Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 FRETTIR VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Urskurður siðanefndar Prestafélags Islands vegna kæru á sr. Sigurbjörn Einarsson Ekki ámælisvert brot á siða- reglum Prestafélagsins SIÐANEFND Prestafélags Islands hefur komist að niðurstöðu vegna kæru Sigurðar Þórs Guðjónssonar á ákveðnum ummælum séra Sigur- björns Einarssonar biskups. Siða- nefndin telur sr. Sigurbjörn hafa valið óheppOega samlíkingu og betur hefði verið að velja hófsamari sam- líkingu. Hún féllst ekki á að um ámælisvert brot sé að ræða af hálfu sr. Sigurbjöms. Kærandi spurði í erindi sínu hvort sr. Sigurbjörn hefði með ummælum sínum í kjölfar kristnihátíðar brotið siðareglur Prestafélags íslands. Spurði hann sérstaklega um ummæli þess efnis að sumt af því sem birt hefði verið á opinberum vettvangi minnti á það allra versta sem verstu nasistar og kommúnistar hefðu haft fram að færa á sínum tíma og að það endurspeglaði andkristin viðhorf þeirra sem um ræddi. Einnig spurði hann hvort ummæli sr. Sigurbjöms um að gagnrýni væri nöldur, ólund og furðuleg árátta og að hann efaðist um að þarna væri eðlilegt heilsufar á ferðinni, væru brot á siðareglum. í úrskurði siðanefndar eru félags- menn Prestafélagsins hvattir til að gæta hófs í orðfæri sínu þótt hún fái ekki séð að siðareglur P.í. banni prestvígðum að kveða fast að orði á opberum vettvangi og féllst nefndin ekki á að ummæli sr. Sigurbjörns væru ámælisvert brot. Fremur tilmæli en áminning Séra Úlfar Guðmundsson, for- maður siðanefndar Prestafélags ís- lands segist ekki líta þannig á að úrskurður siðanefndarinnar sé áminning á sr. Sigurbjörn Einarsson heldur svar við fyrirspurn kæranda. „Sjónarmið okkar er að menn skuli stefna til þeirrar áttar að hætta að nota orð um heilsufar í óeiginlegri merkingu þegar rætt er um málefni. Þess vegna er úrskurður okkar miklu fremur tilmæli en áminning," segir sr. Úlfar. Hann segir siðanefnd skylt að taka til meðferðar erindi sem til hennar sé vísað og spyrja megi hvort reglur hennar séu of strangar að því leyti. Hann segir siðanefndina sammála um að sr. Sig- urbjörn hafi jafnan tekið svari lítil- magnans í þjóðfélaginu og að hann hafi ekki verið að sneiða að geðfötl- uðum eða minni máttar.„Siðanefnd- in vissi að hann var ekki að sneiða að Sigurði Þór Guðjónssyni því sr. Sig- urbjörn hafði tjáð okkur að hann hefði ekki lesið grein Sigurðar þegar hann gaf svör sín.“ Sr. Úlfar benti á að siðnefndin væri ekki dómstóll, enginn lögfræð- ingur sæti í nefndinni og að greinar- gerðin væri ábending til umhugsun- ar en ekki áminnig eða úrskurður. Hann ítrekaði að æskilegt væri að menn notuðu ekki orð um heilsufar eða heilbrigði í óeiginlegri merkingu í umræðu eins og algengt hefur verið og hann sagði siðanefndina hafa vik- ið áður að slíku í úrskurði. Ekki ámælisvert brot Úrskurður siðanefndarinnar fer hér á eftir: Kærandi: Sigurður Þór Guðjóns- son Kærði: Sr. Sigurbjörn Einarsson biskup Kæruefni Sigurður Þór Guðjónsson kærir sr. Sigurbjörn Einarsson fyrir opin- ber ummæli þess síðarnefnda í kjöl- far Kristnihátíðar, þar sem sr. Sig- urbjörn sagði orðrétt: „sumt af því sem hefur verið birt á opinberum vettvangi minnir á það allra versta sem verstu nasistar og kommúnistar höfðu fram að færa á sínum tíma. þetta endurspeglar andkristin við- horf þeirra sem um ræðir.