Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sláturfélag Suðurlands sendir nýtt kjöt á markað Sumarslátrun hafin SUMARSLÁTRUN hófst hjá Slát- urfélagi Suðurlands á Selfossi í fyrradag, en þá var um 260 lömbum slátrað. Hermann Árnason, stöðv- arstjóri Sláturfélags Suðurlands á Selfossi, sagði að fyrstu lömbin lof- uðu góðu, þau væru mun vænlegri en í fyrra og hefðu komið einkar vel út í flokkun. Hann sagði að kjötið hefði verið selt til Nýkaups og að fólk gæti hugsanlega nálgast það í verslunum fyrirtækisins í dag. Hermann sagði að SS hefði klár- að sínar kjötbirgðir í apríl og því hefði fyrirtækið þurft að kaupa gríðarlegt magn frá öðrum. Hann sagði að slátrað yrði vikulega fram að jólum í sláturhúsinu á Selfossi og að í september hæfist slátrun í slát- urhúsunum á Kirkjubæjarklaustri og á Laxá í Borgarfirði. Hann sagð- ist gera ráð fyrir því að alls yrði um 120 þúsund lömbum slátrað fram að jólum. Að sögn Hermanns hefur oft ver- ið erfitt að fá lömb í sumarslátrun en hann sagði að það gengi þokka- lega núna, þó væri það aðeins treg- ara eftir að sett hefði verið útflutn- ingsskylda á sumarslátrunina. Hermann sagði að kosturinn við að vera með svona langa sláturtíð væri að geta útvegað ferskt ófryst kjöt sem lengst. Hann sagði að hluti kjötsins væri fluttur út til Dan- merkur og að fyrstu skrokkarnir færu þangað á næstu dögum. Hann sagði að síðan yrði kjöt flutt þangað vikulega allt fram að jólum. Fundað um ÍR-húsið í dag FUNDAÐ verður í dag um fram- tíð ÍR-hússins við Túngötu í menn- ingarmálanefnd Reykjavíkur. Guðrún Jónsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að húsið sé sögulega stórmerkilegt. „Reykja- vík er auðvitað ríkari með það inn- an vébanda sinna,“ segir hún. Kaþólska biskupsdæmið leigði íþróttafélagi Reykjavíkur lóð á Túngötu þar sem félagið byggði íþróttahús árið 1930. Leigusamn- ingurinn rann út árið 1964 og var ekki gerður nýr. Á síðasta ári krafðist kaþólska biskupsdæmið heimildar til að fá ÍR borið út af lóðinni með íþróttahúsið og fór málið fyrir Hæstarétt þar sem dómur féll biskupsdæminu í vil en það hefur stefnt að því að hefja framkvæmdir við byggingu nýs íþróttahúss á lóðinni í sumar. Tæplega 12% sam- dráttur í bflasölu SALA á nýjum fólksbílum hefur dregist saman um 11,95% íyrstu sjö mánuði ársins, samkvæmt bráða- birgðatölum frá Bílgreinasamband- inu. Sölusamdrátturinn í júlí miðað við sama mánuð í fyrra er 31%. Alls var nýskráður 9.171 bíll fyrstu sjö mánuði ársins en á sama tíma í fyrra höfðu verið nýskráðir 10.416 bílar. í júlímánuði voru skráð- ir 1.235 bílar, sem er 559 bflum færra en í júlí 1999. Sala hefur dregist saman í flestum tegundum. Af söluhæstu bflunum er samdrátturinn um og yfir 9%, þ.e. á Toyota, Volkswagen og Subaru, en sala á Nissan hefur aukist um 1,7%. Þá hefur orðið rúmlega 83% aukning í sölu á Mercedes-Benz. --------------- Viðræður Sleipnis og vinnuveitenda Morgunblaðið/Sverrir Kjaradeil- an sögð á viðkvæmu stigi SÁTTAFUNDI í deilu Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis og Samtaka atvinnulífsins (SA), sem hófst kl. 10 i gærmorgun, lauk um hádegi án ár- angurs. Gert er ráð fyrir að viðsemj- endur komi aftur saman fyrir helgi til óformlegra viðræðna og stefnt er að formlegum samningafundi næst- komandi þriðjudag. „Staðan er óbreytt“ Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, segir að menn hafi verið að fara yfir stöðun'a í gær en ekkert markvert hafi gerst. „Staðan er óbreytt,“ sagði hann. Óskar vildi engu spá um framhaldið og sagði að kjaradeilan væri á viðkvæmu stigi. Verkfalli Sleipnismanna var frestað í síðasta mánuði til 12. ágúst. Göngubrú á ferðalagi Óvenjulegur farmur var fluttur um Vesturlandsveg- stóð til að loka hluta Miklubrautar frá miðnætti til kl. inn í gær. Þarna var á ferðinni göngubrú sem til stóð 6 í morgun meðan verið væri að reisa brúna. að reisa síðustu nótt yfir Miklubraut. Af þeim sökum . Mjólkurkvdtinn búinn á Stekkjarvöllum í Staðarsveit Mjólk borin á túnin SVEINN Guðjónsson, bóndi á Stekkjarvöllum í Staðarsveit, notar nú mjólk sem áburð á tún og mela. Mjólkurkvóti býlisins var uppurinn fyrir u.