Morgunblaðið - 12.08.2000, Side 48
48 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000
> —.......-...........
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Að vita eða vita ekki
í NÝBIRTRI grein
hér í Mbl, fagnaði ég
nýbreytninni, sem í
því fólst, að Jóhann
Sigurjónsson forstjóri
Hafrannsóknastofnun-
ar svaraði grein, sem
ég hafði áður birt hér
í blaðinu. Þetta hafði
ekki gerst fyrr og ég
hef þar á ofan fylgst
með hvernig það hefur
nánast verið regla, að
gagnrýnisröddum,
- 'sem birst hafa opin-
berlega, hefur ekki
verið ansað af hálfu
stofnunarinnar. Grein
Jóhanns leyfi ég mér að líta á sem
vísbendingu um stefnubreytingu í
þessu efni og þar þurfa að koma til
umræðu enn mikilvægari mál en
það, sem umrædd svargrein hans
fjallaði aðallega um.
Satt best að segja á það við um
mann eins og mig, sem þetta
skrifa, og árum saman hef fylgst
grannt með tiltækri opinberri um-
ræðu um fiskveiðistjórn og fisk-
veiðiráðgjöf, að furðu mína hefur
vakið, hvernig Hafrannsóknastofn-
un fær að vera algerlega stikkfrí
' vfrá því að gefa nokkrar skýringar á
þróun síðustu vikna, mánaða og
ára á því sviði, þar sem henni er
fengið svo þjóðhagslega mikilvægt
aðalhlutverk. Stofnunin er látin
komast upp með að segja frá því
eins og sjálfsögðum hlut, að
200.000 tonn af þorski hafi horfið
af Islandsmiðum á einu ári. Hún
þarf ekki að segja frá því, hvaða
þorskur þetta var, ungþorskur,
stórþorskur, einhverjir tilteknir ár-
gangar, staðbundnir þorskstofnar
eða þess háttar. Sú skýring er látin
duga, að þessi þorskur hafi aldrei
verið til nema í hinum óskeikulu
reiknivélum og gagnagrunnum
stofnunarinnar. Stofnunin þarf
heldur engu að svara góðum og
gildum spurningum um í hverju
felist árangurinn af öllu friðunar-
vafstri stofnunarinnar undanfarna
tvo áratugi. í a.m.k. tveimur grein-
um hér í Mbl. hefur verið vakin at-
Jón Sigurðsson
hygli á samfelldu und-
anhaldi með minnk-
andi afla af botn-
fisktegundum, hvort
heldur sem litið er til
síðasta áratugar eða
tímans frá 1984, þegar
kvótasetning var upp
tekin. Fullt forræði
íslendinga á 200 mílna
fiskveiðilögsögu og
brottrekstur nær allra
erlendra skipa úr
landhelginni, hefur
undir vísindalegri ráð-
gjöf, sem sífellt er
meira mark tekið á,
fært okkur síminnk-
andi veiðiheimildir. Þessu á þjóðin
að taka þegjandi og án skýringa á
því, hvað eiginlega er að gerast, frá
þeim, sem ættu að vita það. Er við
unandi, að árangur af þorskastríð-
unum og öllum þeim pólitísku sigr-
um, sem þar voru taldir vinnast, sé
minni en enginn?
Málið er einfaldlega afgreitt með
því, að inni á Hafró sé besta þekk-
ingin, sem við höfum og við hana
verðum við að styðjast. Hafi nýleg-
ur leiðari Mbl. komist rétt inn í
kollinn á mér, var þetta innmatur-
inn í honum. Staðhæfingar úr
svörtum kössum Hafró fá að ráða
umræðunni og stofnunin þarf engu
að svara. Engu máli skiptir hversu
gildar spurningar eru lagðar fram.
Stofnunin er ósnertanleg og ráðu-
neytið virðist heldur ekki ætlast til,
að hún svari neinu.
Staðhæfingar Hafró hafa þar á
ofan lagt undir sig fjölmiðlana.
Efasemdir fá þar lítið rými. Fyrir
skömmu skrifaði blaðamaður Mbl.,
efalaust í góðri trú, í viðhorfsgrein,
að þorskstofninn við Nýfundnaland
hafi hrunið vegna ofveiði. Honum
er vorkunn, því að þessari staðhæf-
ingu hefur verið miskunnarlaust
beitt af Hafró og öllum helstu
páfum fiskirannsókna við Norður-
Atlantshaf, sem grýlu í viðskiptum
við stjórnmálamenn og þeir heykst
við í hnjáliðunum. Að sönnu var
þessi þorskur ofveiddur, en eftir
mínum bestu upplýsingum hvarf
Reykingar
alkóhólista
í Bandaríkjunum
reykja 90% þeirra sem
sjá um áfengisráðgjöf.
