Morgunblaðið - 03.08.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 03.08.2000, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 FRETTIR AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Ýmis þjónusta við ferðalanga um verslunarmannahelgina Upplýsingamiðstöð og aukið eftirlit BÚAST má við miklum umferðar- þunga á vegum landsins um versl- unarmannahelgina enda stór hluti landsmanna á faraldsfæti. Þjónusta við ökumenn og eftirlit með umferð- inni verður aukið um helgina en lög- regla og Umferðarráð munu taka höndum saman í þeim efnum. Einnig verður þjónusta í boði fyr- ir fólk sem lendir í vanda á skipu- lögðum hátíðum um landið. Öílugt gæslulið er á flestum stöðum auk þess sem læknar og hjúkrunarfræð- ingar verða tiltækir þeim sem þurfa á þess konar þjónustu að halda. Upplýsing'amiðstöð umferðar- mála Umferðarráð mun starfrækja upplýsingamiðstöð umferðarmála á skrifstofu ráðsins um verslunar- mannahelgina í samvinnu við lög- reglu. Upplýsingamiðstöðin verður opin frá föstudegi til mánudags en þar verður safnað saman upplýsing- um um umferðina, ástand vega og annað sem gæti komið ökumönnum að gagni. Umferðarráð mun einnig eiga í samstarfí við Vegagerðina og FIB. Upplýsingum verður komið á framfæri til Vegagerðarinnar ef lagfæra þarf vegi en FÍB verður með sérmerktar bifreiðar víðsvegar um landið þangað sem vegfarendur geta leitað ef þeir þurfa aðstoð. Út- varp Umferðarráðs verður auk þess með útsendingar á öllum útvarps- stöðvum um helgina eftir því sem þurfa þykir. Umferðarráð skorar á ökumenn að draga úr hraða og koma þannig í veg fyrir framúrakstur og minnka streitu í umferðinni. Jafnframt eru ökumenn beðnir um að virða yfir- borðsmerkingar sem gefa til kynna að ekki megi aka fram úr. Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Um- ferðarráðs, segir óhuggulega mikið um að menn aki fram úr þar sem línur á vegum eru heilar. „Þetta er einsog rússnesk rúlletta enda hafa mörg alvarleg slys orðið vegna framúraksturs við þessar aðstæður síðustu ár,“ segir Óli. Hann segir fleiri bifreiðar vera með fellihýsi eða tjaldvagna í eftir- dragi en áður. Hámarkshraði slíkra ökutækja er 80 km/klst. og segir Óli mikilvægt að ökumenn séu meðvit- aðir um að hleypa bílum fram úr sér eins og kostur er. „Til þess þurfa menn framlengingar á speglana hjá sér. Annars sjá þeir ekki aftur fyrir fellihýsin," segir Óli. Aukið eftirlit lögreglu Óli bendir á að 95 ökumenn hafi verið staðnir að akstri undir áhrif- um áfengis um verslunarmanna- helgina á síðasta ári og beinir þeim tilmælum til fólks að blanda ekki saman akstri og áfengisneyslu. Löggæsla verður mikil um allt land um helgina og mun lögregla meðal annars stöðva bifreiðar til þess að mæla áfengismagn í blóði ökumanna. Lögregla mun einnig nota hraða- myndavélar til þess að fylgjast með ökumönnum auk þess sem allt eftir- lit með umferð verður hert. Starfs- menn Ríkislögreglustjóra ganga til liðs við starfssystkini sín í öðrum lögregluembættum í þessu skyni. Stígamót hafa sent bréf til allra þeirra sem standa að skipulögðum útihátíðum þar sem minnt er á hvaða hættur geti verið samfara slíkum samkomum. Skorað er á