Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Áratugur er liðinn frá hinni örlagarflra ákvörðun fraka um að ráðast á og innlima Kúveit Alþjóðleg samstaða um stefnumið langt að baki Morgunblaðið/Þorkell Þorkell Þorkelsson ljósmyndari Morgunblaðsins var í írak í september árið 1998 og heimsótti meðal annars þetta sjúkrahús í höfuðborginni Bagdad. Áður en Persaflóastríðið skall á var heilbrigðisþjónusta í írak oft bor- in saman við heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndum en í kjölfar átakanna og viðskiptaþvingana SÞ hefur verið viðvarandi skortur á lyfjum og sjúkrahúsvörum. Mæður vöktu yfir ungum börnum sínum á meðan þau sváfu. íraska þjóðin býr við mikla neyð á meðan stjórn Saddams Husseins safnar auði og treystir sig í sessi. A sama tíma virðist umheimurinn vera ráðalaus. í DAG er réttur áratugur síðan fjöl- mennur íraksher réðst inn fyrir landamæri grannríkisins Kúveit og innlimaði landið. Með fyrirskipunum sínum og aðgerðum írakshers setti Saddam Hussein, forseti íraks, af stað örlagaríka atburðarás sem fáir hefðu getað séð fyrir á þeim tíma. Stórveldi heimsins náðu sögulegri samstöðu um viðbrögð við yfirgangi íraka og varð sú samstaða að einni birtingarmynd endaloka kalda stríðs- ins. Sameinuðu þjóðimar sem um áratugabil höfðu verið á hliðariín- unni, fastar í klöfum kalda stríðsins, voru í einni andrá orðnar að þunga- miðju alþjóðastjómmála, þangað sem stórveldin sóttu lögmæti hemaðarað- gerða sinna. Hersveitir Saddams Husseins voru hraktar frá Kúveit og biðu hrikalegan ósigur. Forsetinn gafst upp fyrir herjum bandamanna og féllst á skilmála öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna. Leitast var við að koma gereyðingarvopnum Iraka fyr- ir kattamef og viðskiptaþvingunum beitt til að tryggja fall forsetans. Á tíu árum hefur mikið vatn runnið til sjávar. Irak er ekki svipur hjá sjón, efnahagslífið í rúst og þjóðin öll - að undanskildum hópi ráðamanna - getur vart brauðfætt sig. En sam- staða stórvelda heims um stefnumið hefur horfið. Bandaríkjamenn og Bretar, sem gæta þess að íraksher rjúfi ekki skilmála ályktana öryggis- ráðsins, hafa, síðan 1998, haldið uppi linnulitlum árásum á landið í norðri og suðri og það eina sem haldist hefur óbreytt er að Saddam Hussein, for- seti Iraks, situr enn óáreittur á valda- stóli á meðan leiðtogar þeirra ríkja sem hafa beitt sér harðast gegn veldi íraksforseta, hafa komið og farið. „Ef viðskiptaþvingunum yrði aflétt á morgun myndum við sjá Saddam fagna sigri hrósandi úr rústunum," sagði vestrænn stjómarerindreki í Bagdad í viðtali við AFP fyrir stuttu. Nýlega mæiti öryggisráð SÞ með því að viðskiptaþvingunum á írak yrði aflétt ef þarlend stjómvöld sýna fram á vilja til samsterfs við vopna- eftirlitsaðila SÞ. Á undan hafði farið hávær gagnrýni mannréttindasam- taka og þjóða sem telja að þvinganir jafngildi í raun stríðsaðgerðum nema hvað í þessu stríði séu saklausir borg- arar fómarlömbin í stað hermanna. Bitnar mest á ungnm börnum Fjórum dögum eftir innrás íraka í Kúveit samþykkti öryggisráðið ályktun sem kvað á um víðtækar við- skiptaþvinganir á þjóðina sem m.a. fólust í banni við innflutningi ýmissa nauðsynjavara og