Morgunblaðið - 12.08.2000, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Hagnaður Olíufé-
lagsins jókst um 58%
OLIUFELAGIÐ hf. - ESSO var
rekið með 369 milljóna króna hagn-
aði eftir skatta fyrstu sex mánuði
ársins en á sama tímabili var hagn-
aðurinn 234 milljónir króna og jókst
hagnaðurinn um 135 milljónir króna
eða 58% á milli tímabila. Þess ber þó
að geta aðsöluhagnaður af eignar-
hlutum Olíufélagsins í öðrum félög-
um á tímabilinu nam 165 milljónum
króna en að sögn Bjama Bjarnason-
ar hjá Olíufélaginu var ákveðið að
flokka slíkar tekjur undir reglulega
starfsemi, en tiltaka þær þó sérstak-
lega, enda eðli og umfang þessara
viðskipta orðið það mikið hjá Olíufé-
laginu. Þá skal og tekið fram að hér
í töflunni er söluhagnaðurinn ekki
reiknaður inn í veltufé frá rekstri en
sé það gert, sem að mörgu leyti er
eðlilegt, væri veltufé frá rekstri á
tímabilinu 632 milljónir í stað 467
milljóna eins og hér er gefið upp.
Hafa ekki nýtt sér hátt heims-
markaðsverð tii hækkunar
Þá vekur athygli að rekstrargjöld
félagsins aukast hlutfallslega meira
en rekstrartekjur og aðspurður seg-
ir Bjami að þetta sýni að Olíufélagið
hafi ekki verið að nýta sér hátt verð
á olíu á heimsmarkaði til þess að
auka álagningu eins og margir hafi
haldið fram.
Vegna hækkunar á heimsmárk-
aðsverði á olíuvörum jukust b'æði
tekjur o g gjöld félagsins umtalsvert.
Heildarsala á olíuvömm í magni tal-
ið var nær óbreytt á milli tímabila
en vemleg aukning varð í sölu á öðr-
um vömm en olíuvöram. Rekstrar-
tekjur Olíufélagsins og dótturfélaga
þess á tímabilinu námu 6,73 millj-
örðum króna og jukust um 30,7% á
milli tímabila. Rekstrargjöldin
námu 6,23 milljörðum króna og juk-
ust um 33,3%.
Rekstrahagnaður fyrir afskriftir
og fjármagnsliði var 499 milljónir
króna á móti 475 milljónum í fyrra.
Tækníval c*r leíöandí íyrir-
tæki á sviði upplýúinga
tækni á Íslantlí mod
lausnir, þjónustu, ráögjoí
og bunad íyrir kröíuhörö
íyrirtæki og einstaklinyn.
Styrkur Tæknivals liggur í
þokkiníju starisrnanna og
samningum við frarnút •
skarantli etiend íyrírtæki
eins og Cifíco, Compaq,
NovoJI, Fujitsu Siemens,
Microsoft og fleiri aöila.
Tæknival náði nyveríö
þeím áfanga að hljóta
viðurkenninguna "Silver
Partner” frá Cisco sern
veitt er þeim samstarfs'
fyrirtækjum sern skara
fram úr i þekkingu, þjón
ustu og rádgjöf á sviði
tölvubúnaðar. Tíínnig er
Tæknival “Stmior Partner”
Micro.soft á Isiandi.
Afskriftir hækkuðu um 10% í 153
milljónir og fjármagnsliðir voru já-
kvæðir um 16 milljónir á móti 47
milljónum í fyrra.
Miklar eignir í öðrum félögum
Eigið fé Olíufélagsins nam 6,26
milljörðum króna og jókst um 6% á
tímabilinu og eiginfjárhlutfall var
38,6%. Þess ber þó að geta að bók-
fært verð hlutabréfa Olíufélagsins í
öðram félögum var 5,8 milljarðar og
þar af vora 2,7 milljarðar bréf í fé-
lögum sem skráð era á hlutabréfa-
markaði en markaðsverð bréfanna
yar 1,743 milljarðar umfram bók-
fært verð. Arðsemi eigin fjár á tíma-
bilinu var 12,5% á ársgrandvelli á
móti 9,2% í fyrra. Handbært fé frá
rekstri var 650 milljónir á móti 426
milljónum í fyrra.
I tilkynningu frá Olíufélaginu
segir að vegna hás olíuverðs hafi
fjárbinding í birgðum og viðskipta-
kröfum aukist veralega en það muni
hins vegar létta á rekstrinum ef
olíuverð lækkar eins og spáð er. Af-
koman ráðist hins vegar einnig af
ytri þáttum eins og gengisþróun og
þróun verðlags.
