Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKATTAR OG SÖLUHAGNAÐUR árinu 1996 setti Alþingi lög, sem heimila frestun skatt- lagningar söluhagnaðar af hlutabréfum. Breytingartillaga þessa efnis við þáverandi löggjöf var borin fram af meirihluta efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis. í samtali við Morgunblaðið 30. maí sl. sagði Vil- hjálmur Egilsson, formaður nefndar- innar, að heimildarákvæði þetta hefði mjög víðtækan tilgang. Það ætti að auka aðlögunarhæfni atvinnulífsins að breyttum aðstæðum, auðvelda skipulagsbreytingar í atvinnulífinu og auðvelda breytingar á félögum í almenningshlutafélög. Jafnframt bætti Vilhjálmur Egilsson við: „Þetta snýst um að koma ákveðinni hreyf- ingu á hlutabréfaeign og stuðla að því að fjármagn haldist í atvinnulífinu áfram, þrátt fyrir að fjárfestar selji bréf í félögum. Fólki er gert kleift að halda fjármagni inni í atvinnulífinu, þótt það breyti eignasamsetningu sinni.“ I samtali við Morgunblaðið hinn 4. maí sl. sagði Guðjón Eyjólfsson end- urskoðandi að einstaklingar gætu frestað nánast endalaust tekjufærslu söluhagnaðar. Fyrir löggjöf sem þessari geta leg- ið sterk rök. Og vafalaust hefur aðal- markmiðið með lagaákvæðinu verið að halda fjármagni í íslenzku at- vinnulífi, sem er að sjálfsögðu eftir- sóknarvert markmið. Á undanförnum árum hefur hins vegar orðið sú grundvallarbreyting í fjármálakerfi okkar, að fólk getur nú flutt fé sitt úr landi eins og hentar hagsmunum þess hverju sinni. I því felst, að þeir pen- ingar, sem verða til ráðstöfunar vegna lagaákvæða um frestun skatt- lagningar söluhagnaðar, geta alveg eins gengið til fjárfestinga í erlend- um atvinnurekstri. Fræðilega séð geta þeir peningar verið í útlöndum alla tíð og stöðugt endurfjárfest í er- lendum atvinnurekstri án þess að söluhagnaður sé nokkru sinni skatt- lagður enda hægt að fresta þeirri skattgreiðslu endalaust eins og áður er komið fram. í umræðum um kvótakerfið hefur hvað eftir annað komið fram það sjónarmið, að athyglin ætti ekki sízt að beinast að þeim, sem fara út úr sjávarútvegi með mikinn hagnað vegna kvótasölu. Ef einstaklingar selja kvótann í formi hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum geta þeir frestað skattlagningu þess söluhagn- aðar, sem þannig myndast, endalaust en flutt jafnframt peningana til út- landa og fjárfest í atvinnurekstri þar, sem kann að þykja vænlegri til fjár- festinga en íslenzkur atvinnuvegur. Þannig hefur lagaákvæðið frá 1996 orðið til þess að auka enn á erfiðleika í sambandi við lausn deilunnar um kvótakerfið. Það er líka hægt að færa fram þau rök fyrir lagaákvæðinu frá 1996, að íslenzkur atvinnuvegur verði að búa við jafn góð skilyrði að þessu leyti og keppinautar í útlöndum. Að ein- hverju leyti hefur lagasetningin aug- ljóslega orðið til þess að íslenzkur at- vinnurekstur hefur búið við mun betri skilyrði en fyrirtæki í sumum öðrum löndum a.m.k. Má í því sam- bandi minna á, að það var fyrst nú fyrir nokkrum vikum, sem ákveðið var að draga verulega úr skattlagn- ingu söluhagnaðar í Þýzkalandi, en þar var söluhagnaður skattlagður um 50-60% þar til nú, að