hafa þær á síðustu tíu árum leitt til mikilla þjáninga meðal íbúa landsins. Heilbrigðisþjón- usta er afar bágborin sökum aðkall- andi skorts á lyfjum og nauðsynleg- um áhöldum, aðgangur að hreinu vatni er takmarkaður víða um landið og fæðuöflun er erfiðleikum háð. Hef- ur þetta bitnað einna helst á gamal- mennum og ungbömum og munu komandi kynslóðir bera merki þessa. Olíuútflutningur íraks hefur, síðan 1996, verið ákvarðaður af SÞ sam- kvæmt skilmálum „olía fyrir mat“- áætlunarinnar, sem miðar að því að veita stjómvöldum nægilegar tekjur til að standa straum af kostnaði við innflutning nauðsynlegs vamings til handa almenningi. Áætlunin hefur hins vegar engu skilað til almennings samtímis því sem ráðamenn njóta sömu lífsgæða og áður og með vissu millibili rísa hallir íraksforseta til dýrðar. Samkvæmt mati Bamahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) lést um hálf milljón bama undir fimm ára aldri á áranum 1991-98 vegna afleið- inga viðskiptaþvingana SÞ. Eitt af hverjum fimm bömum í landinu er vannært og á hverjum degi er talið að 26-60 ung böm látist vegna þessa. Þá hefur verið greint frá því að í auknum mæli hafi orðið vart við kólera og taugaveiki, sjúkdóma sem fyrir löngu hafði verið útrýmt. Menntakerfi landsins, sem á áram áður var sam- bærilegt við menntakerfi Vestur- landa, er í molum og á hverju ári hverfa æ fleiri ungmenni úr námi til þess eins að standa daglangt á mörk- uðum og selja verðlítinn vaming eða þá eigur fjölskyldunnar. Verg þjóðar- framleiðsla hefur fallið úr 3.100 bandaríkjadölum á mann að meðal- tali árið 1989, í tæpa 250 dali, sam- kvæmt tölum SÞ. Fyrir Persaflóa- stríðið var hægt að kaupa þrjá London. Reuters. VÍSINDAMENN í Bretlandi leggja nú hart að ríkisstjóm landsins að leyfa einræktun (klónun) fósturvísa úr mönnum eða ræktun stofnfrumna í lækningaskyni, en stjómin mun á næstu vikum greina frá afstöðu sinni til málsins. Á sunnudag hafnaði Sainsbury lávarður og ráðherra vís- indarannsókna þeim yfirlýsingum dagblaðsins Observerað ríkisstjómin hefði þegar veitt samþykki sitt. Að sögn Observer skal nota tækn- ina sem gerir klónun mögulega ein- ungis í rannsóknarskyni til að byrja með, þó síðar verði opnaðir möguleik- ar á að nota fósturframur til að rækta bæði vef og h'ffæri, m.a. heilaframur og húðvef. „Vísindamenn munu leita leiða til að rækta nýjar frumur og vefi til að hjálpa fólki með Parkinson-, bandaríkjadali fyrir einn dinar. Nú er erhlutfallið 1:1,900. Þá telur UNICEF að nærri ein milljón íraskra bama hafi flosnað úr námi vegna neyðarinnar og að læsi meðal þjóðarmnar hafi fallið úr 90% fyrir tíu áram í um 66% nú. Hömluleysi viðskiptaþvingana og áhrif þeirra á þjóðina hafa leitt til þess að tveir síðustu yfimienn hjálp- arstarfs SÞ í írak, írinn Dennis Halhday og Þjóðverjinn Hans von Sponeck, hafa sagt af sér embætti í mótmælaskyni. „Viðskiptaþvingan- irnar hafa farið út í öfgar,“ sagði von Sponeck er hann lagði niður störf og Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, varaði við því fyrr á árinu að alþjóða- samfélagið væri „um það bil að tapa áróðursstríðinu við Irak“. Von Spon- eck sagði af sér embætti í mars sl. og lýsti því yfir að Vesturlönd