Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Skáldið og málarinn LIST OG HÖNNLIV Skriðuklauslur GRUNNSÝNING UM GUNNARGUNNARSSON SKÁLD OG SÝNING Á VERKUM GUNNARS YNGRI LISTMÁLARA Opið alla daga frá 11-17. Lokað tnánudaga. Frara í september. Að- gangur 400 krónur. FLJÓTSDALSHÉRAÐ er með fegurstu oggróðursælustu sveitum á íslandi, svæðið norðvestan Lagar- fljóts skógi vaxið, þar er og Hall- ormsstaðaskógur, en nafnið eitt ber í sér töfrablæ, enda markar það víðáttumesta skóglendi á landinu. Þetta eru giska almennar staðreynd- ir sem rýnirinn væri ekki að tæpa á ef hann hefði ekki borið að á einum fegursta degi sumarsins, sól hátt á lofti og birtumögn sláandi. Yfirsýn yfir landið í fluginu austur og tilbáka eins og hún getur klárust verið, hin síbreytilega og sértæka birtingar- mynd hálendisins lék glatt við sjón- himnur. Formanir þess og abstrakt landsins taka á sig ótal myndir eftir árstíðum, veðri og hvikulum ljós- mögnum, ekkert stendur í stað held- ur er stöðugri endurnýjun undirorp- ið, jafnvel sama daginn. Þannig var svipur hálendisins annar á bakaleið- inni um kvöldið, þótt skyggni væri jafn kristælstært, en skuggar höfðu fært sig um set og formanir þar af leiðandi aðrar. Þeim peningum hefði trúlega verið vel varið sem hefðu far- ið í leigu á lítilli rellu með meiri yfir- sýn, það getur stundum verið óþol- andi í farþegaflugvélum að hafa bara eina hlið landsins í sjónmáh, alveg sérstaklega þennan upphafna sumar- dag því slíka lifa menn trauðla marga. Eðlilega var yfirsýn jafnari til allra átta á akstursleiðinni um Fljótsdal og að Skriðuklaustri, en nú tók loðin gróðursæld jarðarmöttulsins athygl- ina alla sem og hin búsældarlega sveit. Einnig spegilslétt og ævintýra- legt Lagarfljótið, furðulega djúpir, mjúkir og loftkenndir skuggar, sem mörkuðu syllumar í klettabeltum fjallshlíðanna og mynduðu beinar lá- réttar tungur og rákir í bergið, lík- astir bergtröppum. Og þegar farið er yfir brúna á Lagarfljóti sér í undar- lega formaða náttúrusmíð af rák sem sker þær skáhallt frá jaðri upp á brún og nefnist víst Tröllkonustígur, eins og almættið hafi séð að hér vant- aði eitthvað til að lífga upp á maler- íska myndbirtinguna, og hugarflug mannfólksins um leið. Húsið Skriðuklaustur er mikil og rammgerð bygging, afar óvenjuleg í íslenzkri sveit, eiginlega einstakt í sögu íslenzkrar húsagerðar, stíllinn bæheimskur, en sameinar í sér í senn íslenzka torfbæinn og dansk-þýska herragarðinn. Leiðir hugann um leið að klausturbyggingum miðalda í Evrópu og ber manninum sem byggði það fagurt vitni, en hann var í senn rammíslenzkur rithöfundur og heimsborgari. Nafnið vísar til yngsta og vafah'tið skammlífasta klausturs á íslandi, því siðaskipti urðu í Skál- holtsbiskupsdæmi aðeins 47 árum eftir stofnun þess, en það átti þó víð- lendar eignir. Húsameistarinn Fritz J.F. Höger arkitekt, fomvinur skáldsins, vann sér það meðal annars til frægðar að teilöia Amarhreiður Hitlers efst á fjallstoppnum fyrir of- an sumarsetur foringjans í Berchtsgaden í Salzborgarölpunum. Maður staðnæmist nú minna við þær staðreyndir en meira við sjálfan arki- tektúrinn og alla smíð yst sem innst, en húsið er 325 fermetrar, tvær hæð- ir og ris, inniber samtals 30 vistar- verar. Að baki framkvæmdunum var einstakur stórhugur um nýja bú- skaparhætti