skattaprósent- an var lækkuð verulega. Ein af rök- semdunum fyrir þeirri breytingu í Þýzkalandi var sú, að fyrirtæki seldu ekki hlutabréf í öðrum fyrirtækjum vegna hárrar skattaprósentu, og því fylgdi ákveðin stöðnun í þýzku við- skiptalífi. Það eru vissulega rök, sem ástæða er til að taka eftir. Að þessu er vikið nú vegna um- mæla, sem Guðni Helgason rafvirkja- meistari, hæsti greiðandi opinberra gjalda í Reykjavík í ár, lét falla í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Guðni Helgason, sem er áttræður að aldri, seldi fasteign og lóð og fékk vegna þeirrar sölu mikinn söluhagnað. Hann sagði: „Menn sögðu mér að ég þyrfti að kaupa aðra eign til að forð- ast skattlagningu. Eg svaraði á þá lund, að ég ætlaði bara að borga mína skatta.“ Þetta er óneitanlega athyglisvert sjónarmið og óvenjulegt nú á tímum. Þessi háaldraði skattgreiðandi hefur ekki áhuga á að nýta sér lagaákvæði til þess að komast hjá skattgreiðsl- um. Þvert á móti finnst honum eðli- legt að borga fulla skatta og hafnar ráðleggingum um annað. Orð Guðna Helgasonar og þau við- horf, sem upp eru komin í tengslum við frestun skattlagningar á sölu- hagnaði, gefa tilefni til umhugsunar um þetta lagaákvæði. í því sambandi væri ekki úr vegi, að gerður yrði rækilegur samanburður á lagaákvæðum um þetta efni hér á Islandi og í öðrum löndum. Löggjöf um skattlagningu söluhagnaðar er áreiðanlega mjög mismunandi eftir löndum. Lagaákvæði um þetta efni hefur t.d. lengi verið ágreiningsefni demókrata og repúblikana í Banda- ríkjunum. Áðstæður í einstökum löndum geta verið mjög mismunandi og haft áhrif á lagaákvæðin. Þannig er ljóst, að sú hefð hafði skapast í Þýzkalandi, að um væri að ræða víðtækt net gagn- kvæmrar eignaraðildar á milli stór- fyrirtækja. Lagabreytingunni í Þýzkalandi fyrir nokkrum vikum var m.a. beint að því að brjóta upp þetta kerfi, sem Þjóðverjar hafa haft mis- jafnlega mikla trú á. Þetta kerfi gagnkvæmrar eignar- aðildar á milli stórfyrirtækja í Þýzkalandi hefur stundum verið not- að í umræðum hér til þess að rök- styðja nauðsyn slíkrar gagnkvæmni en nú hafa Þjóðverjar breytt skatta- löggjöf sinni sérstaklega til þess að hægt sé að brjóta kerfið upp. fslenzk fyrirtæki og íslenzkir fjár- festar eiga kröfu á því að búa við áþekk starfsskilyrði og keppinautar þeirra í öðrum löndum. En það er ekki þar með sagt að þeir eigi rétt á að búa við miklu betri skilyrði. Byggð í Vopnafirði á undir högg að sækja Vilja bættar samgöngur og samstarf Vegna alvarlegrar fækkunar fólks í Vopnafirði er unnið að ýmsum verkefn- um. Eins og fram kemur í grein Helga Bjarnasonar brenna samgöngumálin einna mest á íbúunum. MIKIL fólksfækkun hefur orðið í Vopna- firði á undanförnum árum og hefur sú þró- un haldið áfram á þessu ári. For- ystumenn sveitarfélagsins reyna að gera svæðið áhugaverðara, meðal annars með myndarlegri uppbyggingu grunnskólans, miklum framkvæmdum í hafnar- gerð og átaksverkefni í atvinnu- málum. Meðal íbúa og forystumanna eru samgöngumálin þó efst á baugi en nokkur áherslumunur er meðal fólks um hvort leggja skuli áherslu á heilsársvegtengingu við hringveginn með nýjum