Góðar fyrirmyndir?
Alls ekld. Hér á landi
hefur SÁA tekið stórt
skref með því að banna
reykingar á Vogi en
enn er langt í land hjá
alkóhólistum.
Viðurkennt er að
alkóhólistar eiga við
erfiðan sjúkdóm að
etja, lifshættulegan, en
samkvæmt niður-
stöðum bandaríska
~N)laðsins Professional
Counselor eru reyking-
ar tíu sinnum líklegri til að drepa
Ráðgjöf
Þetta er hvatning til
alkóhólista, segir Guð-
jdn Bergmann, um að
hugsa málið og gerast
Guðjón Bergmann
, enn betri fyrirmyndir
--------------------------
í samfélaginu.
manneskju en alkóhól. Sjúkdómar
tengdir reykingum eru engu hætt-
uminni en sjúkdómar tengdir alkó-
hólisma og leggja oft gífurlega erfið-
leika á fjölskyldur hér á landi. Varla
^er til sú fjölskylda sem ekki hefur
,'engið í gegnum þá sorg sem fylgir
Kvótinn
Ég skora á Hafró og
sjávarútvegsráðherra,
segir Jdn Sigurðsson,
að gefa landsmönnum
skýringar á mannamáli
á þeim óviðunandi
árangri, sem hin vís-
indalega fískveiði-
ráðgjöf hefur skilað
undanfarin ár og raunar
áratugi, í síminnkandi
afla af botnfiski.
þar á Nýfundnalandsmiðum hálf
milljón tonna af þorski, sem ekki
var veiddur og enginn veit hvað
varð af. Hann týndist eins og þessi
tvö hundruð þúsund tonn, sem okk-
ur er núna boðið upp á, að séu
horfin af íslandsmiðum. Og var það
ekki lítil milljón tonna af þorski,
sem týndist með sama hætti í Bar-
entshafinu? Hin einfalda og auð-
gefna skýring um oíveiði, sem
þessir fiskifræðingar beittu eins
lengi og þeim var stætt á því, þarf
þess vegna ekki að vera alveg rétt,
a.m.k. ekki ein og sér.
Ályktun leikmanns, sem horfir á
þetta af áhuga, en álengdar, getur
ekki verið nema ein. Allur þessi
týndi þorskur er ekki vottur um
það, sem menn vita, heldur til
marks um hitt, sem þeir vita ekki.
Fræðingarnir vita einfaldlega ekki
meira en svo um efnið, að eitt rek-
ur sig á annars horn í útkomunni.
Týndur fiskur, veiddur fiskur, sem
átti ekki að vera til, meiri friðun,
takmarkaðri afli og minni fiski-
stofnar. Hvernig má þetta vera?
Það er ekkert við það að athuga
að vita ekki. Það á meira að segja
að vera aðal hvers vísindamanns að
efast sífellt um það, sem hann telur
sig vita þar til hann getur kynnt
þekkingu sína sem óbrigðula. Að
þykjast vita og hlusta ekki á efa-
semdir er vís leið til ófara.
Og veit Hafró, að þorskstofninn,
eða öllu heldur miðað við mín fyrri
skrif, þorskstofnarnir við Island,
hafi minnkað um 200.000 tonn? Að
sjálfsögðu veit stofnunin það ekki
og skekkjumörkin gætu verið
miklu stærri en þau 10%, sem for-
stöðumaður stofnunarinnar lofaði,
þegar skýrt var frá þessum 200
þús. tonnum, sem höfðu týnst.
Hann lofaði líka einum þremur
næstu árgöngum þorsks svo stór-
um, að auka megi þorskkvóta strax
á næsta ári. Víst er vonandi, að
hann hafi rétt fyrir sér, en það er
svo best, að þeir árgangar týnist
ekki líka.
Kunningi minn sagði mér á dög-
unum frá vinafólki sínu, sem hafði
verið á skemmtiferð í Jökulfjörð-
um. Þar var rennt færum og stóð
vænn þoskur óðara á hverju járni.
Mér er til efs, að Hafró fylgist
grannt með þorski í Jökulfjörðum,
en þar kynnu að vera einhver af
þessum 200.000 tonnum, sem
reiknimódel Hafró hafa týnt. Svona
sögur heyrast reyndar hvaðanæva
af landinu um þessar mundir.
