Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Guðmundur Jó-
hannes Krist-
jánsson fæddist á
Sveinseyri við Dýra-
Qörð 11. júní 1911.
Hann andaðist á
heimili sínu Seljahlfð
í Reykjavík 23. júlí
síðastliðinn. Poreldr-
ar hans voru Ólöf
Guðmunda Guðmun-
dsdóttir frá Amar-
núpi í Dýrafirði og
Kristján Jóhannes-
son frá Sveinseyri
við Dýrafjörð. Al-
systkini Guðmundar
eru Ólafur, Una og Kristján.
Guðmunda móðir hans giftist
seinna Benóný Stefánssyni stýri-
manni og eignuðust þau dæturnar
Sigríði, Stefaníu, Guðbjörgu og
Friðrikku. Þau eru öll látin nema
Sigríður og Kristján. Guðmundur
var eins árs þegar faðir hans fórst
með Síldinni og fór hann þá í fóst-
ur til vinkonu móður sinnar Hall-
dóru Gestsdóttur að Skálará í
Keldudal sem einnig missti mann
sinn í sama sjóslysi, var hún þá
barnlaus. Hún giftist seinna Jóni
Samúelssyni og áttu þau þijú börn:
Ingibjörgu , Guðmundu og Gest.
Ingibjörg er látin. Guðmundur var
hjá þeim til 17 ára aldurs.
29. desember 1934 kvæntist
hann eftirlifandi konu sinni Unni
G.Guðjónsdóttur, f. í Reykjavík 9.
apríl 1913. Foreldrar hennar voru
Ágústína Guðbrands-
dóttir frá Ólafsvík og
Guðjón Jónsson
skósmiður, frá Gvend-
arnesi í Fáskrúðsfirði.
Börn þeirra: 1) Sjöfn,
m. Guðni Þórðarson,
dætur þeirra eru
Hulda Rós, m. Michal
Polacek, Sunna Jóna
og Brynja Þóra, sbm.
Andri Páll Pálsson.
Böm Sjafnar með
fyrri eiginmanni sín-
um, Tómasi Jónssyni,
era Guðmundur Jó-
hannes, m. Guðbjörg
H. Björnsdóttir, sk., Guðrún m.
Guðmundur Jónsson sk. 2) Heba,
m. Orri Hjaltason böm þeirra eru
Öm, m. Guðrún Másdóttir, Unnur,
m. Patrick Ramette og Margrét,
m. Pascual Martinez. 3) Ágústína,
m. Pétur Yngvi Gunnlaugsson,
sonur þeirra er Finnbogi Jökull.
Áður átti hún soninn Guðmund
Öm Ingvarsson. 4) Guðjón Guð-
mundsson, m. Sigríður Káradóttir,
börn þeirra eru Kári Þór, m. Anna
K. Kristjánsdóttir og Unnur, m.
Bjarki Steingrímsson. Barna-
barnabörnin em 13.
Guðmundur stundaði ungur sjó-
mennsku á fiskiskipum og var þrjú
ár á farskipum. Hann var aðstoð-
armaður Níelsar Dungal á Rann-
sóknarstofu Háskólans og 1934
hóf hann nám í gerlafræði við
Rannsóknarstofu HÍ og sótti þá
tíma í læknadeild HÍ 1934-38. Þá
stundaði hann framhaldsnám á
vegum stofnunarinnar við Statens
Seruminstitut í Kaupmannahöfn
1955. Aðstoðarmaður við sýklar-
annsóknir 1938-1963, deildar-
stjóri við bóluefnis- og sýklaætis-
deild 1963-1973 og
deildarmeinatæknir stofnunarinn-
ar frá 1974. Guðmundur sat í
stjórn Starfsmannafélags ríkis-
stofnana og var fulltrúi þess á
þingum BSRB 1948-51, sat í stjórn
Landssambands stangaveiðifélaga
frá 1954 og var formaður þess
1959-70. Hann sat í stjórn Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur 1956-64,
sat í stjórn bikarnefndar þess í 20
ár, var formaður hennar 1969-79.
