Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 49
FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 49 r Gengið á milli útivistarsvæða í KVÖLD, miðvikudagskvöld, stend- ur Hafnargönguhópurinn fyrir fyrsta áfanga gönguferða um útivist- arsvæði Reykjavíkurborgar á leið- inni úr Grófinni upp í Bláfjallaskala. Farið verður frá Hafnarhúsinu, Mið- bakkamegin, kl. 20 upp Grófina í Víkurgarð, þaðan með Tjörninni og um Hljómskálagarðinn suður að Umferðarmiðstöð. Þar verður krækt austur fyrir flugbrautina og farið um skógargötur Oskjuhlíðar niður í Nauthólsvík. Síðan með strönd Fossvogs inn að Tjaldhóli við Foss- vogsbotn og farið um göngubrúna yfir Kringlumýrarbraut í Skógrækt- ina í Fossvogsdal. Þar lýkur þessum fyrsta áfanga raðgöngunnar. Val er um að ganga til baka eða fara með SVR. Við upphaf ferðar verður litið á greinargerð Borgarskipulags Reykjavíkur um breytingar á gild- andi deiliskipulagi Kvosarinnar frá 1986. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. Gurevich örygg- ið uppmálað SKAK Pardnbice, T é k k I a n d i OPNA TÉKKLANDSMÓTIÐ 13.-30. júlí 2000 BELGÍSKI stórmeistarinn Mikhail Gurevich var öryggið uppmálað á opna tékkneska meistaramótinu. Hann vann fyrstu sjö skákirnar og lauk mótinu síðan með tveimur jafn- teflum og hlaut því átta vinninga í níu umferðum. Næstu menn fengu sjö vinninga, en röð efstu manna varð þessi: 1. Mikhail Gurevich (2667) 8 v. 2. Jan Plachetka (2373) 7 v. 3. Tomas Oral (2531) 7 v. 4. Valery Neverov (2547) 7 v. 5. Vladimir Potkin (2420) 7 v. 6. Jan Votava (2506) 7 v. 7. Jiri Stocek (2514) 7 v. 8. Denis Yevseev (2516) 7 v. Hannes Hlífar Stefánsson og Jón Viktor Gunnarsson stóðu sig best Islendinganna og höfnuðu í 20.-41. sæti Lokastaða íslensku keppend- anna varð þessi: 20.-41. Hannes Hlífar Stefánsson og Jón Viktor Gunnarsson 6 v. 110.-157. Stefán Kristjánsson 4M> v. 158.-190. Róbert Harðarson 4 v. 219.-243. Einar Kr. Einarsson 3 v. 251.-258. Sævar Bjarnason 2 v. 259.-261. Guðmundur Kjartanss. IV2 v. Ails tóku 262 skákmenn þátt í efsta riðli mótins. Sex Islendingar tefldu í B-riðli þar sem þátttakend- ur voru 357. Tefldar voru níu um- ferðir eins og í A-riðli. Árangur Is- lendinganna varð þessi: 149.-217. Halldór Brynjar Hall- dórsson og Ólafur Kjartansson 4% v. 218.-256. Kjartan Guðmundsson og Guðni Stefán Pétursson 4 v. 257.-307. Stefán Bergsson og Dagur Arngrímsson 3'/2 v. Birgir Berndsen, sem tefldi 1 D- riðli, fékk 3'/2 vinning af níu og lenti í 202.-233. sæti. Það var afar ánægjulegt að sjá svona marga íslenska skákmenn taka þátt í erlendu skákmóti. Und- anfarin ár hafa ungir og efnilegir skákmenn verið allt of óduglegir við að taka þátt í erlendum skákmótum og ekki skemmir það fyrir að slást í hóp með þeim sem meiri reynslu hafa. Þátttaka í móti sem þessu er nauðsynlegur þáttur í uppbyggingu skáklífsins hér á landi og vonandi verður þetta ekki síðasta mótið sem við sjáum íslenska skákmenn fjöl- menna á í sumar. Stefán Kristjánsson náði athygl- isverðum árangri á mótinu og fram undir síðustu umferðir virtist hann eiga möguleika á að næla sér í áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Tap í næstsíðustu umferð kom þó í veg fyrir það að þessu sinni, en ljóst er að hann á stutt í að ná sínum fyrsta áfanga. Stefán tefldi eftirfar- andi skák í þriðju umferð. Ilvítt: Stefán Kristjánsson Svart: T. Likavsky Slóvakíu (AM) 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 e5 7. Rb3 Be6 8. Be3 Rbd7 9. Dd2 Hc8?! 