Ég vil ljúka þessari grein með
áskorun á Hafró og sjávarútvegs-
ráðherra að gefa landsmönnum
skýringar á mannamáli á þeim
óviðunandi árangri, sem hin vís-
indalega fiskveiðiráðgjöf hefur
skilað undanfarin ár og raunar ára-
tugi, í síminnkandi afla af botnfiski.
Slíkum áskorunum hefur til þessa
ekki verið ansað, hvað þá sinnt, en
ég verð að lifa með mínum áhuga-
sömu lesendum í voninni um að
dropinn holi steininn.
Höfundur er fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri.
reykingatengdum sjúk-
dómum, hvort sem um
er að ræða krabbamein,
lungnaþembu, krans-
æðastíflu eða annað.
Stofnendur AA
Einnig er mikilvægt
að huga að því að þótt
Bill og Bob, stofnendur
AA-samtakanna, hafí
verið frábærar fyrir-
myndir á mörgum svið-
um voru þeir forfallnir
reykingamenn og lét-
ust báðir af þeim sök-
um. Þeir hefðu verið
manna fyrstir til að við-
urkenna að þeir voru ekki fullkomnir
enda kemur það margoft fram í fræð-
unum. Reginmisskilningur margra
alkóhólista er að þeir séu hólpnir
þegar þeir eru hættir að drekka.
Reykingamar eru líka fíkn sem þarf
að yfirvinna til þess að geta tekið full-
an þátt í lífinu. Svörin er að finna í
æðruleysisbæninni:
„Guð, gefðu mér æðruleysi til að
sætta mig við það sem ég fæ ekki
breytt, kjark til að breyta því sem ég
get breytt og vit til að greina þar á
milli.“
Þessi grein er hvatning til alkóhól-
ista um að hugsa málið og gerast enn
betri fyrirmyndir í samfélaginu.
Náttúran er hlutlaus. Allir geta hætt
að reykja. Við sjáum dæmi þess á
hverjum einasta degi.
Höfundur erjógakennari og tóbaks-
varnarráðgjafi.
ISLENSKT MAL
í síðasta þætti minntist Sigur-
steinn Hersveinsson á orðið
flóra, ofnotkun þess og mis-
notkun. Eg lofaðist þá til að
auka þar einhverju við, og er
best að koma því frá, þó að ekki
geti ég leyst allan vanda í því
sambandi. í 717. þætti hafði ég
minnst á þetta, mjög í sama dúr
og Sigursteinn, og léttir mér
það heldur en ekki leikinn, og
eyk ég svo leti mína, eins og
Halldór Kiljan Laxness hefði
verið vís til að segja. En útúr-
dúr fylgir eða formáli:
Eitt er það uppátæki tungu-
málanna að f í latínu samsvarar
stundum b í germönskum mál-
um. Þegar latínumenn sögðu
fero, segjum við „ég ber
(byrði)“: frater í latínu er bróð-
ir hérnamegin, en latneska orð-
ið fraternitas = bræðralag er
þekkt með smábreytingum í
ýmsum Evrópumálum.
Þá er það fyrirbæri nefnt flos
í latínu sem blóm heitir á tungu
okkar. Flos er karlkyns í lat.,
eignarf. floris, fleirt. flores.
Mörg orð eru samstofna því, og
verður hér látið við nema að
nefna sjálfa blómgyðju þeirra
Rómverja er Flora hét. Svo
kom, að þetta orð barst um víð-
an völl tungnanna og tók að
merkja jurtaríki, gróðurríki.
Stefán kennari (skólameistari)
samdi grundvallarrit og heitir
Flóra Islands. I dansk- og ensk-
íslenskum orðabókum finn ég
ekki annað en flora þýði gróður-
ríki á tilteknum stað eða tíma.
Dýraríkið hefur sumstaðar
fengið nafnið fána (fauna), og
er það að rekja til eins af guðum
Rómverja. Sá hét Faunus. Orð-
ið fána heyrist sjaldan eða sést
með íslendingum. En af hverju
er ég að þessu? Jú, ég heyrði
um daginn að það væri fjöl-
breytt „skemmtanaflóra“ í
Reykjavík, og ég hef heyrt um
ýmsar aðrar „flórur“ af ólíkleg-
asta tagi, og svo langt gekk að
maður nokkur talaði um fjöl-
breytta „dýraflóru". Og þá
finnst mér að ruglingur í nátt-
úrunnar ríki sé kominn yfir
mörkin. Vafalaust hefur ein-
hver heyrt nefnda *mannílóru.
Hvaðan skyldi allt þetta „flóru-
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1070.þáttur
tal“ vera komið? Nú vantar mig
fræðslu.
