Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ b FRÉTTIR Ólafur Ragnar Grímsson settur í embætti forseta íslands við hátíðlega athöfn Vaxandi misskiptingu auðæfa verði ekki leyft að kljúfa þjóðina Ólafur Ragnar Grímsson var settur í emb- ætti forseta Islands öðru sinni við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í gær og gildir nýtt kjörbréf hans til 31. júlí 2004. Fór athöfnin fram í salarkynnum Alþingis, að viðstödd- um handhöfum forsetavalds og ríkisstjórn ásamt fleiri gestum. Hér á eftir fer ávarp forsetans við innsetningarathöfnina í gær. „GÓÐIR íslendingar. Með auðmýkt og þakklæti hef ég á ný axlað ábyrgð forseta íslands. Þjóðin hefur sýnt mér mikinn trúnað og ég heiti því hér að helga heill ís- lands öll mín verk og hugsun. Sú samfylgd sem hófst fyrir fjór- um árum með kjöri mínu hefur í senn veitt mér lærdóm og þroska, skerpt skilning og sýn á vilja og væntingar íslenskrar þjóðar. Forsetinn er ekki aðeins fulltrúi landsins, sá eini sem þjóðin velur sjálf án atbeina þings eða flokka, heldur einnig verkamað- ur á akri framfara og farsældar, liðs- auki í hinni hörðu glímu við vanda þess og vegsemd að vera íslending- ur. Þjóðin hefur á lýðveldistímanum sýnt í smáu sem stóru hve mikils hún virðir forseta sinn og hve ríkur viiji er til samstarfs og samræðna við þann sem trúnaðinn hlýtur. Sam- band forseta og þjóðar er bæði bund- ið ákvæðum í stjómarskrá og venj- um og væntingum sem hin lifandi lýðræðislega skipan mótar á hverj- um tíma. Víðtæk tengsl eru sköpuð með verkunum sjálfum, viljanum sem er hreyfiafl lýðræðislegrar stjómskipunar þar sem dómur fólks- ins sjálfs er æðstur allra. í gleði og andstreymi, á tímum fagnaðar og sorgar hef ég fundið stuðning ykkar og velvilja. Fyrir það vil ég þakka á þessum degi. Undan- farin ár hafa verið mér og fjölskyldu minni þrautatími vegna veikinda og andláts Guðrúnar Katrínar og við hefðum varia náð fótfestu á ný án hlýju ykkar og hjálpar. Minningin um Guðrúnu Katrínu er okkur kærari en orð fá lýst og hugg- un sú virðing og þökk sem þjóðin sýnir. Lífssýn og heilræði Guðrúnar Katrínar munu fylgja okkur áfram á langri leið og aldrei mun gleymast hlutdeild hennar í kjöri mínu. Forsetinn verður að axla ábyrgð ef ailt annað þrýtur Lífsins braút er ekki alltaf gleði- ganga. Þá skiptir miklu að glata ekki trúnni á hið góða og fagna gæfunni sem að garði ber. Flestir virðast skilja vel að forsetinn er ekki formið eitt heldur maður með hjarta sem slær og sál sem nærist. Án gleði og hamingju í daglegu lífí yrði lítið úr verkum sem skyldan býður. í heimsóknum um landið allt og með góðum gestum á Bessastöðum hef ég fundið hve margþættar vænt- ingar eru gerðar til forseta íslands, hvernig framrás tímans og umbreyt- ingar heimsins alls umskapa einnig þær óskir sem til forsetans berast. Þegar samfélagið var fábrotnara, Island einangraðra og átökin harð- vítugri vegna kalda stríðsins og snarprar stéttaglímu laut forseta- embættið eins og annað lögmálum sem þá giltu. Forsetinn var stundum fjarlægari en orðið hefur á okkar tímum en jafnframt oft gerandi við myndun rfldsstjóma til lausnar þeim vanda sem kreppur á þingi og erfið sam- skipti flokka gátu skapað. Þótt AI- þingi hafi á síðari