vegi um Hofsárdal eða tengingu við Hér- að með jarðgöngum undir Hellis- heiði. Því tengd er umræða um mótun nýs sveitarfélags á norð- urhluta Austurlands með Egils- staði sem þjónustumiðstöð en göngin eru talin forsendan fyrir aukinni samvinnu eða sameiningu sveitarfélaganna. Stöðug fækkun I lok síðasta árs voru íbúar Vopnafjarðar 786 og hafði þá fækkað um 141 eða rúm 15% á tíu árum. Þróunin hefur haldið áfram á þessu ári, 15 hafa flutt á brott umfram þá sem komið hafa til staðarins. Þorsteinn Steinsson sveitar- stjóri telur það meginskýringuna á þessari þróun að fólk, ekki síst unga fólkið, sjái fyrir sér betri at- vinnutækifæri á höfuðborgar- svæðinu. Þó er atvinnulíf í Vopna- firði tiltölulega fjölbreytt miðað við það sem víða þekkist á litlum stöðum á landsbyggðinni. Stærsta sjávarútvegsfyrirtæk- ið, Tangi hf., hefur gengið í gegn- um breytingar á síðustu árum. Þar er öll áherslan lögð á vinnslu uppsjávarfisks og er það því háð sveiflum í veiðum. Bolfiskkvótinn er nýttur til frystingar um borð í togara en rússaþorskur unninn í frystihúsinu á milli loðnuvertíða. Vopnfirðingar hafa eins og íbúar fleiri sveitarfélaga litið til þess að fá til sín fjarvinnslu og eru í biðröðinni hjá íslenskri miðlun. Þorsteinn Steinsson segir að einnig sé áhugi á að taka við flóknari verkefnum fyrir betur menntað starfsfólk og að jarðveg- urinn hafi verið búinn undir það með vönduðum tölvunámskeiðum sem haldin hafa verið í samvinnu við Fræðslumiðstöð Austurlands. Hreppsnefnd Vopnafjarðar- hrepps er í miklum framkvæmd- um sem vonast er til að bæti bú- setuskilyrðin. Verið er að taka í notkun glæsilega viðbyggingu við grunnskólann og hafin vinna við miklar hafnarbætur. Vopnfirðingar virkja Þá hefur hreppsnefndin ákveð- ið að efna til átaks í atvinnumál- um héraðsins og hefur um það samvinnu við Þróunarstofu Aust- urlands. Þar á að fara nýjar leiðir við að efla atvinnulíf og samfélag í sveitarfélaginu og gera það hæft til að mæta þeim kröfum sem gerðar eru til nútímasamfélaga. Verkefnið er nefnt Vopnfirðingar virkja og er þar verið að vísa til virkjunar mannauðsins í sveitar- félaginu og helst að ná til baka fólki sem farið hefur í burtu til fram- haldsnáms. I vor voru ráðnir fímm einstaklingar, allt íbúar á staðnum, til að afla gagna og upplýsinga um nýsköpun og at- vinnuþróun. Fyrst og fremst er litið til upplýsingaöflunar á ver- aldarvefnum. I haust verður síð- an hafist handa við að móta stefnu Vopnafjarðar í atvinnu- málum til næstu fimm ára. „Þetta á ekki að vera venjuleg skýrsla sem sett verður upp í hillu. Við viljum virkja mannauð- inn sem við eigum og vinnan á að smita út frá sér. Að verkefninu loknu verðum við búnir að þjálfa upp fólkið og fá það til að hugsa vítt. Sveitarfélagið getur ekki séð fyrir öllu, íbúarnir verða sjálfir að taka frumkvæðið. Við telum full- víst að lykillinn að því að fá fólkið til að ráðast sjálft í framkvæmd hlutanna, vera með einkafram- takshyggju, sé að koma hreyf- ingu á hlutina með þeim hætti sem við nú erum að gera,“ segir Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri. Allir vegir illfærir Vopnafjörður er umgirtur