Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.08.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Brotist inn í Verkmenntaskólann Miklar skemmdir unnar Ljósmynd/Rúnar Pór Björnsson Peningaskápurinn sem var brotinn upp, en þjófamir höfðu ekkert fémætt upp úr þessum skemmdarverkum. MIKIÐ tjón var unnið við innbrot í Verkmenntaskólann á Akureyri en tilkynnt var um það á mánudags- morgun. Innbrotið virðist hafa átt sér stað einhvem tímann um aðfaranótt mánudagsins. Farið var víða um skólann, m.a. um skrifstofuálmu hans þar sem brotnar voru upp hurðir að skrif- stofum starfsmanna „á grófasta máta“ svo notað sé orðalag lög- reglu. Greinilegt var að þeir sem þama vora að verki vora að leita að einhverju fémætu, því öll skrifboð og skápar sem á vegi þeirra urðu vora brotin upp. Hjalti Jón Sveinsson, skólameist- ari Verkmenntaskólans, sagði ljóst að þarna hafí miklir ógæfumenn verið á ferð. „Aðkoman hér á mánu- dagsmorguninn var hræðileg. Allar læstar hurðir hér í stjómunarálm- unni höfðu verið brotnar upp. Ýmist hafði glerið verið brotið í þeim eða þeim hafði verið sparkað úr kör- munum. Glerbrot lágu því hér um allt,“ sagði Hjalti Jón. Hann sagði að þjófamir hefðu enn fremur kom- ist inn í málmsmíðaverkstæði skól- ans og náð sér þar í tæki og tól til að bijóta upp peningaskáp. „Þeir höfðu ekkert upp úr krafsinu enda engir peningar geymdir í skóla að sumrinu. Þjófarnir hafa greinilega eingöngu verið að leita eftir pening- um því að þeir létu sem betur fer tölvubúnað skólans alfarið eiga sig,“ sagði Hjalti Jón. Hann segir að tjónið sé fljótt á lit- ið metið á aðra milljón en verið er að meta það til fulls. Hjalti Jón segir að flestir eða allir framhaldsskólar í Reykjavík hafi komið sér upp þjófavarnarkerfi. „Við höfum verið með það í skoðun í vetur og þetta flýtir fyrir því að því verði komið upp. Við eram greini- lega ekkert undanskildir þessari Hér sést inn í aðstöðu nem- endafélagsins, en þar var hurð- in brotin upp og öllu umbylt. vá,“ sagði Hjalti Jón. Hann segir að það virðist vera nauðsyn á eftirlits- kerfí þrátt fyrir reglubundið eftir- lit, innbrotið sýni það. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri hefur málið til rannsókn- ar. Óvenjumiklir vatnavextir hafa verið í Jökulsá á Fjöllum Hlýindi, Heklugos og Dyngju- jökull valda vatnavöxtum ÓVENJUMIKLIR vatnavextir hafa verið í Jökulsá á Fjöllum síðustu daga en eftir að fór að kólna skömmu fyrir helgi sjatnaði í ánni. Mjög hlýtt var hins vegar á hálendinu í gær, til að mynda var um 22 stiga hiti í Herðubreiðarlindum um miðjan daginn að sögn landvarðar. Ástæður vatnavaxtanna era mikil hlýindi, aska úr Heklu- gosi sem gerir að verkum að jökullinn bráðnar hraðar og framskrið Dyngjujökuls. Árni Snorrason, forstöðumaður vatnamælinga Orkustofnunar, sagði að í síðustu viku hefði óvenjumikið vatn verið í Jökulsá á Fjöllum og í Kreppu og tengdist það miklum hlýjundum og hvassri sunnanátt. Heldur kólnaði svo kringum helgina en nú væri aftur orðið mjög hlýtt á þessum slóðum og vatnið því á uppleið að nýju. Þegar hlýj- ast var í liðinni viku var hitinn um og yfir 20 gráð- ur, en í fyrradag mældist hitinn um 15 gráður. „Hitinn fer hækkandi og þá getur farið svo að aft- ur komi hrokavatn í ána,“ sagði Árni. Dyngjujökull framskriðinn og sprunginn Miklar leysingar nú sagði hann stafa af því að snjó hefði tekið upp neðarlega í jöklinum en það gekk mjög fljótt fyrir sig vegna þess að þar var aska úr síðasta Heklugosi. Leysingin væri þannig komin mjög hátt í jöklana og leysti jökulinn í raun hraðar en snjóinn. Það sem hins vegar skipti ekki síst máli að sögn Árna væri framskrið Dyngjujök- uls. Hann gengi fram á nokkurra áratuga fresti og væri einmitt nú að ljúka framskriði sem þýddi að hann væri