Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Kjötiðnaðarfyrirtækið Goði hf, verður til úr sameiningu fimm sláturhúsa og kjötvinnslna V er ður stær sti sláturleyfís- hafi landsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórnendur Goða hf., frá vinstri: Valdimar Grímsson, framkvæmdastjóri, Pálmi Guðmundsson, varaformaður og Ólafur Sveinsson, stjórnarformaður. GOÐI HF. er nýtt fyrirtæki í kjöt- iðnaði og sláturhúsarekstri en það var formlega stofnað í gær. Goði hf. varð til við sameiningu Borgar- ness-Kjötvara ehf. í Borgarnesi, Sláturhúss og kjötvinnslu Kaupfé- lags Héraðsbúa á Egilsstöðum, Kjötumboðsins hf. í Reykjavík, Norðvesturbandalagsins hf. á Hvammstanga og Þríhyrnings hf. Eftir sameininguna verður Goði hf. stærsti sláturleyfíshafi landsins með liðlega 40% markaðshlutdeild og skiptist hún nokkuð jafnt á milli svína-, hrossa- og kindakjöts. Þrír stærstu eigendur Goða eru Norðvesturbandalagið, Þríhyrn- ingur og Kaupfélag Héraðsbúa. Stjórn Goða skipa Olafur Sveins- son, sem kemur frá Norðvestur- bandalaginu og er stjórnarformað- ur, Pálmi Guðmundsson frá Þríhyrningi, varaformaður, og Ingi Már Aðalsteinsson frá Kaupfélagi Héraðsbúa, ritari. Framkvæmda- stjóri Goða hf. er Valdimar Grfms- son. Að sögn forráðamanna hins nýja félags er markmið sameiningarinn- ar fyrst og fremst það að mynda öfluga rekstrareiningu og laga framleiðslu á íslenskum landbún- aðarafurðum að síbreytilegu mark- aðsumhverfi. Það sé mun auðveld- ara þegar stórt og þróttmikið fyrirtæki eigi í hlut. Markmið Goða hf. sé að geta boðið bændum góð kjör í viðskiptum sínum og vera um leið afurða- og vinnslustöð í fremstu röð. Stefnt að skráningu Goða hf. á hlutabréfamarkaði í ár er gert ráð fyrir að velta Goða hf. verði um 3,6 milljarðar króna en stefnt er að því að veltan losi fjóra milljarða króna á næsta ári. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 260 talsins og þar af um 200 úti á landi. Á álagstímum eins og þeg- ar sláturtíð stendur yfír fjölgar starfsmönnum í allt að 700 manns. Stjórnendur Goða hf. segja að ekki séu fyrirsjáanlegar uppsagnir starfsfólks vegna sameiningarinn- ar. Aðspurður sagðist Ólafur Sveinsson stjórnarformaður ekki draga dul á það að það væri á stefnuskrá fyrirtækisins að skrá það á hlutabréfamarkað en auðvit- að yrði að fara fram töluverð vinna áður en af því gæti orðið. Goði hf. mun reka sláturhús á Hvammstanga, Búðardal, Hólma- vík, Egilsstöðum, Fossvöllum, Breiðdalsvík, Hornafirði, Hellu, Þykkvabæ og Reykjavík. Höfuð- stöðvar Gpða hf. verða í Reykjavík. Að sögn Ólafs Sveinssonar verður slátrun með óbreyttum hætti í haust en hins vegar sé ljóst að afkastageta Goða hf. í slátrun sé of mikil og ljóst að draga þurfi úr henni þó að það verði ekki gert á hausti komanda. Þá sé og ljóst að hagræða megi töluvert í sölu- og dreifingarmálum auk þess sem efla megi vöruþróun félagsins enda sé vöruþróun að verða lykilatriði fyrir fyrirtæki af þessu tagi. Morgunblaðið/Ásdís Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, segir að allir eignarhlutir félagsins í öðrum fyrirtækjum séu í sífelldri endurskoðun. Skýrr minnkar hlut