Morgunblaðið - 03.08.2000, Side 20

Morgunblaðið - 03.08.2000, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR „Eg þarf að læra að treysta á ný“ „MÉR hefur verið nauðgað og núna er ég ólétt.“ Þetta var það síðasta sem ég hugsaði áður en veröldin hrundi í kringum mig. I þrjár vikur hafði ég gengið um í algjörri afneitun og ætlað mér að gleyma þessari hræðilegu lífs- reynslu. Ég trúði því virkilega af öllu mínu hjarta að það væri hægt. „Svona lagað kemur ein- faldlega ekki fyrir mig!“ hugsaði ég. En þegar ég sat þarna með þungunarprófið í höndunum sem staðfesti ástandið rann upp fyrir mér að ég yrði að gera eitthvað í málunum. Þegar ég skrifa þetta eru ná- kvæmlega sjö mánuðir si'ðan at- burðurinn átti sér stað eða á ann- an í jólum sl. Ég hafði farið út á lífið með hópi af vinum um kvöld- ið og eins og oft gerist orðið við- skila við alla. Ég hitti þá strák sem ég hafði þekkt lítiilega í 1-2 ár. Hann var líka búinn að týna vinum sinum og búinn að missa af fari heim. Þar sem ég bý stutt frá bænum bauð ég honum að bíða eftir leigubíl heima hjá mér. Þessu boði mun ég sjá eftir alla ævi. Það endaði með því að eng- inn leigubíll kom og hann ætlaði þá að fá að gista á sófanum. f morgunsárið vakna ég upp við það að hann hafði tekið sér það bessaleyfi að sofa hjá mér án þess að fá samþykki hjá mér. Það var ekki fyrr en hann var búinn að Ijúka sér af að ég gerði mér grein fyrir því hvað hefði verið að ger- ast. Siðferðiskenndin öskraði á mig. „Hann var að nauðga þér!“ Ég fór í sturtu og reyndi að þrífa þessi öskur úr mér, en sama hvað ég reyndi að skrúbba mikið fannst mér ég ennþá uppfull af drullu og ógeði. Ósjálfrátt án þess að gera mér grein fyrir því var ég komin á fullt í bullandi afneitun. Eins og ég sagði áðan var það ekki fyrr en ég komst að því að ég væri ólétt að ég varð að horfast í augu við það sem hafði gerst. Við tóku endalausar andvökunætur, ég mætti ekkert í skólann vikum saman. Dagarnir runnu einhvern veginn bara saman við næturnar. I þrjá daga samfleytt jjurfti ég að segja sjálfri mér aftur og aftur hvað hefði gerst til að trúa því. Ég þurfti auðvitað að byrja á því að takast á við óléttuna, sem hefði verið nógu erfitt mál út af fyrir sig. Auðvitað kom aldrei neitt annað til greina en að fara í fóst- ureyðingu. Fyrir mér var þetta ekki líf sem var að vaxa innan í mér heldur einhver óvelkomin frumubreyting sem ég varð að losa mig við. Ég gekk í gegnum öll viðtölin og læknisskoðanirnar uppi á spítala í hálfgerðri leiðslu. Þótt allt starfsfólkið tæki sérstak- Iega vel á mér vegna aðstæðna minna fannst mér þetta allt svo óþægilegt og ósanngjarnt. Öllu þessu var bókstaflega troðið upp á mig. Á sjálfan aðgerðardaginn varð ég í eina skiptið á þessum sjö mánuðum eitthvað reið út í strák- inn sem gerði mér þetta. Þegar ég vaknaði eftir aðgerðina alein inni á einhverri myrkvaðri stofu með fullt af tækjum í kringum mig og kvalin í maganum vor- kenndi ég sjálfri mér, í fyrsta skipti síðan þetta gerðist, af öllu hjarta. Þarna lá ég ósjálfbjarga, mjög veik andlega og lfkamlega, bara af því að ég leyfði mér að treysta. Það er nokkuð sem ég þarf núna að læra upp á nýtt. Vikuna eftir aðgerðina var ég mjög veikburða og kvalin, lfkleg- ast