Þá var hann fulltrúi Islands í
stjóm Sambands norrænna
stangaveiðimanna (NSU) 1966-74
og fulltrúi Landssambands stanga-
veiðimanna á ferðamálaráðstefn-
um frá 1965. Hann hefur verið fé-
lagi í Landvernd frá stofnun 1969,
var skipaður í nefnd til endurskoð-
unar laga um lax- og silungsveiðar
sem tóku gildi 1970, sat í
veiðimálanefnd frá 1970, var full-
trúi Krabbameinsfélags Reykja-
víkur á aðalfundum Krabbameins-
félags fslands frá 1966,
endurskoðandi félagsins 1968-72
og í varastjórn þess um skeið.
Hann var fulltrúi Rauða krossins á
aðalfundum RKÍ 1965-71. Þá sat
Guðmundur í stjóm Vestfirðinga-
félagsins í Reykjavík í fjölmörg ár,
var varaformaður þess í nokkur ár
til 1975 og var í fulltrúaráði Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík um
árabil. Guðmundur var heiðraður
á 25 ára afmæli Landssambands
stangaveiðimana 1975.
Útför Guðmundar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
GUÐMUNDUR
JÓHANNES
KRISTJÁNSSON
Elskulegur faðir okkar hefur nú
öðlast hvíldina 89 ára gamall.
Við systkinin viljum minnast hans
í þakklætisskyni íyrir alla þá um-
hyggju og væntumþykju sem hann
veitti okkur. Hann var mjög sterkur
persónuleiki og hefur hann sjálfsagt
mótað mjög líf okkar og uppeldi.
Þegar við lítum til baka og hugsum
til bemsku okkar þá er minningin
Ijúf. Foreldrar okkar voru samhent í
því að gera allt fyrir okkur. Það var
ávallt mikill gestagangur og gleði
heima, mikið sungið og alltaf nóg til
að borða, allir vinir þeirra og okkar
velkomnir. Fyrst byrjuðu þau bú-
skapinn á Lokastíg hjá fósturfor-
eldrum móður okkar, Stefaníu og
Tngvari, og fljótlega færðu þau sig
austur á bóginn að Eiríksgötu 4 þar
sem Sjöfn fæddist og síðan að Eir-
íksgötu 13 þar sem Heba fæddist en
fyrstu minningar okkar af heimilinu
era í Eskihlíð D, þar bjuggu þau í 13
ár og þar fæddust þeim tvö yngri
bömin, Ágústína og Guðjón. Þar var
gaman að eiga heima, engin byggð í
Hlíðunum fyrstu árin, bóndabæir í
kring og röltum við oft á eftir kúnum
hans Geirs í Eskihlíð A upp Öskju-
hlíðina sem einnig var notuð á vet-
uma til skíða- og sleðaiðkunar en
berjaferða á sumrin. Þótt húsnæðið
væri ekki stórt eins og var víða í þá
daga var ekkert mál að bæta við
heimilisfólki. Til okkar kom í fóstur
Tlænka móður okkar, Þórdís Krist-
jónsdóttir, var hún rétt fermd og
nýbúin að missa föður sinn. Bjó hún
hjá okkur þar til hún fluttist til
Bandaríkjanna, hún varð þeim mjög
kær og er það gagnkvæmt. Seinna
kom bróðir hennar Guðmundur skip-
stjóri og var hjá þeim um tíma þegar
hann var við nám í Reykjavík og hef-
ur vinskapur við hann og konu hans
Fríðu verið mjög náinn. Nafnar hans
minnast afa síns með hlýhug og
þakklæti en þeir stigu sín fyrstu spor
á heimili afa síns og ömmu þar sem
jjjæður þeirra voru enn í föðurhúsum
og dvöldu þar löngum ýmist í pössun
eða heimsókn. Öll bamabömin eiga
hlýjar minningar um ferðalög með
afa sínum og ömmu, ýmist við veiði-
skap eða í sumarhúsum vítt um land-
ið.
