Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.08.2000, Blaðsíða 52
^52 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Stokkalækur nýtt tjaldsvæði rétt austan Hellu Sveitarró í fögru umhverfi Rangárvalla. Gönguferðir með innfæddum. Fljótasigling fjölskyldunnar með Tindfjöllum. Varðeldur og stjörnubjart með ábúendum. Stokkalækur Staður fyrir náttúruunnendur. Sími: 487 8636 ■3“533 4800 MIÐBORG Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Holtagerði 54 - Opið hús í dag - Á milli ki. 17 og 20 í dag taka Einar og Sólborg á móti gestum. íbúðin er hæð í tvíbýlishúsi á annarri hæð í vest- urbæ Kópavogs. Hún er skráð 107 fm, parketlögð, með suð- ur/vestur svölum og sérinngangi. Verð 13,9 m. Áhv. ca 6,0 m hús- bréf og byggingarsj. Áhugasamir velkomnir. ÓÐINSGÖTU 4. SIMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasiða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Hæðarbyggð - Garðabæ Nýkomið í sölu 256 fm einbýlis- hús á tveimur hæðum með innb. tvöf. bílskúr á þessum eftirsótta stað. Saml. stofur, eldhús með eikarinnréttingu, 5 herbergi og 2 baðherb. 24 fm flisalagður sólskáli. Falleg ræktuð lóð. Vel staðsett eign fyrir enda lokaðrar götu með stórkostlegu útsýni. Markarflöt - Garðabæ Til sölu þetta fallega 240 fm ein- býlishús með innb. tvöf. bílskúr. Gesta w.c., saml. stofur, 24 fm flísalagður sólskáli, 3-4 svefn- herbergi og flísal. baðherbergi. Falleg ræktuð lóð með skjólgóðri útiaðstöðu. Vel staðsett eign í lokuðum botnlanga með stór- kostlegu útsýni yfir fjallahringinn. Húsið gæti losnað fljótlega UMRÆÐAN Að láta greipar sópa NÚ LIGGUR fyrir ákvörðun um leyflleg- an afla á næsta flsk- veiðiári. Stórt stökk er á milli tillagna Haf- rannsóknastofnunar 1999, sem voru upp á 247 þúsund tonn af þorski. Tillögur fyrir árið 2000 voru um 203 þúsund tonn. Þetta var skerðing um 44 þús- und tonn en sæst var á 30 þúsund tonna skerðingu. Hafrannsóknastofn- un og flestir hags- munaaðilar eru sæmi- lega sáttir við þessa niðurstöðu og telja þetta gefi von um betri tíma þegar flskum vex á ný fiskur um hrygg. Því miður koma þeir tímar ekki, svo lengi sem sömu veiðiaðferðum er beitt eins og viðgengist hafa undan farna ára- tugi. Um hvað er að ræða? Eg á við botnvörpuveiðar og dragnót. Af hverju álít ég þessi veiðarfæri vera svona háskaleg? Við skulum líta til þess hvernig eðlilegt þykir að umgangast þurrlendið, lág- lendið og hálendið. Ef menn vilja ná góðum afrakstri af láglendinu þá er hlúð að því. Það er borið á og það er sáð. Með alúð og þekkingu fæst betri árangur þótt veðurfar hafi auðvitað sitt að segja. Hálendið er notað til beitar en þó samkvæmt ítölu. Einnig telja menn að gæta verði varúðar vegna umgangs manna, gangandi eða á farartækj- um. Gott dæmi um þá hug mynda- fræði að klæða þingstaðinn á Þing- völlum með timbri vegna Kristnitökuhátíðarinnar. Vissulega fór nýting þurrlendisins fram úr þoli landsins á undangengnum öld- um en nú beinist viðleitni manna í ríkari mæli að því að vernda það og bæta fyrir gamlar syndir. Ber þar hæst starf Landgræðslu ríkisins með upp græðslu sanda og eyði- marka. Hvernig er málum háttað á yfirborði jarðar þegar komið er út fyrir fjöruborð? Þau svæði eru líka yfirborð jarðar þótt þau séu hulin sjónum vorum. A þessum gresjum eiga sjávardýr in heima. Á þessum slóðum