Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKí FRÉTTUM Óbif : Það er vart hægt að ímynda sér rómantísk- ari mann en sálarsöngvarann Barry White en heita má að allar hans lagasmíðar fjalli á einn eða annan hátt um hvers kyns unað og elskulegheit. Arnar Eggert Thoroddsen kynnti sér feril þessa einstaka ástmagar. ÞAÐ ER óhætt að segja að silkimjúk sálartónlist White hljómi best í dimmum svefnherbergj- ^jm, helst þá eftir gifturíka máltíð á huggulegum veitingastað. Mörg- um þykir þó nóg um er maðurinn tekur að stynja og rymja, hvísl- andi tælandi ástarorðum með djúpri baritónröddu. Ástarlæknir- inn White virðist óþreytandi í kærleiksherferðinni og beitir öll- um meðulum sem nauðsynleg eru til að koma af stað réttri stemmn- ingu. Barry hefur fyrir margt löngu öðlast sígildan sess í hjörtum unn- enda sálartónlistar en hátind feril þans er að finna á áttunda ára- tugnum. Þó geisaði fyrir stuttu hálfgert Whiteæði, tendrað af dul- arfullri nálægð hans í hinum nett súrrealísku sjónvarpsþáttum „Ally McBeal“, sem njóta heilmikilla vinsælda um þessar mundir. Safn- plötu var hraðað út til fólksins af tilefninu en það sem er kannski meira um vert er að maðurinn, nú farinn að nálgast sextugt, gaf út ólgandi, freyðandi hljóðversskífu á síðasta ári undir hinu tvíræða nafni „Staying Power“ og í dag er Barry síður en svo af baki dottinn, heldur úti stífu hljómleikaferða- lagi um allar trissur. Barry er fæddur í bænum Galveston í Tex- as árið 1944. Hann hóf afskipti af tónlist snemma á sjöunda ára- tugnum og kom að ýmsum störf- um, stundaði hæfileikaveiðar fyrir útgáfufyrirtæki, stjórnaði upp- tökum og lék inn á hljóðfæri, sinnti sem sagt allrahanda brans- astússi. Svo fór samt um síðir að Barry fór sjálfur að hasla sér völl sem flytjandi og lagahöfundur, þó nauðugur viljugur að heita má en félagi hans í bransanum sannfærði White eftir mikið þref að hann ætti sjálfur að syngja lag sem hann ætlaði öðrum. „I’m gonna lo- ve you just a little more, baby“ sló svo í gegn árið 1973 og um miðjan áttunda áratuginn var White orð- inn óstöðvandi, „stór“ og sykursæt sálartónlistin, skreytt flauelsmjúk- um strengjum, gerði endalausa orrahríð að vinsældalistunum. Er diskóið dásamlega hóf að tröllríða almenningi undir enda áttunda áratugarins tók reiknilík- ani White að skeika. Til að pumpa nýju lífi í sigurgönguna söng White eigin útgáfu af hinni ofur- fallegu ballöðu Billy Joel, „Just the way you are“. Sjaldan eða aldrei hefur nokkrum tónlistar- manni tekist jafnvel að gera lag „Er hægd; að lappa eitthvað upp á ástarlífíð hjá þér vinur?“ spyr Barry White. annars flytjanda að sínu eigin, út- gáfa White breytir lagi Joels í ómótstæðilegan og ódauðlegan ástaróð. Lítið fór fyrir Barry á níunda áratugnum en árið 1992 hóf hann á nýjan leik að hræra í rómantíkerum og vinsældir hans, hinar seinni, hafa aukist jafnt og þétt til þessa dags. Tónlistin fyrst og fremst White er stundum legið á hálsi fyrir að vera heltekinn af ástinni og íþróttum tengdum henni og umfjöllun um Barry White hættir oft til að gera hann að einhvers konar teiknimyndafígúru, skondn- um umboðsmanni ástarinnar sem ekki er af þessum heimi. White hefur undirstrikað þetta ef eitt- hvað er, með endalausum heim- sóknum í alls kyns sjónvarpsþætti og t.d. gerði hann stólpagrín að sjálfum sér í aldingarði kaldhæðn- innar, Simpsonsþáttunum. Oft vill því tónlistarmaðurinn Barry White gleymast í þessu persónupjátri, það má ekki gleym- ast að nálgun hans við sálartón- listarformið er einstakt, hann er sannarlega einn af meisturum þess geira og um snilld hans og hæfileika á sviði tónlistarinnar ætti enginn að efast. Eða eins og hann segir sjálfur frá: „Hjákon- unni verður aldrei svalað. Það er vegna þess að hjákonan er tónlist- in sjálf. „Ungfrú tónlist" er konan sem ég reyni statt og stöðugt að gera til hæfis. Bölvun og blessun. Hóra og dýrlingur. Norn og gyðja. Hamingja mín og hörmungar." Afsláttur allt að íspur Útsalan í Byggt og búið er engri Ifk. Þar er fjöldl góðra muna fyrír helmllið á frábæru verði. Sími 568 9400 932 m Fuglinn færði þeim ástina ÁSTIN bankar stundum óvænt á dymar og er hleypt inn af undrandi eigandanum. Þetta gerðist hjá ljóshærðu ofurkon- unni Pamelu Anderson þegar hún hitti karlmódel- ið sænskættaða Marcus Schenkenberg. Marcus var staddur á dýravernd- unarráðstefnu í Mónakó þegar hann heyrði ámát- legt tíst í hótelherberginu sínu. Hann hóf þá þegar að leita uppruna hljóðsins og fann lítinn þröst sem lá fastur að skápabaki. Dýravinurinn Marcus þaut til að finna einhvern sem gæti hjálpað honum að finna fuglinn og hver önnur en Pamela reyndist hetja dagsins og bjarg- vættur fuglsins. Eftir björgunina fór parið að spjalla og Marcus varð samstundist smitaður af yndisjDokka strandvarðarstúlk- unnar. „Eg hafði hitt Pamelu nokkr- um sinnum áður en hún var gift og því eyddum við að sjálfsögðu engum tíma saman. Þegar við loks fórum að kynnast varð ég agndofa því Pam er á engan hátt eins og ég hafði ímynd- að mér. Hún er ekki heimsk ljóska Marcus kemur á stökki inn í líf Pamelu. eða lauslætisdrós. Hún er hlýhjört- uð, fyndin og míklu betur gefin en fólk vill vera láta,“ segir Marcus um ástkonu sína. Hann hefur frekari áform um framhald sambandsins og segir: „Ég ætla að kvænast Pam - það er bara tímaspursmál hvenær af því verður. Ég er nú þegar fluttur inn til hennar og okkur finnst báð- um sem brúðkaup sé í spilunum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.