Síðar fluttu þau í Hæðargarðinn
þar sem þau bjuggu lengst. Eldri
Jtetumar vora þá komnar yfir ferm-
i7.gu en yngri börnin enn í bernsku
og eignuðust þar fullt af vinum sem
enn þann dag í dag halda vinskapinn
og hafa verið í góðu sambandi við
foreldra okkar.
Boðskapurinn var: „Vinnan göfgar
manninn“ og „treystu á sjálfan þig“.
Ég held að það hafi skilað sér, við
fengum að heyra að auðæfi fengjum
við ekki frá honum, því örlætið væri
fyrir hendi.
Þegar foreldrar okkar áttu silfur-
brúðkaup þá orti mágur hans Bolli
Thoroddsen til þeirra eftirfarandi:
Hnettimir stökkva um stjamanna geima.
stundimar hellast úr tímanna glasi.
Gott er að vita, að hlýtt er nú heima,
þótt héluð sé jörðin, er gleði á fasi.
Brúðhjónin eignuðust eittsinnis fyrmm
urmul af pelli og mirrum
Pað er að segja í anda og yndi.
Örlög þeim hamingju bindi.
(B.TH.)
Okkur til ómældrar ánægju skrif-
aði faðir okkar dagbækur á árunum
1937 til 1942, smáklausu næstum á
hverjum degi um hið daglega líf frá
þessum tíma þegar ekkert sjónvarp
var til og mannleg samskipti í
Reykjavík vora meiri en nú. Þar er
alltaf byijað á veðurlýsingu, því sem
er í brennidepli, eins og fótbolta-
fréttum en hann var mikill KR-ing-
ur, leiksýningum í Iðnó, en hann lék í
revíum hjá Leikfélagi Reykjavíkur
um skeið, stríðsfréttum og pólitík.
En upp úr stendur þó fjölskyldan.
Frásagnir af fæðingu barnanna í
stórfjölskyldunni, trúlofanir og gift-
ingar systkina og kunningja. Systk-
ini hans og fjölskyldur hafa verið í
ótrúlega miklu sambandi og alltaf
var verið að hittast, spila og halda
upp á alls kyns tímamót. Eilíf veisla
eins og einn tengdasonurinn sagði
við móður sína þegar hann kynntist
tilvonandi tengdaforeldram sínum.
Hann hélt að hann hefði verið svo
heppin að kynnast fjölskyldunni ein-
mitt á einhverjum sérstökum tíma-
mótum, en komst svo fljótlega að því
að svona var fjölskyldulífið, góður
matur, mikið sungið og mikið ferð-
ast.
Óteljandi era öll ferðalögin. Fyrst
í Willy’s jeppanum, og síðan komu
aðrar bifreiðar. Alltaf var hægt að
bæta við fólki í bílinn og svo var hald-
ið syngjandi af stað og brunað yfir ár
og læki og við frædd um land og
þjóð. Hann hafði ferðast mikið fyrir
Rannsóknarstofu Háskólans og
fundum við fljótlega að hann var vin-
sæll og velkominn á bæina. Á stríðs-
áranum var siður að mæður færa í
sumardvöl út á land með börn sín.
Móðir okkar fór með tvær dætur sín-
ar, hin voru ekki fædd íyrr en eftir
stríð, að Arnbjargarlæk í Borgar-
firði ásamt sjö öðram konum. Þarna
myndaðist strax skemmtilegur vina-
hópur og stofnuðu konurnar síðar
saumaklúbb og héldu honum í meira
en 50 ár en eiginmennirnir stofnuðu
veiðifélagið Ugga og keyptu skúr af
Áhaldahúsi Reykjavíkurborgar,
fluttu hann upp í Hítardal við lax-
veiðiána Grjótá sem þeir höfðu tekið
á leigu. Þangað var farið á hverju
sumri og alltaf fullt af fólki og matur
eins og á 1. flokks hóteli.
