Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 53 FRÉTTIR Um meinta geð- þóttaákvörðun LIA EFTIRFARANDI greinargerð hefur borist Morgunblaðinu frá stjórn Landssambands íslenskra akstursíþrótta vegna fréttar í blað- inu föstudaginn 28. júlí síðastliðinn, bls. 12, þar sem rætt var við Gunn- ar Egilsson, keppanda í torfæru, og Björgvin Olafsson, fram- kvæmdastjóra Bílaklúbbs Akureyr- ar og Torfærusambands Islands. „I umræddri grein er í mörgum veigamiklum atriðum farið rangt með um málefni Landssambands íslenskra akstursfélaga (LÍA), samband þess við Alþjóða aksturs- íþróttasambandið (Féderale Int- ernationale de l’Automobile, skst. FIA), lög og reglur þessai’a sam- taka um akstursíþróttir í samhengi við lög landsins og reglugerðir, og fleira. Því er nauðsynlegt að koma eftirfarandi athugasemdum á fram- færi: Fyrirsögn greinarinnar, „Mark- laus geðþóttaákvörðun og mann- réttindabrot“, vísar í orð Gunnars Egilssonar um að LÍA svipti hann keppnisskírteini. Stjórn LIA tók ákvörðun um að svipta Gunnar keppnisskírteini og tilkynnti hon- um með bréfí dags. 7.7. 2000. Sú ákvörðun var tekin að vandlega at- huguðu máli og eftir að hafa varað Gunnar við því, að brotið sem um ræddi varðaði sviptingu. Gunnar tók þátt í keppnum sem ekki fóru fram eftir reglum Alþjóða aksturs- íþróttasambandsins og LÍA. Slíkar keppnir eru afdráttarlaust ólögleg- ar af hálfu FIA og ber Landssam- bandinu að beita sviptingu keppn- isleyfis eða harðari refsingum, taki keppandi þátt í slíkum keppnum. Um þetta eru reglur algjörlega skýrar. Stjórnin ráðfærði sig við forseta FIA og sérstakan ráðgjafa stjórnar Alþjóðasambandsins sem jafnframt er forseti Alþjóða GoKart nefndar FIA, um hvernig taka skyldi á mál- um sem þessum. LÍA fékk í hend- ur bréf frá báðum þar sem skýrt kemur fram að svipta skal hvern keppanda keppnisskírteini sem tekur þátt í ólöglegum keppnum. Á fundi með keppendum í torfæru, sem haldinn var skömmu eftir vel heppnaða keppnisför þeirra til Swindon á Englandi, var þetta kyrfilega útskýrt fyrir Gunnari og öðrum keppendum, einnig á fundi hans og forseta LÍA íyrir Eng- landsförina. Brot sín framdi Gunn- ar eftir það og var honum vel ljóst hverjar afleiðingar þeirra yrðu, ekki aðeins vegna þess að hann var varaður við, heldur ekki síður vegna þess að sem keppandi í tor- RKÍ styrkir námssjóð Félags ein- stæðra foreldra RAUÐI kross Islands, sem gerði námssjóð Félags ein- stæðra foreldra, FEF, að veruleika með fjárframlagi árið 1995, lagði fram myndar- legt fjárframlag til sjóðsins í júní s.l. Markmið sjóðsins er að stuðla að bættum mögu- leikum einstæðra foreldra til náms. Úthlutað er úr námssjóðn- um tvisvar á ári. Auglýst er eftir umsóknum úr sjóðnum í fréttabréfi Félags einstæðra foreldra og jafnframt í Morg- unblaðinu. Frekari upplýsingar um sjóðinn fást hjá skrifstofu Fé- lags einstæðra foreldra. For- maður FEF Albert Snorra- son. færu í 9 ár mátti honum vera - og átti að vera - kunnugt um eftir hvaða reglum hann keppti. Varðandi fullyi-ðingu um mann- réttindabrot er rétt að taka fram eftirfarandi: Sérhver löghlýðinn keppandi í íþróttagrein skal njóta þeirra mannréttinda að jafnræði sé á milli manna, það þýðir að hann á að geta treyst því að aðrir kepp- endur fari eftir sömu reglum. Hann á líka að geta treyst því, að brjóti einhver reglurnar, taki hann út sína refsingu í samræmi við ákvæði reglnanna. Það eru ekki mannréttindi sem hæfa lýðræðis- legu þjóðfélagi og félagasamtökum innan þess, að einn keppandi geti gert kröfu um að vera undanþeg- inn þeim lögum sem aðrir fylgja. I greininni er ítrekað ruglað saman annars vegar lögum lands- ins og reglugerð sem dómsmála- ráðherra setur um akstursíþróttir, hins vegar lögum LÍA, Álþjóða akstursíþrótta