fjöll- um og er þess vegna tiltölulega einangraður. Það er því ekki að undra að samgöngumálin koma yfirleitt upp í samtölum við fólk á staðnum. Þrír meginvegir liggja út úr héraðinu, vegurinn norður ströndina til Bakkafjarðar og áfram um Langanes og Sléttu, vegurinn upp Vopnafjarðarheiði og á hringveginn á Möðrudals- öræfum og vegurinn yfir Hellis- heiði til Fljótsdalshéraðs. Enginn af þessum vegum er bundinn var- anlegu slitlagi eða fær allt árið. Sumir taka raunar svo stórt upp í sig að vegirnir séu illfærir allt ár- ið og má það til sanns vegar væra miðað við þær kröfur sem gerðar eru til vega í dag. Verið er að leggja nýjan veg milli Norður- og Austurlands. Með tilkomu svokallaðrar Há- reksstaðaleiðar færist hringveg- urinn nær Vopnafirði. Akveðið hefur verið að útbúa þaðan nýja tengingu við Vopnafjörð, það er að segja 8 km veg frá ánni Kollseyru meðfram Hofsá að Brunahvammi. Eftir frekara umhverfis- mat hefur skipulags- stjóri úrskurðað að heimilt sé að velja á milli þeirra þriggja leiða sem fóru í mat. Urskurðurinn var ekki kærður til umhverfisráðuneytis og er því búist við að lagning vegarins verði boðin út í haust og verkið unnið á tveimur næstu árum eins og gert var ráð fyrir við úthlutun vegafjár. Samkvæmt langtímaáætlun í vegagerð er ekki gert ráð fyrir framhaldi fyrr en síðar og að tengingu vegarins frá Bruna- hvammi, áfram meðfram Hofsá, og niður í Vopnafjörð hjá Bursta- felli, verði sú leið farin, verði lok- ið 2010. Sá kafli er 25-30 km að lengd. Lagning vegar meðfram Hofsá er talin flókin og erfið af umhverfisástæðum en kæmi best út fyrir vegfarendur vegna þess hversu lágt vegurinn þar liggur. Ljóst er að margir landeigendur og veiðiréttareigendur í Hofsá eru andvígir þessari vegarlagn- ingu. Tveir til þrír aðrir mögu- leikar hafa komið til tals, meðal annars endurbætur á núverandi vegi og lagning vegar niður Vest- urárdal. Hreppsnefnd Vopna- fjarðarhrepps hefur lagt á það áherslu að vinna hefjist sem fyrst við nauðsynlegt umhverfismat svo Ijúka megi staðai’vali og hönnun vegarins og bjóða verkið út á árinu 2003. Hofsárdalur eða göng? Inn í þessa umræðu um heils- árstengingu Vopnafjarðar við hringveginn hefur blandast áhugi Vopnfirðinga á betri tengingu við Hérað með göngum undir Hellis- heiði, en þau myndu stytta leiðina til Egilsstaða verulega. Fyrir nokkrum árum var lagt í veruleg- an kostnað við endurbætur á veg- inum yfir Hellisheiði en hann er þó einungis sumarvegur. Leiðin milli Vopnafjarðar og Egilsstaða er nú 173 kílómetra löng. Hún yrði styst 135 km eftir að Háreksstaðaleið kemst í gagn- ið ásamt nýjum vegi þaðan niður í Vopnafjörð. Með göngum undir Hell- isheiði yrði leiðin aft- ur á móti 84 km og Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri vekur athygli á að þar muni 100 km samtals þegar farið er fram og til baka. Hins vegar má benda á að Vopnfirðingar sækja einnig þjónustu til Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins og er leið- in um Vopnafjarðarheiði því einn- ig mikilvæg. Ibúarnir hafa mismunandi áherslur í forgangsröðun fram- kvæmda, hvort leggja eigi áherslu á tengingu við