Morgunblaðið - 03.08.2000, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.08.2000, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ Mikið hefur dregið úr kvótaviðskiptum Minni eftirspurn vegna aukinnar skuldsetningar MIKIL skuldsetning sjávarútvegs- fyrirtækja veldur því að verulega hefur dregið úr spurn eftir afia- heimildum að undanförnu. Tals- menn lánastofnana segja að ekki hafi orðið breyting á útlánastefnu til kvótakaupa, heldur séu sjávar- útvegsfyrirtækin sjálf varkárari í viðskiptum með kvóta, m.a. vegna hás verðs og niðurskurðar á heildarafla. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur lítil hreyfmg verið í viðskiptum með aflaheim- ildir að undanförnu, ólíkt því sem venjulega gerist undir lok fisk- veiðiárs. Til dæmis hefur verð á varanlegum þorskkvóta lækkað nokkuð undanfarnar vikur. Erlendur Magnússon, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu Íslandsbanka-FBA, segir að ekki hafi orðið róttækar breytingar á útlánastefnu fyrirtækisins. „Við höfum gengið út frá því að lána fyrst og fremst út á greiðslugetu lántaka. Hún ræðst af þeim tekjum sem hann myndar og þeirri framlegð sem hann nær. Bankarn- ir sem mynda Íslandsbanka-FBA höfðu nokkuð ólíka aðferðafræði hvað þetta varðar en niðurstaðan var hinsvegar í báðum tilfellum að líta einkum til greiðslugetu og veð- stöðu lántakans." Erlendur segir að þegar litið sé á sjávarútveginn í heild sé Ijóst að skuldsetning í greininni hafi aukist meira en fjárfestingar í fastafjár- munum. Lánsgeta í greininni sé því ekki eins mikil og áður. Erlendur bendir á að mikil hag- ræðing hafi orðið innan sjávarút- vegsins á undanförnum misserum. Hann dregur í efa að markaðsverð á aflaheimildum hafi verið raun- hæft, enda hæpið að slíkt verð skili viðunandi arðsemi. „Kvóta- verð hlýtur að taka mið af því hveru mikinn hagnað má mynda með þessum verðmætum. Mark- aðsverð á aflaheimildum endur- speglar að mínu mati jaðarvið- skipti eða þegar útgerðin er að hagræða í kvótasamsetningu sinni. Pað má síðan velta því fyrir sér hvort sú hagræðing sem þegar hefur átt sér stað leiði til þess að þörfin fyrir jaðarviðskipti minnk- ar,“ segir Erlendur. Dregið úr spurn eftir kvóta Magnús Halldór Karlsson hjá Viðskiptastofu Landsbankans tel- ur ekki að um vísvitandi stefnu- breytingu sé að ræða hjá lána- stofnunum, heldur hafi dregið úr eftirspurn innan greinarinnar sjálfrar. Hann bendir á að útlána- aukning hafi verið mikil undan- farin ár og sjávarútvegurinn sé orðin mjög skuldsettur. Hann seg- ir kvótafærslur að mestu hafa átt sér stað með kaupum sjávarút- vegsfyrirtækja í hlutabréfum ann- arra fyrirtækja og með sameining- um en ekki beinum viðskiptum. „Eins getur ástæðan verið sú að útgerðin fari sér hægt eftir ákvörðun um niðurskurð í þorsk- afla. Auk þess má ætla að hátt verð á varanlegum heimildum geri það að verkum að eftirspurnin minnkar,“ segir Magnús. Heidelbeitj f Þú kaupir 2 Heidelberg salatsósur 500ml og færð salatskeiðar með Á meðan birgðir endast FJARÐARKAUP Ferö til fjárl A u Minnum á, að auglýsingapantanir fyrir sérblaðið Heimili/fasteignir, sem kemur út miðvikudaginn 9. ágúst, þurfa að berast fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 3. ágúst. Sltagtmfrliibifr AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Mar Gengið frá eftir slaka vertíð „VERTÍÐIN var léleg, miklu lélegri en sú í fyrra sem þó þótti afleit," sagði Hilmar Ágústson, trillukarl á Erninum II ÞH frá Raufarhöfn, þeg- ar Verið spjallaði við hann á dögun- um. Hann var þá að ganga frá og þrífa eftir grásleppuna og gera klárt fyrir næsta úthald. „Við voru tveir karlarnir hér um borð og aflinn var rýr, aðeins um fjögur tonn. I ofanálag var verðið á hrognunum afskaplega lágt. Við seldum hrognin til Strýtu á Akureyri og fengum 34 þúsund krón- ur fyrir tunnuna. Til samanburðar má nefna að árið 1997 fengust yfir 70 þúsund krónur fyrir tunnuna.“ Níu bátar gerðu út á grásleppuna frá Raufarhöfn í vor og sagði Hilmar aflann víðast hafa verið slakan. Hilm- ar sagðist sjálfur vera að gera klárt á færaskak en kvótinn væri þó ekki mikill. „Ég á sáralítinn þorskkvóta eftir, aðeins um 4 tonn, og ætla að mjatla þetta smáræði inn í sumar. Ég fékk dálítið af þorski í netin í haust og síð- an er alltaf slæðingur í grásleppunet- in. Þannig er þetta hjá flestum og það verður lítið um að vera hjá okkur í sumar, menn verða bara að bíða þol- inmóðir eftir 1. september og nýju fiskveiðiári," sagði Hilmar. Aukin fískneysla NEYSLA sjávarfangs í Banda- ríkjunum jókst á siðasta ári um sem nemur 3,6% samkvæmt upp- lýsingaveitu bandarísku fiskis- tofunnar. Fiskneyslajókstúr 14,9 pundum í 15,3 pund á mann, en það er í fyrsta skipti sem fiskneysla á mann í Bandaríkjunum er meiri en 15 pund. Á síðasta ári neyttu Bandaríkjamenn 4,2 milljarða punda af sjávarfangi. I upplýsingunum kemur einnig fram að af 15,3 pundunum voru 10,4 ferskur fiskur, frosinn fiskur eða skelfískur, 4,6 pund var niður- soðinn og 0,3 pund voru Iöguð. Neysla jókst á rækju, laxi, steinbíti, skelfiski, hörpudiski og niðursoðn- um túnfiski en dróst saman á Al- askaufsa, þorski, krabba og ostrum. STEPH FÆRANLEGAR RAFSTÖÐVAR EINS OG ÞRIGGJA FASA BENSÍN OG DÍSEL & RAFVER SKEIFUNNI 3E-F • SÍMI 581 2333 • FAX 568 0215 rafver@simnet.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.