Morgunblaðið - 03.08.2000, Page 19

Morgunblaðið - 03.08.2000, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 19 haíi hegðað sér á þennan veginn eða hinn. En enginn spyr hins vegar að því af hverju maðurinn í dýru fiitun- um hafi verið rændur,“ segir Díana og telur eins og svo margir sem koma að nauðgunarmálum að hegðun og klæðnaður þolenda fyrir nauðgunina skipti ekki máli. Þá bendir hún á þá staðreynd að allir geti orðið fyrir því að verða nauðgað óháð aldri menntun eða starfi. Þegar talið berst að íræðslu um kynferðislegt ofbeldi í skólum upplýs- ir Eyrún að þótt ekki sé gert ráð fyrir slíkri fræðslu í hefðbundnu námsefni grunn- og framhaldsskólanna séu sumir kennarar famir að taka upp efnið í námskeiðum sem nefnast lífs- leikni. Aukinheldur bendir hún á að neyðarmóttakan hafi ásamt fleiri aðil- um staðið fyrir fræðslu um kynferðis- afbrot á borð við nauðganir í fram- haldsskólum landsins að undanfómu. En telur Eyrún nauðsynlegt að fræðsla um kynferðislegt ofbeldi verði gert að skylduefni í skólum landsins? „Já, það tel ég,“ segir hún. „En reyndar tel ég að það sé ekki bara mikilvægt að fræða krakkana um það efni heldur einnig kennara, námsráðgjafa og aðra þá fagaðila sem starfa með ungu fólki því öll upplýs- ing og umræða um þessi mál hlýtur að skipta máli.“ Veigra sér við að kæra Að mati þeirra sem til þekkja veigra mörg fómarlömb sér við að leggja fram kæm til lögreglunnar í kjölfar nauðgunar. Þorbjörg Inga Jónsdóttir lögmaður tekur undir þetta sjónarmið. „Eg hef verið réttar- gæslumaður nokkurra brotaþola í kynferðisbrotamálum og veit af eigin reynslu að þolendur slíks ofbeldis veigra sér mörg hver við að leggja fram kæm. Ekki síst vegna þess að málsmeðferðin er mjög erfið fyrir þá að ganga í gegnum. Sem dæmi um það hve konur treysta sér lítið til að hafa samskipti við lögregluna vegna nauðgunar má nefna að stundum hafa leitað til mín konur sem vilja að ég komi með þeim til að leggja fram kæmna. Þær treysta sér með öðmm orðum ekki til þess einar.“ Aðspurð segir Þorbjörg Inga að í mörgum til- fellum hafi þolendur kynferðisofbeld- is ekki heldur leitað sér læknis- að- stoðar eftir að ofbeldið hafi átt sér stað og að oft komi það fyrir að fóm- arlömb treysti sér ekki til að leggja fram kæm í málinu fyrr en mörgum ámm seinna. En hvers vegna telur Þorbjörg Inga að það sé svo erfitt fyrir þolend- ur kynferðislegs ofbeldis að leggja fram kæm? „Það vakna alltaf upp öðmvísi spumingar í kynferðisbrota- málum heldur en í öðmm málum. Þegar einstaklingur er rændur spyr enginn viðkomandi hvort hann hafi aðstoðað við ránið en þegar um kyn- ferðisbrot er að ræða beinist rann- sóknin mikið að brotaþolanum sjálf- um. Hann er til dæmis spurður að því hvað hann hafi verið að gera, hvort hann hafi þekkt gerandann, hvort hann hafi átt í kynferðissambandi við hann og hvort hann hafi gert eitthvað sem hefði gefið gerandanum til kynna að hann mætti hafa við hann kynmök. Þá fylgir því greinilega mikil skömm að hafa orðið fyrir kynferðis- legu ofbeldi. Það er eins og þolendur h'ti alltaf beint í eigin barm og velti því fyrir sér hvað þær hafi gert til þess að þetta gerðist. Slíkar spumingar vakna einnig bæði hjá aðstandendum og lögreglunni sem hjálpa þolandan- um að halda þessari skoðun við.“ En em spumingar þær sem hér hafa verið nefndar nauðsynlegar rannsókninni? „Eg tel svo ekki vera,“ segir Þorbjörg Inga. „Eg get til dæm- is ekki skilið hvers vegna það skiptir máli að aðilamir hafi verið í sambúð áður en kynferðisbrotið er framið. Og ég get heldur ekki séð að það sé eitt- hvað í lögunum sem gefi tíl kynna að það skipti máli.