tíð með greiðari hætti gegnt þeirri skyldu að tryggja þjóðinni ríkisstjórn með meirihluta að baki sér er forsetinn áfram sá öryggisvörður sem ábyrgð verður að axla ef annað þrýtur. Sú mikla gróska sem nú blasir við í íslensku samfélagi og aukin sam- skipti okkar um allan heim hafa fært forsetanum mörg ný viðfangsefni og aukið starf við önnur. í reynd hefur forsetinn í samvinnu við aðra orðið gerandi og túlkandi í þeirri umsköp- un sem sífellt færir Islendingum nýja áfanga og bætta stöðu. Hann er samferða fólkinu á breytingabraut en situr ekki á Bessastöðum einn og einangraður. Einkum er gleðiefni að finna þær óskir sem unga fólkið ber í bijósti, áhuga þess á liðsinni forseta, sam- ræðum og ráðleggingum. Það sér í forsetanum í senn fulltrúa og sam- starfsmann; ekki fjarlægt tákn held- ur bandamann við að gera drauma sína að veruleika. Sköpunargleðin í menningu og listum, framfarir í vísindum og tækni, nýjungar í heimi hugbúnaðar og viðskipta, fómfýsi í baráttunni gegn þeirri lífsvá sem fólgin er í neyslu fíkniefna, áherslan á íþróttir, heilbrigði og hollustu - allt eru þetta góðir kostir unga fólksins sem nú vex úr grasi. Þurfum að bregðast við vaxandi agaleysi í samfélaginu Sú kynslóð sem senn mun taka við forræði og forystu á flestum sviðum er líklega betur menntuð og víðsýnni en þær sem nú ráða för. Því er mikil- vægt að við kappkostum að greiða götu hennar og tryggjum að ættjörð okkar fái sem best að njóta hæfileika og framlags þeirra sem framtíð munu ráða. Jafnframt þurfum við að huga vel að þeim hættumerkjum sem víða sjást eigi ísland áfram að vera í fremstu röð þeirra sem búa æsku- fólkið vel úr garði. Skólaárið er hér styttra, árangur í alþjóðlegum samanburði oft lakari og framlög til mennta lægri en tíðk- ast með flestum samstarfsþjóðum. Hvemig getum við þá með sanngirni vænst þess að ísland haldi áfram að skara fram úr þegar árin líða á nýrri öld? Þótt allar rannsóknir sýni að menntunin er besta fjárfestingin sem völ er á höldum við áfram að veðja meira á aðra kosti. Þegar vinna og umrót á öllum svið- um draga úr tækifærum fjölskyld- unnar til að sinna uppeldi og þjálfun æskufólksins í sama mæli og áður var er nauðsynlegt að skólinn verði öflugri starfsstöð sem veitir í senn fræðslu og aðhald. Annars er hætta á að illa fari. Við verðum að bregðast við vax- andi agaleysi í íslensku samfélagi, rækta gagnkvæma virðingu, ein- beitni og sjálfsstjórn, kurteisi og til- litssemi í annarra garð. Við verðum að sameinast í því brýna verki að tryggja óbornum kynslóðum það besta sem völ er á og vera reiðubúin að laga skólann, skipulag hans og stöðu að kviku sam- félagi nýrrar aldar. Morgunblaðið/Ásdís Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, undirritar embættiseið að viðstöddum Símoni Sigvaldasyni, skrifstofustjóra Hæstaréttar, og Davíð Oddssyni, forsætisráðherra. Stjórnmálaflokkar eiga erfítt með að ná hjartslætti tímans Tæknin hefur ekki aðeins veitt okkur tækifæri til farsældar og framfara. Hún er líka að breyta eðli og inntaki lýðræðisins sjálfs. Nú get- ur hver einstaklingur veitt álit sitt og umsögn hvar sem er og hvenær sem er, krafist íhlutunar í krafti þekking- ar og hæfni. Sú stjómskipan sem að- eins veitir