10. g4 Rb6?! 11. 0-0-0 Dc7?! 12. h4 Rc4 13. Bxc4 Dxe4 Svartur hefur leikið nokkrum ónákvæmum leikjum í þessu hvassa afbrigði Sikileyjarvarnar. Venju- lega reynir hann að koma í veg fyrir Hafliði Pétur Gíslason skipað- ur formaður Rannsóknarráðs SKIPUNARTÍMI Rannsóknarráðs íslands rennur út 5. ágúst næstkom- andi. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra hefur að höfðu samráði við ríkisstjóm og á grundvelli tilnefn- inga skipað eftirtalda einstaklinga í ráðið næstu þrjú ár. Hafliði Pétur Gíslason, prófessor í eðlisfræði við raunvísindadeild Háskóla íslands, formaður. Dagný Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri IP fjarskipta, varafor- maður. Varamenn: Anna Soffía Hauks- dóttir, prófessor við verkfræðideild Háskóla íslands. Ásta Bjamadóttir, starfsmanna- stjóri hjá Islenskri erfðagreiningu hf. Úr hópi sem tilnefndur er af æðri menntastofnunum, stjórnum safna á vegum menntamálaráðuneytis og Vísindafélagi Islendinga; aðalmenn: Kristín Ingólfsdóttir, prófessor í SRI Chinmoy 5000-hlaupið fer fram í fimmta sinn annað kvöld. Það er haldið á vegum Sri Chinmoy-mara- þonliðsins og hefst við Ráðhús Reykjavíkur kl. 20. Skráning í hlaupið hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17. Hlaupið verður í nágrenni Tjarn- arinnar og er hlaupaleiðin tiltölu- útþenslu peðaframrása hvíts á kóngsvæng með að leika snemma h7-h5 eða hann beitir öllum kröftum sínum til að leika b7-b5 og svo Rd7- b6-c4. Hvítur stendur núna töluvert betur og með næsta leik ver hann aðra reitaröðina enn frekar. 14. Hh2! Be7 15. h5 h6 16. g5 hxg5 17. Bxg5 Hd8 18. h6! g6 19. Del! Rh5 20. Bxe7 Kxe7 Svörtum virðist nú ætla að takast að hirða peðið á h6 án þess að hvítur fái nokkrar sjáanlegar bætur. Hins- vegar með 19. leik sínum rýmdi hvítur d2-reitinn fyrir riddarann á b3 sem getur þá með löngu ferða- lagi tryggt hvítum betri færi. 21. Rd2! Dc5 22. Rfl Hxh6 23. Re3 Hhh8 24. Red5+ Bxd5 25. Rxd5+ Kf8 26. Dh4 Kg7 27. Dg5 Hc8 Svartur hefur ekki varist af mikl- um þrótti og nú kemur náðarhögg- ið. 28. Re7! Hce8 29. Rf5+ Kg8 30. Rxd6 Rf4 31. Hxh8+ og svartur gafst upp enda er allt að hruni kom- ið eftir 31...Kxh8 32. Df6+ Kg8 33. Dxf7+ Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson lyfjafræði lyfsala við Háskóla ís- lands. Páll Hreinsson, prófessor í laga- deild Háskóla íslands. Allyson Macdonald, forstöðumað- ur Rannsóknastofnunar Kennarahá- skóla íslands. Varamenn: Margrét Hallgríms- dóttir, þjóðminjavörður. Lárus Thorlacius, prófessor í raunvísindadeild Háskóla íslands. Steingrímur Jónsson, prófessor í haffræði við Háskólann á Akureyri. Úr hópi sem tilnefndur er af rann- sóknastofnunum utan verksviðs menntamálaráðuneytis, svo og lækn- aráðum Landspítala við Hringbraut og í Fossvogi; aðalmenn: Edda L. Sveinsdóttir, deildarstjóri, Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins. Ólafur G. Flóvenz, framkvæmda- stjóri rannsókna, Orkustofnun. Jón Heiðar Ríkharðsson, fram- lega flöt, að því er segir í fréttatil- kynnningu frá aðstandendum. „Keppt er í þremur aldursflokkum karla og kvenna þar sem sigurveg- arar fá glæsileg verðlaun. Einnig verða dregir út vinningar í lok hlaupsins. Að hlaupi loknu