vegna þess að andlega hliðin hafði engan styrk til að takast á við neitt. Þegar ég hafði jafnað mig lfkamlega varð ég allt í einu mjög upptekin af því að reyna að bregðast sem „réttast" við nauðg- uninni. Svona eins og ég ætti bara að kunna það. Þannig liðu næstu vikur. Ég veit ekki hvað gerðist en allt í einu var ég búin að ákveða að ég skyldi segja öllum þeim sem ég treysti og umgekkst mest frá því sem gerst hafði. Eftir á litið var það í rauninni það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig í sambandi við þetta mál. Flestir sýndu mér skilning og það veitti mér styrk, sumir sneru sér þó undan og létu eins og þetta hafði aldrei gerst og það særði mig mikið. En í hvert sinn sem ég sagði einhverjum frá þessu með- tók ég hvað ég var að ganga í gegnum og hætti að líta á þetta sem einhvern fjarlægan, óskýran atburð. Styrkur minn lá í að tjá mig um atburðinn og leyfa þeim tilfinningum að koma sem þurftu að koma. Auðvitað gekk það stanslaust upp og niður. Suma dagana grenjaði ég út í eitt en aðra fannst mér þessi reynsla bara hluti af mér og lífi mínu. Það fór aðallega eftir því hvernig fólk var við mig á þessum tfma. Þegar ég fékk umhyggju og skiln- ing hjá fjölskyldu og vinum varð ég sterk og tók stórar ákvarðanir um hvernig ég ætlaði mér að leysa þetta vandamál og þeim ákvörðunum held ég enn í dag. En þegar fólk gerði lítið úr þessu og gerði mér þetta erfiðara en þetta var brotnaði ég niður og fannst þetta allt saman vonlaust. Atburðurinn mun alltaf fylgja mér Eitt af þessu ómerkilega sem ég upplifði var sjálft kerfið. Þá er ég að tala um lögin í þessu þjóðfélagi en ekki stuðningskerfið. Það brást mér á allan hugsanlegan hátt. Þegar ég loksins mannaði mig upp í að kæra gerandann var mér hálfpartinn ráðlagt að gera það EKKI! Ég fékk þær upplýsingar hjá lögfræðingi að það skipti í rauninni engu máli hvað ég segði í yfirheyrslum, málið yrði fellt niður um leið og hann myndi neita. Hann sagði mér líka að það myndi ekki gera neitt fyrir mig þó að hann hefði verið ákærður fyrir nauðgun áður. Ég skildi ekki og mun aldrei skilja þessi vinnu- brögð. Á mér hefur verið framinn annar alvarlegasti glæpur sem hægt er að fremja og þeim seka er trúað þrátt fyrir að aðeins 2% ákæra sem koma inn á borð séu ósannar. Eftir þetta hætti ég við að kæra. Ég sá einfaldlega ekki tilganginn í því lengur og mér fannst það bara bjóða upp á enn meiri niðurlægingu að halda áfram með málið. Ég ákvað þá að fara að vinna algjörlega með sjálfa mig og reyna að gleyma honum, sjálfum gerandanum. Ég komst í sjálfshjálparhóp niðri í Stígamótum þar sem við hittumst sex stelpur í hverri viku og unn- um úr okkar sameiginlegu en samt sem áður ólíku reynslu. Það hjálpaði mér alveg rosalega mikið og ég ráðlegg öllum stelpum sem eru að burðast með slíka reynslu að leita til Stígamóta. Að fá að tala og tjá sig eftir svona hrylli- lega erfitt og sársaukafullt áfall getur gert kraftaverk. I dag er ég í ágætu jafnvægi miðað við aðstæður. Ég veit að þessi atburður á alltaf eftir að fylgja mér og það er nokkuð sem ég verð að sætta mig yið og hef að mörgu leyti gert. Á hinn bóg- inn er svo margt sem ég þarf að læra upp á nýtt, eins og til dæmis að treysta öðrum og fá