Morgunblaðið - 03.08.2000, Side 66

Morgunblaðið - 03.08.2000, Side 66
86 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Flugukóngar við brennur og bálkesti Brennur og bálkestir voru síðustu hugsan- irnar sem flugu í gegnum huga Heiðu Eirfks áður en hún festi svefn snemma mánudagsmorguns í lok Hróarskelduhátíð- ar. Það hefur nefnilega skapast sú hefð að enda þessa hátíð í einhverju æðiskasti, með tjaldbrennum, öskrum og öllu tilheyrandi. Hátíðarstemmning fyrir árrisula. íf i ;í&' Á - 1 Mmiszfck/ <JS&aSsí HLUTIRNIR hafa þróast þannig, að einungis ákveðinn hópur fólks hefur áhuga á því að • vera eftir, þegar síðustu tónleikum sunnudagskvöldsins lýkur. Þeir sem eftir verða, vita vel að þeir eru jafnframt að stíga inn í nútímalega útgáfu af vargöld, þar sem allt má, og allt er gert. Upp úr miðnætti fóru að heyrast á tjaldsvæðinu ein- hver öðruvísi læti en ómurinn af rokktónleikum í fjarska. Þar sem ég lá ofan í svefnpoka, með hausinn út úr tjaldinu til að fylgjast með stjörnuhröpunum, gerði ég mér grein fyrir því að þetta yrði ég að '-Aanna, þótt hlýtt og gott væri í pok- anum, og ég orðin dálítið löt. Eigurnar á eldinn Lagt var af stað, og á leiðinni sá- ust vísbendingar um í hvað stefndi: Maður með tjaldsúlu að vopni, að berja á gömlum sófa, sem búið var að kveikja í. Fjórir ungir menn, all- ir sönglandi sama stefið, sem gengu í beinni röð og börðu taktfast í grindverkin. Oskrandi fólk, að dansa stríðsdans ofaná hrundu tjaldi, vonandi þeirra eigin. Á með- an við vorum að virða þetta allt saman fyrir okkur vorum við líka að nálgast miðsvæðið óðfluga, og lætin voru að sama skapi að ágerast. Svo gengum við fram á fyrstu brenn- ' una. Fólk á öllum aldri hafði safnast þar saman, sumir eingöngu til að fylgjast með, aðrir gagngert til að fleygja eigum sínum á eldinn. Flestir voru syngjandi einhverjar bálhvatningar sem fundnar voru upp á staðnum, og stigu þartilgerð skref með. Ef ég hefði ekki vitað betur, myndi ég hafa giskað á að hér væri ég komin á samkomu mjög frumstæðs ofsatrúarþjóðflokks, sem var að dýrka bálguðinn sinn. Fólk henti óhikað heilu tjöldunum á eldinn, og margir hentu lika óopn- uðum dósum til að búa til spreng- ingar, og þá æstist múgurinn og fagnaði. Mér leist ekkert á blikuna, leið eins og ég væri föst í sögunni ‘um „Lord of the Flies“, og fór að svipast um eftir gæslufólki sem væri í þann veginn að skerast í leik- inn, og jafnvel stöðva hann. En gæslufólkið stóð aðgerðarlaust í hæfilegri fjarlægð, og hreyfði hvorki legg né lið til að stöðva sam- komuna. Þegar ég heyrði svo til nokkurra Svía sem í einhvers konar dáleiðslu- ástandi börðu bumbu og kyrjuðu „Meira bál, meira bál“ stóð mér ekki lengur á sama, og yfirgaf þessa brennu samstundis. Friðsæld og væntumþykja? En þetta var ekki eina brennan af þessari tegund. Slíkar brennur skjóta upp kollinum eins og gorkúl- ur út um allt svæði, í lok hverrar Hróarskelduhátíðar. Sérstakur hópur gæslufólks er á þönum alla nóttina með slökkvitæki, til að reyna að halda brennunum í skefj- um inni á sjálfum tjaldsvæðunum, Rythmasveitin að störfum. en aldrei tekst að koma alveg í veg fyrir þær, því þetta er vinsælt tómstundagaman. Töluverð eld- hætta skapast eðlilega sökum þessa og mikil mildi að enn hefur ekki illa farið. Einnig er algengt að fólk leggi salernisgáma á hliðina og noti síðan stóra trédrumba til að slá í gámana, í taktföstum dáleiðandi ryþma. En spurningin er: „Hvers vegna gerir fólk þetta?