Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Speight ákærður Suva, Fídjí. Reuters. GEORGE Speight, uppreisnarfor- ingi á Fídjí-eyjum, hefur verið ákærður fyrir refsivert athæfi að sögn lögreglu á Fídjí sem segist einnig kanna möguleika á að ákæra Speight fyrir landráð. Speight verður því að öllum lík- indum fluttur úr fangelsi á eyjunni Nukulau, ásamt nokkrum helstu stuðningsmönnum sínum, til að mæta fyrir rétt í höfuðborginni Suva. En nokkrir helstu stuðn- ingsmanna hans hafa einnig verið ákærðir samkvæmt þeim neyðar- lögum sem nú ríkja á Fídjí. „Þetta eru alvarleg brot,“ sagði Moses Driver aðstoðarlögreglustjóri við Reuters-fréttastofuna. Meðal ákæruatriða eru ólögleg- ur mannsafnaður við þinghús Fídjí-eyja en þar héldu Speight og stuðningsmenn hans Mahendra Chaudry, þáverandi forsætisráð- herra, og fjölda stjórnmálamanna í gíslingu í 56 daga. Þá er Speight einnig ákærður fyrir að umgang- ast fólk með skotvopn og fyrir að hafa í leyfisleysi grafið lík við þinghús eyjanna. Síðastnefnda ákæran tekur á því er Speight og menn hans grófu einn félaga sinn við þinghúsið eftir að sá hinn sami lést í skotbardaga í júlíbyrjun.' Ekki liggur enn fyrir hvenær mál- ið fer fyrir rétt. Að sögn Drivers kanna her, lög- regla og saksóknaraembættið þessa stundina hvort ákæra megi Speight fyrir landráð. „Alvarlegri ákæruatriðin eru enn til athugun- ar,“ sagði Driver en herinn hefur áður lýst því yfir að Speight kunni að verða ákærður fyrir landráð vegna gíslatökunnar. Landráð varðar dauðarefsingu og hefur slíkri refsingu ekki verið beitt frá því eyjarnar hlutu sjálf- stæði árið 1970. -----+-+-4----- Bandarískur gæslu- liði í Kosovo Ævilangt fangelsi fyrir morð Wiirzburg. Reuters. BANDARÍSKUR herdómstóll í Þýskalandi dæmdi í gær 36 ára gamlan liðþjálfa, Frank Ronghi, í ævilangt fangelsi fyrir að hafa svívirt og myrt 11 ára gamla stúlku í Koso- vo. Maðurinn var í friðargæsluliði Atlantshafsbandalagsins í héraðinu. Lík fómarlambsins, Maritu Sha- biu, fannst illa útleikið í skóglendi við borgina Vitina 13. janúar sl. Við yfir- heyrslur í febrúar kom fram að Ronghi hefði fengið óbreyttan her- mann til að aka með sér í Hummer- jeppa að íbúðarblokk í borginni. Þar náði Ronghi í lík stúlkunnar og mennimir fleygðu því á afskekktan stað. Einnig hefur komið fram að Ronghi sagði félögum sínum í her- flokknum að hann ætlaði að „ná í litla stúlku og nauðga henni“ en hann yrði að myrða hana til að komast upp með verknaðinn. Hann myndi kenna Serbum um glæpinn en Shabiu var albönsk. Fyi-ir réttinum sagðist Ronghi ekki vita hvað hefði ráðið gerðum sínum og hann iðraðist mjög. „Eg veit ekki hvað fór úrskeið- is þennan dag. Ég er enn að reyna að finna svör við því sjálfur," sagði hann. Verjendur hans töldu að andrúms- loftið í Kosovo gæti hafa átt sinn þátt í að hann framdi glæpinn. Þeir bentu á að bandarískir hermenn í gæslulið- inu hefðu gerst sekir um ýmis of- beldisverk í Kosovo og fóm fram á að Ronghi gæti síðar farið fram á náðun en ekki var orðið við þeirri ósk. Eiginkona forsetaframbjóðanda repúblikana ávarpar landsþing flokksins