sinn í Ax- hug’búnaðarhúsi SKÝRR hf. hefur selt hluta af eign- arhlut félagsins í Ax-hugbúnaðar- húsi hf. að nafnverði 24 milljónir króna en söluandvirði bréfanna nam 60 milljónum króna. Jafnframt fram- seldi Skýrr hf. rétt sinn til hluta- bréfakaupa í afloknu hlutafjárútboði en þá var hlutafé Ax-hugbúnaðar- húss aukið um 40 milljónir króna eða í 340 milljónir. Eignarhlutur Skýrr hf. í Ax-hug- búnaðarhúsi nemur nú 136 milljón- um króna að nafnverði og lækkar eignarhluturinn úr 53,3% í 40%. Ax-hugbúnaðarhús var stofnað í september í fyrra af Tæknivali, Skýrr og Opnum kerfum og var upp- haflegt hlutafé 300 milljónir króna. Skýrr átti þá 40%, Tæknival 25%, Opin kerfí 10% og starfsmenn og fagfjárfestar 25%. I vor keypti Skýrr hf. viðbótarhlut í Ax-hugbúnaðar- húsi fyrir 76 milljónir króna og eign- aðist þar með meirihluta í félaginu eða 53,3%. Bréfin keypti Skýrr á genginu 1,9 en við söluna nú var gengið 2,5 þannig að segja má að Skýrr hafi hagnast um 14,4 milljónir króna á viðskiptunum ef miðað er við kaupin í vor. Hluti af virkri fjár- festingarstefnu Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, segir að Skýrr hafi keypt auk- inn hlut í Ax-hugbúnaðarhúsi í vor vegna þess að mönnum hafi þótt það vænlegur fjárfestingarkostur. Það hafi ekki endilega verið stefna Skýrr að eiga meirihluta hlutafjár í Ax. Hjá Skýrr sé einfaldlega stunduð virk íjárfestingarstefna og það þýði að allir eignarhlutir félagsins í öðrum fyrirtækjum séu í sífelldri endur- skoðun. Menn hafi í þessu tilviki ákveðið að minnka eignarhlutinn í Ax og leysa til sín söluhagnað sem varð til á tímabilinu. Skýrr eigi eftir sem áður 40% í Ax og í raun sé eign Skýrr í Ax hærri en í upphafi þar sem hlutafé hafi verið aukið úr 300 í 340 milljónir. Aðspurður sagði Hreinn að kaupin hafi farið fram í gegnum verðbréfa- fyrirtæki og hann viti ekki hver end- anlegur kaupandi sé. Sex mánaða uppgjör Skeljungs hf, Hagnaður fyrir afskriftir o g fjármagnsliði eykst Æ\ Skeljungur hf. Æ\ Úr milliuppgjöri 2000 V X Rekstrarreikningur jan,- júní 2000 1999 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 6.056 4.395 +37,8% Rekstrargjöld 5.733 4.104 +39,7% Afskriftir -169 -153 +10,5% Fjármagnsliðir -87 -2 Reiknaður tekjuskattur -74 -89 -16,9% Aðrar tekjur og gjöld -5 11 -145,5% Hagnaður ársins 158 211 -25,1% Efnahagsreikningur 30.06.OO 30.06.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 8.714 7.463 +16,8% Eigið fé 3.854 3.264 +18,1% Skuldir 4.860 4.199 +15,7% Skuldir og eigið fé samtals 8.714 7.463 +16,8% Kennitölur og sjóðstreymi 2000 1999 Breyting Eiginfjárhlutfall 44,2% 44,1 % Veltufjárhlutfall 1,07 1,35 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 407 425 -4,2% Skeljungur hf. birti í gær árshluta- reikning sinn íyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní. 25% minni hagnaður varð en fyrir sama tímabil í fyrra og skýr- ist það af mun óhagstæðari fjár- magnsliðum, en hagnaður íyrir þá liði hækkaði úr 444 milljónum í 494 millj- ónir króna, eða um 11%. Hreinar rekstrartekjur, sem eru rekstrartekjur að frádregnu kostnað- arverði seldra vara, hækkuðu um tæplega 