Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 67 FÓLK í FRÉTTUM í Díana í sjonvarps- mynd? ÞREMUR árum eftir dauða Díönu prinsessu er, samkvæmt Variety, verið að íhuga hvort nota eigi rödd hennar í sjónvarpsmynd sem fjall- ar um breska blaðamanninn Andrew Morton, sem skrifaði hina umdeildu ævisögu hennar „Diana: Her True Story." Þótt Díana heitin hafi aldrei hitt Morton, höfund bókarinnar sem braut niður goð- sagnarkennda ímynd bresku konungsfjöl- skyldunnar árið 1992, lét hún leynilega koma til hans 23 hljóðsnældum þar sem hún segir sína hlið sögunnar. Upptökur þessar hafa aldrei heyrst áður opinberlega og Morton skýrði ekki frá tilvist þeirra fyrr en eftir dauða Díönu. En nú hefur hann látið þær fram- leiðendum myndarinnar „Ævi- söguritarans" í té. I myndinni eru lykilatriði þar sem Morton situr og hlustar á hljóðsnældurnar. Framleiðend- urnir geta ekki gert upp við sig hvort þeir eigi að nota búta úr upprunanlegu upptökunum með rödd Díönu í þessum atriðum eða taka þær aftur upp með rödd leik- konu. Þetta er mjög viðkvæmt mál, sérstaklega í Bretlandi, þar sem Díana hefur því sem næst verið tekin í dýrlingatölu eftir dauðaslysið í París. Framleiðendurnir gera sér grein fyrir því að ef þeir nota rödd Díönu þar sem hún lýsir í smáat- riðum dauðadæmdu hjónabandi sínu með Karli Bretaprins muni það magna upp dramatísk áhrif myndarinnar og áhorf muni marg- faldast. En þeir óttast enn meir að verða sakaðir um ótrúlegt smekk- leysi og mæta almennri andúð. Reuters Rödd Díöiiii er til á 23 iiljnil- snældum. Djasskvintettinn Meski í Kaffileikhúsinu Morgunblaðið/Golli Góður félagsskapur: Eiríkur Orri, Davíð Þór, Leifur, Matthías og Valdimar Kolbeinn velta vöngum. lllv Davíð Þór Jónsson djasspíanisti segist hafa stofnað sérlega skemmtilegan djasskvintett ______sem leikur lög úr öllum áttum.______ MESKI er djasskvintett sem ætlar að leika fyrir sína góðu gesti í Kaffileikhúsinu í kvöld kl. 21. Davíð Þór Jónsson píanisti er forstöðumaður sveitarinn- ar og situr því fyrir svörum í eftir- farandi viðtali. Aðrir meðlimir Meski eru skólabræður hans úr tónlistar- skóla FÍH, þeir Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson kontrabassaleikari og Eiríkur Orri Ólafsson trompetleik- ari, bróðir Davíðs Þórs, hann Leifur Jónsson básúnuleikari sem kominn er ofan af Skaga að leika í Meski og svo trymbillinn hrynskynugi Matt- hías M.D. Hemstock. „Ég stofnaði Meski kl. hálfeitt á föstudaginn heima hjá mér þegar ég var að borða jógúrt. Ég hringdi svo niður í Kaffileikhús að redda „giggi". Við vildum spila á þriðjudegi og það gekk upp. Mig hefur lengi langað til að spila kvinett með básúnu og trompeti, það er mjög skemmtileg skipan." - Og hvernig datt þér nafniðí hug? „Mér fannst þetta bara svo ótrú- lega geðveikt orð. Það þýðir félags- skapur, og ég fann það í orðabókinni minni góðu og þykku." -Eru ailír rosavinir í þessari hljómsveit? „Já, við þekkjumst allir og kynnt- umst þegar ég byrjaði hér í Tónlist- arskóla FIH árið 1998. Svo langaði mig að gefa Leifi bróður mínum tækifæri á að koma og leika með jafn færum tónlistarmönnum og strák- arnir eru." Andlegt amfetamín - Hvernig valdirðu lögin? Eru þau ísérstóku uppáhaldi núna? „Dagskráin er saman sett af tón- list úr mörgum áttum, sem já, þessa dagana er í miklu uppáhaldi hjá mér. Við leikum verk eftir saxófónleik- arana Kenny Garrett og Joe Lovano sem eru „modern-bop" leikarar í Bandaríkjunum, og það er svona eldra uppáhaldsefni sem ég setti með. Lög Kenny Wheeler og Dave Douglas sem við tökum eru stórir hljómar og miklar melódíur og það er nýrri tónlist." - Og Coltrane fær að fijóta með- ?„Já, við leikum gamlan slagara eftir Coltrane sem heitir „Equinox", og er moll blús. Eg ákvað að taka lög með skemmtilegan ryþma, þar sem hann ^ Matthías er ofboðslega skemmtilega ryþmískur trommuleikari sem gefur gott andlegt amfetamín í hópinn, og þess vegna tókum við útgáfu Eric Dolphys á „Green Dolphin Street." Allt opið -Þaðer þá sérlega ryþmískt kvöld framundan? „Já, það verður mikið um ryþmíska snarstefjun í hrynsveitinni og flest af þessum lögum eru mjög skemmtilega útsett. Við notum út- setningar tónlistarmannanna fyrr- nefndu, en höfum gert okkar hluti við;3~ þær. Við ákváðum að hafa allt opið og leyfa lögunum að fara hingað og þangað, og það er mjög gaman þegar við spilum með Matthíasi sem hefur þegar spilað mikið af frjálsum spuna, og gefur því alltaf merkingu." - Verður ekkert lag eftirþig? „Ég ætlaði að vera með frumsamið efni, en vegna anna tókst ekM að vinna það nógu vel, en við endurtök- um tónleikana vonandi um jólin og þá verður eitthvað frumsamið á dag- skránni." - Eitthvað að lokum ? „Eg held að þeir sem koma á tón- leikana eigi eftir að hafa gaman af, því við erum svo skemmtilegt band," ___. segir Davíð Þór. r~ „Já, djassinn dunar," segir Valdi- mar Kolbeinn bassaleikari og slær þar með botninn í viðtalið. VAKORT Eftírlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA (slandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA fSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.