Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tónlist Bachs geislar enn af lífi ___________Bach-hátíðinni miklu____________ í Leipzig lauk á sunnudaginn með hátíðar- tónleikum 1 Klæðahúsinu - Gewandhaus - hinu fræga tónleikahúsi borgarinnar. Tíu dagar fullir af tónlist „gamla Bachs“ eru liðnir hjá og tugþúsundir Bach-vina frá öll- um heimshornum halda heim á leið, auðugri í andanum en líklega nokkuð lúnir sumir hverjir, segir Halldór Hauksson. Á dánardeginum voru fjölmargir blómakransar lagðir að Bach-minnis- merkinu við Tómasarkirkjuna i Leipzig. ÞAÐ tekur á að taka þátt í hátíð af þessu tagi af lífi og sál, ekki bara fyrir flytjendur, heldur líka fyrir tónleikagesti. Bach-túrisminn held- ur þó áfram í Leipzig, heimsókn í hina nýuppgerðu Tómasarkirkju er og verður skylduverk ferðamanna í borginni, ekki síst á þessu Bach-ári. Það var þó trúlega engin tilviljun að á efnisskrá tónleika við Bach- styttuna fyrir utan kirkjuna sem haldnir voru daginn eftir að hátíð- inni lauk, var einungis tónlist eftir Schubert. Á öllum hinum tónleikun- um í þessari vikulegu tónleikaröð var Bach með í ráðum. Leipzigbúar vilja kannski aðeins fá að pústa út. Drengirnir í Tómasarkómum, sem voru stöðugt í sviðsljósinu á hátíð- inni og stóðu sig með miklum ágæt- um, eru að minnsta kosti komnir í vel þegið sumarfrí. Vikulegar tón- listarguðsþjónustur á laugardags- eftirmiðdögum í kirkjunni falla nið- ur í ágúst, en þráðurinn verður tekinn upp að nýju í haust. Sú hugsun, sem skotið hefur upp kollinum hvað oftast á liðnum dög- um, er, hversu ótrúlega lífvænleg tónlist Bachs er. Þótt hátíðin hafi verið haldin til að minnast 250. ár- tíðar hans og þrátt fyrir að dauðinn sé algengt og mikilvægt þema í verkum hans, er það einmitt líf- ski-afturinn og þrótturinn í tónlist- inni sem hvað eftir annað slær mann út af laginu. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar, Tómasarkantorinn Georg Christoph Biller, og sam- starfsmenn hans hjá Bach-Archiv og Neue Bachgesellschaft tóku þann góða pól í hæðina að bjóða Bach-túlkendum af ólíkasta tagi á hátíðina. Tónleikagestir fengu því tækifæri til að bera saman flestar þær aðferðir og „skóla“ sem tíðkast í barokkflutningi um þessar mundir í tónlistarheiminum. Ennfremur var efnt til fjölmargra athyglisverðra tilraunatónleika þar sem nýir þræð- ir voru spunnir út frá tónlist Bachs á ýmsan hátt. Islendingar gátu fylgst með einum þeirra í beinni sjónvar- psútsendingu á föstudagskvöldið var. Þar fóru Bobby McFerrin, Jacques Loussier og margir aðrir á kostum og sönnuðu enn á ný að verk Bachs eru úrvals efniviður fyrir hugmyndaríka tónlistarmenn. Eins og við var að búast náði há- tíðin hámarki á föstudeginum, dán- ardegi Bachs. Allt frá því snemma um morguninn og þangað til vel eft- ir miðnætti hljómaði tónlist Bachs um alla miðborgina. Heimsbyggðin gat fylgst með nokkrum þáttum há- tíðardagskrárinnar í sjónvarpi í hinni einstöku 24 tíma Bach-útsend- ingu, en Ríkissjónvarpið var eins og kunnugt er ein þeirra stöðva sem tóku þátt í henni. Þótt furðulegt megi virðast sá engin þýsk sjón- varpsstöð sóma sinn í að sýna dag- skrána, en Leipzigbúar og gestir há- tíðarinnar áttu þess kost að berja hana augum á risastórum skjá í mið- borginni. Líklega hefur fáum mönnum ver- ið sýnd jafn víðtæk virðing um allan heim og Johanni Sebastian Bach á þessum degi. Hátíðarathöfnin í Tómasarkirkjunni hófst á því að lagðir voru blómakransar að Bach- styttunni, en síðan voru ræður haldnar fyrir fullri kirkju. Meðal þeirra sem töluðu voru borgarstjór- inn í Leipzig, Wolfgang Tiefensee, hinn kunni Bach-fræðingur Christ- oph Wolff og Martin Petzoldt, for- maður Nýja Bach-félagsins. Sá síð- astnefndi gat þess sérstaklega að áfram yrðu haldnar Bach-hátíðir í ýmsum borgum Þýskalands og víð- ar á