Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 3g jafnvægis sé gætt gagnvart markaðs- fyrirtækjum á þessu sviði, sem hafa hagnaðarvon eigendanna fyrst og fi-emst að leiðarljósi. Eftir að aukið frjálsræði komst á skipan útvarps- og sjónvarpsmála í Evrópu og lofaði góðu um aukna fjöl- breytni eftir að fyrstu einkastöðvam- ar hófu starfsemi sína, hefur blaðinu verið snúið við og æ meir stefnir í átt til fákeppni. Það er sameiginleg reynsla í Evrópulöndum, sem ráða- menn þeiira lýsa æ oftar áhyggjum sínum yfir, að hinir nýju íjölmiðlar safnast stöðugt á hendur fárra aðila. Heimsvæðingin á þessu sviði birtist einnig í vaxandi yfirráðum útlendra lisafyrirtækja í skemmtanaiðnaðin- um. Það er því mjög tímabært að vara við þeim áhrifum, sem þessi þróun getur óhamin haft fyrir menningarleg markmið á þjóðemislegum forsend- um í hinum einstöku löndum. Ráðherranefnd Evrópuráðsins beindi þeim tilmælum til ríkisstjórna sinna í janúar í fyira, að staða fjöl- miðla í almannaþágu verði tryggð og þeim gert kleift að nýta sér möguleika á sviði hinnar nýju fjarskiptatækni og veita nýja þjónustu, sem hún býður upp á. Jafnframt verði fjölmiðlum í al- mannaþágu tryggður viðunandi og ömggur rekstrargrundvöllur, sem geti falið í sér opinberar fjái’veitingar og eigið aflafé. Þá em ríkisstjómimar hvattar til að íhuga setningu sérstakra ákvæða til að tryggja fjölmiðlum jafnan að- gang að nýjum útsendingar- og myndlyklakerfum, sem nauðsynleg em, þegar hefja skal dreifingu sjón- varpsefnis á stafrænan hátt. Á fundi menningarmálaráðherra Evrópuráðsins í Póllandi í júní sl. kom fram ítrekaður stuðningur við ljós- vakamiðla í almannaþágu enda væm þeii’ ömggasta tryggingin fyrir jöfnu aðgengi allra borgaranna að upplýs- ingum, sem endurspegli ólíkar skoð- anir á breiðum grundvelli. Þessar ályktanir era mjög í sama anda og þær samþykktir, sem Evrópusamband útvarps- og sjón- varpsstöðva hefur gert á sínum vett- vangi og beint til viðkomandi valda- stofnana. Allar horfur em á að EBU muni á komandi ámm beita sér enn frekar fyrir öflugri kynningu á kost- um og nauðsyn hinna opinbem fjöl- miðla í almannaþágu og tryggja þeim sjónarmiðum áframhaldandi stuðning almennings og stjórnvalda í ríkjum Evrópu. Höfundur er útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Cerbu bílinn kláran fyrir fríib <5g> TOYOTA VARAHLUTIR Nýbýlavegi 8 • 5; 570 5070 -----‘N oso hendur fólki, aftur og aftur og í sem víðustu samhengi, án þess að þær séu studdar rökum eða byggðar á staðreyndum, hvað þá að nokkur beri ábyrgð á því sem sagt er. Ef þetta er gert nógu oft og nógu lengi fer almenningur að trúa því. Þetta kunni Göbbels, og þetta kunni einnig hinn rússneski Beria, að ekki sé minnst á Joe McCarthy, öldunga- deildarþingmanninn í Bandaríkjun- um. Hann stýrði nefnd sem átti að kynna sér „óamerískar hugsanir og starfsemi". Aðferð og athæfi hans var kallað „Mccarthyismi". Margir amerískir listamenn og mennta- menn vom hundeltir og ofsóttir og bornir sökum um þýlyndi og fylgis- spekt við Sovétmenn. Að hafa sam- band við rússneska