verið er að tala um akstur finnst Víkverja ástæða til að nefna það sem honum virðist vera batnandi umgengni eða öllu heldur akstur á fjallvegum og jeppaslóð- um. Með auknum áminningum um að aka ekki utan slíkra slóða hefur tekist að draga úr skemmdum. En þetta gerist ekki með áróðri einum saman. Á Lakavegi eru til dæmis viða möguleikar á því að bregðast sér út fyrir rudda slóð og fara ýmsa útúrdúra. Þar hefur Vegagerðin séð við slíkum ökumönnum með því að loka snyrtilega af þar sem slíkir slóðar hafa myndast. Þar efra er líka friðland og ferðamenn áminntir um að ganga og aka vel um. En það er líka ágætt aðhald að sjá þessar girðingar þannig að menn séu ekki í neinum vafa og séu ekki að leika sér að því að fara í för sem einhvern tíma hafa myndast. Þetta má sem sagt sjá víða á fjall- vegum og ætti að vera öllum ökum- önnum áminning um að aka ekki ut- an skipulagðra slóða, að fara ekki í hvaða hjólför sem er þótt það kunni að vera spennandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.