lögbókinni og keppnisreglum. Akstursíþróttir falla undir umferðarlög, sem heyra undir dómsmálaráðuneyti. Á grundvelli þeirra setur dómsmála- ráðherra reglugerð um aksturs- íþróttir. Eftir þeim lögum og þeirri reglugerð starfar LIA og kemur ekki annað til álita. Hvorki lands- lög né reglugerð dómsmálaráð- herra skipta sér hins vegar af lög- um Landssambandsins, Alþjóða akstursíþrótta lögbókinni né keppnisreglum, svo fremi þessar reglur brjóti ekki í bága við lands- lög. Þegar LÍA, eða Alþjóðasam- bandið, lýsir keppni ólöglega, hefur það ekkert með landslög að gera né reglugerð. Sú keppni er þá ólögleg gagnvart lögum þessara sambanda. Keppnin getur verið fullkomlega lögleg gagnvart landslögum eftir sem áður, enda hefur LIA ekki gert slíkar athugasemdir (þ.e. að keppni sé ólögleg gagnvart lands- lögum) við neina keppni utan eina, sem haldin var án leyfa og trygg- inga sem reglugerð um aksturs- íþróttir kveður á um í Sundahöfn í Reykjavík fyrr í sumar og var með eindæmum, þar sem allar grund- vallarreglur um öryggi voru þver- brotnar auk lögbrota sem framin voru. LÍA er aðili að Alþjóða aksturs- íþróttasambandinu, FIA, sem nýt- ur viðurkenningar Alþjóða Ólymp- íunefndarinnar sem alþjóðlegt stjórnvald í akstursíþróttum á sama hátt og alþjóðasambönd í öðrum íþróttagreinum. Meginhlutverk FIA er tvíþætt: Annars vegar skipulag aksturs- íþrótta, hins vegar öryggismál. Hefur sambandið um langt árabil unnið að auknu öryggi í aksturs- íþróttum fyrir keppendur, starfs- menn keppna og áhorfendur og náð gríðarlega miklum árangri. Auk þess hefur sambandið, einkum á síðari árum, hagnýtt þekkingu og reynslu úr akstursíþróttum til þess að auka öryggi alls almenings í umferðinni og hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir. Samkvæmt lögum FIA er einungis einn aðili í hverju landi sem getur farið með aðild að sambandinu. LIA er sá að- ili á íslandi og eini aðilinn sem get- ur framfylgt reglum FIA. Þetta er gi-undvallaratriði og forsenda þess að mögulegt sé að tryggja hámarksöryggi allra aðila við iðkun akstursíþrótta. Aðildinni fylgii', að skylda stjórnar LÍA er að fara eftir lögum FIA og framfylgja þeim. Allt tal um að grundvöllur fyrir aðild LÍA að FIA bresti þó að einhverjir stofni önnur félög er út í hött og hlýtur að byggjast á skilningsleysi og vanþekkingu á skipulagi og störfum þessara sambanda. Ákvörðun LÍA um að svipta Gunnar Egilsson keppnisskírteini var tekin á málefnalegum forsend- um, að vel ígrunduðu máli. Stjórn- in hrapaði síður en svo að þessari ákvörðun, heldur grandskoðaði lög og reglur sem um slík brot fjalla, aflaði sér álits færustu sérfræðinga á þessu sviði, varaði Gunnar, sem og aðra keppendur við fyrirfram. Slík vinnubrögð er með engu móti unnt að bendla við geðþóttaákvörð- un. “ Klæjar ykkur í iljarnar að komast í hitann? Þið verðið svöl í þessum... Slate-Slide sandalar Vandaðir sandalar úr leðri, fóðraðir með neoprene. Stamur gúmmísóli heldur þér á jörðinni. Kr. 6.990.- ♦Columbia IIDCYCTI Sportswcar C'omjMiny® ^ | | ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL ------ Skeifunni 19-S.568 1 717 - AMERÍSKAR BÍLSKÚRSHURÐIR Taldar með öruggustu hurðum á markaðnum Hagstætt verð j~| Hurðaver ehf., Smiðjuvegi 4D, símar 577 4300 og 895 6570 Útsalan er hafin LOUIS NORMAN Teg:12445 Stærðir: 35V2-41 Litur: Svartur Teg:12440 Stærðir: 35-41 Litir: Svartir og grár POSTSENDUM SAMDÆGURS 11 rp [Nívíreiun: oppskórinn \oppskori'nn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG XSUÐURLANDSBRAUT 54 -VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTISUBWAY) ] SÍMI 533 3109 ilmbl.is Oplð mánud.- föstud. kl. 9 - 18, laugard. kl. 10 - 14 íþróttir á Netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.