menn, eða eiga vini í þeim löndum sem vom undir sovéthælnum, var skilgi’eint sem „óamerískt." Það vom slíkar aðferð- ir sem Sigurbjörn fordæmdi í at- hugasemd sinni. Eg hélt reyndar að þessir tímar væru liðnir, nú væri skynsamlegum rökum beitt þegar deilt væri um málefni sem menn væm ósammála um. Það er ekki hægt að rökræða um uppnefni eða upphrópanir. Eitt versta uppnefni frá þessum kalda- stríðstíma og mikið notað skammar- yrði, var orðið „kommi.“ Það var einkum notað og því beitt gegn þeim sem börðust gegn því að Island yrði hersetið áfram að loknu stríði. Slíkt viðhorf var uppnefnt sem kommúnískt og sagt bæði óamerískt og fjandsamlegt hinu unga lýðveldi. Ekkert í þeirri ræðu sem Sigur- björn flutti í Miðbæjarskólaportinu, og vísað er til í grein BK, réttlætir það að kalla hann uppnefninu „kommi“, hann talaði þar ekki um dýrð og blessun sovétkerfisins. Það vill svo til að ræður þær sem hann flutti þennan áratug era varð- veittar í bók, sem auðvelt er að nálg- ast, heitir hún „Draumar landsins" gefin út 1949 af Þórhalli Bjarnar- syni. í þeim ræðum segir Sigurbjöm hug sinn um afstöðu landsmanna til stói'veldanna í austri og vestri. Ég vitna í tvær ræður. Sú fyrri heitir „Á krossgötum" og er flutt á útifundi í Reykjavík 31. mars 1946. Þar ræðir Sigurbjörn um hersetumálið og seg& ir svo um sjálfsvirðingu þjóðar sem selur land sitt í hendur stórveldis: „Við missum traust og virðingu allra þjóða....Við missum sjálfstraust og sjálfsvirðingUj.... Við missum Einar Þveræing, Árna Oddsson tár- votan í Kópavogi, missum Jón Sig- urðsson, því að við höfum svikið þá alla.“ I þessari ræðu er hvorki fjallað um kapítaliskt þjóðfélagskerfi né sovéskt. Sigurbjörn lætur sig varða . framtíð og hagsæld íslands, með orðsins brandi berst hann fyrir sjálf- stæði þess, án þess að gera lítið úá' mætti stórveldanna í austri og vestri sem áttu í útistöðum - „kalda stríð- inu.“ Næsta ræða ber yfirskriftina „Gerum Island ekki viljandi að víg- hreiðri.“ Hún er flutt í útvarp 1. maí 1946. Þar ræðir Sigurbjörn um Bandaríkin og Sovétríkin, stórveldin í vestri og austri, og mætti þar búast við því sem BK gerir skóna, að vest- urveldunum sé hallmælt en Sovét- veldið hafið til skýjanna, en svo er ekki. í þessari ræðu segir Sigur- björn m.a.: „Ég hugsa, að ég geti ekki talist neinn sérstakur Rússa-dýrkandi. Ég skal hreinskilnislega játa, að ýmis-,_ legt þeirra atferli annað hvort skil ég ekki eða þá að það er eitthvað annað en ég get fellt mig við. En þeir, sem af ótta við Rússa vilja flana í fangið á Ameríku, minna mig á óheppna fjallgöngumenn, sem hlaupast fyrir björg af ótta við tröll- in í þokunni. Um Bandaríki Norður- Ameríku er það að segja, að þau em ágætt land og þar býr ágæt þjóð.