Þegar maður hugsar um þennan
tíma þá er það ævintýri líkast hvern-
ig þetta var hægt. 12 fermetra hús-
næði, böm og fullorðnir saman, móð-
ir okkar að galdra kræsingar, gestir
kringum borðið í samræðum, faðir
okkar að gefa tár út í kaffið og kasta
fram stöku, en hann var vel hag-
mæltur, börnin í kojunum ef viðraði
ekki úti fyrir þau, þau yngstu vora
bara keyrð fram og til baka í Hítar-
dalnum þar til að þau sofnuðu. Fyrir
allar aldir fór faðir okkar af stað að
veiða lax í soðið, síðan fóra hinir á
stjá smásaman, börnin röltu niður að
á að ná í vatn í fötu fyrir ömmu sína
meðan hún var að skara í eldinn í
kolavélinni og áður en varði var kom-
inn dýrindis morgunmatur og nýr
dagur hafinn og allt iðaði á ný af lífi
og kátínu.
Faðii- okkar var mikill áhugamað-
ur í félagsmálum. Aðaláhugamálið
var þó stangaveiðin. Hann þótti góð-
ur veiðimaður og fór snemma að
kenna syni sínum að veiða sem síðar
erfði hæfileikana og áttu þeir tveir
margar góðar stundir saman í veið-
inni.
Eins og fyrr er sagt frá þá ferðuð;
ust þau mikið og gjörþekktu landið. í
dagbókinni getur maður lesið um
sumarfríin. Helst var farið í silung-
sveiði. Saumaðir voru gæruskinns-
svefnpokar og legið í tjaldi einkum
að Miðfelli við Þingvallavatn. Oftast
eru Vilhelm Steinsen og frú nefnd í
þessum veiðitúrum. Þórsmerkurferð
tók þá lengri tíma og þurfti að fara á
hestum frá Stóra-Mörk eftir marga
klst. bílferð frá Reykjavík. Lands-
lagslýsingar era fallegar úr þeirri
ferð. 1939 var byggður sumarbú-
staður í Blesugróf ásamt Immu fóst-
ursystur móður okkar og Þórði
manni hennar. Sökum hernámsins
var bústaðurinn seldur á stríðsáran-
um öryggisins vegna. Seinna keypti
hann bát ásamt mági sínum Ágústi
Steingrímssyni og var hann gerður
út frá Hafnarfirði. Síðar var byggt
bátaskýli yfir hann í Kárastaðalandi
við Þingvallavatn. Þangað fóram við
oft og var gist í þessu litla skýli og
lékum við okkur áhyggjulaus við
vatnið og hlupum um móana en
sjálftsagt hafa foreldrar okkar ekki
verið eins áhyggjulaus þar sem gjót-
urnar vora allt um kring. Hann hlaut
réttindi sem sýningastjóri við kvik-
myndahús 1946 og á kvöldin vann
hann í Tjarnarbíói um skeið. Við sem
höfðum aldur tO nutum góðs af því
og fóram á allar bíómyndir á þessum
tíma og sátum iðulega í tröppunum
ef ekki var til sæti.
Eftir að við vorum farin að heiman
fluttu þau í Barmahlíð og fyrir tíu ár-
um keyptu þau sér íbúð í Áflagranda
40 og áttu þar sjö góð ár. Þau notuðu
sér óspart þá góðu aðstöðu sem þar
var hægt að fá og kom sér vel félags-
lyndi þeirra, jákvæðni og glaðlyndi
því þau tóku virkan þátt í félags-
starfinu. Fyrir þrem áram vora þau
svo lánsöm að komst inn á Dvalar-
heimilið Seljahlíð. Þar hefur þeim
liðið vel og notið góðrar umhyggju
starfsfólks þar og við viljum nota
tækifærið og færa því okkar innileg-
ustu þakkir.
