Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 64
Drögum næst 10. ágúst HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Heimavörn Sími: 580 7000 M0RGUNBLAÐ1Ð, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5G91181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA S69U22, NETFANG: R1 TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII MIÐVIKUDAGUR 2. AGUST 2000 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. Lítil viðskipti með þorskkvóta W5 VIÐSKIPTI með varanlegar afla- heimildir hafa verið óvenjulítil að undanförnu og hefur verð á þorsk- kvóta lækkað nokkuð. í síðustu viðskiptum hafa fengist um 900 krónur fyrir kílóið af varanlegum þorskkvóta en verðið hefur lengi verið í kringum 1.000 krónur. Að sögn Árna Guðmundssonar hjá Kvóta- og skipasölunni ehf. kemur lækkunin á óvart enda eru viðskipti með aflaheimildir vana- ega lífleg þegar dregur nærri Iskveiðiáramótum. Hann segir færri kaupendur að kvótanum en áður, lánastofnanir séu nú tregari til að lána til kvótakaupa og vænt- anlega hafi fyrirhugaður niður- skurður á þorskkvóta á næsta fisk- veiðiári þar töluvert um að segja. Þá hefur verð á varanlegum þorsk- kvóta í krókakerfinu lækkað nokk- uð að undanförnu, eða úr 500 krónum kílóið í um 445 krónur í síðustu viðskiptum. Töluvert framboð á krókabátum Árni segir að töluvert framboð sé nú á krókabátum, bæði með og án kvóta. Þá sé töluvert framboð á sóknardagabátum. „Ný lög um Verulegl tjón í brunaí Faxafeni ALLT tiltækt slökkvilið í fjórum slökkvistöðvum, í Skógarhlíð, Tunguhálsi, Reykjavíkurflugvelli og í Hafnarfirði, var kallað að Faxafeni 8 laust fyrir kl. hálfþrjú í gær þegar kviknaði í húsnæði fyrirtækisins Dark light sem rekur leikjasal á efri hæð hússins. Rúman klukkutíma tók að finna eldsupptök en aðstæð- ur voru mjög erfiðar vegna reyks og hita. Upp úr hálffjögur hafði tekist að ráða niðurlögum eldsins en slökkviliðið vann að reykræstingu til klukkan sex. A*'Að sögn Björns Björnssonar, stöðvarstjóra í Skógarhlíð, gekk erfiðlega að komast að upptökum eldsins sem reyndist vera í kaffi- stofu starfsmanna í miðri bygging- unni. „Við áttum í basli með að finna upptökin enda lagði kolsvartan reyk yfir allt og hitinn var gífurlegur." Björn segir að vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins þegar menn komust að honum. En þar sem húsnæðið er innréttað sem völ- undarhús, vegna þeirrar starfsemi sem þar fer fram, tók það nokkurn tíma að finna upptökin. Alls unnu 29 reykkafarar að því að ráða niður- lögum eldsins, sex til átta í einu og -%-ru þeir um hálftíma inni í senn. Tveir menn með reykeitrun Björn segir að auk tjóns í hús- næði Dark light hafi reyk lagt yfir lager sem er í húsinu og yfir bfla- leigu og verslanir á neðri hæð. 4 Maestro Morgunblaðið/Jim Smart Erfitt var að komast að eldsupp- tökum vegna reyks. Vatnsskemmdir urðu einnig í versl- un á neðri hæðinni vegna hitaveitu- rörs sem sprakk vegna hitans. Að sögn Gústafs Alfreðssonar, annars eiganda staðarins, voru á staðnum einn starfsmaður og einn viðskiptavinur sem uppgötvuðu eld- inn þegar rafmagn fór af og reyk- skynjarar fóru í gang. „Þeir hlupu til að kanna málin og þegar þeir opnuðu dyrnar á eldhúsinu komu eldtungurnar á móti þeim. Þeir reyndu sjálfir að eiga við eldinn án árangurs en urðu svo að drífa sig út. En sem betur fer var enginn í saln- um.“ Mennirnir tveir voru lagðir inn á Landspítala - háskólasjúkra- hús, Fossvogi, með vott af reykeitr- un en fóru heim í gærkvöldi. Gústaf segist ekki vita hve mikið tjón er á staðnum, eigendum hafi ekki verið hleypt inn og því erfitt að gera sér grein fyrir stöðunni. Ljóst sé hins vegar að það sé mikið. Gúst- af segir eigendur hafa tryggt stað- inn þegar starfsemi hófst þarna fyr- ir tveimur árum. ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT krókabáta áttu að taka gildi um næstu fiskveiðiáramót en gildis- töku þeirra var frestað um ár. Margir höfðu gert ráð fyrir að geta keypt sér sóknardaga, líkt og lögin kveða á um. En við frestun laganna hættu nánast viðskipti með dagabáta,“ segir Árni. Vegið kaupverð á leigðum þorskkvóta á Kvótaþingi íslands nemur nú rúmlega 105 krónum á kílóið. Til samanburðar má nefna að í desember síðastliðnum var kílóverðið 115 krónur. ■ Lægra verð/Bl Norðmenn bjóða hátt verð fyrir þorsk NORSKIR fiskkaupendur hafa leitað til Islands eftir hrá- efni og segjast þeir geta boðið allt að 360 krónur fyrir kflóið af góðum þorski. Norska fisk- sölufyrirtækið Arctic Fish Products & Co. auglýsti nýverið eftir íslenskum fiski til kaups. Ástæða þess að fyrir- tækið leitar til íslands er mik- ill skortur á fiski í Noregi. Toralf Mathiesen, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, bendir á að kvóti hafi verið skorinn niður um meira en helming í Noregi, eða úr einni milljón tonna fyrir sex árum í 450.000 tonn nú. Hann kveðst geta boðið Islendingum á bil- inu 270-360 krónur fyrir kflóið af þorski. Hann segir að mikið hafi verið keypt af fiski af rússneskum skipum úr Bar- entshafi en rússafiskurinn verði hins vegar sífellt smærri. Toralf segist kaupa fisk fyr- ir norska fiskverkendur, til saltfiskverkunar, skreiðar- verkunar og flakafrystingar inn á Evrópumarkað. ■ Bjóða/B8 Morgunblaðið/Kristinn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og Dorrit Moussaieff, heitkona hans, yfírgefa þinghúsið í gær. S Olafur Ragnar Grímsson settur í embætti forseta öðru sinni ÓLAFUR Ragnar Grímsson var settur í embætti forseta Islands í annað skipti í gær og gildir nýtt kjörbréf hans til 31. júlí 2004. At- höfnin fór fram í salarkynnum Al- þingis, að viðstöddum handhöfum forsetavalds, ríkisstjórn og fleiri gestum. Uti á Austurvelli hafði safnast saman dágóður hópur fólks af þessu tilefni. Fyrir athöfnina voru gestir við- staddir guðsþjónustu í Dómkirkj- unni. Séra Jakob Ágúst Hjálmars- son dómkirkjuprestur þjónaði fyrir altari en biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, predikaði. Að helgistund lokinni gengu forsetinn og aðrir gestir til Alþingishúss. Meðal gesta við athöfnina voru Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti fslands, Halldóra Eld- járn, fyrrverandi forsetafrú, hæstaréttardómarar, ríkisstjórn, alþingismenn, fjölskylda forseta, þ.m.t. Dorrit Moussaieff, heitkona hans, og sendimenn erlendra ríkja. Forseti Hæstaréttar, Garðar Gíslason, lýsti forsetakjöri og út- gáfu kjörbréfs og undirritaði Ólaf- ur Ragnar síðan drengskaparheit að stjórnarskránni. Garðar afhenti forsetanum þá kjörbréfið og þegar Ólafur Ragnar hafði veitt því við- töku gekk hann fram á svalir þing- hússins og minntist fósturjarðar- innar. Forsetinn gekk síðan aftur í þingsal og flutti ávarp sitt. Að at- höfn lokinni gekk forseti Hæsta- réttar til forseta íslands og gengu þeir saman úr salnum. Tók for- setinn við árnaðaróskum við- staddra í kringlunni í Alþingishús- inu. Forsetinn kvaddi síðan handhafa forsetavalds í fordyri þinghússins og yfirgaf AI- þingishúsið. ■ Vaxandi/lO Morgunblaðið/Einar Guðmundsson Val- hoppað í grjótinu ARNARUNGI þessi verð- ur senn fleygur og þá getur hann látið sig sveima tignarlega um himininn eins og konungi fuglanna er eðlislægt. Þangað til verður hann þó að láta sér nægja að valhoppa í grjótinu og gera misvel heppnaðar tilraunir til flugs. Ut- reiðarmaður var með myndavél á sér þegar hann rakst á þennan unga örn sem innan tíðar á eftir að hefja sig flugs og svífa fugla hæst f for- sal vinda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.