Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNB LAÐIÐ Enginn árangur í viðræðum LÍtí og sjómanna ENGINN árangur hefur verið af kjaraviðræðum útvegsmanna og sjómanna að undanförnu en kjara- deiian er nú til umfjöllunar hjá rík- issáttasemjara. Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasam- bandsins, segir að mál standi eins og þau hafi gert síðastliðið vor og hægagangur sé á viðræðum. Samtök atvinnulífsins vísuðu fyrir hönd LÍÚ kjaradeilu útvegsmanna og sjómanna til sáttasemjara ríkis- ins til umfjöllunar í maí sl. Að sögn Hólmgeirs hefur lítil hreyfing verið á málum síðan þá. Hann sagði að deiluaðilar hefðu þó hist nokkrum sinnum í sumar þótt hlé hafi verið gert á viðræðum fyrir nokkru en málið væri í höndum sáttasemjara. Aðspurður hvort rætt hefði verið um að fresta frekari viðræðum til haustsins sagði Hómgeir að svo væri ekki enda væri engin ástæða til þess. „Við hljótum að þurfa að gera kjarasamninga eins og aðrir. Það var óvenjulegt að það var LÍÚ sem vísaði málinu til sáttasemjara. Menn reyna auðvitað til þrautar og ef ekki næst saman þar hljóta menn að fara að huga að einhverjum þrýstingi,“ sagði Hólmgeir. Morgunblaðið/Sverrir Hér má sjá hvemig verkið er orðið. Ekki er ólíklegt að sögn Birgis Snæbjörns Birgissonar að svona hlutir gerist í undirgöngum. Hópurinn sem var mættur til æfinga á Baldri í gær. Morgunblaðið/Ásdís Dramatískt listaverk með einstakri tónlist ÆFINGAR eru nú hafnar á hljómkviðunni og ballettinum Baldri eftir Jón Leifs. Uppfærslan er á veg- um Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000 og er samvinnu- verkefni Reykjavíkur, Bergen og Helsinki en þær eru einnig menning- arborgir Evrópu í ár og verður frumsýnd í Laugardalshöllinni föstu- daginn 18. ágúst klukkan 17.00. Önn- ur sýning er klukkan 21 þetta sama kvöld og síðan verður uppfærslan sýnd í Bergen og Helsinki. Hátt á annað hundrað listamenn taka þátt í sýningunni, ballettdans- arar, næstum hundrað manna sin- fóníuhljómsveit, einsöngvari og kór. Dansahöfundur er Finninn Jorma Uotinen sem hefur tvívegis komið með dansflokk sinn hingað til lands frá Helsinki, hljómsveitarstjóri í uppfærslunum hér heima og í Finn- landi er einn þekktasti hljómsveitar- stjóri Finna, Leif Segerstam, leik- mynd og lýsingu hannar Kristin Bredal sem kemur frá Noregi. Kór- stjóri hér heima er Hörður Áskels- son, listrænn stjórnandi og aðstoðar- leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Dansarar í sýningunni koma frá Finnska þjóðarballettinum ög ís- lenska dansflokknum en sólóhlut- verkin, Baldur, Loka og Nönnu, dansa þau Sami Sakkonen, Aapo Si- ikala og Nina Hyvarinen. Einsöngv- ari er Loftur Erlingsson sem fer með hlutverk Óðins. Þegar æfingar hófust í gær hitti Morgunblaðið leiklistarráðunautinn Kjartan Ragnarsson að máli. Sagði Æfíngar hafnar á Baldri eftir Jón Leifs hann að þótt lokaæfingar væru að hefjast núna hefði undirbúningur sýningarinnar staðið í eitt og hálft ár. „Við byrjuðum haustið 1998 að ræða þessa hugmynd og hvemig væri best að ná utan um þetta verk,“ segir hann. „Jón Leifs skrifaði mjög ítar- lega lýsingu á verkinu sem hann kall- ar „músíkdrama" og