skipuleggjendur að sýna fyrir- hyggju, koma upp áfallahjálpar- teymi og jafnframt bjóða Stíga- mótakonur fram aðstoð sína. „Við höfum ennþá ekki fengið nein við- brögð. Ég á því ekki von á því að við verðum á þessum stöðum. Við von- um að skipuleggjendur hafi sinnt erindi okkar og gert viðeigandi ráð- stafanir en við höfum engar upp- lýsingar fengið um það,“ segir Rúna Jónsdóttir, starfskona Stígamóta. Að sögn Rúnu hafa mörg nauðgun- armál frá verslunarmannahelgum borist til Stígamóta. „Því miður koma slík mál alltaf upp. Oft koma þau til okkar að löngum tíma liðn- um, jafnvel mörgum mánuðum eða árum eftir að nauðgunin á sér stað,“ segir Rúna. Byrgið mun aðstoða fólk í vanda Kristilega líknarfélagið Byrgið mun verða með ráðgjafa á sínum snærum um verslunarmannahelg- ina. Þeir munu aðstoða fólk sem lendir í vanda vegna neyslu vímu- efna. Ráðgjafarnir verða í Vest- mannaeyjum, Þjórsárdal, Þórs- mörk, Húsafelli, Galtalæk og á Akureyri. Þeir verða á sérmerktum bifreiðum og í merktum fötum. I til- kynningu frá Byrginu segir að ætl- unin sé ekki að reka áróður gegn því að fólk skemmti sér heldur vilji Byrgismenn vera sýnilegir og til- tækir fólki sem þarfnist hjálpar auk þess að vera stuðningur við lögreglu og annað gæslufólk á hátíðunum. íviurgunoiaoio/ttunar r*or Alltaf á hestbaki STÖLLURNAR Ragnhildur og Erla notuðu góða veðrið til að þeysa á fákum sínum en Ijósmyndari hitti þær í hesthúsahverfinu Breiðholti ofan Akureyrar í gær. Þessar dug- miklu stúlkur nota hvert tækifæri sem gefst til að viðra sig og hesta sína. Ragnhildur var um liðna helgi á hestadögum sem haldnir voru á Melgerðismelum en hafði Iangt í frá fengið nóg af hrossum og fór því í útreiðartúr með vinkonu sinni. Heitur fímmtudagur í Deiglunni • • Okunemar fá ókeyp- is í Hvalfj arðargöng ÖKUNEMAR geta nú ekið eina ferð um Hvalfjarðargöng í æfínga- skyni án endurgjalds. Frá og með deginum í dag mun Spölur hf. ekki rukka þá ökunema sem eru í fylgd með ökukennara um veggjald. Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri umferðarráðs, segist ekki vita þess önnur dæmi að ökunem- um hafí verið gefinn kostur á ókeypis æfingaakstri í jarðgöngum þar sem gjald er tekið fyrir um- ferð. í vetur tók gildi ný námskrá fyrir ökunema þar sem m.a. er kveðið á um að þeir þurfi að kunna skil á akstri í jarðgöngum. Um- ferðarráð kannaði í vetur hvort Spölur gæti komið til móts við öku- nema. Óli segir að Spölur hafi strax tekið vel í erindið og nú sé ökunemum sem eru í námi hjá öku- kennara gert kleift að æfa sig í akstri um jarðgöng án endurgjalds. °g sunnudagskvöld Hljómsveítín 1&70 Góða helgí! Kolbeinn Þór Þorgeirsson var fyrstur til að nýta sér ókeypis æfingaferð um Hvalfjarðargöng. Við hlið hans er Stefán Reynir Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Spalar hf., Guðbrandur Bogason, formaður Ökukennara- félags Islands stendur lengst til vinstri. „I mínum huga er þetta stórmál," segir Óli. Ekki sé nóg með að öku- nemar fái æfingu í akstri um jarð- göng heldur kynnist þeir í auknum mæli akstri um þjóðvegi landsins. Óli telur að framlag Spalar til öku- kennslu megi meta á 6 milljónir. Eykur umferðaröryggi