sjálfs- traustið aftur. Ég stóð t.d. sjálfa mig að því um daginn, eftir að hafa gert heiðarlega tilraun til þess að reyna að vera skotin í strák aftur, að ég var bara skotin í honum af því að hann hafði aldrei sofið hjá stelpu. Þá fannst mér eins og hann myndi ekki sjá hvað ég væri „óhrein“. Ég veit að þetta er þvæla en svona leið mér virkilega. Það eru svo margar svona ranghugmyndir sem ég er að læra að losa mig við. Og það á örugglega eftir að taka langan tfma. Atburðurinn var í rauninni minnsta málið í þessu öllu saman. Hann gekk sjálfur mjög hratt og átakalaust en bara á þessu eina andartaki var búið að svipta mig öllu sakleysi, sjálfstrausti og virð- ingu. I staðinn fékk ég heilan helling af niðurlægingu, skömm, ótta, tortryggni og ósjáanlegum óhreinleika. Þarna upplifði ég til- finningar sem ég vissi ekki að hægt væri að finna fyrir, þær voru svo sárar. „Líkaminn hefur sitt minni“ ÞAÐ var laugardagskvöld, 11. maí. 10. bekkur var að klárast og sumar- ið blasti við. Ég var hrein mey en var farin að hugsa svolítið um hvernig það væri nú að hafa samfar- ir. Mér fannst mjög spennandi að smakka vúi og fara niður í miðbæ á helgarkvöldum. Ég bjó í bæ á höfuð- borgarsvæðinu og þar fór ég í partý þetta kvöld. Ég ætlaði að gista hjá vinkonu minni yfir nóttina því að hún mátti alltaf vera lengur úti en ég. Við byijuðum að drekka í partý- inu og fórum svo niður í bæ. Þar hitti ég strák sem ég kannaðist við úr mínum heimabæ. Við byijuðum að spjalla og fyrr en varði vorum við farin að haldast í hendur. Hann var sjö árum eldri en ég og mér fannst hann mjög spennandi. Við fórum sfðan saman heim til hans, í Foss- voginn. Ég tók það skýrt fram að ekkert væri að fara að gerast annað en að við værum að fara að sofa. Hann sagðist hafa sofið hjá svo mörgum stelpum að honum væri al- veg sama. Við vorum bæði drukkin. Við fórum aðeins að kela og ég tók þá ákvörðun að leyfa honum að stinga honum inn. Það var hrika- Iega sárt. Eftir smástund bað ég hann að hætta... en hann hélt áfram. Ég reyndi að ýta honum af mér en hann hélt mér fastri og hélt áfram. Ég grátbað hann að hætta en hann sagði: „Ég ætla að venja þig við. Það er miklu betra að ég geri það heldur en einhver lítill strákur sem veit ekkert hvað hann er að gera. Ég fór að gráta og reyndi að ýta honum af mér. f látunum datt ég á gólfið og hann kom strax á eftir mér og hélt áfram. Ég lamdi í hann en hann sagði bara sömu setning- una aftur. Eg hélt áfram að biðja hann að hætta en allt kom fyrir ekki. Ég var alveg að gefast upp. Þá gerðist það ótrúlega, mér tókst að höfða til þeirrar litlu samvisku sem í honum bjó þegar ég sagði: „ Vilt þú gera eitthvað við mig sem ég vil ekki?“ Þá hætti hann. Það var svo mikill léttir. Ég man ekki hvað gerðist svo. Ég grét í hljóði og svo hef ég sennilega sofnað.