Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 31 Gítar og orgel í Hallgrímskirkju GITARLEIKARINN Lárus Péturs- son kemur fram á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju á morgun, fimmtu- dag, kl. 12, ásamt Friðriki Vigni Stef- ánssyni, organista við Grundarfjarð- arkirkju. Á tónleikunum flytur Friðrik hið þekkta orgelverk Gotn- esk svíta op. 25 eftir franska tón- skáldið og organistann Léon Boéll- mann sem var uppi á síðari hluta 19. aldar. Verkið er í fjórum þáttum: Int- roduction - Choral, Menuet goth- ique, Priere á Notre Dame og Toccata. Inn á milli flytja þeir Lárus og Friðrik annars vegar sálmforleik- inn Wachet auf, ruft uns die Stimme eftir Johann Sebastian Bach, þar sem Lárus spilar laglínu sálmsins á gítar, og Gítarkonsert í D-dúr eftir Antonio Vivaldi. Konsertinn í er tveimur þátt- um. Lárus Pétursson hóf klassískt gít- arnám hjá Eyþóri Porlákssyni 1980 og nam síðar hjá Páli Eyjólfssyni. Þá stundaði hann nám við Tónlistarskól- ann í Reykjavík 1983-85. Frá 1980 hefur hann kennt við Tónlistarskóla --------------------- Sigurður Bragason Ólafur Klíasson Stykkishólms og við Tónlistarskóla Eyrarsveitar í Grundarfirði frá 1986. Friðrik Vignir Stefánsson hóf or- gelnám á Akranesi undir handleiðslu Hauks Guðlaugssonar og Fríðu Lár- usdóttur. Hann stundaði síðan nám við Tónskóla þjóðkirkjunnar þar sem aðalkennari hans var Hörður Áskels- son og lauk prófi þaðan árið 1988. Frá 1984 var hann organisti við Innra- Hólmskirkju en árið 1988 var hann ráðinn organisti Setbergsprestakalls í Grundarfirði og hefur starfað þar síðan auk þess að vera skólastjóri Tónlistarskóla Eyrarsveitar. Atonal Future í Iðnó TÓNLISTARHÓPURINN Aton- al Future heldur Reykjavíkur- tónleika í Iðnó í kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 20:30 en hópurinn hélt fyrst tónleika í Iðnó árið 1998 og aftur ári síðar. Tónleikarnir eru hluti af tón- leikaferðalagi sem liggur um Ak- ureyri, ísafjörð, Reykjavík, Nuuk í Grænlandi og Þórshöfn í Færeyjum. Hópurinn er skipaður sjö ung- um, íslenskum hljóðfæraleikurum og tónskáldum, sem allir stunda framhaldsnám í tónlist víðs vegar Öll verkin sér- staklega samin fyrir hópinn um Evrópu. Hópurinn hefur starfað frá árinu 1998 og frá upp- hafi sérhæft sig í flutningi nýrr- ar, íslenskrar tónlistar. Meðlimir Atonal Future eru Áki Ásgeirs- son, tónskáld og trompetleikari; Berglind M. Tómasdóttir, flautu- leikari; Gunnar A. Kristinsson, tónskáld og píanóleikari; Hlynur A. Vilmarsson, tónskáld og slag- verksleikari; Ingólfur Vilhjálms- son, klarinettuleikari; Kristín M. Gunnarsdóttir, klarinettuleikari og Snorri Heimisson, fagottleik- ari. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir tónskáld hópsins en einnig verða flutt verk eftir Arn- ar Bjarnason, Davíð Franzson og Kolbein Einarsson sem eru allir við tónsmíðanám víðs vegar um heiminn. Öll verkin á efnis- skránni eru sérstaklega samin fyrir Atonal Future og frumflutt á tónleikunum í sumar. Kuran Komp- aní á Sóloni KURAN Kompaní heldur tónleika á Sólon íslandus í kvöld, miðvikudag- skvöld, kl. 21. Kuran Kompaní er dúett skipaður Szymoni Kuran fiðluleikara og Haf- dísi Bjamadóttur rafgítarleikara. Tónlist Kompanísins er hrærigraut- ur af djass, Ídassík, þjóðlagatónlist, rokki og ýmsu öðru. Kompaníið spil- ar djassstandarda í bland við suður- ameríska tónlist en aðaluppistaða dagskrárinnar er spuni. Fyrsti geisladiskur Kompanísins er væntanlegur í næsta mánuði en einnig hyggur Kuran Kompaní á Danmerkurferð í lok ágúst þar sem það mun spila á Strikinu í Kaup- mannahöfn. Eftir Danmerkurferð- ina fer dúettinn til Brussel í Belgíu til að spila og til upptöku. Á tónleikunum á Sólon fær Kompaníið til liðs við sig gestaspil- ara, Steingrím Guðmundsson slag- verksleikara. Miðaverð á tónleikana er 500 kr. Sönglög í Stykkis- hólmskirkju SIGURÐUR Bragason baríton og Ólafur Elíasson píanóleikari halda tónleika í Stykkishólmskirkju í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Þeir Sigurður og Ólafur eru að leggja upp í tónleikaferð í septem- ber og október til Englands og Bandaríkjanna og flytja þeir þessa efnisskrá m.a. í einleikssal Carnegie HallíNewYork. Sigurður Bragason hefur hlotið afbragðsdóma gagnrýnenda jafnt heima sem erlendis, fyrir túlkun sína á sönglögum og ljóðaflokkum eftir Mussorgsky, Liszt, Chopin, Rachm- aninoff og Tschaikowsky, sem hann hefur flutt á fjölda tónleika erlendis. Ólafur Elíasson hefur hefur haldið tónleika hér heima og í Bretlandi og leikið inn á geislaplötu m.a. píanó- konserta eftir Mozart með London Chamber Group sem hann hefur fengið afbragðsdóma gagnrýnenda fyrir. Þú þarft ekki einu sinni skæri til að stytta þær Convertible buxur Þú bara rennir skálmunum af og á allt eftir þörfum. 100% bómull, léttar og þægilegar. Kr. 5.990.- <&>Columbia Sportswear Company® HREYSTI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL ---- Skeifunni 19 - S. 5681717 - Columbia fæst einnig í Nanoq, Kringlunni - Sportver, Akureyri - Sportlíf, Selfossi Opið mánud.- föstud. kl. 9 - 18, laugard. kl. 10 - 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.