Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ RLS kærði 2.428 vegna hraðaksturs MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jón- mundi Kjartanssyni yfirlögreglu- þjóni fyrir hönd ríkislögreglustjóra: „I tengslum við umfjöllun um um- ferðarmál í sunnudagsblaði Morg- unblaðsins, 12. ágúst sl., er haft eftir Ragnheiði^ Davíðsdóttur, forvarna- fulltrúa VÍS, að „samkvæmt skýrslu dómsmálaráðherra í umferðarör- yggismálum sem lögð var fram á þessu ári kemur fram að 216 radar- mælingar voru gerðar á þjóðvegum sem leiddu til kæru á síðasta ári. Sem þýðir að það var minna en ein radarmæling á dag sem leiddi til ákæru.“ Ekki er embætti ríkislögreglu- stjóra Ijóst hvers vegna Ragnheiður kýs að slíta hér hlutina úr samhengi en á bls. 14 í nefndri umferðarör- yggisáætlun, töflu 2, eru birtar tölur um skiptingu umferðarlagabrota sem starfsmenn umferðardeildar ríkislögreglustjórans höfðu afskipti af á árinu 1999. Þar kemur skýrt fram að kærur umferðardeildar RLS vegna of hraðs aksturs voru samtals 2.428 en ekki 216. Ökumenn sem kærðir voru með því að nota hraðamyndavélar voru samtals 2.212 en ökumenn, sem kærðir voru með því að nota hefð- bundinn radar, voru samtals 216. Rétt er að taka fram í þessu sam- bandi að starfsmenn umferðardeild- ar árið 1999 voru einungis tveir og þvi hér vel að verki staðið. í janúar á þessu ári hóf þriðji lögreglumað- urinn störf í umferðardeildinni og þrír til viðbótar munu hefja störf þann 1. október nk. Umferðardeild RLS mun þá verða mönnuð sex lög- reglumönnum. Vikuna 2. til 8. ágúst sl. voru 544 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, þar af 163 á vegum umferð- ardeildar RLS. Um var að ræða 65% aukningu frá því vikuna áður, sjá nánari upplýsingar á heimasíðu lögreglunnar undir Ymislegt (6. val- hnappur hægra megin). Til frekari upplýsinga er rétt að geta þess, að á árinu 1998 voru rúmlega 16.800 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og á árinu 1999 rúmlega 17.900. Af þessum 17.900 ökumönn- um á árinu 1999 voru rúmlega 8.500 1999 kærðir við of hraðan akstur utan- bæjar. Þessu til viðbótar mætti nefna að á árinu 1999 kærði lög- reglan á Blönduósi rúmlega 1.300 ökumenn fyrir of hraðan akstur og má fullyrða að flestir þeirra eru kærðir fyrir akstur á þjóðvegi nr. 1. Með hliðsjón af þessu getur hver maður séð, að talan 216, sem for- varnafulltrúi VÍS setur fram sem heildarfjölda þeirra sem kærðir eru fyrir of hraðan akstur á þjóðvegum landsins, er út í hött. Öll embætti landsins hafa verið í sókn á þessu sviði. Fullyrða má jafnframt, að með eflingu umferðardeildar RLS, sem mun koma embættum um allt land til aðstoðar sem viðbót við það sem fyrir er, mun þessum málaflokki verða sinnt með enn öflugri hætti en verið hefur og því hljóta allir að geta fagnað. Dómsmálaráðherra hefur með markvissum hætti eflt þennan málaflokk hjá lögreglu og beitt sér fyrir því, í góðri samvinnu við em- bætti ríkislögreglustjórans, að öll lögregluliðin í landinu vinni sem ein heild að umferðarmálum.“ Halldór Blöndal forseti Alþingis á Hdlahátíð Hlustum á alvöruna að baki orðum Sigurbjörns biskups Punktakerfí lögreglunnar Okuhraði og umferdalagasektir Hraði Leyfður hámarkshraði öku- tækis 30 km/klst. 50 km/klst. 90 km/klst. km/klst. Sekt/Punktar/Svifting Sekt/Punktar/Svifting Sekt/Punktar/Svifting 41-45 kr. 8.000 Lögreglustjóra ber að v eita sakborningi 25% 46-50 10.000 1 afslátt af sektarfjárhæð sem ákveðin er í lög- reglustjórasátt, ef sakborningur greiðir sektina 51-55 12.000 2 ásamt sakarkostnaði að fullu innan 30 daaa. 56-60 16.000 3 61-65 20.000 4 1 mán. kr. 4.000 66-70 25.000 4 2 mán. 6.000 71-75 30.000 4 3 mán. 8.000 76-80 35.000 4 4 mán. 