almenningi aðgang að ákvörðunum með kosningum á nokk- urra ára fresti og bindur formlega ráðgjöf við stofnanir flokka og fag- legra samtaka er í reynd aðeins rammi frá liðinni tíð. Við eigum núna möguleika á endurreisn hins raun- virka lýðræðis, veruleika þar sem fólkið sjálft fer með valdið. Hinn gamli rammi villir þó áfram mörgum sýn sem telja að forystan hljóti jafn- an að vera í fárra höndum. Vandi stjómmálaflokkanna er einkum sá að þeir virðast í vaxandi mæh eiga erfitt með að ná hjartslætti tímans og takast á við þau nýju við- fangsefni sem nú ber að höndum. Hin skapandi umræða er óðum að flytjast á annan völl og þingið sjálft er ekki sama spegilmynd og örlaga- valdurogáðurvar. Þessi þróun verður æ greinilegri og mikilvægt að við öll sem fömm með trúnað og ábyrgð reynum að stuðla að því að sá lýðræðislegi sköp- unarkraftur sem ný tækni og alþjóð- legar hræringar hafa leyst úr læðingi verði íslandi til farsældar og þjóðin njóti þess að stefnumótun í brýnum málum verði byggð á þekkingu, víðsýni og víðtækri umræðu þar sem allir hafi jafnan rétt til umsagnar og álitsgjafar. Annars er hætta á því að mistökin verði fleiri og dýr og Island dragist aftur úr á mörgum sviðum. Miklu skiptir að stjórnmálaflokkar leggi rækt við að skilgreina verk sín og viðfangsefni í samræmi við breytta tíma svo að þeir nái að gegna hlutverki sínu og ungu fólki finnist aðlaðandi að ganga til þjóðmála- starfa. Velferð okkar byggð á farsæl- um samskiptum við allar þjóðir Samræður við fólkið í landinu hafa á því kjörtímabili sem nú er liðið veitt mér fjölbreytta innsýn í þessa gerj- un, í leit fólksins að leiðum til að móta sjálft framtíð sína og heill. Kannski eru íslendingar opinskárri við for- seta sinn en aðra í áhrifastöðum því hann er engum háður nema þjóðinni sem veitir honum umboð sitt. Hans eru ekki hagsmunir stjómar eða stjórnarandstöðu, flokka eða forræð- isafla. Forsetinn er aðeins bundinn íslenskri þjóð. Á ferðum mínum um byggðir landsins hef ég kynnst því vel hvað trúnaðartengsl forseta og þjóðar eru fólkinu til sjávar og sveita mikils virði. I baráttu fyrir hag sinnar heimabyggðar bera íbúarnir við þau tækifæri fram hið besta sem í boði er, varpa ljósi á nýsköpun og framtak fólksins, sýna ræktarsemi við arf- leifðina sem þar er gætt og oft hefur verið áhrifarík við að skerpa sjálfs- mynd þjóðarinnar. Samvistir mínar með heimamönn- um vítt og breitt um landið allt hafa verið mér uppspretta lærdóms og gleði og ég vona að þær hafi einnig orðið byggðarlögunum til nokkurs gagns. Fyrir þær góðu stundir vil ég þakka nú og vona að við getum í far- sælli samvinnu á nýju kjörtímabili haldið áfram á þeirri braut. ísland er reyndar allt orðið háð hraðfleygum breytingum sem ríku- lega umskapa veröld víða. Við erum ekki lengur afskekkt byggð við nyrsta haf heldur hrærumst í hring- iðunni miðri. Velferð okkar er byggð á farsælum samskiptum við allar þjóðir; sjálfstæðið í auknum mæli háð samvinnu við aðra. Við höfum löngum lagt rækt við nágranna okkar á Norðurlöndum og í Evrópu, náð nánum tengslum við Bandarfldn og Kanada. Mér er það gleðiefni að hafa tekið þátt í að sýna hve gild og gjöful norræn samvinna er á okkar tíð og verður áfram á nýrri öld, að rótfesta