Nú er komið að leiðarlokum. Börn
og tengdabörn vilja þakka fyrir þann
tíma sem þau fengu að vera með föð-
ur og tengdaföður sínum, allar
skemmtilegu stundirnar við laxveiði,
ferðalög heima sem erlendis, en síð-
asta utanlandsferðin var farin fyrir
tveim áram á 85 ára afmæli móður
okkar, er þau buðu okkur öllum tO
Spánar kom þá í ljós að þau áttu
varaforða af orku og gleði og var
ekkert sparað til að gera ferðina
ógleymanlega
Móðir okkar, sem annast hefur
föður okkar af einstakri umhyggju,
kærleika og óeigingirni, sagði á dán-
ardegi hans að hún hefði verið lán-
söm að hafa átt góðan mann og
skemmtilegan.
Guð blessi minningu föður okkar.
Sjöfn, Heba, Ágústína og
Guðjón.
Tengdafaðir minn Guðmundur J.
Kristjánssson er látinn á nítugasta
aldursári eftir harða baráttu við elli
kerlingu og ýmsa sjúdóma sem
hrjáðu hann undir það síðasta. Kynni
okkar Guðmundar hófust snemma á
áttunda áratugnum þegar við Sjöfn
dóttir hans bættum við þremur
dætram, á þremur árum, í barna-
barnahópinn. Aldrei varð ég var við
annað en að Guðmundur væri
ánægður með afrek dótturinnar og
fagnaði ávallt nýjum fjölskyldumeð-
lim eins og hann ætti hann sjálfur.
Veralegur aldursmunur var á okk-
ur þegar kynni okkar hófust, Guð-
mundur hafði þá tvö ár um sextugt,
en ég var nokkram áratugum yngri.
Fljótlega kom í Ijós að við áttum
mörg sameiginleg áhugamál og bar
þar hæst útiverur, stangveiðar og
ferðalög. Hinsvegar deildi ég ekki
með honum hinum mikla félags-
málaáhuga hans en þar var hann óð-
ar settur í forystusveit léti hann á
annað borð sjá sig á aðalfundum.
Gleðimaður var Guðmundur mikill
þegar sá gállinn var á honum og þá
hrókur alls fagnaðar enda skáld-
mæltur vel og lét margt flakka.
Stjórnmálaskoðanir Guðmundar
lágu úti á hægri kantinum og var
hann mikill sjálfstæðis- og þjóðernis-
inni og vildi veg Islands sem mestan.
Nokkrir stjórmálaforingjar vora í
uppáhaldi, bæði íslenskir og aðrir
evrópskir, á fyrri og seinni helmingi
aldarinnar, svo og þeir tveir banda-
ríkjaforsetar sem heimsóttu Island,
á valdatíma sínum. Guðmundur var
frímúrari og var í stúkunni Eddu. í
reglunni vora margir af hans bestu
vinum og eru flestir af þeim gengnir.
Sem sportveiðimaður var Guð-
mundur einstakur. Umgengni hans
og háttvísi við veiðisvæðin, árnar og
umhverfi þeirra, vora til fyrirmynd-
ar. Hann hafði aldrei rangt við,
hlýddi öllum gildandi reglum út í
ystu æsar og ætlaðist til hins sama af
veiðifélögunum. Guðmundur var
mjög alhliða veiðimaður og kapp-
samur vel enda veiddi hann manna
mest. Þrátt fyrir kappið hafði hann
alltaf tíma til að leiðbeina öðram sem
minna kunnu. Vildi hann að öllum
afla væri skipt jafnt milli félaganna í
veiðihópnum þó hann þyrfti oft á tíð-
um að láta af hendi vænan skerf af
sinni veiði.
Færni hans á þessu sviði varð til
þess að hann var fenginn til að leið-
beina, við stangaveiðar, kóngafólki,
forsetum og viðlíka fyrirfólki.
Laxá í Aðaldal var í miklum met-
um hjá Guðmundi enda veiddi hann
þar nær samfleytt frá því um miðjan
fjórða áratuginn fram til ársins 1977
eða u.þ.b. 30 ár.
Elliðaárnar vora honum einnig
kærar og var hann þar oftar en ekki
við veiðar á afmælisdaginn sinn í
byrjun veiðitímabils.