hringveg- inn eða göngin. Þannig fékk hreppsnefndin tvo undirskriftar- lista á liðnum vetri þar sem mis- munandi sjónarmið komu fram. Ekki þarf að ræða lengi við Þorstein sveitarstjóra til að heyra hver hans skoðun er. Hann segir að vegur yfir öræfin sé allra góðra gjalda verður. Hann bæti samgöngur við Akureyri og stytti leiðina til Egilsstaða nokkuð. „En þessi vegur mun hins vegar ekki stækka atvinnusvæði eða hafa að nokkru marki gildi út frá byggða- sjónarmiðum. Til þess þurfum við göng undir Hellisheiði," segir Þorsteinn. Aðalsteinn Árnason, rafverk- taki á Vopnafirði, segir aftur á móti að Vopnfirðingar ættu fyrst að berjast fyrir tengingu við hringveginn með vegi sem bund- inn væri varanlegu slitlagi og opinn allt árið og krefjast þess að fá þennan veg á næstu fimm ár- um. Aðalsteinn er einn þeirra ein- staklinga sem skrifuðu hrepps- nefndinni þegar þeim fannst umræðan um jarðgöngin vera farin að verða á kostnað vegarins. Aðalsteinn segir að gott væri að fá jarðgöng, ef þess yrði kostur, en þau myndu ekki leysa teng- ingu Vopnafjarðar við Akureyri og höfuðborgarsvæðið. Ljóst er að vegur niður Hofs- árdal mun kosta 800-1000 millj- ónir kr. Sú hugmynd hefur verið viðruð innan hreppsnefndar að nota þá fjármuni til að flýta jarð- gangagerð. Þorsteinn Steinsson vill ekki svara fyrir hreppsnefnd um þetta en lýsir þeirri skoðun sinni að ef hann mætti velja á milli jarðganga og nýs vegar um Vopnafjarðarheiði myndi hann velja göngin. Aðalsteinn Árna- son segir fráleitt að unnt yrði að flýta jarðgöngum sem kostuðu 3 til 3,5 milljarða með þessum hætti. Mótun nýs sveitarfélags Hugmyndin um borun í gegn- um Hellisheiði nýtur einnig stuðnings á Fljótsdalshéraði. 1 skýrslu Þróunarstofu Austur- lands um áhrif jarðganga er tekið undir þau sjónarmið að eina leiðin til að taka byggðina frá Vopna- firði og norður um með í nauðsyn- legan byggðakjarna með Egils- staði sem þjónustumiðstöð sé með heils árs vegtengingu um Hellisheiði. Þorsteinn sveitarstjóri segir mikilvægt að auka samvinnu sveitarfélaganna á svæðinu og jafnvel að sameina þau. Með því væri hægt að auka þjónustu við íbúana og jafnframt að byggja upp þjónustukjarna á Egilsstöð- um með öflugum upplöndum. Göng undir Hellisheiði eru for- sendan fyrir því, að mati sveitar- stjórans. Hugmyndin að aukinni sam- vinnu eða sameiningu sveitarfé- laganna er komin í almenna um- ræðu að frumkvæði hreppsnefndar Vopnafjarðar- hrepps. Nefndin ritaði öllum sveitarfélögunum frá Raufarhöfn í norðri til Austur-Héraðs í suðri bréf um málið. Og í vor var að frumkvæði sveitarstjórnar Aust- ur-Héraðs efnt til sameiginlegs fundar stjórna sveitarfélaganna frá Vopnafirði til Austur-Héraðs, það er að segja Norður-Héraðs, Fljótsdalshrepps, Fellahrepps, Borgarfjarðarhrepps og Seyðis- íjarðarkaupstaðar, auk þeirra tveggja sem áður voru nefnd. Fulltrúar Skeggja- staðahrepps voru einnig boðaðir en mættu ekki en þeir hafa þegar verulegt samstarf við Vopn- firðinga. Á umræddum fundi var sam- þykkt samhljóða tillaga um að beina því til sveitarstjóranna að taka þátt í vinnu sem miðar að mótun nýs sveitarfélags á norð- ursvæði