Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM TONLEIKAR I ðnð * Óvæntir bólfélagar Tónleikar rafhljómsveitarinnar Stilluppsteypu og myndlistar- mannsins Magnúsar Pálssonar 31. júlí í uppákomuröð Tilraunaeld- hússins og Menningarborgarinnar, Óvæntir bólfélagar. RAFHLJÓMSVEITIN Stillupp- steypa og myndlistarmaðurinn Magnús Pálsson voru óvæntir bólfé- lagar Menningarborgarinnar og Til- raunaeldhússins í Iðnó sl. sunnu- dagskvöld. Fluttu þeir sameiginlegt yerk sem þeir höfðu unnið að undan- farna mánuði, „Kort kort kredit, Bænagjörðir og Trommusóló". Inn- legg Magnúsar í sýningunni voru tvö myndbönd sem varpað var á sinn- hvorn vegginn í Iðnó með mynd- bandsvörpum, gjörningur sem sam- anstóð af upplestri hans og leikkonunnar Ragnheiðar Guð- mundsdóttur og upphenging þeirra á gardínuefni á snúrur strengdar yf- ir sviðið. Innlegg Stilluppsteypu var tónlist sem mest allt kvöldið var eins og undirleikur við gjörninginn en stöku sinnum ruddist hún fram með hamagangi og látum, en allt of stutt í hvert skipti. Leikmyndin, nokkrar misstórar áltröppur og reykur úr jfeykvélum, var einnig stór hluti af IEÍKFÉLAG ÍSLANPS tísTsÍNW 55Z 3000 THRILLER sýnt af NFVÍ fös. 18. ágúst kl. 20.30. 530 3030 BJÖRNINN — Hádegisleikhús með stuðningi Símans fim. 3/8 kl. 12 nokkur sæti laus þri. 15/8 kl. 12 mið 16/8 kl. 12 ATH Aðeins þessar sýningar Tónleikar: ATONAL FLITURE mið. 2/8 kl. 20.30 Miðasalan er opin frá'kl. 12-181 Loftkas- talanum og frá kl. 11-17 I Iðnó. Á báðum stððum er opið fram að sýningu sýning- arkvöld og um helgar þegar sýning er. Miðar óskast sóttir t viðkomandi leikhús. (Loftkastalinn/lðnó). Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dðgum fyrir sýningu. isi i:\skv opi.it v\ =^!lli Sími 511 4200 Miðasala opin frá kl. 15-19 mán-lau. og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir frá kl. 10. j) ^ I J-l jJ Gamanleikrit í leikstjórn Siguröar Sigurjónssonar fim 10/8 kl. 20 lau 12/8 kl. 20 sun 13/8 kl. 20 miö 16/8 kl. 20 fim 17/8 kl. 20 Miðasölusími 551 1475 VISA VAKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Listrænt sjónar- spil í þoku Morgunblaðið/Jón Svavarsson Myndlistarmaðurinn Magnús Pálsson og hljómsveitin Stilluppsteypa sýndu verkið „Kort kort kredit, Bænagjörðir og Trommusóló" í Iðnó sl. sunnudagskvöld. sýningunni, sem stóð í um 2 klukku- tíma fyrir fullu húsi áhorfenda. Sýningin fór nær öll fram á gólfinu í miðju salarins og sátu áhorfendur beggja vegna við. I miðjunni sátu þeir Stilluppsteypumenn Sigtryggur Sigmarsson, Heimir Björgúlfsson og Helgi Þórsson og sneru og ýttu á takka. Það er erfitt að lýsa tónlist Stilluppsteypu með orðum en hægt er að segja að hún samanstandi af mjög áhugaverðri blöndu af hljóðum sem maður kannast við úr daglegu lífi, alls konar suði, drunum, truflun- um, rispum og brothljóðum eða tón- list spilaðri afturábak. Stundum var tónlistin einungis stigvaxandi, djúpt og feitt suð eða druna. Þetta verður seint kallað léttmeti eða stuðtónlist, en skapar í staðinn spennandi stemningar og myndir í huga áheyrandans. Að því er fram kemur í fréttatil- kynningu fer vegur hljómsveitarinn- ar vaxandi og verður því spennandi að fylgjast með gengi hennar á næst- unni. Vonandi fáum við fljótlega aðra tónleika Stilluppsteypu hér á landi, með eða án samstarfsmanna. Þeir sem komnir voru til að upp- lifa Magnús Pálsson í öllu sínu veldi fengu mikið fyrir sinn snúð og verkið enn eitt í röð margra skemmtilegra verka eins og t.d. myndbandsverks- ins Kúplingsdiskur sem sýnt var í galleríi i8 á síðasta ári og mynd- bandsverksins Eye talk 2 svo eitt- hvað sé nefnt. Þar er Magnús ekki á ósvipuðum nótum og hann var á í Iðnó, drafaði drukkinn við kven- mann, með andlitið upp að nöktu brjósti hennar. Texti Magnúsar á sunnudaginn var einhvers konar karlatal og taut en texti Ragnheiðar fjallaði með augum miðilsins um lífið eftir dauðann og kynjaverur ósýni- legar flestum mönnum. Sá texti var skemmtilegur og fræðandi en texti Magnúsar oft fyndinn og fáránlegur. Inn á milli hengdu þau tvö upp gar- dínur á snúrur og breiddu hvít lök yfir nokkra tónleikagesti sem áttu sér einskis ills von. Enn fremur skiptust þau á að klifra upp í tröppur og kalla setningar eins og „Þú ferð ekki til helvítis í þetta skiptið" eða „Best af öllu er að deyja, fara beint inn í ljósið", út í salinn. Gjörningur Magnúsar var heldur í lengra lagi, enda var farið að endur- taka textann bæði á vídeói og í gjörn- ingi þegar leið á. Klassísk bíómynda- lengd, 90 mínútur, hefði verið passleg. Framkvæmd sýningarinnar var í