Morgunblaðið - 12.08.2000, Síða 43

Morgunblaðið - 12.08.2000, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 43 JÓHANN ÁSGEIR JÓNSSON + Jóhann Ásgeir Jónsson fæddist á Isafirði 4. aprfl 1984. Hann lést á Landspítalanum 30. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Isafjarðarkirkju 5. ágúst. Elsku Jóhann. Það er sárt að missa þig. Þú varst svo góður og skemmtilegur. Við lékum okkur saman í bflaleik þegar þú varst hjá Signýju ömmu og Sigga afa. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín Hafrún Huld. Guð leiði þig, en líkni mér, sem lengur má ei fylgja þér. En eg vil fá þér engiavörð, míns innsta hjarta bænargjörð. Guð leiði þig. Guð leiði þig. Hans lífsins vald á lög og jörð og himintjald, hans auga sér, hans armur nær um allan geiminn nær og fjær. Guð leiði þig. (M. Joch.) Við fengum fréttina bæði sama daginn. Samt vorum við ekki tilbúin að trúa því að Jóhann Ásgeir væri látinn. í vor, þegar við útskrifuðumst, vorum við búin að vera skóla- félagar í 10 ár. Við vissum bæði að hann ætti við erfið veikindi að stríða en okkur grunaði aldrei að svona gæti farið. Við munum aldrei gleyma hvernig hon- um einum var lagið að lífga upp á bekkjarskemmtanirnar með veðurfréttunum sínum. Hann stóð upp við íslandskort, en samt gat hann töfrað fram veðrið um all- an heim með því að benda með priki á kortið. Það var sama hvernig hvernig lá á liðinu, alltaf var stutt í brosið þegar Jóhann var annars vegar. Hann var alltaf í svo góðu skapi að maður gat einfaldlega ekki annað. Okkur fannst það því mjög leitt þegar kennarnir sögðu okkur að Jó- hann kæmi ekki með í skólaferða- lagið. Jóhann, þú munt alltaf lifa í minningunni sem skemmtilegi og duglegi strákurinn sem þú varst. Við biðjum Guð að vaka yfir fjöl- skyldu Jóhanns Ásgeirs. Kæri vin- ur, okkur langar til að þakka þér kærlega fyrir samveruna, þetta hefði ekki verið eins án þín. Friðþjófur og Svanhildur. Elsku Jóhann! Okkur langar til að kveðja þig með því að setja niður á blað nokkr- ar hugleiðingar um þær stundir sem við áttum með þér. Tilgangur lífsins hjá hverjum og einum er sér- stakur. Þegar maður þarf á aðstoð og umönnun að halda lærist fljótt að nýta sem best þá hæfileika og getu sem hverjum og einum er gefið. Það sem stóð upp úr hjá þér, Jó- hann, var jákvæðni og þolinmæði til að takast á við lífið og tilveruna. Gullkornin þín og tilvitnanir hjálp- uðu mörgum til að takast á við dag- inn. Þú varst einstakur herramaður í þér og með framkomu þinni og lífsgleði varst þú öðrum fyrirmynd. Þú varst snillingur í að gera gott úr hlutunum og láta aðdáun og hrifningu þína gagnvart fólki og hlutum í ljós. Allir sem kynntust þér tengdust þér sérstökum bönd- um, þar á meðal allt það unga fólk sem var liðveislan þín. Þótt þau hafi kennt þér ýmislegt þá lærðu þau líka margt af þér. Þú áttir þér stóra drauma og okk- ur til gleði þá rættust flestir þeirra nú í vor/sumar. Við höfum verið þeirrar gæfu að- njótandi að fá að fylgjast með þér frá árinu 1987, og tekið þátt í lífi þínu, átökum og sigrum. Þú varst svo lánsamur að eiga góða að, fjöl- skyldu og vini sem studdu þig í gegnum lífið. Minning um góðan dreng lifir í hjörtum okkar allra. Elsku Erna og Öddi, Jón og fjöl- skylda, sendum ykkur og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk og huggun í sorg ykkar. F.h. Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Vestfjörðum, Helga og Hrefna. + Anna Baldvina Gottliebsdóttir fæddist á Hom- brekku í Ólafsfirði 12. maí 1924. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 31. júlí síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Ólafsfjarðarkirkju 5. ágúst. Ég kynntist Önnu þegar ég varð mág- kona hennar árið 1957 og allt fram á síðasta dag voru okkar kynni traust og hlý. Hún var umhyggju- söm og tilbúin til að gera allt fyrir alla ef hún gat. Heimili þeirra hjóna var eins og hótel, opið fyrir öllum sem þangað komu. Ætíð bar Anna umhyggju fyrir mér nánast eins og ég væri dóttir hennar. Minnist ég þeirra daga er hún kom fram í Burstabrekku til að baða pabba sinn eftir að hann varð rúmfast- ur á gamals aldri og létti þannig undir með mér. Síðan tók hún foreldra sína á heimili sitt og hafði þau síð- ustu árin sem þau lifðu. Mér er líka minnis- stætt þegar Anna kom á heimili mitt eftir að við hjónin höfðum flutt í bæinn 1988 og sagði við okkur að nú væri mál að við færum með þeim Munda til útlanda. Hún hafði þá þegar ákveðið að farið yrði til Norðurland- anna í júlí það sumar og hafði með- ferðis bækling um tilhögun ferðar- innar. Áður en þau Mundi fóru heim var ákveðið að umrædd ferð yrði farin og hef ég alltaf sagt síðan að