Veiðiferðir fjölskyldna okkar í
Gljúfurá í Borgai’firði þar sem Sjöfn
og dætur okkar þrjár fengu allar
sína Maráulaxa undir handleiðslu
Guðmundar eru okkur öllum mjög
hugleiknar.
Guðmundur var kosinn til æðstu
metorða innan raða stangveiði-
manna og starfaði á þeim vettvangi í
áratugi, var bæði í stjórn og nefnd-
um Stangaveiðifélags Reykjavíkur
og Landssambands stangaveiði-
manna og var formaður þess síðar-
nefnda í 11 ár.
Hann bar hag stangaveiðimanna
mjög fyrir brjósti allt til dauðadags.
Ferðalög vora mjög á dagskrá hjá
fjölskyldum okkar Guðmundar. I
tengslum við starf sitt sem deildar-
stjóri á Rannsóknarstofu Háskólans
hafði ferðist hann vítt um landið
vegna rannsókna á bráðapestabólu-
efni fyrir sauðfé sem bændui- notuðu
síðar.
Hann kynntist því fjölmörgum
bændum. Þegar við fóram að ferðast
saman var gott að hafa þennan frá-
bæra leiðsögumann sér við hlið og
var þá varla sú árspræna sem keyrt
var yfir að Guðmundur hefði ekki
rennt í hana, einu sinni eða oftar, og
þá yfirleitt með leyfi vina sinna,
bændanna, fyrir daga veiðileyfa.
Guðmundur var alltaf tilbúinn í
ævintýri og er skemmst að minnast
að eitt sinn á góðri stund ýjaði ég því
hvort þau hjón væra ekki tilbúin að
bregða sér suður fyrir miðbaug við
fyrsta hentugleika en þá var Guð-
mundur áttræður.
Úr þessu varð ferð til Suður-Afr-
íku og var flogið og ekið vítt og breitt
um það stórkostlega land, þjóðgarð-
ar skoðaðir og hið villta dýralíf. Var
ferðin honum ógleymanleg og var oft
minnst á þær góðu stundir sem við
áttum þar öll saman.
Með þessum orðum vil ég kveðja
Guðmund vin minn og örlagavald og
þakka honum samfylgdina sem
óneitanlega hefur haft jákvæð áhrif
á líf mitt og hugsunarhátt.
Guðni Þórðarson.
Guðmundur J. Kristjánsson hóf
störf með Níelsi Dungal, prófessor
við Rannsóknastofu Háskólans, um
tvítugt, um eða upp úr 1930. Starf-
semin var þá í Kirkjustræti 12, í húsi
því sem síðar var kennt við Líkn og
stendur núna í Árbæjarsafni. Árið
1934 flutti rannsóknastofan í nýtt
hús á Landspítalalóð við Barónsstíg.
Starfsvettvangi Guðmundar þá er
sennilega best lýst af blaðamanni
Morgunblaðsins sem birti eftirfar-
andi fréttatilkynningu 21. desember
1934 þar sem segir meðal annars:
„Fyrir ötula forgöngu Níelsar Dung-
al prófessors, hefur Rannsóknastof-
an nú fengið mjög gott hús til um-
ráða á Landspítalalóðinni, reisulega
byggingu, 12X20 metra að grann-
fleti, tvílyft hús með allháum kjall-
ara, og kostaði húsið uppkomið um
120 þúsund krónur. Níels Dungal
hefir boðið blaðamönnum að skoða
þetta nýhýsi og kynnast um leið
þeirri starfrækslu, er þar fer fram,
en kunnust er af því, að í Rannsókna-
stofu Háskólans hefir á undanförn-
um áram verið framleitt bráðapest-
arbóluefni og bóluefni við
lungnapest, sem mjög hefir orðið
skæð í sauðfjenaði. Níels Dungal er
kunnur öllum bændum og búalýð
þessa lands, fyrir afskifti sín af þess-
um málum. Við komum inn í rúmgóð-
an nýtísku forsal í byggingu þessari,
þar sem alt er svo gljáandi og hreint,
að útlit er fyrir að þar gæti engin