vegum félagsins, því hugmynd stofnanda félagsins Hermanns Kretschmars í byrjun aldarinnar um „farandhátíðir" hefði gefist afar vel. Reyndar verður einnig haldin árleg hátíð í nafni Bachs í Leipzig í framtíðinni og Bach-vinir eru þegar farnir að hlakka til næstu hátíðar, sem mun eiga sér stað í maí á næsta ári. Gröf Bachs £ kór Tómsarkirkj- unnar var sjálfsagður áningarstaður hátíðargesta á dánardeginum. Hún var fallega skreytt í tilefni dagsins og fjölmargir gestir lögðu blóm að henni í virðingarskyni við tónskáld- ið. Hápunktur dagsins í Tóm- asarkirkjunni var svo líflegur flutn- ingur Tómasarkórsins og Gewandhaushljómsveitarinnar á H-moll messu Bachs undir stjórn Billers. Upptaka frá tónleikunum var sýnd í íslensku sjónvarpi daginn eftir. Uppselt var fyrir löngu á áður- nefnda lokatónleika í Gewandhaus eins og á flesta aðra viðburði hátíð- arinnar. Það var Helmuth Rilling sem fékk þann heiður að stíga síð- astur á stjórnandapall á hátíðinni, enda er þar á ferð einn virtasti og lærðasti Bach-túlkandi heims, þótt hann sé um leið afar umdeildur. Kór hans, Gáchinger Kantorei, og Út- varpshljómsveitin í Stuttgart fluttu trúarjátningarkaílann, Credo, úr H-moll messunni og einnig Credo frá 1998 eftir Krzyztof Penderecki, sem var pantað af Rilling og Bach- akademíunni í Stuttgart. Þannig tengdust fortíð og nútíð á tilkomu- miklum lokatónleikum hátíðar, sem leiddi berlega í ljós að tónlist Johanns Sebastians Bachs geislar enn af lífi, þótt höfundurinn hafi sjálfur skilið við fyrir hálfri þriðju öld. N^jar bækur • HVERS er siðfræði megnug? Safn ritgerða f tilefni tíu ára af- mælis Siðfræðistofnunar er komið út. Ritstjóri er Jón Á. Kalmannsson. Siðfræði er meðal elstu fræði- greina Vesturlanda en heimspeking- ar í Grikklandi hinu forna töldu hana vera eina höfuðgrein mann- legrar þekkingarleitar. I þá daga leituðu menn svara við spumingum á borð við „Hvers konar lífi á ég að lifa?“ og „Hvers konar manneskja á ég að vera?“ En í tímans rás hafa heimspekingar sett fram ýmsar kenningar um markmið og grund- völl siðferðilegs lífs og jafnramt ólíkar hugmyndir um eðli og hlut- verk siðfræðinnar. Hvaða augum líta heimspekingar siðfræðina nú á dögum? Hvert álíta þeir vera hlut- verk hennar, viðfangsefni og aðferð- ir? í bókinni ræða tólf íslenskir heim- spekingar spumingar um siðfræði og siðfræðileg viðfangsefni. Þeir fjalla m.a. um kennsluaðferðir í sið- fræði og trú, siðferðilegt kennivald, sjálfræðishugtakið, skynsamlega réttlætingu siðferðis, siðfræðilegar rökræður um „hið góða líf ‘ og tengsl siðfræði og skáldskapar. Útgefandi er Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan. Bókin er282 bls., kilja. Verð: 2.700kr. Háskólaútgáf- an sér um dreifingu. A FÉLAO HÖFUÐBEINA- OO 8PJALDHRY008JAFNAWA Nám Höfuðbeina- og spjald- hryggsjöfnun www.simnet.is/cranio S. 699 8064 og 564 1803 Kanadísk-íslensk sumarsveifla TðNLIST J óm frúariorgi ð DJASS Richard Gillis trompet, Björa Thoroddsen gítar og Jón Rafnsson bassa. Jómfrúartorginu laugardaginn 29. júlí. ÞAÐ viðraði svo sannarlega vel fyrir sumarsveiflu sl. laugardags- eftirmiðdag þegar vesturíslenski trompetleikarinn Richard Gillis lék á Jómfrúartorginu ásamt Birni Thoroddsen gítarleikara og Jóni Rafnssyni bassaleikara. Þeir félagar hittust sl. fimmtudag og léku þá um kvöldið á Akureyri. Jómfrúartorgið var troðfullt eins og vanalega þegar Jakob jómfrú býður upp á djass þar og sólin skín. Og þessi hljóðfæraskipan hentaði torginu vel. Þar sem ekk- ert hljóðkerfi er þar til að magna upp tónlistina em trommulausar hljómsveitir kærkomnar. Það er eins og nánara samband myndist milli hljóðfæraleikaranna, þeir leika þéttar saman, þurfa ekki að hafa áhyggjur af að vera yfir- trommaðir. Richard Gillis er af íslenskum ættum. Afi hans og amma fluttu til Kanada og