bæra ábyrgð á hinni miklu neyð í írak ásamt stjómvöldum landsins. Taldi hann viðskiptaþvinganirnar ekki að- eins ómannúðlegar heldur einnig óskilvirkar í ljósi þess að tekjur af þeirri olíusölu sem leyfð væri séu allt of litlar til að bæta úr neyð almenn- ings. Og þótt tekjur af olíusölu væra nægilegar til kaupa á nauðþurftum þá væri vandinn ekki leystur því sam- Huntington- og Alzheimersjúkdóm- inn, sem og krabbamein og brana- sár,“ sagði Ruth Deech, stjómarfor- maður nefndar sem fjallar um fijóvgun og fósturvísa (HFEA), í við- tali við Radio 4 útvarpsstöð BBC nú um helgina. Deech sagðist ennfremur telja að stjómin hefði hug á að heimila klónun í lækningaskyni. Nokkrir þeirra vísindamanna sem unnið hafa að rannsóknum á klónun hafa þegar lýst því yfir að þeir haldi með rannsóknir sínar til Bandaríkj- anna greini stjómin ekki frá ákvörð- un sinni fljótlega. Evan Harris, tals- maður Frjálslynda flokksins, sakaði í gær ríkisstjómina um póhtískan heigulshátt og hvatti til að afstaða stjómarinnar yrði gerð opinber. Margir vísindamenn era þá sagðir kvæmt núverandi kerfi tekur afar langan tíma að flytja inn vörur til landsins og matvæli og lyf hafa ítrek- að tafist á leiðinni. „Eg er ekki í vafa um að sagan mun skera úr um að írak neyddist til að verða tilraunadýr vissrar aðferða- fræði viðskiptaþvingana sem á end- anum mistókst. Við verðum að finna nýjar nálganir," var haft eftir von Sponeck eftir afsögnina. Öfug áhrif þvingana „Viðskiptaþvinganimar hafa haft öfug áhrif og treyst undirstöður valdakerfisins í stað þess að veikja þær. Þær gera Saddam auðveldara með að stjórna flæði matvæla og fjár- magns,“ sagði Mustafa Alani, sér- fræðingur í málefnum Iraks, í viðtali við Reuters á dögunum. „Þrátt fyrir það er hvorki til nein raunhæf stefna í því hvemig koma á Saddam frá völd- um né hvemig taka beri á málum í ír- ak eftir daga hans. Þetta er líklegt til að valda spennu á svæðinu," sagði AI- ani og lagði áherslu á það eins og aðr- ir sem gagnrýnt hafa stefnu Banda- ríkjanna og Bretlands, að Vesturlönd verði að móta stefnu sem dragi úr neyð almennings, leyfi endurupp- byggingu í landinu en jafnframt því, öskuillir yfir þeirri miklu seinkun sem orðið hefur á ákvörðun stjómvalda, en upphaflega stóð til að hún yrði gerð opinber fyrir hálfu ári. Ýmsir innan stjórnarinnar era einnig sagðir bíða þess með óþreyju að afstaða verði tekin til málsins og hefur m.a. verið haft eftir Sainsbury lávarði að kostir klónunar vegi þyngra en gallar. Segir dönsku stjórnina þurfa að taka afstöðu í kjölfar umræðnanna í Bretlandi hefrn- Henrik Toft Jensen, formaður dönsku tækninefndarinnar, lýst því yfir að full þörf sé á að opna umræð- una um klónun fósturvísa á ný í Dan- mörku. Hröð þróun á vettvangi klón- unar, sem og yfirvofandi leyfisveiting breskra stjómvalda, geri shka um- miðar að því að gera valdakerfi for- setans erfiðara um vik. Talið er að til þessa hafi forsetinn og nánustu samstarfsmenn hans hagnast mikið á olíusmygli og hefur þeim gróða verið komið fyrir á Vest- urlöndum. Var greint frá því fyrr í sumar að Saddam Hussein hafi verið einn þeitTa er högnuðust afar mikið á olíuverðhækkunum nýverið og taldi