“ Einnig eru kærð ummæli hans í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins 4. júlí sl., tilvitnuð þannig að gagnrýni væri „nöldur, ólund og furðuleg árátta“ og bætti síðar við að hann ef- aðist um að þarna væri „eðlilegt heilsufar á ferðinni." Kærandi óskar eftir að siðanefnd skeri úr um hvort sr. Sigurbjörn hafi með ummælum sínum brotið siða- reglur 3.7, 2.2, 2.3, 2.8, 2.9 Prestafé- lags íslands. Málsmeðferð Kæra barst formanni siðanefndar 6. júlí og þann 10. júlí ritaði formað- ur sr. Sigurbirni Einarssyni bréf þar sem honum voru kynnt þessi máls- gögn og óskað eftir því að hann sendi siðanefnd skriflega umsögn um mál- ið af sinni hálfu. Ljósrit af kærunni voru einnig send til siðanefndar. Bréf barst frá sr. Sigurbirni Einars- syni 14. júlí. Formaður sendi ljósrit af umsögn sr. Sigurbjörns ásamt blaðaúrklippum til siðanefndar 17. júlí. Ekki reyndist unnt að ná siða- nefnd saman fyrr en 24. júlí vegna sumarleyfa. Kom Sigurður Þór Guð- jónsson þá fyrir nefndina. Sigur- björn óskaði ekki eftir að koma fyrir nefndina. Nefndin hélt fjóra fundi, þann 24., 25. og 26. júlí. Greinargerð Siðanefnd telur að greinar 2.2, 2.3 og 2.9 séu einkum til skoðunar vegna ummæla sr. Sigurbjöms, þar sem kveðið er á um sérstakar skyldur presta í afstöðu og viðmóti við aðra. Grein 3.7 á einkum við um skyldur gagnvart starfssystkinum, grein 2.8 á einkum við um umburðarlyndi presta gagnvart öðrum trúarhópum, en ummæli Sigurbjörns í ofan- greindum fréttum teljast ekki sér- staklega beinast að þeim. í greinargerð sr. Sigurbjörns til siðanefndar vegna ummæla um „eðlilegt heilsufar", segir sr. Sigur- björn: „Skynsamleg gagnrýni var lítt finnanleg en mikið um luntaskap, ólundarglefsur, hvæs og urr, hnútur og rógsmál í garð kirkju og kristin- dóms. Eg kalla slík viðbrögð ekki heilbrigð. Það ættu allir að skilja, að þegar talað er um heilsufar í sam- bandi sem þessu er orðið notað í óeiginlegri merkingu og er þess háttar málfar algengt. Flestir menn eru sæmilega lundgóðir, svo dæmi sé tekið, og efar enginn, að sá mann- kostur teljist til heilbrigði og stuðli að góðu heilsufari í samlífi fólks. En þeir, sem eru svo gerðir, að þeir ger- ast lundillir, þegar aðrir gleðjast eða hátíð fer að höndum og taka þá að ausa úr sér óþverra, þeir njóta ekki öfundsverðrar heilsu. Við þessa skoðun hlýt ég að standa." Siðanefnd telur óæskilegt að blanda heilsufari manna inn í um- ræðu um málefni. Kærandi segir í greinargerð sinni að skilja megi orð sr. Sigurbjörns á þá lund að ýmsir gagnrýnendur gangi ekki andlega heilir til skógar. Með því móti er geðfötlun „blandað inn í deilur um almenn mál og hlýtur að teljast ónærgætni gagnvart þeim hópum sem eiga við þá fötlun raunverulega að stríða og standa mjög höllum fæti í tilverunni." Undir þetta tekur siða- nefnd. Varðandi ummæli sr. Sigurbjöms í DV þar sem hann líkir málflutningi sumra þeirra sem gagnrýndu Kristnihátíð við það versta sem verstu kommúnistar og nasistar höfðu fram að færa, segir hann í greinargerð sinni: „í umræddum svöi-um mínum var ekki vikið að gjörðum, heldur orðum. Það er því mjög fjarstæð ályktun, að ég hafi dróttað að morðum og öðram illvirkjum að einum eða neinum ís- lenskum samtímamanni.