segir Björn Thor- oddsen, sem í sumar hefur ferð- ast um Kanada þvert og endi- langt og haldið tónleika, að margir ágætir vesturíslenskir djassleikarar starfi þar. Hingað til höfum við aðeins haft kynni af einum, Bandaríkjamegin landa- mæranna þó, bassaleikaranum Bob Magnussyni, sem hingað kom á fimm ára afmæli Jazzvakn- ingar og hljóðritaði breiðskífuna Jazzvöku með íslenskum félögum sínum. Richard Gillis (Gíslason) er doktor og prófessor í trompet- fræðum við háskólann í Manitoba og stjórnar djasssveit skólans: The University of Manitoba Jazz orchestra - það er fín stórsveit og hefur gefið út nokkra diska m.a. með tónverkum Rons Pal- eys, sem sjálfur stjórnar stór- sveit í Kanada og vann um tíma með Buddy Rich eins og Bob Magnusson. Fyrsta lagið á dagskrá tríósins á Jómfrúartorgi var On a slow boat to China, gamalt dægurlag sem mikið var leikið á svíngtíma- bilinu en heyrist sjaldan núorðið. Alltaf kemur mér ein saga í hug er ég heyri lagið. Hljómsveit Dukes Ellingtons var að leika á miklum tónleikum í Taívan. Þar var sendiherra Bandaríkjanna mættur ásamt háttsettum pótin- tátum úr Formósustjórn. Einn helsti einleikari Ellingtons, ten- órsaxófónleikarinn Paul Gonsalv- es, hafði mætt vel puntaður og í miðjum sólói sínum féll hann til jarðar. Hann reyndi að skreiðast á fætur eins og boxari eftir rot- högg, en árangurslaust, og var því borinn út af sviðinu. Ellington jós yfir hann skömmum eftir tón- leikana og hreytti að lokum í son sinn Mercher, sem var fram- kvæmdastjóri hljómsveitarinnar: „Put his ass on a slow boat to China, Mercher." Og sonurinn svaraði stillilega: „Pabbi, við er- um í Kína.“ Strax í þessu fyrsta lagi komu helstu kostir Gillis fram. Skín- andi fallegur trompettónn, mjúk- ur og breiður, og góð tilfinning fyrir sveiflu. Björn og Jón héldu rýþmanum gangandi allan tímann og óx ásmegin eftir sem leið á tónleikana. Sömbudeildin varð þó fulllitlaus: Calypso eftir Jackie Mclean og lag sem ég man ekki eftir að hafa heyrt áður: Antica. Gilles hristi egg og það gerði hann líka í Song for my father eftir Horace Silver, sem hann blés silkimjúkt í flygilhorn. Þessi ástríðufulla sálarsamba var mun blíðari í túlkun Richards og fé- laga en Silver-kvintettsins. Hefði maður viljað heyra Richard blása meira í flygilhornið. Richard er ljóðrænn svíngari af svölu ættinni og að mörgu leyti skyldur Chet Baker. Það er ekki mikið bit í blæstri hans og hann söng eitt lag, It had to be you, eftir hljómsveitarstjórann Isham Jones, og tileinkaði konu sinni. Björn Thoroddsen íslenskaði titil- inn: Það þurfti endilega að vera þú, en það er önnur Ella. Þarna fór tríóið á kostum og var leikur þeirra yndislega gamaldags. Björn er sem fyrr í þessari tón- list djangóskur í sólóum sínum, leikandi línur og sterkir kröftugir hljómar. Jón Rafnsson slær gjarnan á gripbretti bassans og fær fram trommutilfinninguna, tókst það sérstaklega vel £ Sweet Georgia Brown. Gaman væri að heyra hann ganga alla leið og plokka strengina og láta þá smella á gripbrettið eins og gömlu New Orleans-gaukarnir gerðu. Slapbass kallaðist það. Efnisskráin var fjölbreytt hjá þeim félögum. Ellington á sinum stað: It don’t mean a thing if it aint got that swing og Perdido eftir básúnuleikara hans Juan Tizol. Pettiford-blúsinn frægi: Blues in the closet og St. Louis blues WC Handys og þar notaði Richard dempara og blés vava. But beautiful var leikið listavel og aukalagið var Summertime og var þá farið að biðja um Take five. Vonandi fáum við að heyra það á Jómfrúartorgi áður en sumar er úti. Áheyrendur skemmtu sér kon- unglega við að hlusta á þá félaga og enn einu sinni sýndi Björn Thoroddsen að hann er í hópi fremstu gitarleikara norrænna er kemur að sveiflugitarleik. Vernharður Linnet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.