á Austfjörðum og hér gekk Gunnar fram fyrir skjöldu og tók virkan þátt í stofnun Ræktunai’- sambands Vesturhéraðs, var raunar fyrsti formaður þess. Beitti sér einn- ig fyrir stofnun Minjasafns Austur- lands ásamt því að heilbrigðismál Héraðsins vora honum mikið hjart- ansmál. Ekki reyndi þó til úrslita á hæfileika hans sem búhölds, því á stríðsáranum umtumaðist íslenzka þjóðfélagið og hinn rótgróni stöðug- leiki bændasamfélagsins, sem varað hafði frá upphafi byggðar, var brátt Úr sögunni. Reyndist sífellt ei-fiðara og dýrara að fá vinnufólk til jafn um- fangsmikils búskapar og Gunnar stefndi að, og stóð búið ei heldur und- ir þeim kostnaði. Þegar við bættust heilsufarsástæður var honum nauð- ugur kostur að flytjast með fjölskyld- una suður og lauk þar miklu en skammvinnu ævintýri í búskapar- sögu Austurlandsins. Fjölskyldan flutti burt á haustdögum 1948 og skömmu síðar afhentu þau íslenzka ríkinu jörðina með tilheyrandi bygg- ingum og skyldi hún hagnýtt á þann veg að til menningar horfði. Til að mynda að rekin yrði þar tilrauna- starfsemi í landbúnaði, byggðasafn, bókasafn, skjalasafn, listasafn, skóh, sjúkrahús, hressingarhæli, bama- hæli eða þvíumlíkt. Þetta segir okkur sitthvað um þann stórhug sem að baki lá og hina miklu ást skáldsins á fæðingarsveit sinni og þjóðinni, jafn- framt því að hann vissi hvar skórinn kreppti og hvað mætti afgangi um miklar hugsjónir á landi hér. Hversu mikið gengið hefur eftir varðandi tilraunastarfsemi í landbún- aði er ég eðlilega ekki alltof fróður um, en það er nú fyrst rúmri hálfri öld frá afhendingu eignarinnar að húsið er tekið í gagnið sem menning- arstofnun og gert að rannsóknarstöð og fræðasetri fyrir íslenzka rithöf- unda og listamenn. Þýðing þess er óumdeilanleg, og ef rétt er staðið að málum getur það markað vendipunkt í menningarlegu risi Austurlands, en þar kraumar og vellur nú þegar und- ir niðri. Til þess að það geti gerst þarf mjög að líta til fortíðar því fyrnst hef- ur yfir svo margt, og hér þurfum við að vera samstiga stærri menningar- heildum og draga dám af, ekki ein- ungis sporðrenna hraðsoðnum nýj- ungum. Það er mikið rétt að hefja starf- semina með grunnsýningu á verkum Gunnars Gunnarssonar skálds og Gunnars yngri listmálara. Samrýmd- ari feðga veit skrifari naumast og getur trútt um talað, vegna þess að reisulegt hús Gunnars að Dyngjuvegi 8 hér í borg var hið næsta fyrir ofan hús föður hans við sömu götu. Þang- að var Gunnar yngri og fjölskylda tíður gestur, Franzíska elsta dóttir hans lengstum viðloðandi. Sýningin er að stofni til í tveim samliggjandi stofum á efri hæð, einn- ig i gangi og víðar, þar liggja frammi ritverk Gunnars og ýmsfr munir, söguannálar innrammaðir á veggjum með ljósmyndum og tilvitnunum í verk hans á mörgum tungumálum. Meira að segja er þar stórt mósaik- verk af Sæmundi fróða sem segir okkur af þreifingum skáldsins til myndlistar. Málverk eftir Gunnar yngri og frammmyndir að skreyting- unum í Fjallkirkjuna í stofum, gangi og víðar. Ollu mjög vel fyrir komið og aðgengilegt þannig að feðgunum era gerð góð skil, en hér var tilefni til út- gáfu öllu veglegri sýningarskrár en frammi liggur. Hún er raunar ein- ungis um málverk Gunnars yngri með æviágripi og stuttri ritgerð um manninn að baki myndunum eftir Svein Skorra Höskuldsson. En til er handhægur ritlingur, Skáldið á Skriðuklaustri, sem út kom á vegum **&*$£$& I tapzr- m ■ *S.