10.000 1 81-85 50.000 4 6 mán. 12.000 2 86-90 80.000 4 1 2mán. 16.000 3 91-95 20.000 4 1 mán. 96-100 25.000 4 2 mán. 101-110 30.000 4 3 mán. kr. 4.000 111-120 35.000 4 4 mán. 10.000 1 121-130 50.000 4 6 mán. 12.000 2 131-140 80.000 4 12mán. 16.000 3 141-150 20.000 4 1 mán. 151-160 25.000 4 2 mán. 161-170 /^IÍWJÍ) 30.000 4 3 mán. 171-180 35.000 4 4mán. 181-190 —J/ > 50.000 4 6mán. 191-200 ~|||y —rr 80.000 4 1 2 mán. 48 sviptir ökuréttind- HALLDÓR Blöndal, forseti alþingis, gerði fjölmiðlaumfjöllun um kristni- hátíð að umtalseíni í hátíðarræðu á Hólahátíð um helgina. Halldór sagði hátíðina hafa verið vel heppnaða og velti fyrir sér hvort gagnrýni sem lögð hefur verið upp í fjölmiðlum væri heiðarleg eða skemmdarfysn. Hall- dór sagði Sigurbjöm biskup hafa haft mikið til síns máls þegar hann ræddi um þann tón sem blásinn var í sumum fjölmiðlum í aðdraganda kristnihátíð- arinnar. Halldór talaði í upphafi ræðu sinn- ar um árþúsundaafmæli kristni á Is- landi og landafunda Leifs heppna. „Sjóndeildarhringur íslensku þjóðar- innar varð aldrei samur eftir það. Ný lönd í veraldlegum og andlegum skilningi sáust í hillingum úti við hafs- brúnina," sagði Halldór. Hann sagði íslensku bókaþjóðina hafa orðið til í skjóli kirkjunnar sem óx úr jarðvegi þeirrar evrópsku, þannig hefðu Islendingar auðgast af erlendum menningaráhrifum og menntamenn Iagt traustan grunn að sögu og sjálfsmynd þjóðarinnar með ritum sínum um íslenskt landnám. Halldór sagðist ætíð gleðjast þegar fomleifauppgreftir styddu við Landnámu og Islendingasögur, fræðimenn hefðu dregið það í efa en ýmis dæmi sýndu annað. „ ... ég hef viljað trúa, að þær séu í grundvallaratriðum réttar að því marki sem þær gefa sig út fyrir að vera réttar. Því að vitaskuld er erfítt að höndla sannleikann og koma hon- um til skila, það veitist a.m.k. sumum fjölmiðlum fullerfitt í dag og eru þeir þó að skýra frá samtímaatburðum og hafa blaðamann á staðnum. Því að auðvitað er það svo, að fréttin getur aldrei orðið þroskaðri en blaðamað- urinn sem á pennanum heldur. Dag- blaðið ber keim af ritstjóranum, eins og Heimskringla ber svip Snorra Sturlusonar,“ sagði Halldór og ræddi í framhaldi af því um kristnihátíðina á Þingvöllum. Hátíð til að minna á sögu og uppruna Halldór sagði nauðsynlegt að halda hátíð öðru hvoru til að minna á sögu og uppruna og sagðist ekki efast um að tugir þúsunda hefðu fylgst með henni þegar allt væri taHð saman. Halldór sagði hátíðina hafa verið öll- Skólatöskur í miklu úrvali MALOG MENNING tAUGAVEGl 18 • SÍÐUMÖIA 7 malogmenning.is um til sóma sem að henni stóðu. Hann sagði kostnað sem í hana var lagður' ekki hafi þurft að koma á óvart því löngu hafi legið fyrir hver hann yrði. Halldór sagðist ekki telja það andúð við kirkjuna að eingöngu milli 15-20 þúsund manns hefðu farið til Þing- valla. Kirkjan væri að mörgu leyti nær fóllá en áður. „Nú tala prestarnir við ungt fólk með allt öðrum hætti og ekki í áminningarstíl lengur. Og svo hefur kenning kirkjunnar öðlast meiri dýpt og breidd, meiri þroska og reynslu eftir að konur bættust í hóp kennimanna, svo að okkur er farið að þykja sem svo hafi ávallt verið.