“ Þorbjörg Inga segist heldur ekld sjá að það skiptí máli svo annað dæmi sé tekið að stúlka hafi kysst dreng fyrr um kvöldið áður en hann nauðgaði henni. „Mér finnst vera of mikil áhersla lögð á þessa þætti. Fyrir mér byrjar brotið þegar verknaðurinn á sér stað. Ég tel því að kona geti kysst mann og gert ýmis- legt með honum án þess þó að hún vilji hafa við hann samfarir. Þannig að nei þýðir nei alveg sama hvað fólk er „Mig langaði að skilja allar minningarnar eftir og byrja nýtt líf ‘ ÞAÐ var laugardagskvöld og við vinkonurnar ætluðum að fagna því að vorprófin væru búin, fyrsta árinu í framhaldsskólanum lokið! Við átt- um nóg af áfengi og ætluðum svo sannarlega að skvetta úr klaufun- um en jafnframt hétum við hver annarri því að vera saman allt kvöldið. Við hittumst seinni part dagsins og keyptum okkur drykki til að blanda í, því næst fórum við heim til mín, máluðum okkur og byrjuðum aðeins að drekka. Eg var frekar óvön áfengi og fann fljótt á mér. Við röltum í bæinn og rúntuðum um með hinum og þessum þangað til við fórum í grill- veislu á vegum nemendaráðsins. Á þessum tíma var ég orðin frek- ar drukkin og farin að missa minn- ið! Eg lét ýmislegt út úr mér sem ég hefði mátt sleppa og daðraði við strákana. Að lokum fékk vinkona mín lánaðan síma til að hringja í kærastann minn því ég var orðin of drukkin og hann sóttí mig. Eftir þetta drakk ég ekki neitt enda varla með rænu til þess og var á rúntinum með kærastanum mínum. Seint um kvöldið var ég farin að hressast aft- ur og fékk kærastann minn til að fara með mig í partý sem vinur minn ætlaði aðhalda og þar skildi hann við mig. Ég man lítið eftir par- týinu og er nánast minnislaus þang- að til ég er allt í einu stödd í hjóna- herbergi á neðri hæðinni og einn skólafélaginn minn líka. Ég man ekki hvernig þetta byij- aði allt saman en allt í einu var ég orðin dauðhrædd, hann reif í hárið á mér og kallaði mig ógeðslegum nöfnum. Svo var ég komin upp í rúm og hann sagðist ætla að fara inn í mig að aftan, ég öskraði á hann að hann mætti það ekki og var farin að hágráta. Hann hélt mér hins veg- ar niðri með því að halda um úlnlið- ina á mér og toga mig niður á hár- inu. Hann kom vilja sinum fram að framan en ætlaði svo að snúa mér við en ég barðist á móti, skelkuð og hágrátandi. Ég réð ekki við hann og var við það að gefast upp þegar vin- kona mín opnaði herbergisdymar. Hann stökk á fætur, klæddi sig og fór út. Ég hnipraði mig saman í rúminu og grét. Vinkona mín fékk mig að lokum til að klæða mig og við komum okkur út úr húsinu og löbbuðum heim til kærastans mins. Ég grét og öskraði alla leiðina, hef líklega fengið einhvers konar áfall. Þegar ég kom heim til kærastans míns ákváðum við í sameiningu að fara upp á lögreglustöð og athuga hvað lögreglan segði um málið. Lögreglan spurði mig nokkurra spuminga og tókst að róa mig nokk- uð mikið, hún kallaði eftir félags- ráðgjafa og svo var ég send í skoð- un. Eftír það fór ég heim og sofnaði. Daginn eftír fór ég á lögreglustöð- ina og Iagði fram kæm. Næstu dagar og raunar allt sumarið er í eins konar móðu fýrir mér, ég man lítið af því og hélt mig mest innan dyra. Ég treysti mér hvorki til að fara út að skemmta mér né hitta mikið af fólki. Mér var sagt að ég þyrfti að fara í eina yfir- heyrslu og svo væri mínum hluta í málinu lokið svo ég dreif yfir- heyrsluna af og sökkti mér í vinnu. Ég ákvað að flytja í burtu frá bænum því ég vildi ekki þurfa að horfa upp á þennan skólafélaga minn á hverjum degi. Mig langaði einfaldlega að fara í burtu, skilja allar minningarnar