aðalatriðum vel heppnuð og hnökra- laus að mestu. Stuttar tafir urðu vegna tæknilegra örðugleika og hljóð var ekki nógu gott á öðru myndbandinu, sem olli því að orða- skil heyrðust illa hjá Magnúsi sem var miður, enda textinn oft bráð- fyndinn. Einnig hefði mátt spara reykinn örlítið en honum var spúð miskunnarlaust yfir áhorfendur mestalla sýningunna þannig að þétt þoka myndaðist í salnum. Magnús er einn helsti myndlistarmaður Islend- inga og þekktur fyrir að fara ótroðn- ar slóðir í sköpun sinni. Gjörningar hans eru á mörkum þess að vera leiklist eða myndlistarlegt sjónarspil og greinilegt að hann er í miklu stuði um þessar mundir. í heildina var þetta mjög áhuga- verð blöndu af leikhúsi, myndlistar- gjörningi og tónlist með áberandi mikilli áherslu á myndlistargjöm- inginn á kostnað tónlistar Stillupp- steypu sem margir höfðu beðið með óþreyju eftir að hlusta á. Þegar best lét komu áreitin úr öllum áttum, myndræn sem hljóðræn, og mátti maður hafa sig allan við ef maður ætlaði að ná einhverjum þræði út úr öllu saman. Ef lesa á meiningar út úr sýningunni í heild koma hugleiðinar um mörk lífs og dauða helst upp í hugann, en listrænt sjónarspil þarf ekki alltaf að hafa þýðingu. Þóroddur Bjarnason Línuskautahokkí í Skautahöllinni Baráttan á vellinum var mikil. Magni Asgeirsson, söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól. Liprir á línu- skautum Á LAUGARDAGINN var haldið mót í línuskautahokkí í Skauta- höllinni í Laugardalnum. Það voru útvarpssf öðin Mono og verslunin Contact sem stóðu fyrir mótinu, sem er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Sautján lið skráðu sig til keppni en keppt var í fjórum ald- ursflokkum. Nokkrar hljómsveitir komu fram á svellinu, þeirra á meðal Greifarnir og Á móti sól, en auk þess þeyttu nokkrir vel valdið plötusnúðar skífur. Mikil stemmning rikti í höllinni og stendur nú til að halda mótið árlega en mótið var í umsjá skautafélaganna f Reykjavík, Bjarnarins og SR. Stutt Henti konunni út ► ÞAÐ er ekki tekið út með sældinni að vera fyrirvinna heimilisins. Egypti nokkur fannst sér heldur betur mis- boðið er eiginkonan gaf sonum þeirra tveim stærri skammt af kjúklingn- um sem var í kvöldmat- inn en hon- um sjálfum. Hann gerði sér því lítið fyrir og henti eigin- konunni út um gluggann á þriðju hæð. Ástæðan var einfaldlega sú að hann skaffaði mat á borð fjöl- skyldunnar og átti því að eigin mati að fá stærsta skammtinn. Lögreglan mætti á staðinn og handtók eiginmanninn en nágrannarnir fylgdu konunni á sjúkrahús. Þjófur á lögregluhátíð ► ÞJÓFUR nokkur í Brasilíu hefði betur haldið sig heima í síðustu viku í stað þess að gera tilraun til að ræna strætis- vagnafarþega. Hann fékk sér far með strætó í Rio de Janeiro og stal nokkrum þúsundköllum úr vösum og veskjum farþeg- anna áður en hann stökk út úr vagninum á einni stoppistöð- inni. Ekki vildi betur til en svo að er hann stökk úr úr vagnin- um með reiða farþega að baki sér tóku hvorki meira né minna en 410 lögregluþjónar á móti honum. Sérstök lögregluhátíð var haldin þennan dag á torginu þar sem stoppistöðin var stað- sett og varð uppi fótur og fit er fréttist af þjófinum. En lög- regluþjónamir voru ekki lengi að hlaupa hann uppi og fangelsa hann í framhaldinu. Þjófnaðir í strætisvögnum eru mjög al- gengir í borginni og eru gísla- tökur í vögnunum einnig al- gengar. Þekkir ekki sitt eigið andlit ► Lincoln Holmes hefur fyrir- taks sjón en samt sem áður getur hann ekki þekkt sitt eig- ið andlit. Fyrir þrjátíu árum lenti Lincoln í bflslysi sem skemmdi einangraðan hluta í heila hans. Af þeim sökum getur hann ckki, sama hvað hann reynir, þekkt andlit fólks; hann er gjörsamlega andlitsblindur. „Á þeim stundum þegar ég er aleinn og ég veit ekki hvar neinn af þeim sem ég er með er staðsettur, get ég orðið mjög hræddur og einmana,“ segir Lincoln. „Að geta ekki þekkt andlit er ekki aðeins erf- itt að ímynda sér, heldur er það frekar ógnvænlegt." Viðtal við Lincoln birtist í heimildamyndaflokki BBC sjónvarpsstöðvarinnar, „Brain Story." Þegar Lincoln eru sýndar myndir af dauðum hlutum þekkir hann þá auðveldlega, en þegar hann sér mynd af Marilyn Monroe er honum fyr- irmunað að kannast, við and- litið. Meira að segja þegar hann sér mynd af sjálfum sér þarf hann að fá vísbendingar frá viðstöddum á meðan hann reynir að átta sig á myndinni. Að því er kemur fram á frétta- vef BBC hefur þetta sérkenni- lega tilvik leitt í ljós að and- litsþekking er framkvæmd á sérstöku svæði hcilanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.