Austurlands. Fyi'irhug- að er að þessi vinna hefjist í sept- ember og ljúki í júní á næsta ári. Sköpun nýs sveitarfélags á að fela í sér sóknaraðgerðir, nýja hugsun varðandi rekstur sveitar- félaga, nýtt og skilvirkara skipu- lag á stjórnun, mótun nýrra vinnubragða á flestum sviðum fé- lagslegrar þjónustu og grundvöll fyrir nýjum viðfangsefnum og aukinni ábyrgð sveitarfélaganna. í árslok hafði íbú- um Vopnafjarðar fækkað um rúm 15% á tíu árum. Meðal íbúa og forystumanna eru samgöngumálin efst á baugi MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 33 v Forystumaður í bændastétt ákveður að hætta sauðfjár- búskap á besta aldri og bigg.ja starf á mölinni Snýst ekki um hvað er skemmtilegt heldur blákaldan raunveruleika Það er erfið ákvörðun fyrir bónda að hætta búskap á besta aldri og setja allan fjár- hópinn í sláturhúsið í haust, ekki síst ef bóndinn hefur ver- ið forystumaður í sínu héraði. Nágrannarnir líta á ákvörð- unina sem flótta. Emil Sigur- jónsson í Ytri-Hlíð í Vopna- firði segist þó í samtali við Helga Bjarnason vera sáttur við ákvörðunina, enda hafi hann ekki getað boðið fjöl- skyldu sinni upp á að lifa af þeim tekjum sem sauðfjárbú- skapurinn gefur og ekki annað komið til greina en taka starfí sem stóð til boða. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Það er tómlegt um að litast í hlöðunni hjá Emil Sigurjónssyni í Ytri-Hlíð en það var eins og þungu fargi væri af honum létt þegar hann ákvað að hætta búskap í haust. MÁLIÐ snýst ekki um það hvað mönnum finnst skemmtilegt að gera heldur blákaldan raunveruleika lífsins. Eg get ekki varið það gagnvart sjálfum mér og fjölskyldunni að hafa svona litlar tekjur," segir Emil Sigurjónsson bóndi í Ytri-Hlíð í Vopnafirði. Emil hefur um árabil verið í forystusveit bænda en hefur nú tekið þá ákvörð- un að taka tilboði ríkisins til sauð- fjárbænda um að hætta búskap í haust. í samningi bænda og ríkisins um sauðfjárframleiðsluna næstu árin er ákvæði um að ríkið stefni að upp- kaupum á framleiðslurétti bænda, alls um 45 þúsund ærgildum. Nokkrir sauðfjárbændur í Vopna- firði voru í vor að íhuga það að hætta en niðurstaðan varð sú að sauðfjárbúskap verður hætt á þremur jörðum. Þar á meðal er Ytri-Hlíð í Vesturárdal þar sem Emil og Friðrik bróðir hans hafa búið félagsbúi frá unga aldri. Með í búinu er kona Emils, Aðalheiður S. Steingrímsdóttir. Emil segir að þeir bræður séu með 460 ærgilda bú sem sé allt of lítið fyrir tvö heim- ili. Þeir hafa unnið töluvert utan heimilis, meðal annars séð um skólaakstur, og Emil verið í hluta- starfi sem framkvæmdastjóri heilsugæslustöðvarinnar á Vopna- firði. Þurfum að fækka búum og stækka Emil segir að sauðfjárræktin hafi verið og sé í mikilli kreppu. „Eðlileg þróun hefur orðið í mjólkurfram- leiðslunni þar sem búum hefur fækkað og þau stækkað. Það hefur orðið til þess að búin hafa orðið líf- vænlegri fyrir fjölskyldur. Afkom- an hefur aftur á móti versnað í sauðfjárræktinni og menn verða að vinna með. Hér er það svo að á nán- ast hverjum einasta bæ vinna menn utan heimilis. Það er erfitt til lengd- ar og bitnar á búskapnum. Og menn geta ekki endalaust