ef drifkrafti Önnu hefði ekki ver- ið fyrir að fara hefði þessi frábæra ferð ekki verið farin og við ekki upplifað þær góðu stundir sem við áttum með þeim hjónum í ferðinni. Einnig minnist ég margra góðra stunda sem við hjónin höfum átt með þeim Önnu og Munda í ferðum okkar um landið. Síðastliðinn vetur höfðum við ákveðið að fara eitthvað saman um landið í sumar en með vorinu bárust þau sorglegu tíðindi að veikindi sem Anna hafði átt við að stríða tóku sig upp að nýju og þrátt fyrir hetjulega baráttu hennar varð það henni of- viða að berjast við þau. Anna tók veikindunum með stakri ró og jafn- aðargeði þótt hún vissi að hverju stefndi. Við hjónin munum sakna þess að fá hana ekki í heimsókn til okkar og tómarúmið er mikið við fráfall hennar. Við hjónin biðjum guð að gefa eiginmanni hennar styrk á erfiðum tímum og vottum börnum þeirra og fjölskyldum okkar dýpstu samúð og biðjum guð að taka hana Önnu í arma sína og gefa henni frið. Svava Friðþjófsdóttir. ANNA BALDVINA GOTTLIEBSDÓTTIR GEORG MELLK RÓBERTSSON + Georg Mellk Ró- bertsson fæddist 28. nóvember 1981. Hann lést af slysför- um 22. júlí síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 3. ágúst. Ég kynntist Georgi haustið 1997 þegar við lentum saman í 3. bekk E í Verzló. Við sátum hlið við hlið þann veturinn, mörg- um kennaranum til ómældrar gremju. Það var nefnilega þannig að við vorum báðir málóðir. Við skröfuð- um endalaust um hitt og þetta, og sjaldan vorum við á sama máli um hlutina. Það kom þó ekki í veg fyrir það að við yrðum góðir félagar. Við rifumst aldrei heldur rökræddum, og yfirleitt kom Goggi með skotheld rök fyrir máli sínu. Ég er þess fullviss að honum hefði gengið vel í ræðumennsku ef hann hefði farið út í hana. Fljótlega fórum við að hittast utan skóla, og enduðum við sem vinnufélagar líka. Oft ef mér leiddist á kvöldin þá sló ég á þráðinn til Gogga, og áður en við vissum af höfðum við spjallað í tvær klukkustundir. Goggi var mörgum mannkostum gæddur. Hann var algerlega laus við alla fordóma og yfirleitt þurfti mikið til þess að hann reiddist. Hann hafði mikið dálæti á kvik- myndum og tónlist og talaði hann oft um það að við yrðum að stofna hljómsveit. Hann var líka mjög greiðvikinn. Á föstudagskvöldinu áður en hann lést hringdi ég í hann og bað hann um að gera mér greiða. Eins og vanalega var hann meira en tilbúinn til þess. Við hitt- umst rétt fyrir miðnætti og grun- aði mig aldrei að það ætti eftir að verða síðasta skiptið sem ég hitti hann. Tveimur klukkustundum síð- ar var hann látinn. Með þessum fá- tæklegu orðum kveð ég þig nú. Það var heiður að fá að þekkja þig og hefði ég gefið mikið fyrir að fá að þekkja þig lengur. Eg vil einnig votta aðstandendum og vinum Georgs mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, félagi. Þinn vinur, Haukur Viðar Alfreðsson. öa^ðsKom v/ Possvo0sUi»*i<jMgcu*ð Sími: 554 0500 ÁSTA BJÖRNSDÓTTIR + Ásta Bjömsdótt- ir fæddist á Vík- ingavatni 17. 1927. Hún lést á heimili sínu 17. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 27. júlí. Elsku amma mín. Mér finnst svo leið- inlegt að þú skulir vera farin svona snemma til Guðs. Við áttum eftir að gera svo margt skemmtilegt saman. Okkur sem þótti svo gaman að prjóna og spila á spil. Þú varst alltaf mjög þolinmóð þegar þú kenndir mér nú spil, t.d. Hjónakap- al og Löngu-vitleysu. Stundum fékk ég að gista hjá þér og þá kúrðum við saman í rúminu þínu og þú sagðir mér sögur af pabba mínum þegar hann var lítill og líka sögur frá því í gamla daga. Þú gafst þér líka tíma til að kenna mér bænirnar og við rædd- um oft saman um Guð og hvert við færum þegar Hann kallaði okkur til sín. Nú líður þér vel, elsku amma mín, og hittir afa Björn og mömmu þína»„ Guðrúnu. Tveimur dögum áð- ur en þú fórst fékk ég að vera hjá þér og við fórum saman út á leikvöll og áttum góðan dag saman. Veistu amma mín, að þú varst besta vinkonan mín og ég á eftir að sakna þín óskaplega mikið. Þín Gunnhildur Eva. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Elskulegur bróðir okkar, frændi og vinur, MOHAMED JOSEF DAGHLAS flugmaður, Ásvallagötu 63, Reykjavík, sem lést af slysförum mánudaginn 7. ágúst, verður jarðsettur frá Fossvogskapellu í dag, laugardaginn 12. ágúst, kl. 14.30. Fyrir hönd bræðra hins látna, Salmann Tamimi. r UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarssott útfararstjóri, sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Vesturhlíð 2 Fossvogi Sfmi 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. 7 Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja \ ^'JOhVS^ J UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.