Uppgjör raskar ekki verðmati
Að sögn Ásmundar Tryggvasonar
hjá Íslandsbanka-FBA aukast sölu-
tekjur um 34,5% og kostnaðarverð
seldra vara hækkar um 41% vegna
þessa og fjárbinding í birgðum og
viðskiptakröfum hækkar veralega,
sem hefur áhrif á fjármagnsliði.
Aukning hagnaðar skýrist hins veg-
ar af söluhagnaði á eignarhlutum í
öðram félögum.
Þá bendir Ásmundur á að efna-
hagsreikningurinn stækki um ríf-
lega fjórðung á fyrri árshelmingi.
Skuldir hafi samtals aukist um
rúma 3 milljarða króna og nemi nú
9,4 milljörðum króna, þar af hafi
langtímalán aukist um tæpar 600
m.kr. Að öðra leyti skýrist hækkun-
in að stærstu hluta af auknum er-
lendum lánum vegna vörakaupa um
tæpa 1,5 milljarða króna auk þess
sem aðrar skammtímaskuldir hafi
aukist um rúmlega einn milljarð
króna. Fjármagnskostnaður sé hins
vegar afar lágur og þannig nemi
vaxtagjöld aðeins 262 m.kr. Fjár-
festingar Olíufélagsins í öðram fé-
lögum nema ríflega 700 m.kr. og
nemi fjárfesting í Traustfangi ehf.
þyngst.
Verðmat Greiningar og útgáfu
FBA á Olíufélaginu hljóði því upp á
12,4 milljarða króna, sem svarar til
gengis í kringum 12,5, en þar vegi
þungt miklar duldar eignir í öðram
félögum. Fyrstu viðbrögð séu þau
að þetta uppgjör raski forsendum
verðmatsins ekki að ráði.
Olíufélagið hf. Úr milliuppgjöri 2000 (ísso)
Rekstrarreikningur jan.-júní 2000 1999 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna 6.730 5.151 +31%
Rekstrargjöld -6.231 -4.675 +33%
Afskriftir -153 -139 +10%
Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) 16 47 -66%
Aðrar tekiur oq qiöld 165
Hagnaður af reglulegri starfsemi 370 241 +54%
Hagnaður ársins 369 234 +58%
Efnahagsreikningur 30.06.OO 31.12.99 Breyting
Eignir samtals Milljónir króna 16.218 12.825 +27%
Eigið fé 6.256 5.897 +6%
Skuldir 9.962 6.928 +44%
Skuldir og eigið fé samtals 16.218 12.825 +27%
Kennitölur og sjóðstreymi 2000 1999 Breyting
Eiginfjárhlutfall 38,6% 46,0%
Veltufjárhlutfall 1,00 1,25
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 467 486 -4%
Aukinn hagnaður Verðbréfaþings Íslands
Aukin alþjóðavæðing
með aðildinni að NOREX
HAGNAÐUR Verðbréfaþings ís-
lands eftir skatta á fyrra helmingi
ársins nam 13,1 milljón króna en
hagnaður allt árið í fyrra var 11,5
milljónir en þá var ekki gerður árs-
hlutareikningur. Rekstrargjöld
tímabilsins námu 74 milljónum
króna samanborið við 107,1 milljón
króna allt árið í fyrra og er fýrst
og fremst um aukinn launakostnað
að ræða vegna fjölgunar starfs-
manna. Rekstrartekjurnar fyrstu
sex mánuði ársins námu 95,5 millj-
ónum króna á móti 128,1 milljón
króna allt árið í fyrra og því ljóst
að tekjur þessa árs verða allmiklu
meiri en í fyrra.
í tilkynningu frá VÞÍ segir að
hækkun rekstrartekna megi fyrst
og fremst rekja til gjaldskrár-
hækkunar sem tók gildi 1. mars í
vor. Sú hækkun var talin nauðsyn-
leg vegna fyrirsjáanlegra útgjalda
vegna aðildar VÞÍ að samstarfi
norrænna og baltneskra kauphalla
innan NOREX. Hækkun rekstrar-
tekna er þó einnig til komin vegna
aukinna viðskipta með skráð verð-
bréf.
Samfara aðildinni að NOREX
kaupir VÞI sænska viðskiptakerfið
SAXESS sem allar kauphallir í
samstarfinu verða að nota. Kostn-
aður við nýja viðskiptakerfið fellur
að langmestu leyti til á síðara hluta
ársins og í rekstraráætlun VÞI er
gert ráð fyrir tapi á síðara árs-
helmingi og að hagnaður fyrir árið
í heild verði á bilinu sjö til átta
milljónir.