þá vináttu sem batt ísland og Eystrasaltslöndin saman á erfiðum tímum og að hagnýta hina sameiginlegu arfleifð landafunda fyrir þúsund árum til að veita samvinnu okkar og vináttu við þjóðir Norður-Ameríku nýjan styrk, líkt og ég nefndi hér í þessum sal að gera ætti þegar mér var falið forseta- emþættið íyrra sinni. Á næstu árum ber okkur að kapp- kosta að sýna í verki að við viljum einnig eiga slíka samleið með öðrum þjóðum þótt í fjarlægð búi. Löndin í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku eru óðum að verða okkur hagsmuna- svæði líkt og Evrópa fyrrum. Það sjáum við í auknum áhuga ríkjanna í þessum heimshlutum á að eiga sam- starf og viðskipti við okkur íslend- inga, kynnast menningu okkar og starfsháttum. Örlög heimsins eru orðin ein; jörð- in sjálf arfur okkar; ábyrgðin óskipt og heil. Við megum ekki til lengdar vera háð þeim hugsunarhætti eybúans að allt sé leyfilegt því eng- inn sé nágranninn. Fiskistofnai-, lífríkið, umhverfið allt verður því aðeins varðveitt að all- ir geri sitt besta og hver og einn virði annan. Sífelld leit að undantekning- | um og fráviksleiðum okkur sjálfum fc til handa hlýtur einhvem tíma að taka enda og getur fyrr en síðar 7 skaðað orðstír okkar. Fólkið sem færði okkur sjálfstæði og fullveldi bar í hugskoti draumsýn um hag og heill íslendinga. Höfum við á sama hátt náð að sameinast um sjálfsmynd sem dugar á nýrri öld? Við megum ekki slíta í sundur frið- inn sem þrátt fyrir átök á afmörkuð- um sviðum gerir okkur að þjóð. Við verðum að ná sáttum um nýt- L ingu landgæðanna, skapa grið sem allir virða um óbyggðir og afréttir, # gera þjóðarsátt sem varir um þá ásýnd íslands sem við ætlum að varðveita. Sjálfsmynd íslendinga og virðing mun í vaxandi mæli ráðast af holl- ustu okkar við íslenska náttúru, það fagra sköpunarverk sem gert hefur Island svo einstakt í veröldinni. • % Þurfum að huga vel að vaxandi hættumerkjum um fátækt Oddvitar sjálfstæðisbaráttunnar Ú sóttu þær röksemdir sem best dugðu í órofa samhengi tungu og menning- ar frá fyrstu tíð og við verðum að varðveita þá undirstöðu um ókomin ár. Virðingin fyrir náttúru landsins hefur nú hlotið svipaðan sess. Því verður að kappkosta að ná sáttum sem allir una svo við verðum sam- stiga í sjálfstæðisbaráttunni sem k okkar bíður á nýrri öld. Náttúra Is- lands er fjöreggið sjálft, auðlegð okkar og heimanmundur. Við megum hvorki láta glímuna um stundarhag né heldur þá mis- skiptingu lífsins gæða sem nú birtist okkur í vaxandi mæli kljúfa þjóðina smátt og smátt í andstæðar sveitir. Afskiptaleysi um hag þeirra sem minna mega sín má hér aldrei ná yf- irhönd. Því verðum við að huga vel að vaxandi hættumerkjum um fátækt L og bjargarleysi, einkum hjá þeim sem aldraðir eru, kynslóðinni sem vann íslandi allt sem hún gat. Við erum gæfusöm þjóð og geta okkar til góðra verka hefur aldrei verið meiri. Við höfum allt sem þarf til að verða öðrum fyrirmynd. Það er vilji okkar sjálfra sem ræður. Með auðmýkt í hjarta og einbeitni í huga tek ég á ný við þeirri ábyrgð sem þjóðin hefur falið mér. Ég óska þess að þjónusta mín við ykkur öll verði ættjörðinni til farsældar og 1 heilla.“ Millifyrirsagnir eru blaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.