- ; , ... IJ^^I t*-' / J/ V ; i, \ / •' ' '-•• •-•yg* .J4-J33 Gunnar Gunnarsson rithöfundur, miðhluti af mósaíkmynd. Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Ljósmynd/Bragi Asgeirsson Gunnar Gunnarsson málari. Kona og sítrónur, olía, óársett. Gunnar Gunnarsson málari. Stúlka í sófa, teikning, óársett. Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir Skriðuklaustur Almenna bókafélagsins 1989, þar sem stiklað er á stóra í ævi skáldsins og ritstörfum. Var gefin út að tilhlut- un nefndar er sldpuð var 1987 af Sverri Hermannssyni, þáverandi menntamálaráðherra, til að minnast á Skriðuklaustri að öld var liðin frá fæðingu Gunnars Gunnarssonar. Hafði Franzíska sonardóttir hans umsjón með útgáfunni en Gunnar yngri sá um útlitið. Ekki er um yfirhtssýningu á verk- um Gunnars yngri að ræða, mun fremur „sýnisbrot af verkum stór- kostlegs listamanns sem aldrei hefur notið sannmælis í heimi íslenzkrar myndlistar" eins og það er orðað í skrá. Að hann hafi ekki notið sann- mælis er alveg rétt, vill svo til að skrifari sá fyrstu og einu sýningu Gunnars í Listamannaskálanum gamla við Kirkjustræti fyrir hálfri öld og man Ijóslega eftir henni. Vart er hægt að hugsa sér óheppilegri tíma til að koma með sýningu slíkrar gerðar, því þetta vora uppgangsár gjörbreyttra viðhorfa í myndlist hér á landi, sem komu að stóram hluta til með Svavari Guðnasyni og félögum hans í Kaupmannahöfn, allt annað var dæmt léttvægt, úrelt og bar að valta yfir. Sýningin mætti því undar- legu tómlæti að ekki sé sterkar að orði kveðið, því um vel menntaðan málara var að ræða, og listamaðurinn fann sig aldrei í hópi íslenzkra málara eftir það, var þar utangarðs. Gunnar var þó vissulega listamaður í eðli sínu eins og málverkin á sýningunni bera með sér, og vafalítið enn meiri teikn- ari svo sem lýsing hins mikla ritverks Fjallkirkjunnar er til vitnis um, en þar kemst hann líkast til nær hinum skrifaða texta en dæmi era til um í skáldverki á íslandi. Uppskar mikið hrós erlendra gagnrýnenda fyrir og mátti jafnvel lesa setningai- eins og „Gunnar er storste kunstneriske tal- ent siden Munch“ og „Gunnar er Nordens storste Illustrator“. Vegur Gunnars á vafalítið eftfr að verða meiri er fram líða stundir og sljákkar á þeirri einsýni, óbilgimi og kaldastríðspólitík sem teygst hefúr úr og verið hefur furðu lífseig hér á útskerinu, hans er t.d. að engu getið í bókinni íslenzk myndlist á 19. og 20. öld. List málarans ber í sér hina franskættuðu dönsku skólun með áhrifastefnuna og úthverfa innsæið sem leiðarstef og bestu landslags- stemmur hans era bornar uppi af næmri og ljóðrænni tilfinningu. Þó má álíta að íslenzkt umhverfi hafi ekki virkað sérlega uppörvandi á listamannseðli Gunnars, og að þróun- in hefði orðið önnur hefði hann starf- að áfram í Danmörku. Listamaður- inn virðist hafa dregið sig að mestu í hlé, hvorki fundið fótfestu hér á landi né notið æskilegrar uppörvunar. Verður að telja þetta einstakt tækifæri til að kynna sér hugarheim stórskáldsins Gunnars Gunnarssonar og nálgast myndverk sonar hans, Gunnars jmgri, og er það eitt sér ær- ið tilefni til að gera sér ferð á vit Austurlandsins. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.