Stefán Reynir Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Spalar hf., segir að með því að gera ökunemum kleift að æfa sig í akstri um Hvalfjarðar- göng sé verið að auka öryggi allra vegfarenda sem um göngin fara. Reyndar sýni norsk rannsókn að neðansjávargöng séu öruggasti hluti vegakerfisins. Engu að síður sé brýnt að ökumenn hafi í huga að aka verði með gát um jarðgöng. Guðbrandur Bogason, formaður Ökukennarafélags íslands segir það afar mikilvægt að ökunemum sé gefinn kostur á æfingaakstri um jarðgöng. Áreitin sem ökumenn verða fyrir í jarðgöngum séu frá- brugðin þeim sem þeir verða fyrir ofanjarðar. „Þetta er stórt spor í átt að bættri ökukennslu í land- inu,“ segir Guðbrandur. Miles Davis djass A TUBORGDJASSI á heitum fimmtudegi sem verður í Deiglunni 3. ágúst kl. 21.30 verður boðið upp á Miles Davis djass. Það er einvalalið djassleikara, kvintett sem leikur en hann skipa þeir Sigurður Flosason og Ólafur Jónsson á saxófóna, Kjart- an Valdemarsson á píanó, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Matt- hías Hemstock á trommur. Efnisskráin er byggð upp á efni sem er að finna á ýmsum hljóðritun- um með Miles Davis frá tímabilinu 1950 til 1954, ekki síst hinum frá- bæru Blue Note plötum sem eru að- eins tvær. Flest laganna heyrast ekki oft flutt á tónleikum nú en þurfti að upprita flest þeirra vegna þess að þau er ekki að finna í hinum hefð- bundnu bókum djassleikara. Aðgangur er ókeypis á tónleikana, sem þakka ber þeim fyrirtækjum sem styi’kja og kosta þessa stai’f- semi, sem eru: Ölgerð Égils Skalla- grímssonar, Karolína-restaurant, Akureyrarbær, KEA, Sparisjóður Norðlendinga, VSÓ-ráðgjöf á Akur- eyri og Kristján Víkingsson. Fólki er bent á að koma tímanlega til að ná sér í sæti. Ágústspá Veðurklúbbsins Búast við góðu veðri VEÐURKLÚBBURINN á Dalbæ, Dalvík, hefur sent frá sér spá fyr- ir ágústmánuð. Búast félagar í klúbbnum við að veðrið verði gott fram að 23. mánaðarins en sumir telja að mánuðurinn verði örlítið vætusamari en síðasti mánuður. Þeir telja einnig líklegt að sólskinsstundum fækki og óttast að þokuloftið sem strítt hefur Norðlendingum að undanförnu muni gera það eitthvað áfram. Varðandi vætuna vilja sumir halda því fram að síðasta vika mánaðarins verði vætusöm, þá verði einn dagur með góðu sunn- anroki og jafnvel rigningu. Höf- uðdagurinn 29. ágúst ræður miklu um veðráttu og getur veðr- ið haldist svipað næstu 20 daga á eftir. Einnig skiptir miklu máli að veðrið sé gott á Egidiusmessu, hinn 1. september, því þá verður haustið gott. Veðurklúbburinn telur að berjaspretta verði vel yfir meðal- lagi, en helst vantar vætuna. Þeir segja að ef úr rætist með úrkom- una verði seinni hluti berjatíma- bilsins mjög góður. Til gamans hefur veður- klúbburinn spáð aðeins í veðrið fyrir verslunarmannahelgina á landinu. Samkvæmt þeirri spá verður veðrið köflótt um helgina, skiptast munu á skin og skúrir. Veðrið verður mjög gott; seinni hluta helgarinnar á Norðurlandi, og þá sérstaklega á Dalvík. Einn- ig mun veðrið verða gott suðaust- anlands, austast á Austurlandi og allra vestast á Vestfjörðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.