þrífst miklu fjölbreyttara líf en á þurr- lendinu, allt frá þeim þúsundum tegunda, sem vart eru sýnilegar berum augum, upp í stærstu tegundir sem þrífast á vorri jörð. Þetta er allt óslitin líf- keðja sem er sjálfri sér háð. Hvernig er nú af- koma þessara frænda okkar þarna niðri í sjávardjúpinu? Lengst af lifðu þeir og döfnuðu á eigin forsendum, óháðir öðru en veður- fari og hitastigi sjávar. Síðan komu mennirnir við sögu en fram eftir öldum sóttu þeir sjóinn til öflunar sjávarfangs með kurteisum hætti, það er að segja notuðu fyrst og Auðlindin Sagt er fullum fetum, segír Oddbergur Eiríksson, að það skipti engu máli hvernig fískur er veiddur. fremst króka og net. Ekki veit ég dæmi til þess, að gengið hafi verið of nærri sjávardýrastofnunum á þeim öldum ef frá eru taldar veiðar á hvölum þegar þær færðust yfir á svið hernaðartækni. Að öðru leyti má ætla að ríkt hafi jafnvægi í höf- unum. Fiskibankarnir voru sóttir öld fram af öld og sá ekki högg á vatni. Svo gerðist það undir lok 19. ald- ar að athafnasamir menn fundu upp botnvörpuna. Þakka má Bretum fyrir það frumkvæði. Á þeim tíma stóð nýlendustefna þeirra með hvað mestum blóma, sem byggðist á þeirri kenningu að láta gi'eipar sópa. Þá máttu fiskarnir svo sann- arlega fara að gæta sín. Strax í byrjun tuttugustu aldarinnar fóru að sjást þess merki að þessi veiðiað- ferð gæti verið varhugaverð. Fyrst í Norðursjó og á miðun um umhverf- is Bretland. Þá hófst sókn á Islandsmið og aðrar norðlægar slóðir. Tvær heimsstyrjaldir gáfu fiskistofnunum Oddbergur Eiríksson nokkra hvfld og sýndi það sig strax í aukinni fiskgengd. En fimmtíu og fimm árin frá seinni heimsstyrjöld- inni hafa reynst langur tími með þungri sókn og hafa reynst fram- leiðslugetu hafanna þung í skauti. Ekki síst með tilkomu skuttogar- anna með nýrri leitartækni. Lengi stóðust stóru fiskbankarnir sóknina eins og Miklibanki við Nýfundna- land en svo kom að þar var engan bolfisk að hafa og var þá bankanum lokað enda var það sjálfgefið. Til eru sögur um fiskgengd í Norðurhöfum svo stórkostlegar að þær eru líkastar tröllasögum. Fé- lagar Ingólfs Arnarsonar landnáms- manns, Vífill og Sviði, reru tveir á sexæringi og fylltu bátinn í hverjum róðri og voru þeir þó bara með færi með einum krók. Á Miklabanka var hægt að veiða þorsk í háf, þegar honum var dýft í sjóinn. Þegar skut- togaraöldin hófst á sjöunda áratug síðustu aldar komu Þjóðverjar hing- að á miðin með þessi nýtískuveiði- skipj þeir voru skrefi á undan okk- ur. Islenskur skipstjóri var á einu þessara skipa og var hann í sam- bandi við íslenska skipstjóra og sagði hann þeim frá aflabrögðum. Voru þeir að fá hundrað til hundrað og þrjátíu tonn á sólarhring, breyti- legt eftir stærð og búnaði skipanna. Þessar sögur hafa gerst með fimm hundruð ára millibili og segja þær okkur frá ótrúlegri fiskgengd í Norðurhöfum. Þessar sögur eiga enga samsvörun í nútíð. Mjög er skiljanlegur ótti manna við mengun hafanna frá kjarnorkuverum og öðrum mengandi athöfnum mann- anna en á sama tíma er ekkert minnst á eyðileggingu hafsbotnsins. Sagt er fullum fetum að það skipti engu máli hvernig fiskur er veiddur. Dauður fiskur er dauður fiskur. Engu máli skipti hvernig hann er veiddur. Þessir menn hafa ekki lært nema helming fiskifræðinnar og illa það. Hvaða einkunn fengi búfræð- ingurinn