“ Siðanefnd telur ekki að sr. Sigur- björn hafi með orðum sínum dróttað að morðum í anda nasisma og kommúnisma að neinum íslenskum samtímamanni enda hafi hann verið að svara málflutningi gagnrýnenda á Kristnihátíð en ekki að dæma verk þeirra. Á hinn bóginn ber samlíking- in við verstu nasista og kommúnista til kynna voðaverk þeirra í hugum manna og því vafasöm. Þó fellst siða- nefnd á að samlíkingin við þessi öfl standi Sigurbirni nær þar sem hann „fylgdist vel með orðfæri þeirra lengi áður en þeir urðu almennt upp- vísir að verstu verkum. „Hver sem vill má ásaka mig fyrir að hafa látið ýmsan málflutning á þessu hátíðar- ári minna mig á annað vont og minn- isstætt,“ eins og hann segir í grein- argerð sinni. Þrátt fyrir þetta telur siðanefnd sr. Sigurbjörn hafa valið óheppilega samlíkingu í sögulegu ljósi. Betur hefði farið að velja hóf- samari samlíkingu. Sr. Sigurbjöm beinir gagnrýni sinni ekki að neinum nafngreindum aðilum heldur ótilteknum hópi gagn- rýnenda. Siðanefnd Prestafélagsins telur að betur hefði farið að hann hefði fundið orðum sínum stað frek- ar en að beina þeim með þessum hætti til allra sem gagnrýnt hafa Kristnihátíð. tírskurður Siðanefnd hVetur félagsmenn að gæta hófs í orðafæri sínu þótt hún fái ekki séð að siðareglur P.I. banni prestvígðum að kveða fast að orði í umræðum á opinberam vettvangi og fellst því ekki á að hér sé um ámælis- vert brot að ræða á fyrrgreindum siðareglum. Virðingarfyllstj sr. Ulfar Guðmundsson sr. Agnes M. Sigurðardóttir Salvör Nordal. Morgunblaðið/Sverrir Tvær konur voru fluttar á slysadeild eftir að bíll þeirra valt á Þingvallavegi. Valt á Þingvallavegi BILVELTA varð á Þingvallavegi á móts við Mosfell um sjöleytið í gærkvöldi. Tvær konur voru í bfln- um og var önnur þeirra flutt slösuð á slysadeild og jafnframt var farið með hina á slysadcild til skoðunar. Ekki er Ijóst hver tildrög þess voru að bfllinn valt. Vísitala ISK í júní og júlí 200C 117 Kaupþing um gengisþróunina Trú á hagkerfíð hefur mest áhrif á gengi krónunnar GENGISVÍSITALA íslensku krón- unnar hækkaði ört í júnímánuði síð- astliðnum og greip Seðlabankinn þá til þess ráðs að kaupa ki-ónur á milli- bankamarkaði til að verja hana. Áhrif inngripanna vöraðu þó stutt og hélt gengisvísitalan áfram að hækka í júlí og náði hækkunin hámarki um miðj- an mánuðinn þegar gengisvísitalan nálgaðist 116 og millibankamarkaði með gjaldeyri var lokað. í Þróun og horfum fyrir júlí/ágúst 2000 segir greiningardeild Kaup- þings að það sem einna helst hafi stuðlað að styrkingu krónunnar fram yfir vormánuði hafi verið síaukinn vaxtamunur við útlönd í kjölfar vaxtahækkana Seðlabanka íslands, auk trausts manna á íslensku efna- hagslífi. Menn hafi nýtt sér vaxta- muninn meðal annars til lántöku í er- lendum myntum og treystu á stöðugt gengi íslensku krónunnar enda hverfi ávinningur af vaxtamun fljótt lækki gengið mikið. „Fjöldi frétta í júní gaf vísbendingar um heldur neikvæðari horfur í þjóðarbúinu og minnkuðu væntingar manna til efnahagslífsins sem aftur stuðlaði að viðsnúningi á gengisþróun krónunnar og veiktist hún talsvert á stuttum tíma,“ segir greiningardeild Kaupþings. Þá telur greiningardeildin að spákaup- mennska hafi einnig átt þátt í að stuðla að veikingu krónunnar að und- anförnu en spákaupmenn hafi í júní- mánuði selt krónur til að hagnast á lækkun hennar og eða til að loka fyrir stöður til að verjast tapi ef hún veikt- ist enn frekar. ,Áhrif spákaup- mennsku era þó fyrst og fremst til að ýta enn frekar undir þróun sem þeg- ar er hafin en sambærileg þróun var í gagnstæða átt á liðnu ári þegar mikið af krónu var keypt. Af þessu má ljóst vera að trú manna á hagkerfinu er sá meginþáttur sem hefur áhrif á gengi íslensku krónunnar." Óðagot að loka gjaldeyrismarkaði Um miðjan júlímánuð fór gengis- vísitala íslensku krónunnar yfir 112,0 og