8%, en rekstrargjöld án af- skrifta hækkuðu um rúmlega 6%. Heildarsala fljótandi eldsneytis jókst um 8% ogvoru seldar rúmlega 164 milljónir lítra. Arðsemi eigin fjár lækkar Eigið fé hækkaði um rúmlega 18% og eiginfjárhlutfallið stóð í stað í rúm- lega 44%. Arðsemi eigin fjár lækkaði úr tæpum 13% í rúm 8%. Bókfært verð hlutabréfa í eigu fé- lagsins nam í lok júní 1.249 milljónum króna. Þar af eru hlutabréf að upp- hæð 1.071 milljón króna sem skráð eru á hlutabréfamarkað, en markaðs- virði þeirra er rúmir tveir milljarðar króna. „Við erum nokkuð ánægðir með þetta uppgjör," segir Gunnar Karl Guðmundsson, fjármálastjóri Skelj- ungs, en bætir því við að gera hafi mátt ráð fyrir því að fjármagnsliðir yrðu félaginu óhagstæðir. „Það sem við teljum að mestu máli skipti," segir hann, „er að við höldum rekstrar- kostnaði niðri þrátt fyrir aukin umsvif og aukum hreinar rekstrartekjur." Skýringuna á minna veltufé frá rekstri en í fyrra segir Gunnar Karl vera mikla gengislækkun krónunnar í lok júní sem valdið hafi gengistapi skammtímalána. Gunnar Karl var spurður út í hátt eiginfjárhlutfall og minni arðsemi eigin fjár en í fyrra. Sagðist hann telja jákvætt að fyrirtækið hefði sterka eiginfjárstöðu. Hann sagði einnig að eigið fé Skeljungs væri ekki mikið ef miðað væri við eigið fé keppinautanna tveggja samtals, en hægt væri að líta á eigið fé hinna félaganna sem eina stærð vegna eignartengsla þeirra. Hann sagði fyrirtækið meta það svo að það þyrfti á þessu eigin fé að halda til að geta varið stöðu sína og sagðist jafnframt benda á að í fyrra hefði arð- semi eigin fjár verið viðunandi, en hún var 15,7% fyrir allt árið í fyrra. Um Select-verslanimar sagði Gunnar Karl að þær hefðu komið mjög vel út, en ekld væri í bígerð að fjölga þeim. Hann sagði þessar versl- anir vera famar að skipta veralegu máli í rekstrinum og að þær styrktu stöðu hans enn frekar. Ekki svigrúm til hækkunar Greiningardeild Kaupþings sendi frá sér greiningu á Skeljungi vegna birtingar milliuppgjörsins í gær. Þar kemur fram að hækkun hagnaðar fyrir fjármagnsliði og afskriftir upp á 11,3% megi teljast viðunandi. Grein- ingardeildin býst þó ekki við mikilli aukningu hagnaðar og því sé ekki svigrúm til hækkunar bréfa Skelj- ungs. Rósa Guðmundsdóttir, starfsmað- ur greiningardeildarinnar, sagði að fólki væri ekki endilega ráðlagt að selja bréfin, ákvörðun um það færi eftir því á hvaða forsendum fólk fjár- festi. Hún benti á að seljanleiki bréf- anna væri lítill en á móti kæmi að bréfin gætu verið ágætis kostur í eignasöfn þar sem sveiflur í afkomu L olíuíélaga væra ekki miklar. Hún | sagðist telja að til langs tíma myndu | bréfin hækka, en álit greiningardeild- p arinnar væri að aðrir fjárfestingar- kostir væra líklegii til að gefa betur af sér til skemmri tíma litið. Rósa sagðist telja fyrirtækið ágæt- lega rekið. Hún benti á að þrátt íýt'ir að fjámagnsliðir hefðu verið neikvæð- ir á fyrrihluta ársins væri þar um eðli- legar sveiflur að ræða og fjárfestar gætu ekki vænst þess að fyrirtæki L skiluðu gengishagnaði eins og í fyiTa ár eftir ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.