viðskiptatímaritið Forbes að með olíusmygli og skynsamlegum fjár- festingum á Vesturlöndum hafi auður forsetans vaxið um 40% á undanföm- um tveimur áram og sé nú um 4,6 milljarðar sterhngspunda, eða um 500 milljarðar ísl. króna. Stjómvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi segja að stefnubreyting sé auðveldari í orði en á borði og benda á að samkvæmt ályktun öryggisráðs- ins númer 1284 muni viðskiptahöml- um á mat og lyf verða aflétt svo fremi sem stjómvöld fari eftir ályktuninni og veiti vopnaeftirlitsmönnum að- gang. Hafa bandarískir og breskir embættismenn ítrekað bent á að þvingununum sé ekki beint gegn þjóðinni heldur ráðamönnum og segja að samkvæmt núverandi „oha fyrir mat“-áætlun megi Irakar selja eins mikið af olíu og þeir geti fram- leitt svo unnt sé að kaupa nauðsynjar. Skortur á nauðsynjum sé búinn til af forsetanum, gagngert í áróðursskyni. Andvígir stefnunni Frakkar, Rússar og Kínverjar era andvígir stefnu Bandaríkjamanna og Breta um að viðhalda viðskiptaþving- unum uns tryggt sé að Saddam Huss- ein hafi engin gereyðingarvopn í vopnabúri sínu en áframhald við- skiptaþvingana á írak er háð því hvort starfsmönnum nýrrar vopna- eftirhtsnefndar SÞ, UNMOVIC, verði veittur aðgangur að verksmiðj- um, skrifstofum og hergagnageymsl- um írakshers. Telja ríkin að meiri líkur séu á að stjómvöld í Irak verði samvinnuþýð ef þeim verði gefin hrein skilaboð um hvenær þvingun- um verði aflétt. Stefnumótendum er vandi á höndum því erfitt hefur verið að festa hendur á vopnaframleiðslu hersins og stjórnvöld í Irak hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra eftirlitsstörf. Átján mánuðir era liðnir síðan eftirlitsmenn SÞ hættu störfum sínum og margt er á huldu um hvemig ráðamenn í Bag- dad hafa varið þeim tíma. Richard Butler, fyrram yfirmaður vopnaeftir- litsnefndar SÞ, gaf nýverið út bók um samskipti sín við írösk stjórnvöld og vopnaeftiriit í landinu og segist hann þess fullviss að stjóm Saddams Husseins hafi nýtt tímann vel. Auk kunnrar ásóknar forsetans í kjarna- vopn varar Butler grannnTdn sér- staklega við metnaði hans á sviði efna- og sýklavopnaframleiðslu. Var- ar hann jafnframt við því að til tíð- inda kunni að draga í haust er eftir- litsmenn UNMOVIC fari fram á aðgang að hirslum íraksforseta. Byggt á AFP, Reuters, Economist, Independent og Financial Tinies. ræðu nauðsynlega að því er Dan- marks Radio greindi frá í gær. Hingað til hafa Danir hafnað klón- un manna með öllu, en að sögn Jens- ens þarf danska stjómin nú að ákveða hvort dönskum vísindamönnum verði veitt sams konar leyfi og starfsbræðr- um þeirra í Bretlandi. Ekki ríkir eining meðal danskra stjómmálamanna um málið og telur til að mynda Jprgen Winther, tals- maður heilbrigðismála hjá Venstre- flokknum, þessa nýju tækni veita margskonar möguleika á meðan Ing- er Marie Braun Vierp, talsmaður Ra- dikale-flokksins, er á báðum áttum. Þá er Birte Weiss, ráðherra vísinda- rannsókna, að sögn dagblaðsins Ber- lingske Tidende, opin fyrir því að breytinga kunni að vera þörf. Breskir vísindamenn leggja hart að ríkisstnórn Verkamannaflokksins Vilja klóna fósturvísa úr mönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.