eftir og byija nýtt líf. Ég vissi líka að ýmislegt var kjaftað í bænum og margar sögum- ar voru ekki fallegar. Mér fannst ég ónýt, skítug og ég þorði ekki að horfa framan í fólk. Ef einhver spurði hvemig mér liði svaraði épr því alltaf þannig að mér liði vel. Eg frysti allar tilfinningarnar inni og hugsaði sem svo að það hlyti allt að lagast þegar ég flytti í burtu. Ég neitaði allri sálfræðiaðstoð en fór þó í fjögur skipti á fundi tíl félags- ráðgjafa. Undirskriftarlisti íbæjarblaðinu Ég fór á eitt ball þetta sumar sem endaði með því að ég brjálaðist og fór að hágráta þegar ég sá X. Lög- reglunni, sem vissi allt um málið, tókst að róa mig niður og keyrði mig heim. Ég veit ekki hvað hefði gerst þetta kvöld ef lögreglan hefði ekki reynst mér svona vel. I lok suraarsins pakkaði ég öllu niður og fiutti með kærastanum mínum til Reykjavíkur og byijaði í nýjum skóla. Allt virtist ganga vel en ég var hætt að sjá nokkurn til- gang með neinu sem ég gerði, ég var hætt að brosa og mér fannst allt svoerfitt. Ég beið alltaf eftír því að tíminn liði og allt myndi lagast aftur. I lok október hringdi lögfræðing- urinn minn í mig og sagði mér að ég þyrfti að koma í aðra yfirheyrslu. Skólafélaginn fyrrverandi sem hafði í fyrstu játað allt á sig hafði fengið sér nýjan lögfræðing og neit- aði nú að þetta hefði verið nauðgun. Nýi lögfræðingurinn krafðist þess að ég kæmi í yfirheyrslu og þrátt fyrir að lögum samkvæmt ætti ég aðeins að þurfa að fara í gegnum eina yfirheyrslu þurftí ég að mæta í annað skipti. f yfirheyrslunni brotn- aði ég saman þar sem ég þurfti að rifja upp atburði sem ég hafði lagt svo hart að mér við að gleyma. Mér var ráðlagt að Ieita til Stígamóta og í lok nóvember fór ég á fyrsta fund- inn. Ég ákvað að fara heim í jólafrí- inu til að vera með fjölskyldunni um jólin. 30. desember var dómurinn kveð- inn upp, ég beið heima eftir sím- hringingu ásamt kærastanum mín- um, mömmu minni og tveimur vinkonum, önnur þeirra var sú sem hafði komið að nauðguninni. Þegar lögfræðingurinn minn hringdi og sagði mér að ég hefði unnið málið, grét vinkona mín, spennufallið var svo mikið. Og ég hélt að núna hlytí þetta loksins að vera búið. Um áramótin fór ég út að skemmta mér en það endaði ekki betur en svo að ég varð fyrir aðkasti og ég fór heim grátandi og leið hörmulega. Ég var fegin þegar jóla- frfið var búið og ég komst aftur til Reykjavíkur. I janúar hringdi presturinn í heimabænum mínum í mig og sagði mér að það gengi undirskriftarlisti um í bænum þar sem yfir hundrað manns hefðu skrifað undir og lýst yfir stuðningi sfnum við X. Yfir- skriftin var: „Við trúum og treyst- um á það að réttlætíð sigri að lok- um“. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum og þegar hann spurði mig af hveiju allir væru að snúast gegn mér gat ég ekkert sagt. Hvcrnig áttí ég að vita það? í mínum huga hafði réttlætinu verið fullnægt og ég skildi ekki af hveiju fólk sem hafði ekki hugmynd um hvernig málum væri háttað gæti tekið sig til og safnað undirskriftum til stuðn- ings við strákinn sem hafði nauðgað mér. Ég bað prestinn um að koma í veg fyrir að listinn yrði birtur því ég vissi ekki hve mikið meira ég gæti þolað. Það tókst hins vegar ekki. Listinn birtist f bæjarblaðinu dag- inn eftir 18 ára afmælisdaginn minn og um svipað leyti sagði lögfræð- ingurinn mér að X hefði áfrýjað málinu til Hæstaréttar og fengið sér sama lögfræðing og hefði unnið „prófessorsmálið" fræga. Við það datt ég niður í eitthvertþunglyndi og mætti ekki á fundi til Stígamóta í rúmlega mánuð, ég gerði mér grein fyrir því að þetta yrði