“ Athugasemd BK um Sigurbjörn biskup á ekki heima í grein hans. Hún á hvergi heima því hún er ekki sönn. Þjóðin hefir hingað til metið, Sigurbjöm Einarsson sem trúarleið- .toga og mun gera það framvegis. Höfundur er prestur. Minnum á, að auglýsingapantanir fyrir sérblaðið HeimiIi/fasteignir, sem kemur út miðvikudaginn 9. ágúst, þurfa að berast fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 3. ágúst. Dómar - fordómar 30 ára frábær reynsla á þúsundum íslenskra heimila • 30/50/100/120/200 eða 300 lítra • Blöndunar- og öryggisloki fylgir • 20% orkusparnaður • Hagstætt verð hitakútar úr ryðfríu stáli MIKIÐ hefir verið ritað og rætt um Kristnihátíðina á Þing- völlum, 1. og 2. júlí s.l. Sumt af því hefir verið jákvætt,_ annað nei- kvætt. Ég var ekki á landinu dagana sem hátíðin var haldin, svo ég átti þess ekki kost að vera þar. Ég hef tal- að við fjölda fólks sem þar var og er það allt sammála um að hátíðin hafi verið hrífandi og farið hið besta fram og verið þeim sem að henni stóðu til mikils sóma. Á móti koma svo neikvæðar radd- ir, sem vom farnar að heyrast áður en hátíðin var haldin, og hafa magn- ast þennan mánuð frá því að hátíða- haldinu lauk. Margt er þar harðort í garð kirkju og Kiistni, og sýnist mér það stundum vera af því tagi þegar hver étur upp eftir öðmm vitleysu og fordóma og gerir að sinni hugsun eða áliti. Einkennilegt þykir mér þegar far- ið er af stað með kæramál á hendur Sigurbirni Einarssyni biskupi þegar hann líkir starfsaðferðum þeirra sem hallmæla kirkju og Kristni við starfsaðferðir sem notaðar vora af nasistum og kommúnistum. Fimmtudaginn 27. júlí s. 1. birtist grein í Morgunblaðinu eftir Bjama Kjartansson verkefnisstjóra, (BK), þar sem hann segir frá því að hann og kona hans hafi farið á Þingvöll seinni hátíðardaginn og dvalið þar allan tímann meðan dagskrá stóð yf- ir. Segir hann að flest hafi sér líkað vel, umgerðin um hátíðina hafi verið sérstaklega smekkleg, þar hafi ekk- ert verið of eða van, sálmaval hafi verið gott í meginatriðum, svo og tónlistin á konsertinum. Hann segir þó að það eina sem hafi farið í taug- arnar á sér hafi verið „mærðarvæl í ýmsum ræðumönnum." En alveg óvænt fer BK að ræða um Sigurbjörn Einarsson biskup er hann segir: „Fyrrverandi biskup kvartar und- an þjóðernissinnum og kommum í pistli sínum um eftirmála. Mér kom þetta dálítið á óvart, sérstaklega vegna þess að hann, að sögn jafn- aldra hans, sjálfur fyllti hóp þeiri-a síðarnefndu hér á árum áður og hélt innblásnar ræður í Miðbæj arskólaportinu um kapítalista, heims- valdastefnu vestur- veldanna og dýrð og blessun Sovétkerfisins. Margir muna það enn Jón en líklega er batnandi Bjarman mönnum best að lifa í þessum efnum sem öðrum.“ Sigurbjörn Einarsson biskup lét þjóðmál til sín taka á fimmta áratug Kristnihátíð Það er ekki hægt, segir Jdn Bjarman, að rök- ræða um uppnefni eða upphrópanir. síðustu aldar. Hann var óragur að halda fram skoðunum sínum. Ýmsir vom honum ósammála og lögðu jafnframt illt til hans og baktöluðu hann. Það mun vera auðvelt að finna þessu stað í dagblöðum frá þeim tíma, bæði skrifum hans og fullyrð- ingum annarra um hann, yfirleitt var máli hans ekki svarað með rök- um. Aðferðin, sem beitt var gegn hon- um, er alþekkt. Sakir eru bornar á ///• Einai* ______ Farestveit & Co hf Borgartúni 28, » 562 2901 www.ef.is AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.