Ég hafði enga orku til að hugsa. Ég vaknaði svo örfáum klukkustundum seinna og fylltist viðbjóði þegar ég sá hann. Hann steinsvaf. Strax þarna hvarfl- aði ekki að mér að hann hefði á nokkurn hátt brotið á mér, afneit- unin hófst. Ég vildi komast út en ég hafði ekki hugmynd um hvemig ég ætti að komast í strætó kl. 8:30 á sunnudagsmorgni og enga hafði ég peninga fyrir leigubfl. Þá birtist bjargvætturinn. Bróðir hans var vaknaður og sagðist vera á lciðinni á hestamót nálægt heimilinu mfnu. Mikið var ég fegin. Þar sem ég hafði ætlað að gista hjá vinkonu minni gat ég ekki farið strax heim. Ég fann mér samastað þar til tíminn leyfði mér að fara heim. Kl. 13:00 mætti ég svo til vinnu eins og ekkert hefði í skorist. Dagurinn leið í móki. Ég man voðalega lítið eftir honum. Það sem tók við eftir nauðgunina var fullkomin afneitun. Ég sagði vinkonunum að nú hefði ég misst meydóminn og að allt væri í fínu lagi. Svona kemur ekki fyrir mig! Vinkonur mínar hittu hann svo nokkrum dögum seinna og minntust á mig en hann þóttist ekkert við mig kannast. Viku eftir atburðinn sá ég hann svo niðri í bæ. Ég var drukkin og fór strax að hágráta. Ég hljóp að honum og sló hann eins fast og ég gat. Ég vissi ekki að ég væri svona sterk. Þarna hefur undirmeðvitund- in sennilega tekið völdin því að ég sagði við hann að hann hefði stolið lífinu mínu. Það hefði ég ekki viður- kennt daginn áður og viðurkenndi það heldur ekki næstu árin. Þegar ég var spurð hvað hann hefði unnið sér til saka var það bara vegna þess að hann þóttist ekki muna eftir mér. Það var hann semsvafhjá mér! Svo mikil var afneitunin að næst þegar ég sá hann lét ég eins og ekk- ert væri og spjallaði um daginn og veginn. Hann forðaðist mig hins vegar eins og hann gat. Einhvem tímann minntist vinur hans á að ég hefði sofið hjá honum og þá virðist undirmeðvit undin aftur hafa náð tökum því að ég sagði: „Ég svaf ekki hjá honum, það var hann sem svaf hjá mér.“ Stuttu eftir atburðinn fór mig að klæja mikið við kynfærin. Mér var ráðlagt að leita á húð- og kynsjúk- dómadeildina sem ég svo gerði. Ég vildi óska að ég hefði aldrei þurft að fara þangað. Eg útskýrði vandamál- ið og var spurð hvort að möguleiki væri á smiti. Ég neyddist til að játa. Þá var útvíkkunartæki komið fyrir í leggöngunum og þau víkkuð út. Ég rak upp óp og tárin þrýstu sér fram. Það var ólýsanlega sárt. Ég fann ekki aðeins líkamlega til heldur nísti þetta í hjartað. Sem betur fer var ég ekki með neinn kynsjúkdóm aðeins sveppasýkingu. Eg gekk út með tárin i augunum og lofaði sjálfri mér að þetta þyrfti ég aldrei aftur að gera. En það var ekki satt. Ég fór örsjaldan heim með strák- um eftir þetta og tók þá alltaf skýrt fram að ekkert væri að fara inn í mig. Að öðru leyti þóknaðist ég þeim alveg. Mér fannst það mín skylda að gera þá ánægða til þess eins að fá að kúra hjá þeim eftir það, örugg. Mér leið alls ekki vel en ég átti gott með að fela vanlíðanina, bæði fyrir sjálfri mér og öðrum. Ári eftir atburðinn fór ég að vera með strák. Við vorum lengi saman áður en nokkuð gerðist í kynlífinu. Þegar á reyndi kom í ljós að það gat ekkert farið inn í leggöngin mín, ekki einu sinni litli putti. Um leið og eitthvað kom nálægt þeim fann ég rosalegan sársauka. Ég sagði kærastanum frá minni fyrstu kynlífsreynslu en tók það skýrt fram að þetta hefði ekki verið nauðgun. Svona kemur ekki fyrir mig! Eg leitaði aftur niður á húð- og kynsjúkdómadeild. Það var alveg jafnhrikalegt og ári áður. Mér var ráðlagt að leita til kvensjúk- dómalæknis. Aftur gekk ég út með tárin í augunum og það leið mjög langur tími þar til ég gat farið aftur til læknis. Ég fór