Morgunblaðið - 03.08.2000, Page 29

Morgunblaðið - 03.08.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 29 ERLENT Barátta stéttarfélaga gegn forseta Zimbabwe Mikil þátttaka í allsherj arverkfalli Harare. Reuters. ATHAFNALÍF var lamað í Zimbabwe í gær er stéttarfélög landsins efndu til allsherjarverk- falls í einn dag til að reyna að þvinga Robert Mugabe forseta til að stöðva ofbeldi gegn pólitískum andstæðingum og töku búgarða í eigu hvítra. Götur voru mannlaus- ar í stærstu borgunum, Harare, Bulawayo og Masvingo. Opinberir starfsmenn mættu samt í vinnu enda hafði þeim verið hótað brottrekstri ella, að sögn Isaacs Matongo, starfandi forseta alþýðusambands landsins, ZCTU. „Við teljum að milli 80 og 90 af hundraði fólks hafi ekki mætt í vinnu,“ sagði hann. Talsmaður stjórnvalda sagði á hinn bóginn að verkfallið hefði mistekist en eig- endur einkafyrirtækja hefðu mein- að starfsmönnum að vinna. Ekki kom til umtalsverðra átaka í tengslum við verkfallið en lög- reglan sagðist þó hafa handtekið nokkra unglinga sem hlaðið hefði vígi við stúdentagarða í grennd við Harare. Bent hefur verið á að verkfallið auki enn á efnahagsþrengingar landsmanna en atvinnuleysi er um 50% og gjaldeyrisforði dugar að- eins fyrir innflutningi í einn dag. Gengi gjaldmiðilsins, Zimbabwe- dollars, var fellt um 24% á þriðju- dag. Mugabe kom hvergi fram opin- berlega í gær en hitti að máli Tha- bo Mbeki, forseta Suður-Afríku, REUTERS Verslunareigandi í Harare lokar búðardyrunum með keðju í gær. sem er í heimsókn í Zimbabwe. Hópur fyrrverandi liðsmanna Mugabe úr stríðinu gegn hvíta minnihlutanum fyrir tveim áratug- um lagði í gær undir sig búgarð hvíts manns og voru mennirnir vopnaðir. Var fréttamönnum, sem vildu ræða við starfsmenn á bú- garðinum, hótað öllu illu. Hvítir bændur leituðu í gær til dómstóla til að reyna að fá töku þúsunda búgarða lýsta ólöglega. Á mánudag skýrði stjórn Mugabe frá áformum sínum um að rúmlega 3.000 jörðum hvítra yrði úthlutað jarðnæðislaus- um svertingjum. Mannskæð flóð á Indlandi Amritsar, Shimla, Jammu. AP, AFP, Rcuters ÓTTAST er að yfir 150 manns hafi farist í flóðum í Himachal Pradesh- fylki á Norður-Indlandi að því er lögregla greindi frá í gær. Fyrri fréttir höfðu sagt 73 hafa farist í flóðunum og 19 til viðbótar væri saknað eftir að áin Sutlej flæddi yf- ir bakka sína. „Talan 150 manns ... er ekki lægri en búast má við,“ sagði A.K. Puri, yfirmaður lögreglunnar, í samtali við Reuters-fréttastofuna. Áin sópaði með sér húsum og íbú- um þeirra í vatnavöxtunum. Tekist hafði að riá 22 líkum upp úr ánni í gær en björgunarstörf gengu illa vegna veðurs og unnu fiskimenn við leit að fólki niður að Bhakra- stíflunni. Að sögn Puri vár eyðilegging í kjölfar flóðanna mikil. Tugir brúa höfðu sópast burt sem og verslanir og a.m.k. 90 íbúðarhús. Pá hafði flóðið alvarleg áhrif á samgöngur og fjarskipti í fylkinu. „Fjarskipti við flóðasvæðin einskorðast nú við útvarp og gervihnetti," sagði Puri. Það var í kjölfar harðra rigninga sem hófust á þriðjudagsmorgun að áin flæddi yfir bakka sína. Flóða- svæðin liggja við rætur Himalaya- fjallanna og telur fylkisstjóri Himachal Pradesh, Prem Kumar mbl.is Dhumal, ekki ólíklegt að tala lát- inna muni hækka enn frekar þar sem fjölda manns sé enn saknað. Samkvæmt fyrstu áætlunum fylkisyfirvalda er tjónið sem flóðin hafa valdið á þessu svæði metið á 10 milljarða rúpía, eða yfir 15 millj- arða króna. Fylkið hefur verið vinsæll áfangastaður vestrænna ferða- manna vegna þeirra fjölda göngu- leiða sem um það liggja. í rafhitunarkostnaði með olíufylltu Wösab ofnunum Olíufylltu WÖSAB rafmagnsofn- WÖSAB ofnarnir gefa jafnari arnir geta lækkað hitakostnað. Ef hitun, þurrka ekki loftið og valdir eru olíufylltir WÖSAB ofnar brenna ekki rykagnir. Þeir eru með convektor og rafeindastýrðri með lágan yfirborðshita og taka hitastillingu, getur sparnaðurinn lítið pláss. Hagstætt verð. numið meira en 30%. Reiknadu út hwað þetta þýðir fyrir þig! Margar stærðir og gerðir. Áralöng frábær reynsla. Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28-Sími 562 2901 og 562 2900 voru Þeir sem kaupa gasgrifl geta fengið það sent heim samdægurs sér að kostnaðarlausu. Við tengjum gaskútinn, kennum á grillið og fjarlægjum það gamla sé þess óskað. •• Grillsteinar 495 kr. HAGKAUP Meira úrval - betri kaup

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.