verður boðið upp á ávaxtahlaðborð," segir í tilkynningunni. Gljúfurferð í Fljótshlíð FIMMTUDAGINN 3. ágúst nk kl. 11 verður farin gljúfurferð í Fljóts- hlíð. Við bæinn Barkarstaði eru tvö gljúfur, Selgil innar og Bæjargil ut- ar. Selgil er fyrir byrjendur og gott til að leiðbeina fólki með hæfilega ævintýraþrá en Bæjargil er fyrir lengra komna. Þannig geta byrjend- ur farið Selgilið fyrst og Bæjargil síðan. Bæjargilið er með þrjú 10-20 metra sigi og fossa á sigleiðinni. Leiðin er undm'fögur og fær flestum. Fossar falla ofan í dimma hyli. Farið er eftir göngum til að komast leiðar sinnar. Boðið verður upp á gljúfurferðir nú í sumar til reynslu en ferðirnar síðan markaðssettar fyrir næsta sumar. kvæmdastjóri, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Varamenn: Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir, Landspítala í Fossvogi. Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar Islands. Þórólfur Antonsson, fiskifræðing- ur, yeiðimálastofnun. Úr hópi sem tilnefndur er af Al- þýðusambandi íslands og Samtökum atvinnulífsins; aðalmenn: Rúnar Bachmann, rafvirki. Hilmar Janusson, þróunarstjórÚ Össurar hf. Ingvar Kristinsson, framkvæmda- stjóri Hugvits hf. Varamenn: Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri LÍV. Svavar Svavarsson, framleiðslu- stjóri Granda hf. Haukur Magnússon, verkefna- stjóri ÍAV. Geisladiskur með Brekku- söng Arna Johnsen BREKKUSÖNGUR heitir ný- útkominn geisladiskur með Árna Johnsen. Upptakan er frá Þjóðhátíð Vestmanna- eyja 1999. Um 10.000 manna kór syngur með Árna í Brekkunni undir stjórn hans með gítarundirleik. 46 lög eru í Brekkusöngnum. Ami Johnsen hefur stjórnað Brekkusöngnum á Þjóðhátíð Vestmannaeyja í 22 ár auk söngstjórnar víða um land um árabil. Auk lifandi upptökunnar frá Þjóðhátíðinni í fyrra syngur Árni þjóðsönginn, Ó, Guð vors lands, með gítarundirleik í fjöldasöngsstíl, en slíkt hefur ekki verið gert áður. Nýtur hann einnig aðstoðar bakradda. Diskurinn er íslensk fram- leiðsla að öllu leyti, frá Verði ljós. Skífan deifir Brekku- söngnum en á disknum eru mörg þekktustu fjöldasöngslög íslendinga. LEIÐRETT Ljósmynd/Halldór Bjóm Runólfsson Ævisögumálverk Olav Christopher Jenssen, frá 1998 -1999. Bæði verk eru 95 x 105 cm. að stærð. Mynd á hvolfi Mynd með umfjöllun um sýningu Olav Christopher Jenssen í Skaft- felli á Seyðisfirði var á hvolfi í blað- inu í gær. Um leið og myndin birtist rétt er beðist velvirðingar á mistök- unum. 11 flugvélar en ekki 16 Rangar upplýsingar birtust í Morgunblaðinu sl. laugardag. Þar sagði að 16 flugvélar gætu tengst Flugstöð Leifs Eiríkssonar með landgöngubrúm í lok árs 2001. Hið rétta er að 11 flugvélar munu þá geta tengst stöðinni með landgöngubrúm. Auk þess mun Leifsstöð geta þjónað þremur ílugvélum á stæði. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Engin glíma í frásögn af Þjóðlagahátíð á Siglu-, firði var vitnað til uppgefinnar dag- skrár þá daga, sem eftir lifðu af há- tíðinni, þegar gagnrýnandi Morgunblaðsins fór frá Siglufirði. Því var sagt að félagar í Þjóðdansa- félaginu Fiðrildin frá Egilsstöðum ættu að sýna glímu og forna leiki. Að sögn Gunnsteins Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra hátíðarinnar, féll glímusýningin niður. Sri Chinmoy-hlaupið annað kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.