sem mælti með því að smala afréttina á haustin með trolli til þess að spara mannafla? Ekki trúi ég því að hann fengi háa eink- unn. Sambærilegir við þennan mann eru fiskifræðingarnir hjá Hafrannsþknastofnun. Að síðustu þetta: íslenskur sjávarútvegur byggist á fjórum meginþáttum, með öðrum orðum, stendur á fjórum fót- um: Það er umhverfið, veiðar, vinnsla og sala. Ef einn fóturinn er lamaður er greinin sjúk. Sú er raun- in með íslenskan sjávarútveg. Ef ís- lenskir hagsmunaaðilar í greininni skynja ekki sinn vitjunartíma mun svo fara að þeir verði fyn' enn seinna að hanka upp í síðasta sinn. Höfundur er skipasmiður i Njarðvikum. AÐ SKAPA er að finna upp, gera til- raunir, vaxa, brjóta reglur, gera mistök og skemmta sér. Þessi skilgreining á vel við það menningarstarf sem fram fer í Hinu húsinu, menningar-og upplýsingarmiðstöð ungs fólks. Einn meg- intilgangur Hins húss- ins er að efla listsköp- un ungs fólks og styðja menningu þess. Hitt húsið rekur Gallerí Geysi, en þar er blómlegt sýningarhald sem endurspeglar það helsta sem er í gangi hjáungu fóiki á sjónrænum vettvangi. I galleríinu getur ungt fólk á aldrinum 16-25 ára haldið myndlistarsýningar sér að kostnaðarlausu og hefðbundin menntun í myndlist er ekki skilyrði. Að meðaltali eru 17 sýningar á ári hverju og er það því kærkomin við- bót við annað sýningarhald í borg- inni. Líta má á Gallerí Geysi sem vissa skólun/tækifæri fyrir ungt fólk til að fara í gegnum það ferli sem sýningar- hald felur í sér, s.s. samtal verkanna sín á milli, boðskort, sýning- arskrá, fréttatilkynn- ingar, opnun o.s.frv. Galleríið er nú bókað ár fram í tímann og er greinilega þörf á gáll- eríi sem endurspeglar sýn unga fólksins og gefur sýningargestum tækifæri til að kynnast henni. Það er ekki bara augnakonfekt á borð- um í Hinu húsinu held- ur einnig eymakon- fekt. Síðdegistónleikai' Hins hússins eru fastur liður í starfseminni og eru þeir haldnir á veturna á Geysi kakó- bar alla föstudaga kl. 17 en á sumrin á Ingólfstorgi á fimmtudögum kl. 17.30. Tilgangurinn með síð- degistónleikunum er að gefa þekkt- um og óþekktum tónlistarmönnum tækifæri til að koma fram, tónleika- gestum tækifæri til að heyra í nýj- um og ferskum hljómsveitum og vera öllum borgarbúum til upplyft- ingar Götuleikhús Hins hússins hefur verið starfandi yfir sumarmánuðina frá því 1994 og sér um ýmsar leik- rænar uppákomur á götum og torg- um borgarinnar. Götuleikhúsið er ómetanlegur skóli fyrir ungt áhuga- fólk um leiklist. Þar verður oft til færni og kunnátta sem ekki er hægt að fá annars staðar. Þess má geta að Ungmenni Menningarstarfsemi, segir Ása Hauksddttir, er stór þáttur í starfínu í Hinu húsinu. fjórði hver nemandi sem nú stundar nám við Leiklistarskóla íslands starfaði með Götuleikhúsi Hins hússins á framhaldsskólaárum sín- um, sem bendir til þess að það hafi verið góð uppeldisstöð fyrir leikara. Á upphafsárum Götuleikhússins voru allt að 50 ungmenni ráðin í þessa sumarvinnu en undanfarin ár einungis 9. Er það miður því erfið- ara verður að lífga uppá miðbæ Reykjavíkur yfir sumarmánuðina og anna eftirspurn borgarbúa um sýningar með svo fámennum leik- hópi. Þessi þróun er í öfugu hlutfalli við ánægju borgarbúa yfir uppá- Skapandiog skemmtilegt Ása Hauksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.