aldrei „búið“ og fannst enginn tilgangur í neinu. Það er undarleg tilviljun að dag- inn sem listinn kom út ætluðu mamma og pabbi að senda mér list- ann í pósti, listinn barst aldrei til mfn, hann komst aldrei út af póst- húsinu heldur var sendur heim til mömmu og pabba nokkrum dögum seinna. Þetta er í eina skiptið og fyrr og síðar sem póstur frá for- eldrum mfnum hefur verið endur- sendur til þeirra og ekki komist til mfn. Fjölmiðlar komast f málið I mars var hringt í mig frá Stíga- mótum og mér var boðið að taka þátt f sjálfshjálparhóp ásamt fimm stelpum sem hefðu svipaða reynslu og ég. Þá var ég farin að átta mig á því að eitthvað þyrfti ég að gera, ég gat ekki verið f þessu ástandi enda- laust. Ég sló til og tók þátt. Hópur- inn reyndist vera alveg yndislegur og hann hjálpaði mér heilmikið. Ég fór að sætta mig við nauðgunina og að ég þyrfti að vinna mig út úr henni. Ég hafði líka alltaf verið mjög upptekin af því að ég hafði verið drukkin ogþar sem ég myndi ekki hvað gerðist milli mfn og skóla- félagans áður en nauðgunin átti sér stað gætí allt eins verið að ég hefði „boðið“ upp á þetta. Ég fór að gera mér grein fyrir því að það skiptí engu máli, ég hafði sagt nei og þrátt fyrir það verið tek- in með valdi. Og smám saman fór mér að líða betur. Daginn sem Hæstiréttur kvað upp dóminn gat ég ekki einbeitt mér í skólanum heldur sat og starði út í loftið, vissi ekki hveiju ég átti að búast við. Því allt virtist hafa far- ið öfugt við væntingar mínar hingað til. Það var þó mikil huggun í því að ég vissi að fimm aðrar stelpur með svipaða reynslu og ég hugsuðu til mín. Ég var á leiðinni í vinnuna þegar sfminn hringdi og mér var sagt að ég hefði unnið málið í annað sinn. Ég var glöð en fannst ég algjörlega tóm, vissi ekki hveijar afleiðingarn- ar gætu verið í þetta skiptið. Ég fór ekki heim um páskana, gat ekki hugsað mér að vera í fyrrverandi heimabænum mfnum þar sem ég gat búist við hveiju sem var. I aprfi komust Qölmiðlar f málið og vildu taka viðtal við mig, bæði í sjónvarpi og með blaðagrein. En ég var búin að fá nóg og vildi fá að vera í friði. Þrátt fyrir það birtust fréttir af atburðunum á forsíðu DV nokkra daga f röð og þar að auki var málið mitt aðalgreinin í einu helgarblað- inu. Það fyllti mælinn og ég fékk enn eitt áfallið, var bálreið annan dag- inn en hágrét þann næsta, fór í gegnum allan tilfinningaskalann á nokkrum dögum. Tilfinningar sem ég hafði lokað á og ekki getað tekist á við sumarið eftir nauðgunina. Blaðagreinarnar voru þó ekki al- slæmar því ég fékk mikið af símtöl- um frá fólki sem hafði svipaða reynslu, bæði héma innanlands og utan og það styrktí mig mikið. Fólk- ið mitt var líka duglegt að hringja í mig og athuga hvemig ég hefði það. Ég fór ekki heim í sumarfrfinu og get ekki hugsaðmér að fara heim næstu mánuði. Ég býst við að ég eigi aldrei eftir að fara þangað til langs tfma. Ég hef lítið samband við vini mína sem búa enn á staðnum og satt að segja veit ég ekki hveija ég get talið vini mfna og hveija ekki. Ég er reið og ég er sár og vil ekki gera sjálfri mér það að rífa upp sár- in sem eru rétt að byija að gróa. búið að gera á undan.