sér fyrir sér eld- gos á sviðinu og hraunstrauma velta niður hlíðarnar. Nútímaballett hentaði best verkinu Þegar við byrjuðum að ræða þetta, ég og Þórunn Sigurðardóttir, stjóm- andi Reykjavíkur - menningarborg- ar Evrópu, fannst okkur strax að nú- tímaballett væri sá dans sem hentaði best til að leysa verkefnið. Jón Leifs hafði auðvitað aldrei séð nútímadans. Hann var ekki til þegar Jón skrifaði verkið. En þetta leiddi til þess að við reyndum að fá besta danshöfund sem völ var á og voram svo heppin að fá Jorma Uotinen. Okkur fannst þetta verk hæfa honum best vegna þess að hann hefur skrifað mjög karlmannleg ballettverk - og þetta er mjög karlmannlegt verk.“ Fljótlega eftir að form uppfærsl- unnar hafði verið ákveðið hófust æf- ingar og meðal annars voru dansar- amir á ströngum æfingum í Borgarleikhúsinu frá 20. maí til 10. júní síðastliðins. Auk þess hafa lista- mennirnir sem þátt taka í sýningunni verið að læra verkið í eitt og hálft ár. „Þetta er verk sem þarf tilefni eins og Reykjavík - menningarborg Evrópu til að setja það upp því það er svo viðamikið. Þó hefur það verið stytt og skorið töluvert niður. Þegar við skoðuðum verkið fyrst töluðum við um hundrað dansara, síðan fimm- tíu og að lokum tuttugu og fimm. Hins vegar hefur Jorma skrifað ball- ettinn þannig að hann gerir verkið alveg jafnáhrifaríkt með tólf manns. Þetta verður gríðarmikil sýning þegar leikmynd og allt tilheyrandi er komið heim og saman - jafnvel þótt það sé stytt.“ Þegar Kjartan er spurður um efni- við verksins segir hann: „Efniviður- inn er þessi goðsögulegi þráður um dauða Baldurs sem tengist bæði til- urð jarðar og ragnarökum og Jón sótti sér innblástur í Völuspá. Með þetta efni, sem kemur úr Snorra- Eddu, fór Jón Leifs mjög frjálslega og Jorma fer síðan mjög frjálslega með hans verk. Þetta verður engin kennslustund í norrænni goðafræði heldur fyrst og fremst dramatískt listaverk með einstakri tónlist - kannski það magnaðasta sem Sinfón- íuhljómsveit íslands hefur tekist á við og sem dæmi þarf hún sextán slagverksleikara. Og það sem er ekki síst mikils virði er að það er frægasti hljómsveitarstjóri Norðurlanda, Leif Segerstam, sem stjórnar hljómsveit- inni.“ Skemmdarverk í undirgöngum SKEMMDARVERK voru unnin á listaverkum í undirgöngunum við Flugvallaveg, sem Morgunblaðið fjallaði um síðastliðinn fimmtudag. Að sögn Soffiú Karlsdóttur, kynn- ingarstjóra Listasafns Reykjavíkur, hafa úðabrúsar verið notaðir til að rita fúkyrði á „götumáli" og einnig hefur verið sparkað í verkin sem fest eru á veggi undirganganna. Einn mánuð tekur. að vinna verk- in fyrir sýningu á Kjarvalsstöðum eftir forskrift höfundarins Claude Rutault, en hann setur þá kröfu að það sé gert í undirgöngum. Birgir Snæbjörn Birgisson sem vinnur að gerð þeirra segir að listamaðurinn geri sér grein fyrir að hlutir af þessu tagi geti gerst enda sé tíminn og hrörnunin viðfangsefnið. „I und- irgöngum er óhugsandi annað en þetta eigi sér stað.