Laura Bush leggur áherslu á menntamál Laura Bush ávarpar landsþing Repúblikanaflokksins. Skipuleggjendur þingsins hafa lagt mikla áherslu á myndræna þáttinn og fjalla bandarískir fjölmiðlar mikið um það hversu vel skipuleggjendur hafi hugað að því að þingið komi vel út í sjónvarpi. Fyrsta „rafræna“ þingið er fjöl- miðlaumfjöllun færist að miklu leyti yfir á Netið Ffladelfíu. AP. MENNTUN og barnauppeldi vom helstu þræðirnir í ávarpi sem Laura Bush, eiginkona Georges W. Bush, hélt á landsþingi Repúblikanaílokksins í Bandaríkj- unum í fyrrakvöld. Hófst lands- þingið í Fíladelfíu á mánudag og var Bush þá formlega útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins. Colin Powell, fyrrverandi forseti bandaríska herráðsins, hélt einnig ræðu á þinginu. Laura lagði áherslu á mikilvægi þess að börn lærðu að lesa. „Við viljum kenna börnum okkar það sama og foreldrar okkar kenndu okkur, að það er gaman að lesa, áhugavert og mikilvægt. Og ein aðalástæðan fyrir því að George býður sig fram til forseta er sú, að hann vill ganga úr skugga um að öll börn í Bandaríkjunum njóti sömu tækifæra," sagði Laura Bush, sem er fyrrverandi bóka- vörður og barnakennari. Hún sagði ennfremur að eigin- maður sinn hefði enn sömu grund- vallarviðhorf og hann hafi haft þegar þau gengu í hjónaband fyrir 23 árum. „Það sem George sagði þá er það sama og hann trúir núna. Að ríkisstjórn eigi að vera takmörkuð. Að heimamenn séu best til þess fallnir að taka ákvarð- anir í skólamálum sínum og byggðamálum. Að lög og reglur skuli styrkja fjölskylduna. Og að einstaklingar beri ábyrgð á eigin gerðum.“ Powell hvass Powell atyrti þá repúblikana sem grípi hvert tækifæri til að skammast út af jákvæðri mismun- un, en um leið hrósaði hann Bush fyrir að brúa bil milli kynþátta. Sagði hann að Bush, sem er ríkis- stjóri í Texas, hefði náð til allra Texasbúa, jafnt hvítra sem svartra, spænskumælandi sem as- ískra og amerískra frumbyggja. Áttatíu og þrjú prósent full- trúanna á landsþingi repúblikana eru hvítir, og hvatti Powell þá til að fara að dæmi Bush og rétta minnihlutahópum hjálparhönd, einkum blökkumönnum, „og ekki bara á kosningaári“. Powell er fylgjandi jákvæðri mismunun og fóstureyðingaréttindum, og er því vinstra megin við flesta þingfull- trúa, og ósammála Bush. Sagði hann Repúblikanaflokkinn eiga langt í land með að gera minni- hlutahópum jafnt undir höfði. Þrátt fyrir að Powell sé ekki sömu skoðunar og Bush voru þing- fulltrúar ánægðir með hann. „Eg held að ræða Powells sýni að repúblikanar eru breiður flokkur og umburðarlyndur - og ekki bara þessir venjulegu hvítu, ríku ná- ungar með kjaft,“ sagði Jose Al- caraz, 43 ára bókhaldari frá Miami. Minni umfjöllun Samkvæmt rannsókn Banda- rísku fjölmiðlamiðstöðvarinnar, er fylgist með fjölmiðlaheiminum, hefur orðið mikill samdráttur í kosningaumfjöllun þriggja stærstu sjónvarpsstöðvanna þar í landi, er senda út dagskrá sem er öllum opin, frá því í kosningunum 1996. Á tímabilinu 1. janúar til 26. júlí var umfjöllun stöðvanna þriggja, ABC, CBS og NBC, þriðjungi minni en 1996. Undanfarin ár hafa