gengið á eignir sínar. Líta verður á sauðfjár- ræktina sem alvöru atvinnugi'ein en ekki eingöngu hliðargrein með öðrum störfum. Til þess að standa undir launum fjölskyldu þarf búið að hafa 600 ærgildi og þá þróun verðum við að sjá hefjast," segir Emil. Segir Emil að stöðugur sam- dráttur í sölu lambakjöts valdi erf- iðleikum. „Við höfum ekki getað haldið innlenda markaðnum sem er okkur verðmætastur. Við höfum ekki staðið okkur sem skyldi í vör- uþróun þótt margt ágætt hafi verið gert. Þjóðfélagið hefur breyst og fólk vill rétti sem það getur eldað á fimm mínútum. Við súpum nú seyð- ið af því að hafa ekki fylgt þessum breytingum nógu hratt eftir,“ segir Emil. Þá segist hann hafa orðið fyrir vonbrigðum með þær tilraunir sem gerðar hafi verið til útflutnings lambakjöts. Á síðasta ári hafi verið 25% útflutningsskylda og bændur í Vopnafirði muni aðeins fá um það bil 135 krónur fyrir kílóið af því kjöti sem fór á erlenda markaði. I þessu felist mikil tekjuskerðing. Viðskipti með greiðslumark voru stöðvuð 1995. Emil segist hafa verið á móti þeirri ráðstöfun að grípa þannig inn í eðlilega þróun í grein- inni. I samningi ííkisins og bænda um búvöruframleiðsluna er ákvæði um að opnað verði að nýju fyrir við- skipti með greiðslumark þegar rík- ið hefur lokið við að kaupa upp 45 þúsund ærgildi, eða í síðasta lagi í janúar 2004. Emil segist í sjálfu sér vera ánægður með þá ráðstöfun en segist hafa verið ósáttur við bú- vörusamninginn í heild, meðal ann- ars vegna gengisfellingar á greiðslumarkinu sem dragi úr hvata til að færa saman kvóta jarða. Þótt ekki hafi verið tekið með nógu markvissum hætti á vanda sauð- fjárræktarinnar segist Emil hafa orðið að láta samninginn yfir sig ganga. „Að sjálfsögðu er ég ekki sáttur eftir fimmtán ára vinnu fyrir bænd- ur að afkoman í sauðfjárræktinni skuli ekki vera betri og sé ekki að sauðfjársamningurinn breyti neinu þar um,“ segir Emil. Fullt starf í heilbrigðisgeiranum Eins og þúsundir annarra sauð- fjárbænda stóðu bræðurnir í Ytri- Hlíð í vor frammi fyrir ákvörðun um framtíð sauðfjárbúskapar. Þeir eru saman með 460 ærgilda bú. Emil segir að hver og einn bóndi verði að taka svo afdrifaríka ákvörðun á eigin forsendum, meðal annars á grundvelli þess hvaða aðra atvinnumöguleika hann hafi. Hann segist hafi ekki reynt að hafa áhrif á nokkurn mann. Emil hefur í nokkur ár unnið við heilbrigðisstofnanirnar á Vopna- firði í hlutastarfi. Eftir breytingar á skipulagi, þar sem heilsugæslustöð- in og dvalarheimili aldraðra á Vopnafirði sameinuðust öðrum heilbrigðisstofnunum á Austurlandi undir nafni Heilbrigðisstofnunar Austurlands, var ákveðið að gera starf rekstrarstjóra stofnunarinnar á Vopnafirði að fullu starfi og Emil átti kost á að taka við því. „Ég er 46 ára gamall og á þetta val núna. Bróðir minni vildi líka hætta. Málið snýst ekki um það hvað mönnum finnst skemmtilegt að gera heldur blákaldan raunveruleika lífsins. Ég get ekki varið það gagnvart sjálfum mér og fjölskyldunni að hafa svona litlar tekjur," segir Emil þegar hann lýsir forsendum ákvörðunar sinnar. Emil og Aðalheiður eiga fjögur börn. í þessu sambandi get- ur