“ Halldór spurði í ávarpi sínu hvort að gagnrýni á kristnihátíð eins og hún hefði verið lögð upp í fjölmiðlum væri „heiðarleg gagnrýni eða stráksskap- ur og skemmdarfýsn?" Halldór sagði presta landsins þá einu sem svarað gætu gagnrýninni, þeir þekktu fólkið í landinu og afstöðu þess til kirkjunn- ar. En á meðan þeir svöruðu ekki gagnrýninni, hlyti að ríkja upplausn í hugmyndum kirkjunnar og störfum hennar. Halldór sagði ekki ráð að hneykslast á ummælum Sigurbjöms bislöips að kristnihátíð afstaðinni heldur hlusta á alvöruna á bak við orðin. „Sigurbjöm Einarsson biskup hafði mikið til síns máls í alvöruorð- um sínum þegar hann ræddi um þann tón sem blásinn var í sumum fjöl- miðlum í aðdraganda kristnihátíðar. Hann hefur ekki verið látinn í friði síðan og dýpkar það enn merkingu um í fyrra SEKTIR við umferðarlagabrotum geta numið talsverðum fjárhæðum. Við alvarlegustu brotin, s.s. vegna ölvunaraksturs geta ökumenn þar að auki átt von á sviptingu ökuréttinda. Fyrir tveimur ámm tók hið svo- kallaða punktakerfi lögreglunnar gildi. Umferðapunktar eru viðurlög við umferðarlagabrotum. Þeir em þó ekki gefnir við öllum umferðalaga- brotum heldur einkum við þeim sem teljast varða miklu um öryggi í um- ferðinni. Ökumönnum sem brjóta af sér em veittir 1 til 4 umferðarpunkt- ar fyrir brot eftir eðli þess. Flestir umferðarpunktar era fyrir akstur gegn rauðu Ijósi og ofsaakstur eða 4 talsins. Karlmenn fá flesta punkta Skv. tölum frá ríldslögreglustjóra fengu um 11 þúsund einstaklingar umferðarpunkta í fyrra. Átta af hveijum tíu vom karlmenn, 40% þeirra vom 25 ára eða yngri. Fái menn meira en 12 punkta em þeir sviptir ökuréttindum. Þeir sem hafa bráðabirgðaskírteini sem era veitt til tveggja ára þegar ökurétt- inda er aflað í fyrsta sinna geta að hámarki fengið 7 umferðarpunkta áður en þeir þurfa að sjá eftir öku- skírteinum sínum. ViðurJög við ölvuiiarakstri Taflan miðast við að um fyrsta brot sé að ræða Vínandamagn í blóði Sektir, kr. Svifting í... 0,50 - 0,60 30.000 2 mán. 0,61 - 0,65 35.000 4mán. 0,76 - 0,90 40.000 6 mán. 0,91 -1.10 45.000 8 mán. 1.11-1.19 50.000 10 mán. 1,20 og yfir 60.000 12 mán. Á síðasta ári vom 48 manns svipti ökuleyfum vegna þess að þeir höfði safnað of mörgum umferðarpunkt um. Aðeins tvær konur vom í þein hópi. Sem fyrr vora það yngstu öku mennimir sem hlutu flesta punkt ana. Af þeim 46 karlmönnum sen vom sviptir ökuréttindum vegni umferðarpunkta vora 30 tvítugir eði yngri eða rúmlega 65%. Umferðarpunktar fymast á 3 ár um sem þýðir að ef 3 ár líða frá þv umferðarpunktar staðfestust, ái þess að þeir hafi leitt til sviptingar falla þeir niður. orða hans og gera þau umhugsunar- verðari en ella myndi. Auðvitað talaði hann í líkingum eins og honum er tamt,“ sagði Halldór. Hólahátíð sem hefur verið haldin síðan 1950 fór fram með hefðbundnu sniði að sögn Bolla Gústafssonar vígslubiskups og var hátíðin vel sótt sem fyrr. „Það hefur skapast sú hefð Thorseth slasast illa að fá þekktan einstakling til að halda ræðu hátíðarinnar og það hefur mælst vel fyrir enda oft tekið eftir efni Hólaræðu í fjölmiðlum," sagði Bolli í samtali við Morgunblaðið. Hjörtur Pálsson flutti frumsaminn ljóðaflokk á Hólahátíð, Hólaljóð, og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari lék verk eftii- Bach. Séra Dalla Þórðar- dóttir prédikaði og séra Guðbjörg Jó- hannesdóttir, séra Ragnheiður Jóns- dóttir og séra Bolli Gústafsson þjónuðu fyrir altari. NORSKI æyintýramaðurinn eyja með altari og steinhellur í Ragyiar Thorseth slasaðist lífs- nýja stafkirkju sem Norðmenn hættulega er hann fell af hestbaki gáfu í tilefni þúsund ára afmælis 1 gær, að sogn blaðsins Aftenpost- kristni á íslandi. Heimleiðis hafði en. Hann var ernn á ferð við Djup- hann með sér þrjá íslenska hesta vik-vatn í Heröy og fannst með og hafa orðið deilur um þann ,nlp i!.:*VGrkaIar^ÖfðL flutning við embætti dýralækna, fTuallðuerað Thorseth hafi fallið jafnt hér á landi sem í Noregi. af hestbaki og lent á múvegg en Hestarnir em nú að sögn blaðsins e^°m yfrni að slysinu. {einangmn á Heröy og mun Thor- 1 horseth sigldi nýlega víkinga- seth ekki hafa riðið þeim í gær er skipinu Hvítserk til Vestmanna- slysiðvarð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.