allur framgenginn og spranginn og því væri leysing mun örari þar en við venjuleg skil- yrði. „Þetta gerir að verkum að við sjáum mun meira vatn í Jökulsá á Fjöllum en vant er,“ sagði Árni. Vatnsrennslið var helmingi meira en vant er Rennsli við Upptyppinga fór langt yfir 400 rúm- metra á sekúndu þegar mest var, sem er helmingi meira en venjulega, en að sögn Árna þykir mikið ef rennslið þar er um 250 rúmmetrar á sekúndu í venjulegu ári. Við Grímsstaði nálgaðist rennsli 750 rúmmetra á sekúndu sem einnig er mun meira en menn eiga að venjast jafnvel þó að hiti sé mikill. Hlýindi síðustu daga hafa orðið til þess að vatnavextir hafa að nýju aukist í Jökulsá á Fjöllum og sagði Ámi að í kjölfarið gæti skapast ágangur því áin væri víða bakkafull.„Það yrði auðvitað verst ef kæmu einhverjar jökulhlaupsskvettur of- an í þessa miklu leysingu líkt og gerðist í fyrra þegar kom snöggt hlaup ofan í mikla sumarleys- ingu,“ sagði Árni en í því hlaupi urðu skemmdir í Krepputungu og brú yfir ána í Óxarfii'ði varð fyrir tjóni. Árni sagði að vatn væri farið að safnast sam- an í Hnútulón í Kreppu, en það væri enn sem kom- ið er ekki orðið mildð. „Það er hins vegar fljótt að gerast ef hiti verður mikill.“ Hlýttí Herðubreiðarlindum Þórann Sigþórsdóttir, landvörður í Herðubreið- arlindum, sagði að geysimikið vatn hefði verið í Jökulsá í síðustu viku, en það hefði sjatnað nokk- uð. Ekki hefði hlotist tjón af en ófært hefði verið um tíma fyrir litla bíla inn í Lindir. Mikill hiti var í Herðubreiðarlindum í gærdag að sögn Þórannar, um 22 stig í skugga. Starfsmenn frá Vegagerðinni á Akureyri skoð- uðu farveg árinnar niður undir sjó, við svonefnt Bakkahlaup, í fyrradag, m.a. í því skyni að athuga hvort vegir og mannvirki væra í hættu yrðu áframhaldandi vatnavextir í ánni. Dekraðu við þig um helginaí Ástareldurinn - kvcikir I þér! Siökunarbaðolían "tíi Að ógleymdri Nærandi sólbaðsolíunni! 20% afsláttur og kynningar Skólavörðustíg, miðvikud 2. ágúst kl. 12-15. Kringlunni, fimmtud. 3. ágúst U. 17-20. Smárauum, fðstud. 4. ágúst U. 14-17. (Sheilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni og Smératorgi Morgunblaðið/Margrét Þóra Þriggja bíla árekstur ÞRIGGJA bfla árekstur varð á mótum Glerárgötu og Grænugötu í gærmorgun. Að sögn lögreglu vildi slysið þannig til að bfll, sem ekið var suður Glerárgötu, beygði fyrir bfl á norðurleið, þeir skullu saman og lentu síðan á bfl sem beið á biðskyldu í Grænu- götu. Engin teljandi meiðsl urðu á fólki. Tundur- dufl gert óvirkt TILKYNNING um tundurdufl við Geldingsá, yfir í Vaðlaheiði, barst lögreglunni á Akureyri í fyrra- kvöld. Að sögn lögreglu komu tveir sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslunnni og fundu þarna á milli tvö og þrjú hundruð kíló af virku TNT sprengiefni. Duflið var síðan flutt upp á heiði og þar var kveikt í efninu og því eytt. Duflið mun hafa verið þarna síð- an eftir seinna stríð. Ferðafélag Akureyrar Þeista- reykir og Jökuls- árgljúfur RÚTUFERÐ um Þeistareyki og Jökulsárgljúfur verður far- in á vegum Ferðafélags Akur- eyrar um verslunarmanna- helgina, eða dagana 5. til 6. ágúst. Gist verður í svefnpoka- gistingu. Fararstjóri verður Guð- mundur Gunnarsson. Næsta ferð á vegum félags- ins verður fjögurra daga gönguferð frá Herðubreiðar- lindum um Bræðrafell í Dreka þar sem gist verður í skálum félagsins en þessi ferð verður dagana 8. til 11. ágúst. Þá verður fimm daga gönguferð frá Dreka í Svartárkot á dag- skrá dagana 11. til 15. ágúst næstkomandi. Gist verður í skálum félagsins. Nokkur pláss era laus í þessar tvær ferðir. Skrifstofa félagsins er opin frá kl. 16 til 19 vikra daga og þar fer fram skráning í ferðir og veittar era upplýsingar um þær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.