fjórum sinnum til læknis áður en nokkur gat svarað mér. Allir gáfu mér smyrsl og/eða stfla sem ég átti að nota en það var allt of sárt. Ég kláraði aldrei skammtana. Svo að lokum sagði læknir mér að ég væri með leg- gangakrampa sem væri sálrænn kvilli fremur en andlegur. Líkaminn hefur sitt minni. Hann sagði að ég þyrfti að æfa mig sjálf þar til leg- göngin réðu við að eitthvað kæmi nálægt þeim. Ég reyndi en það var allt of erfitt, allt of sárt. Stuttu seinna hættum ég og kærastinn minn saman og þá prísaði ég mig sæla yfir að þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu lengur. En túninn leið og ég fór í annað samband. Þá þurfti ég aftur að hugsa um vand- ann og ég bað kærastann um að styðja mig. Eftir nokkra mánuði og mikið erfiði tókst mér í fyrsta sinn á ævinni að hafa samfarir sársauka- laust. Það var daginn eftir að ég við- urkenndi að mér hefði verið nauðg- að. Ég var viss um að það hefði verið nóg að segja einu sinni að mér hefði verið nauðgað, svo gæti ég haldið áfram að bæla tilfinningarnar niðri. Ósjálfrátt fór ég í þóknunar- hlutverkið í kynlífinu og stundaði það oft án þess að langa til. Tveimur mánuðum seinna fór ég aftur að finna til við samfarir. Stuttu seinna lauk sambandinu og aftur var ég ánægð með að geta haldið áfram að grafa vandann. En það kom aðþví að ég eignaðist annan kærasta. Ég fann þá að líkamlegi vandinn var orðinn enn stærri. Ég útskýrði þetta fyrir hon- um en minntist ekki orði á nauðgun- ina. Svona kemur ekki fyrir mig! Við höfðum af og til samfarir, stundum fann ég mikið til, stundum lítið, stundum ekki neitt. Á tímabili virtist allt vera að lagast en þá skaut vandinn aftur upp kolllinum og sársaukinn jókst. Það var eins og ég og líkaminn værum aðskilin. Hann mundi það sem ég vildi ekki muna og reyndi stöðugt að minna mig á það. Fannst saga mín ekki nógu Ijót Svo kom það upp að vinkonu minni var nauðgað. Hún sagði mér frá því og ég brotnaði strax niður og sagði henni frá mínum vanda. Ég fann þarna manneskju sem hafði upplifað sama sársauka og ég og það veitti mér styrk. Þá, næstum fjórum árum eftir atburðinn, leitaði ég mér hjálpar. Ég leitaði til Stíga- móta og mætti þar því hlýja viðmóti sem einkennir staðinn. Ég var spurð af hveiju ég hefði ekki komið fyrr. Svarið var einfalt: „Ég gerði mér ekki grein fyrir að það hefði verið brotið á mér og mér fannst mín saga ekki nógu ljót.“ Konan sagði mér að nánast öllum stúlkum finnist sín saga ekki nógu Ijót hversu hrikaleg sem hún er. Mér leið mikið betur þegar ég gekk út. Ég sagði kærast- anum fráþessu en enginn fékk að vita það nema hann og vinkona mín sem var með sömu reynslu. Svona kemur ekki fyrir mig! Mér var boðið að taka þátt í sjálfs- hjálparhópi í Stígamótum. Þar kynntist ég fimm yndislegum stelp- um sem búa yfir sömu reynslu og ég. Það var farið yfir ýmsa þætti sem tengdust nauðguninni bæði beint og óbeint. Það var rosalega erfitt. I hvert skipti sem ég gekk út var eins og þungu fargi væri af mér létt. Alltaf varð andlega byrðin minni og minni. Kynlífið stóð í stað og einn daginn leitaði ég til læknis. Ég hafði komið til hans tveimur ár- um áður og þá hafði hann spurt mig SJÁSÍÐU56

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.