í aðildinni að NOREX felst að
VÞI eignast hlut í félaginu Nordic
Exchange A/S sem er rekstrarfé;
lag samstarfsins. í tilkynningu VÞÍ
segir að SAXESS-viðskiptakerfið
sé mjög öflugt og komi í stað eldra
viðsldptakerfis sem ekki bjóði upp
á alla þá kosti sem einkenna nú-
tímaleg viðskiptakerfi. Þá muni að-
ild að NOREX auðvelda íslenskum
þingaðilum að gerast aðilar að öðr-
um kauphöllum í NOREX-sam-
starfinu og þingaðilum þeirra að
gerast þingaðilar hér á landi.
Tilkynning um rafræna skráningu
hlutabréfa í Tæknivali
Þann 13. nóvember 2000 verða hlutabróf Tæknivals hf. tekin til
rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. Þar af
leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf fólagsins þann dag.
Frá þeim tima ógildast hlutabréf félagsins sem eru útgefin á
pappírsformi í samxæmi við heimild í ákvæði til bráðabirgða nr. n í
lögum nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, sbr.
6. gx. laga nr. 32/2000, um breytingax á ýmsum lögum vegna
tilkomu rafrænnar eignarskráningar á verðbréfum, og reglugerð
nr. 397/2000, um rafræna eignarskráningu verðbréfa í verbréfa-
miðstöð.
Skorað er á eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkum
vafa leika á þvi að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá
Tæknivals hf., að staðreyna skráninguna með fyrirspum til
skrifstofu Tæknivais hf. í Skeifunni 17, 108 Reykjavik fyrir nefndan
dag. Ennfremur er skorað á þá sem eiga takmörkuð réttindi til
ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri
við fullgilda reikningsstofnun (viðskiptabanka, sparisjóð eða
verðbréfafyrirtæki).
Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reiknings-
stofnun, sem hefur gert aðildarsamning við Verðbréfaskráningu
íslands hf., að hafa umsjón með eignarhlut sínum í félaginu.
Hluthöfum félagsins verður nánax kynnt þetta bréfleiðis.
Stjóm Tæknivals hf.
Tæknival
Barclays yfírtekur
Woolwich
BARCLAYS-bankinn hefur keypt
keppinaut sinn, Woolwich-bankann,
og nemur verðmæti samningsins
liðlega 648 milljörðum íslenskra
króna. Talið er að um eitt þúsund
starfsmenn muni missa vinnuna í
kjölfar sameiningar bankanna. Þá
mun Barclays loka um 100 útibúum
á þeim stöðum þar sem báðir bank-
amir reka útibú og sameina önnur.
Stjómendur Barclays segja þó að
Woolwich-merkið muni verða til
áfram en Woolwich verður hins
vegar hluti af Barclays-samsteyp-
unni. Stjórnarformaður Woolwich
segir að í sameiningu geti bankam-
ir haldið áfram að þróa og breyta
ásýnd bankaþjónustu á Bretlandi.
Stjórnir bankanna beggja hafa
þegar samhljóða samþykkt kaup
Barclays á Woolwich en eigendur
Woolwich fá bæði greitt í reiðufé
og með hlutabréfum í hinum sam-
einaða banka.
Fyrir hvert bréf í Woolwich fá
þeir annars vegar 0,1175 bréf í
Barclays og hins vegar 1,64 pund á
bréf en það þýðir að hvert bréf í
Barclays er metið á um 352 pens.
Gengi bréfa í Woolwich hækkaði
um tæp 27% í 341 pens þegar frétt-
ist af sameiningunni en bréf í
Barclays lækkuðu hins vegar um
2,9% þar sem fjárfestar óttast að
Barclays hafi greitt yfirverð fyrir
Woolwich.
Leiðrétt frétt um Burnham
í FRÉTT um afkomu Burnham
International á Islandi hf. á fyrri
hluta ársins sem birt var í við-
skiptablaði Morgunblaðsins á
fimmtudag kom ekki nægjanlega
skýrt fram að um eiginfjárhlutfall
samkvæmt CAD-reglum væri að
ræða. Beðist er velvirðingar á
þessu og hluti fréttarinnar birtur
hér aftur. Hagnaður Burnham Int-
ernational á íslandi hf. á fyrri
hluta ársins 2000 var 85,6 milljónir
króna. Burnham International tók
yfir verðbréfafyrirtækið Handsal
hf. um mitt ár 1999 en á sama tíma
í fyrra var tap þess upp á 32,3
milljónir króna sem að nær öllu
leyti má rekja til þess tíma áður
en Burnham keypti Handsal. Hér
er því um að ræða viðsnúning upp
á tæpar 118 milljónir króna.
Eigið fé Bumham International
var 177 milljónir króna, en eignir
og skuldir námu samtals 461 millj-
ónum króna. Eiginfjárhlutfall fé-
lagsins reiknað samkvæmt CAD-
reglum (32.gr. laga nr. 13/1996 um
verðbréfaviðskipti) er því 16,2%.
hillukerfi-brettarekkar
SINDRI
Borgartúni 31 • s. 575 0000 • www.sindn.is