Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 27 LISTIR Bústnar konur MYJVDLIST G a 11 e r í R e y k j a v í k HÖGGMYNDIR LOES MÚLLER Til 5. ágúst. Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 11-16 og sunnudaga frá kl. 14-17. HOLLENSKI myndhöggvar- inn Loes Miiller hefur komið hingað tólf sinnum síðan hún drap hér niður fæti í fyrsta sinn árið 1981. Hún hefur ferðast um landið þvert og endilangt, þar með talið hálendið, Vatnajökul og Hornstrandir, og telur sig hafa fundið hér kraft og anda- gift í tengslum við listsköpun sína. Að vísu kemur það ekki fram með beinum hætti í sýn- ingu Muller, því allar myndir hennar snúast um kvenlíkamann og eru að mestum hluta unnar í kalk- og kljástein, bergtegundir sem finnast í hellum í Suður- Hollandi. Höggmyndir Muller snúast um einföld form og mjúk. Þær eru í anda Arp; komnar hálfa leið frá líkamlegum áherslum yfir í formrænar abstraksjónir. Hinn mjólkurleiti tónn steinsins eykur þessar áherslur. Þá er flestum verkunum komið fyrir á lágum stöplum eða gólfinu sjálfu þannig að áhorfandinn skynjar þær ofan frá. Þetta sjónarhorn veldur ákveðnum tengslum milli áhorf- andans og styttunnar því marg- ar af konum Múller grúfa sig sinna á sýningunni. niður og hringast um sig sjálfar líkt og væru þær að verja sig gegn utanaðkomandi ágangi. Hvort þetta er með ráðum gert eða ómeðvitað skal ósagt látið enda breytir það engu um sjálf- ar höggmyndir Loes Múller. Þær eru látlausar en einstak- lega vel gerðar og fullar af þeim lífræna þokka sem mjúkar línur og ávöl form búa yfir. Halldór Björn Runólfsson Islensk ljóð á galisísku Hermann Perfecto Stefánsson Andrade Grande íslenskt ljóðaúrval hefur verið þýtt á galisísku og ber heitið Aurora borealis. Bókin með Ijóðunum kem- ur út í haust hjá forlaginu Follas Novas og er á dag- skrá tveggja menningar- borga Evrópu árið 2000, Reykjavíkur og Santiago de Compostela. Þýðingin er unnin af Hermanni Stef- ánssyni, bókmennta- gagnrýnanda sem er bú- settur í Santiago de Compostela við M.A. nám í bókmenntafræði og Per- fecto Andrade Grande, spænskum þýðanda og kennara. Morgunblaðið hafði samband við Her- mann og spurði hann út í bókina. Sex milljónir tala galisisku Hvaða tungumál er galisiska? „Galisiska er töluð af hátt í þremur milljónum manna í Galisiu í norð- vestur-hluta Spánar. Auk þess tala þrjár milljónir manna tungumálið utan Galisíu. Málið var bók- menntamál Spánar á miðöldum, tungumálið sem svokallaðar kantíg- ur voru skrifaðar á. Á timum fasismans á Spáni var t ungumálið talið í útrýmingarhættu, enda önnur mál en spænska kastiljanskan illa séð af yfirvöldum eða bönnuð og dæmi eru um að börnum hafi verið refsað í skólum fyrir að tala galis- ísku. Tungumálið hélt þó lífi í sveit- um og er talað af þorra fólks á svæð- inu samhliða kastiljönsku." Fyrir hvem er bókin hugsuð? Islensk nútímaljóðlist „Bókin er hugsuð fyrir Galis- iubúa, en á auk þess möguleika á að ná til portúgölskumælandi þjóða, þar sem málið er náskylt portú- gölsku." Hermann valdi Ijóðin í bókina, alls 64 ljóð eftir 32 höfunda, tvö ljóð eft- ir hvern höfund. Hvaða skáld eiga ljóðí bókinni? „I bókinni eiga ljóð 32 skáld, sem fiest eru samtimaskáld. Þó eru gefin nokkur dæmi um formódernisma og um atómskáldin. Við íslendingar er- um svo heppnir að eiga afbragðs þýðanda íslenskra bókmennta í Gal- isíu sem heitir José Antonio Fern- ández Romero. Hann býr í borginni Vigo og hefur verið afar duglegur að þýða úr fslensku, bæði á galisisku og spænsku. Hann hefur þýtt Hall- dór Laxness, Jóhann Hjálmarsson og Einar Má Guðmundsson og að auki hefur komið út mikill doðrant- ur með norrænni Ijóðlist þar sem helstu módernistum eru gerð ítar- leg skil f þýðingum hans.“ Hvemig var valinu háttað? „Það er ekki alveg hlaupið að því að velja saman í ljóðasafn og þarf að taka tillit til ýmislegs, til dæmis hvað hefur komið út áður og hvað tfðkast að gera. Sennilega er það smekkur sem ræður á endanum og mér finnst þessi tilteknu skáld öll injög góð, þó að mér finnist fleiri vera góð. Bókin er fyrst og fremst Ijóðaúrval frá deginum í dag. Valið miðaðist við að gefa nokkra hugmynd um hvað er verið að skrifa, án þess að sú hugmynd sé tæmandi. Mað- ur er heldur smeykur við að þýða rímað og stuðlað. Myndin af því sem er eldra er kannski yfirborðskennd- ari, enda verður ekki bæði haldið og sleppt.“ Island í tisku á Spáni En hvernig er bókin til komin? „Bókin er þannig til komin að ég var beðinn um að þýða úrval islenskra Ijóða á galisísku í samstarfi við inn- fæddan. Hjá galisískum hugsuðum má sjá ákveðið þema sem ég veit ekki hvort er meinloka eða ekki, en snýst um fagurfræði víkinga sem menningarlega rót Galisíu. Hér er þó algengara að líta á keltaheiminn sem uppruna svæðisins og ef maður bætir víkingum við kelta er maður kominn með uppruna Islendinga, ekki satt? Ljóðskáld og háskólapró- fessor að nafni Arturo Casas stakk upp á þýðingunni og ég ákvað eftir nokkur heilabrot að slá til.“ Að sögn Hermanns er ísland í tisku á Spáni og ekki sist i Santiago de Compostela.„Galisíubúar vita mun meira um Island en Islendingar um Galisíu. I tilefni af menningarár- inu hefur íslcnsk menning verið heilmikið kynnt, fyrir skemmstu sá ég viðtal í blaði á galisisku við borg- arstjórann í Reykjavfk auk ítarlegr- ar umfjöllunar um land og þjóð.“ Hvenær er svo ráðgert að bókin komi út? „Sennilega í september eða síðar, því galisískir prentarar eru í fríi í ágúst.“ Dmnn 1 o eáa á gfriU : ariems Holta-Grillkjúklinginn þarf aðeins að hita á griiiinu Holta-Grillkjúkiingur, er cidaður og tiibúinn tii neyslu A íieitUjgrillí: 7-10 mín Upphitun í ofni: 18mmvið200‘C Örbvlgjuofn: 8 min við700w aúiGrijg itihiinftujj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.