segir greiningardeild Kaupþings að sumir markaðsaðilar hefðu talið að Seðlabankinn myndi vama Javí að vísitalan færi yfir það gildi. I fram- haldinu hafi myndast gífurlegur sölu- þrýstingur á krónuna, sem veiktist þá mjög, sem aftur leiddi til þess að nokkrir markaðsaðilar á millibanka- markaði með gjaldeyri hafi farið fram á lokun markaðar. Áður en til lokunarinnar kom hafi krónan veikst um 1,7% þann dag. Lokunin hafi þó aðeins staðið hluta úr degi því fljót- lega hafi verið samþykkt á fundi allra markaðsaðila að opna fyrir viðskipti á millibankamarkaði á ný. Söluþrýst- ingi hafi þó ekki létt á krónunni með tímabundinni lokun en með inngrip- um Seðlabankans, sem greip fimm sinnum inn í með kaupum á krónum, hafi verið dregið úr lækkun krónunn- ar þennan dag og hafi dagslækkunin numið um 1,4%. Greiningardeild Kaupþings segir ekki ljóst hversu réttmæt lokun millibankamarkaðar- ins hafi verið. Líklegt sé að óðagot hafi helst stuðlað að þessari ákvörðun og að lokunin hafi frekar en ekki orð- ið til að rýra traust erlendra aðila á ís- lensku efnahagslífi en fjallað hafi ver- ið um lokunina í erlendum fjölmiðlum. Lífleg viðskipti með skuidabréf ef krónan veikist f rekar Greiningardeild Kaupþings segir athyglisvert hversu mikil fylgni hafi verið milli gjaldeyris- og skulda- bréfamarkaðar í júlímánuði. „I kjöl- far hækkunar gengisvísitölu krón- unnar hefur ásókn í verðtryggð skuldabréf aukist en fjárfestar hafa litið á hækkun vísitölu krónunnar sem vísþendingu um aukna verð- bólgu. Áhrifin komu skýrast fram daginn eftir lokun millibankamark- aðar þegar 2,3 milljarða króna við- skipti með skuldabréf áttu sér stað, sem er jafnt um þriðjungi allra við- skipta með skuldabréf í júní. Við- skipti sem áttu sér stað þennan dag vora fyrst og fremst með verðtryggð ríkisskuldabréf og er ekki ólíklegt að veik staða krónunnar deginum áður hafi ýtt undir áhyggjur manna um að verðbólga sé viðvarandi. Veikist krónan enn frekar má því búast við líflegri viðskiptum á verðtryggðum skuldabréfum en verið hafa að und- anförnu." Milliuppgjör fyrirtækja geta haft áhrif á gengi krónunnar Veltan á gjaldeyrismarkaði hefur aukist á árinu og nálgaðist hún 400 milljarða króna í lok júní en til sam- anburðar var hún 470 milljarðar á síðasta ári. Að mati greiningardeild- ar Kaupþings er ljóst að áhugi manna á gjaldeyrisviðskiptum hefur aukist mikið en hluta aukningarinnar megi rekja til mikils vaxtar í framvirkum samningum undanfarið ár. „Með auknum gjaldeyrisviðskiptum hefur tekist að fjármagna viðskiptahalla síðustu tveggja ára að fullu en Ijóst er að slíkt gengur ekki til lengri tíma vegna mikillar uppsöfnunar erlendra skulda. Því mun krónan þegar til lengri tíma er litið veikjast takist ekki að ná böndum á viðskiptahalla og verðbólgu hér á landi.“ Greiningardeild Kaupþings segir að fremur rólegt hafi verið á gjald- eyrismörkuðum í lok júlí og að krón- an hafi styrkst nokkuð síðustu daga. Því megi draga þá ályktun að menn hafi enn nokkra trú á að úr þenslunni verði dregið. „Þó er ljóst að menn fylgjast vel með öllum vísbendingum um þróun þjóðarbúsins og gætu milli- uppgjör fyrirtækja, sem þegar era byijuð að birtast, haft áhrif til veik- ingar krónunnar verði þau lakari en búist er við. Einnig getur gengi deCODE haft veraleg áhrif en ís- lendingar eiga miklar eignir bundnar í því félagi,“ segir greiningardeild Kaupþings í Þróun og horfum fyrir júlí/ágúst 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.