“ * Islendingur meðal fyrirlesara á Alheimsþingi sálfræðinga Erfíð fæðing getur haft áhrif á tengsl móður og barns DR. BJÖRG Bjarnadóttir, forstöðu- sálfræðingur, hélt fyrirlestur á Al- heimsþingi sálfræðinga sem haldið var í Stokkhólmi í síðustu viku. Rúm- lega 6.000 manns sóttu þingið, en það er haldið á fjögurra ára fresti. Að sögn Bjargar tengdist fyrir- lestur hennar heilsu, sem var annað af meginumræðuefnum þingsins. „Þama fjallaði ég um tengsl móður og bams og hvernig erfiðar og sárs- aukafullar fæðingar geta haft áhrif á þessi tengsl og líðan móður eftir fæð- inguna en góð tilfinningaleg tengsl móður og bams geta haft áhrif til bættrar heilsu bamsins og heil- brigðrar persónuþróunar. Það er alltaf að koma betur í ljós hvað vinna með tilfinningalega þætti er mikil- vægur hluti þess að efla almenna heilsu," segir Björg. Hún fékk mjög góðar undirtektir á þinginu en hún segir mikla vakningu hafa orðið í sambandi við tengsl heilsufars og sál- rænna þátta undanfarið. Unnið úr erfíðri fæðingarreynslu Björg hefúr ásamt Hjálmari Freysteinssyni, heilsugæslulækni, og Karólínu Stefánsdóttur, fjöl- skylduráðgjafa, í nokkm- ár unnið að verkefni fyrir Heilsugæslustöðina á Akureyri sem nefnist Nýja barnið og kjmnti hún þessa vinnu í fyrirlestri sínum. „Á áranum 1995-1998 vorum við Karólína með hóp kvenna í ákveðnu meðferðarúrræði. Þetta vora þungaðar konur sem áður höfðu gengið í gegnum erfiða fæðingu og ekki notið nógu mikils stuðnings í kringum það ferli. Konumar komu saman í 3 til 4 manna hópum og fengu tækifæri til þess að tjá sig um fæðinguna, bera saman bækur sínar og hjálpa hver annarri auk þess sem þær töluðu um kvíða sinn fyrir næstu fæðingu. Þær gátu einnig talað við ljósmóður og fæðingarlækni til þess að undirbúa sig fyrir fæðinguna. Þetta hjálpaði konunum að vinna sig í gegnum kvúða og neikvæðar hugsan- ir,“ segir Björg. Hún segir að tillögur kvennanna hafi verið í samræmi við það nýjasta sem er að gerast í ljós- móðurfræðum. „Konurnar vilja helst hafa sömu ljósmóður í gegnum allt ferlið. Þær vilja hafa samfellda þjón- ustu með mikilli tengingu milh kerfa, það er að segja mæðravemdar, fæð- ingardeildar og ungbamaverndar. Þetta er til allrar hamingju að kom- ast á víða og við höfum haft mjög gott samstarf við fæðingardeild Fjórð- ungssjúkrahússins, “ segir Björg. Verkefnið útfært fyrir eldri börn Að sögn Bjargar er verið að vinna að skýrslu um verkefnið og verður hún lögð fyrir Landlæknisembættið á næstunni, en verkefnið hefur feng- ið viðurkenningu hjá Alþjóða heil- brigðismálastofnuninni, WHO. „Við þurfum meira fjármagn til þess að geta haldið áfram að bjóða upp á þessa hópavinnu og útfæra verkefn- ið. Hingað til höfum við aðallega ein- skorðað okkur við tengsl foreldra og ungra barna en síðastliðinn vetur fór af stað vinna hjá skólahjúkrunar- fræðingum á Akureyri til þess að koma svipuðu verkefni á innan skól- anna, sem miðar að því að auka heild- ræna þjónustu við foreldra," segir Björg, en deildarstjóri skólahjúkrun- ar á Akureyri hefur notið handleiðslu Bjargar í þessum efnum. Björg veitir dagdeild geðdeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri forstöðu en hefur unnið að ýmsum verkefnum í samstarfi við Heilsu- gæsluna á Akureyri. Hún er doktor frá Sterling-háskólanum í Skotlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.