“ Þorbjörg Inga tekur þó fram að þrátt fyrir að það sé margt í kæruferlinu sem sé erfitt fyr- ir þolendur kynferðisbrota hafi all- nokkur réttarbót átt sér stað í þess- um málaflokki hér á landi á síðustu árum. Skemst sé að minnast lögfest- ingar þess, í maí á síðasta ári, að allir þolendur kynferðisbrota hafi rétt á að fá skipaðan réttargæslumann sér að kostnaðarlausu. Áður hafi þolendur sjálfir þurft að bera kostnaðinn af því að vera með lögmann sér til aðstoðar. Sannanir ekki nægilegar Aðspurð segir Þorbjörg Inga að hægt sé að kæra nauðgun fjórtán ár- um eftir að brotið hafi átt sér stað og enn fremur að hægt sé að kæra mis- neytingu fimm árum eftir að brotið átti sér stað en fyming brota er miðað við þann refsiramma sem brotunum er búinn í lögunum. Þegar hún er spurð að því hvort al- gengt sé að þolendur ákveði að leggja fram kæru mánuðum eða jafnvel ár- um eftir að brotíð hafi verið framið segir hún svo vera. .Ástæðan er m.a. sú að þær eiga það til að ásaka sjálfa sig vegna þess sem gerðist og eru lengi að jafna sig og átta sig á því að það var ekki þeim að kenna. Þá eru þetta gjaman ungar stúlkur sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi en þær eru oft hræddar og viðkvæmar í kjölfar ofbeldisins og veigra sér við að kæra.“ Þorbjörg Inga tekur undir það að lítill hluti kæra kynferðisbrota leiði til ákæru á hendur ofbeldismanninum. Ástæðuna segir hún vera þá að í mörgum tilvikum séu sannanir fyrir sök ekki nægilegar. „í lögum um meðferð opinberra mála segir að sak- sóknari eigi ekki að gefa út ákæru nema hann telji líklegt að ákæran leiði til sakfellingar þegar málið kem- ur fyrir dóm.“ Þorbjörg Inga tekur dæmi og segir að þegar málið byggist einungis á orði gegn orði geri laga- reglan ráð fyrir því að ekki verði farið áfram með málið fyrir dóm. Allur vafi er þannig túlkaður meintum geranda í vil. „Ég vil þó alls ekki gefa konum þau skilaboð að það sé vonlaust að kæra þó ekki liggi fyrir önnur sönn- unargögn en vitnisburður þeirra heldur eiga þær að láta reyna á það í hvert skiptí hvað rannsókn málsins geturleittí ljós.“ Margir telja að ein veigamesta reglan sem gildi um meðferð saka- mála sé sú að sönnunarbyrði um sök hvíli á ákæruvaldinu. Þorbjörg Inga er þó ein þeirra sem telur að sú regla komi ekki til móts við þau brot sem tengjast kynferðislegu ofbeldi. Vegna hennar sé erfiðara að gefa út ákæru á hendur meintum brotamanni og refsa honum. „Kynferðisbrot eru í eðli sínu þannig - miklu fremur en önnur brot - að þau eru framin þar sem enginn sér tU. Brotamaðurinn sér tU þess að enginn verði vitni að atburðinum ekki síst ef hann er að brjóta af sér gagn- vart bömum.“ Þorbjörg Inga ítrekar að til þess að hægt sé að leggja fram ákæru í kynferðisbrotamáli þurfi að vera fyrir hendi sönnunargögn á borð við líkamlega áverka eða vitni en vegna eðUs brotsins sé sUkum gögn- um sjaldan tíl að dreifa. Þegar Þorbjörg Inga er spurð um þyngd dóma í kynferðisbrotamálum segist hún ekki hafa orðið vör við það að þeir hafi verið að þyngjast á und- anfomum ámm þótt þeir hafi greini- lega þyngst sé tU lengri tíma litið. TU dæmis á síðustu tuttugu tíl þrjátíu ár- um. Eins og fyrr var tæpt á er refsing vegna kynferðisbrota metin út frá því hvort um nauðgun eða misneytingu var að ræða. Aðspurð segir Þorbjörg Inga að refsing fyrir ofbeldisfuUa nauðgun getí verið í kringum þriggja ára óskUorðsbundið fangelsi en refs- ing fyrir misneytíngu sé sjaldan meiri en eins árs fangelsisvist. Þegar Þor- björg Inga er spurð að því hvort hún telji rétt að gera slíkan greinarmun á nauðgun annars vegar og misneyt- ingu hins vegar segir hún: „Mér finnst lagalega séð ekkert slæmt að gera greinarmun á kynferðisbrotum með þessum hætti og að brotin séu flokkuð eftir því hversu ofbeldisfull þau em. Á hinn bóginn tel ég að refsi- ramminn vegna misneytingar mætti vera þyngri en hann er vegna þess að þolandinn upplifir misneytingu sem nauðgun alveg eins og þeir sem verða fyrir nauðgun.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.