Flóra (Flora) er kvenheiti
bæði hérlendis og erlendis, til
mikilla muna eldra með sumum
útlendum þjóðum. Gömlum
konum í minni sveit mislíkaði,
þegar það var tekið upp, og
minnti þær á fjósverk, enda
óvanar að sjá konur á borð við
Floru McDonald eða Floru
Robson, rétt eins og sveitungi
okkar Þorsteinn Þrastarson
„kenndi ekki hvað fogli“ dúfan
var í Ufsakirkju, að því að hann
var „óvanur að sjá heilagan
anda“.
★
En fleira jók leti mína um
þessar mundir, svo að eiginlega
má segja, að ég sé í sumarfríi í
þessum þætti. Rétt þegar ég
ætlaði að fara að skrifa um
„söluaðila“ enn og aftur, tók
Víkverji þessa blaðs af mér
ómakið (þriðjud. 10. júlí) . Eg
stel þessu frá honum:
„Það fer óendanlega í taug-
arnar á Víkverja hve orðið aðili
er misnotað í íslenzkunni. Orðið
söluaðili tröllríður auglýsingum
í öllum fjölmiðlum. Orðið aðili
er þarna algjörlega óþarft. Orð-
ið seljandi segir allt sem þarf.
Víkverji hefur áður bent á orð-
skrípið samkeppnisaðili sem
notað er í stað keppinautar og
gerir svo enn, enda er góð vísa
sjaldan of oft kveðin.
Af sama toga er ofnotkun á
sögninni að framkvæma. Oftar
en ekki heyrði Víkverji í lýsing-
um á kappleikjum í boltaíþrótt-
um að þessi eða hinn fram-
kvæmi vítaspyrnuna eða
framkvæmi innkastið."
★
Nú, nú. „Þegar ein báran rís,
þá er önnur stök,“ sagði glapyrt
kona í minni sveit fyrir löngu.
Fæ ég nú sent eftirfarandi les-
mál undir fyrirsögninni Limra
Anglicana, og ég læt það bara
fljóta. Það meiðir engan:
Hann Jón, sera að studdist við staf,
stakk sér í djúpin á kaf,
íglóbölumhringum
svam hann heimsbyggðir kringum
og hefði ekki þurft nokkum staf.
Kvenkynsorðið eir merkir
náð eða hlífð, og í gamalli vísu
kemur fyrir „eirar vanur“ =
hlífðarlaus. Ef engu er hlíft,
eira menn engu. Gyðja, sem
hlífði mönnum og verndaði þá,
nefndist Eir. Það kann að vera
annað heiti Friggjar, konu Oð-
ins. Á síðustu árum er þetta
orðið kvenheiti. Eir hefur afar
sjaldan verið fyrri hluti manna-
nafna, en þó kemur það fyrir.
Ekkert slíkt karlheiti hef ég
fundið. En kvenheitið Eirný er
ævagamalt, en hefur alltaf verið
sjaldgæft.
Nú á allra síðustu árum, en
ekki á næstu grösum, hafa
bæst við tvö kvenmannsnöfn,
samsett af Eir. Bernharð
Haraldsson, fyrrverandi skóla-
meistari Verkmenntaskólans á
Akureyri, kom til mín færandi
hendi og sagði mér nöfn
tveggja meyja sem báðar eru
fæddar eftir 1990. Þær heita
Eirdís Heiður og Eirfinna
Mánadís. Áður vissi ég að
mannanafnanefnd hafði sam-
þykkt nafnið Eirdís og Heiður
er alþekkt og ævafornt, en
nafnið Eirfinna vissi ég ekki
um fyrr. En svona er nú heim-
urinn skrýtinn að hin eina Eir-
finna sem til er (að ég held) er
ekki nær okkur en austur í
Beijing (Peking).
★
Vilfríður vestan kvað:
Það er heilmikið farið að hlýna
frá himinum sólgeislar skína
ogbænduráTröðum
þeirbíðaíröðum
og bjóða fram smáfugla sína.
Sigli eg áfram, sigli eg enn.
-Sigrinumfáirhrósa.-
Til eru höppin tvenn og þrenn,
taka mun eg lending senn.
- í djúpinu glitrar gullið rauða og ljósa.
(Ámi Pálsson 1878-1952.)
★
Þegar þessi þáttur var farinn
í vinnslu barst mér afbragðs-
gott bréf um orðið flóra frá
Herði Kristinssyni grasafræð-
ingi. Það birtist hér í þáttunum
innan skamms.