stöðvarnar verið með langar bein- ar útsendingar frá landsþingum stóru flokkanna tveggja, en á mánudag vörðu stöðvarnar þrjár samtals tæpum tveim tímum í um- fjöllun um þing repúblikana. ABC sendi þess í stað út frá ruðningsleik. En allar stöðvarnar fjalla mikið um þingið á netsíðum sinum, og áskriftarstöðvar á borð við CNN og MSNBC senda út beint frá þinginu langtímum sam- an. Aðalfréttaþulur NBC, Tom Brokaw, sagði „áhrifamikla, nýja vídd“ komna í fréttaflutninginn af landsþinginu. „Þetta er fyrsta raf- ræna þingið,“ sagði hann. Robert Lichter, forstöðumaður Fjölmiðlamiðstöðvarinnar, sagði stóru stöðvarnar þrjár hafa að mestu látið áskriftarstöðvunum og vefmiðlum eftir umfjöllun um kosningabaráttuna. „Það er ekki fjarri því að í Bandaríkjunum sé áskriftarlýðræði," sagði hann. „Ef maður er ekki tengdur er maður úr sambandi við stjórnmálafram- vinduna." Breytt orðalag Þingfulltrúar hafa sumir tekið eftir því að orðalag ræðumanna hefur breyst. Ray Dearin, sem er fulltrúi frá Iowa-ríki, segir orða- forðann nú annan en áður hafi ver- ið. „Nú heyrir maður mun fleiri orð um samkennd og skilning, um fólk og tilfinningar þess,“ segir Dearin, sem er prófessor í sam- skiptafræðum við Ríkisháskólann í Iowa. „Nú er minna um harðorðar yfirlýsingar." Dearin hefur setið sex landsþing Repúblikanaflokksins, og auk þess rannsakað útnefningarræður allra forsetaframbjóðenda flokksins síð- an 1940, er Wendell Wilkie var frambjóðandi. Rannsóknasérsvið Dearins er orðfæri stjórnmála- manna, en stjórnmálin eru áhuga- mál. AP Flóttamenn í Ingúsetíu TSJETSJENSKIR flóttamenn ganga hjá lestarvögnum sem nýt- ast þeim sem hibýli i Karabulak- flúttamannabúðunum f Ingúsetíu. Talið er að alls hafi um 200.000 flóttamenn flúið átök rússneska stjórnarhersins og tsjetsjenskra skæruliða í hóraðinu og fundið tímabundið skjól f Ingúsetíu. Vísindamenn ESB Getur kúariða borist í sauðfé? Brussel. Reuters. VÍSINDAMENN á vegum Evrópu- sambandsins, ESB, kanna nú hvort hugsanlegt sé að kúariða geti borist í sauðfé. Talið er að sjúkdómurinn muni virka mun skjótar á sauðfé en nautgripi vegna smæðar fyrrnefndu dýranna og tíðnin yrði mun hærri. „Við höfum áhyggjur af þessu máli og verið er að leggja drög að mati á hættunni,“ sagði Beate Gminder, talsmaður David Byrne er fer með heilbrigðismál í framkvæmdastjórn ESB, í gær. „En fram til þessa hafa engar sannanir fundist fyrir því að þetta hafi gerst.“ Greinst hefur sjúkdómur í sauðfé í Vermont í Bandaríkjunum sem talið er hugsanlegt að sé kúariða og var gefin skipun um niðurskurð. Umrætt sauðfé var af belgískum uppruna en talið er að liðið geti nokkur ár áður en hægt er að úrskurða með vissu hvaða sýki var um að ræða. Að sögn Gminder hefur ESB verið í sam- bandi við stjómvöld í Vermont og farið fram á sýni úr dýrunum til að greina. Emmanuel Vanopdenbosch, pró- fessor og formaður vinnunefndar Evrópusambandsins um kúariðu, öðru nafni BSE, sagði í samtali við belgíska blaðið De Morgen að spurn- ingin um kúariðu í sauðfé væri „tíma- sprengja sem héldi áfram að tifa“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.