“ Er í raun og veru nauðsynlegt að enda rólega og skemmtilega hátíð sem gefur sig út fyrir að vera staður, þar sem friðsæld og væntumþykja ráða ríkj- um, á þennan hátt? Ef til vill er þetta afleiðing þessa skandinavíska uppeldis, þar sem vandamálin eru alltaf leyst í rólegheitum, og um allt er talað, allt á að vera gott og fall- egt. Kannski vantar þetta fólk átakanlega einhverja útrás og eftir að vera búið að halda í sér alla helgina, brýst þetta út á síðasta kvöldinu á þennan hátt. Mér þykir miður ef svo er. Betra væri ef hægt væri að sýna hátíðinni, og aðstand- endum hennar þá virðingu að leysa hana upp á sama yfirvegaða háttinn og allt annað fór fram, og fá svo heilbrigða og nauðsynlega útrás upp á eigin spýtur, á hvern þann veg sem fólk kýs sér. Ef múgsefjun- in er næg og einhverjir einstakling- ar með óhreint mjöl í pokahorninu eru á staðnum, er nefnilega ýmis- legt sem getur farið úrskeiðis. Ekki er einungis hætta á að fólk eyði- leggi sínar eigur eða annarra, held- ur getur fólk líka meitt sig eða aðra í æsingnum. Tillitssemi kostar ekki neitt, en samt er hún ómetanlega dýrmæt. Nú þegar útihátíðir lands- manna ganga í garð, er mjög gott að hafa í huga að taka lífinu með ró, að skemmta sér fallega, án þess að reyna of mikið að skemmta sér bet- ur eða meira en venjulega, og að brosa og taka tillit til náungans, því allir eru með það sama í huga: Að vera í fríi úti í sveit og njóta góðrar tónlistar úti í náttúrunni, með vin- um og vandamönnum. Sýnum í verki að við kunnum að haga okkur vel í útilegum og verum góð hvert við annað! Góða skemmtun. Höfundur er tónlistarmaður. Hvað er á boðstólum á Hróarskeldu? FÓLKI í heiminum er það sameig- inlegt að þurfa að borða, og það er ekkert öðruvísi á hátíð eins og Hróarskelduhátiðinni. Mikil áhersla er lögð á að bjóða fólki upp á gott úrval af mat og drykk, og á síðari árum hefur lífrænt ræktaður matur sífellt verið að vinna á. Þeir sem vakna fyrir há- degi á hátíð sem þessari upplifa allt aðra stemmningu en nátt- hrafnarnir. Boðið er upp á morg- unverð af ýmsum gerðum og þar er samkeppnin mikil. Þarna var m.a. hægt að fá lífrænt ræktað kaffi með lífrænt ræktaðri tyrk- neskri grænmetisbollu og lífræn- an súkkulaðisjeik í lokin, en þó var einnig um klassískari blöndur eins og kaffi, croissant og ávöxt að ræða. Merkilegast við morgun- verðarstaðina á Hróarskeldu var að þar voru allar gerðir af fólki samankomnar til að hlaða sig orku fyrir daginn. Svona svolítið eins og öll dýr frumskógarins hittast niðri við Morgunmatur fyrir öll dýrin vatnið til að drekka áður en tekist er á við mismunandi verkefni dagsins. Starfsmenn öryggisgæslu hátíðarinnar, allra mestu fylli- bytturnar, jakkaklæddir umboðs- menn listamanna, myndatöku- menn þýskra sjónvarpsstöðva, brosandi hippar, reiðir pönkarar, svartklæddir gotharar og ég sitja við sama borð. Öll viljum við líka það sama; seðja sárasta hungrið og láta okk- ur líða vel það sem eftir lifír dags. Mikið er gert úr því að hafa ein- hverjar uppákomur eins og götu- leikhús og tónlist á vögnum sem keyra um með dansandi fólk í eft- irdragi. Enginn rokkari er vakn- aður til að halda tónleika á þess- Hróarskeldumatur. um tíma dags, og á mcðan þeir ljúka fegurðarblundinum verða tónlistaráhugamenn að hafa eitt- hvað fyrir stafni á meðan þeir Það er ýmislegt hollt og gott líf- rænt ræktað góðgæti hægt að fá á Hróarskeldu. bíða. Þá er alveg upplagt að ganga um, bera saman morgun- verðartilboðin og njóta þess að vera til.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.