hann þess að þau hafi átt tvö börn í framhaldsskóla á Akureyri síðastliðinn vetur. Það úthald kosti þau um það bil milljón og segir Em- il að það sé nöturleg staðreynd að fólk sem hafi lifibrauð sitt af sauð- fjárbúskap eigi erfitt með að styðja börn sín til náms. Flest lögbýli í Vopnafirði hafa laxveiðihlunnindi og hefur það stutt verulega við tekjuöflun búanna. Ytri-Hlíð á land milli Vesturdalsár og Selár og er Emil formaður Veiði- félags Selár og faðir hans, Sigurjón Friðriksson, hefur um árabil verið formaður Veiðifélags Vesturdalsár. Emil segir þó að laxveiðitekjur jarðarinnar séu ekki miklar, miðað við það sem algengt er í Vopnafirði, og skiptist auk þess á þrjú heimili. Fráhvarfseinkennin koma fram Emil hefur verið bóndi frá því hann var 19 ára, eða í 27 ár, og þeir bræðurnir eru fjórði ættliðurinn sem stundar búskap á jörðinni á þessari öld. Hann hefur verið og er mikill áhugamaður um búskap og þeh' bræður ræktað upp góðan fjár- stofn. Þá hefur hann í mörg ár verið einn af helstu forystumönnum bænda á Austurlandi, er formaður búnaðarfélagsins í Vopnafirði, sat fyrir nokkrum árum í stjórn Stétt- arsambands bænda og hefur und- anfarin ár verið fulltrúi á búnaðar- þingi, eða þar til í vor að hann baðst undan endurkjöri. Hann viður- kennir að það hafi verið mun erfið- ara að ákveða að hætta búskap en hann ímyndaði sér fyrirfram. En segist sáttur við ákvörðunina og fjölskyldan öll og það sé fyrir mestu. „Fráhvarfseinkennin komu fram þegar heyskapur hófst og þau halda áfram í smalamennskum og réttum í haust. Ég gat til dæmis verið heima um síðustu helgi þegar allir nágrannar mínir voru í heyskap frá morgni til kvölds. Mestöll sumarfrí- in mín fóru í sauðburð og heyskaps en núna getur fjölskyldan eytt sum- arfríinu saman án þess að maður fái það á tilfinninguna að verið sé að svíkjast um við búskapinn," segir Emil. Hann vekur þó máls á því að ákvörðunin sé ekki stærri en svo að þau búi áfram á jörðinni, ekki komi til greina að selja, enda sé innan við tíu mínútna akstur til vinnu á Vopnafirði. Hann leigði nágrönnum sínum túnin í sumar. Emil má ekki vera með fé næstu sjö árin en hann segir hægt að nýta jörðina á ýmsan annan hátt. „Ég gæti til dæmis alveg hugsað mér að fara út í skógrækt. Löng hefð er fyrir ræktun trjáa hér í Ytri-Hlíð. Ámma mín, Oddný Metúsalems- dóttir, hóf hér trjárækt á fyrri hluta aldarinnar. Einnig höfum við verið að dunda svolítið við þetta.“ Ósanngjörn gagnrýni Það var nokkuð umtalað í Vopna- firði þegar bræðurnir í Ytri-Hlíð ákváðu að hætta búskap, sérstak- lega vegna þess að Emil var í for- ystusveit bænda. „Það kom mér á óvart að ég fékk mestu gagnrýnina frá stéttarbræðrum mínum. Mér finnst umræðan ósanngjörn, það líta sumir á þetta sem flótta og- aumingjaskap. Ég hef sagt mönn- um að með því að hætta sauðfjárbú- skap sé ég að skapa meira rými fyr- ir þá sem vilja halda áfram. I raun tel ég ekkert merkilegra að bóndi skipti um vinnu en hver annar þjóð- félagsþegn þótt ég viti að breyting- in sé að mörgu leyti meiri fyrir við- komandi einstakling," segir Emil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.