þ.b. mánuði. í stað þess að leggja mjólkina inn hjá Mjólkur- samsölunni í Reykjavík ákvað Sveinn að nota mjólkina frekar til áburðargjafar. „Það er öllum hollt að fá kalk,“ sagði Sveinn þegar hann var inntur eftir því hvernig mjólkin hefði reynst sem áburður. Sveinn segir að kýr sínar hafi mjólkað vel í vetur og því hafi mjólkurkvótinn klárast fyrir u.þ.b. mánuði. Verðið sem boðið er fyrir mjólk sem er umfram kvóta sé of lágt til þess að það taki því að leggja mjólkina inn. Fær krónu fyrir mjólkurlítrann „Ég heyrði sagt á Rás 2 núna í sumar að það væru tvær krónur fyrir lftrann. Önnur krónan fer þá í flutning suður.“ Hann segir að bændur ættu ekki að leggja inn mjólk þegar verðið er svo lágt. „Menn eiga bara að nýta sinn kvóta og svo búið,“ segir Sveinn. í hverri viku eru um 500-600 lítrar af mjólk bornir á mela og tún. Sveinn lætur mjaltakerfið mjólka beint í haugsugu. Hann not- ar si'ðan haugsuguna til að dreifa mjólkinni. Hann segir að helsti gallinn sé að mjólkin súrni en það komi þó ekki mikið að sök þar sem hann beri hana á talsvert frá bæn- um. Nýtt kvótatímabil hjá mjólkur- bændum hefst hinn 1. september og þá mun Sveinn senda mjólkina á ný í Mjólkursamsöluna. Go flýgur ekki til Islands í vetur BRESKA lágfargjaldaflugfélagið Go hefur ákveðið að halda ekki áfram áætlunarflugi sínu til Is- lands næsta vetur. Go hefur flogið fjórum sinnum í viku frá Lundún- um til íslands frá 25. maí sl. Síð- asta flug félagsins verður því hinn 27. september nk. líkt og áætlað hafði verið upphaflega. Hins vegar þykir líklegt að flogið verði að nýju næsta vor. Skortur á flugvélum Vegna mikils áhuga á flugleið- inni höfðu þó verið uppi áform um að halda áfram áætlunarflugi á þessari flugleið en að sögn tals- manns Go var í gær tekin ákvörð- un um að standa við upphaflegu áætlunina og fljúga ekki í vetur. Hann sagði ástæðuna m.a. vera skort á flugvélum, því einungis hefðu verið teknar frá vélar í þetta flug út september. Talsmaður félagsins sagði að ávallt væru breytingar á flugleið- um félagsins að hausti og vori, því ekki væri flogið á alla áfangastaði allan ársins hring. „Á veturna bset- ast við áfangastaðir sem ekki eru jafn eftirsóknarverðir á sumrin, líkt og skíðastaðir. Sama gildir um staði sem við fljúgum eingöngu til á sumrin en ekki á veturna vegna þess að þeir eru ekki jafn vinsælir á þeim árstíma." Líklega flogið aftur næsta vor „Hins vegar var velgengni þessa flugs svo mikil að ekki þykir ólík- legt að flogið verði að nýju til Is- lands næsta vor,“ sagði hann. „Ákvörðun þess efnis verður ekki tekin fyrr en að nokkrum mánuð- um liðnum og er því ekki hægt að segja fyrr til um hvort áætlun muni breytast frá því sem var í sumar eða hvort henni verður haldið óbreyttri.“ Go er lágfargjaldaflugfélag og hóf sem fyrr segir áætlunarflug milli London og Keflavíkur í vor. Félagið er í eigu breska flugfé- lagsins British Airways. Sérblöð í dag iUovminbtnMb múR VERINU ► IVERINU í dag er m.a. sagt frá lækkandi kvóta- verði, greint frá lokum humarvertíðar og áhuga Norðmanna á að kaupa íslenskan þorsk. Einnig er rætt við færeyskan skipstjóra og sagt frá til- raunaeldi á kræklingi í Mjóafirði. Tvísýnt með Jón Arnar vegna támeiðslanna C/1 Víkingar skelltu Valsmönnum öðru sinni C/2 ► Teiknimyndasögur ► Myndir ► Þrautir ► Brandarar ► Sögur ► Pennavinir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.