Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 25 ERLENT Sund- hetjan PETRE Roman, utanríkisráðherra Rúmeníu, tók þátt í maraþonsundi í Dóná um stund í gær til þess að vekja athygli á þeim truflunum er orðið hafa á skipaumferð á ánni. Synti ráðherrann, sem talinn er vera væntanlegur forsetaframbjóð- andi í Rúmeníu í haust, um tvo kíló- metra. Að því loknu veifaði hann rúmenska fánanum fyrir framan ljósmyndara og aðra fréttamenn. Hann sagði eftir sundsprettinn að sér hefði fundist vatnið í Dóná til- tölulega hreint og hefði hann ekki orðið var við neina „augljósa meng- un". Fréttaskýrendur segja að með sundinu hafi Roman verið að vekja athygli á framboði sfnu, þótt hann hafi ekki sagt það beinlínis. Þegar Atlantshafsbandalagið gerði loftárásir á Júgóslavíu í fyrra eyðilögðust þrjár brýr yfir Dóná og hefur brak úr þeim, og ósprungnar sprengjur komið í veg fyrir sigling- ar um ána. Hefur þetta haft mjög neikvæð áhrif á efnahag á svæðinu. NATO lokar málmbræðslu í Kosovo-héraði Kosovska Mitrovica. AFP. FRIÐARGÆSLULIÐAR Atlants- hafsbandalagsins (NATO) lokuðu í gær fyrir starfsemi málmbræðslu- verksmiðju við bæinn Kosovska Mitrovica og hugðust koma stjórn hennar í hendur yfirstjórnar Sam- einuðu þjóðanna í héraðinu. Olli það nokkrum átökum við serbneska starfsmenn verksmiðjunnar. Hundruð friðargæsluliða um- kringdu verksmiðjuna í dögun í gær en yfirstjórn SÞ á svæðinu segir hana spúa miklu magni af blýi út í andrúmsloftið og að viðvaranir vegna þessa hafi verið gefnar út mörgum sinnum. Sættu friðargæslu- liðarnir grjótkasti og öðrum árásum vegna yfirtökunnar. Bernard Kouchner, yfirmaður SÞ í Kosovo, sagði í gær að ákveðið hefði verið að loka verksmiðjunni tíma- bundið vegna mengunarinnar, sem væri fólki afar hættuleg. „Við lokuð- um Zvecan-verksmiðjunni af heil- brigðisástæðum. Verksmiðjan er hættuleg fólki." Sagði hann jafn- framt að SÞ myndu hrinda í fram- kvæmd endurbótum á verksmiðj- unni og að verkamenn myndu senn geta snúið aftur til fyrri starfa. Oliver Ivanovic, leiðtogi Serba í Kosovska Mitrovica, sagði að mál- efni verksmiðjunnar hefðu ætíð ver- ið mikilvæg og að ríkisstjórn Serbíu hefði allan rétt til að hlutast til um mál og verja verksmiðjuna. „[Þetta] er ekki aðeins verksmiðja, þetta er lífsviðurværi meirihluta íbúa í Kos- ovska Mitrovica og Zvecan." Talið er að um 600 Serbar starfi í verksmiðjunni sem er hluti af Trepca-námafyrirtækinu sem hefur starfsemi á yfir 40 stöðum í Kosovo, Serbíu og Svartfjallalandi. Leyniskýrsla bresku stjórnarinnar um árangur loftárásanna sem gerðar voru á Júgóslavíu Meirihluti sprengna rataði ekki rétta leið Lundúnum. AFP. SAMKVÆMT leynilegri skýrslu breska varnarmálaráðuneytisins rataði meirihluti þeirra sprengna sem varpað var úr vélum breska flughersins yfir Júgóslavíu í átökun; um um Kosovo, ekki rétta leið. í skýrslunni kemur fram að aðeins um 40% flugskeyta Breta hafi, að jafn- aði, lent á tilætluðum skotmörkum og að sumar tegundir hafi aðeins hæftí2%tilvika. I skýrslunni kemur fram að aðeins um 31% svokallaðra klasasprengna, sem sætt hafa mikilli gagnrýni vegna óhóflegs manntjóns af þeirra völd- um, hafi ekki hæft tilætluð skotmörk og að leysistýrð flugskeyti hafi að- eins hæft í 66% tiMka. Talið er að hlutfall þetta skýrist einkum af þeirri ákvörðun ráðamanna innan hersins að láta flugmenn fljúga vél- um sínum í mikilli flughæð til að koma í veg fyrir að þeir yrðu skotnir niður en flugskeytum og sprengjum var oft á tíðum varpað úr 30.000 feta hæð. Hafa ráðamenn einnig bent á að þættir líkt og slæm veðurskilyrði og „mikil flugumferð á svæðinu" hafi haft sín áhrif. John Spellar, ráðherra í breska varnarmálaráðuneytinu, sagði í gær að aðeins hefði verið gerð grein fyrir þeim sprengjum er vitað væri að hefðu lent, fleiri gætu hafa hæft skotmörk þótt ekki væri um það vit- að. Talsmenn forsætisráðuneytisins lögðu einnig áherslu á þessa skýr- ingu. „Fleiri skotmörk voru hæfð. Þetta eru aðeins þær [árásir] sem unnt var að staðfesta með berum augum. Að öllu samanteknu voru þetta einar best heppnuðu hernaðar- aðgerðir í sögu hersins. Enginn myndi búast við 100% árangri. Þetta er ekki leikur í leikjatölvu, þetta er stríð," sagði talsmaður forsætisráð- herrans í gær. Ofyrirsjáanlegt ijón mun meira BBC og tímaritið Flight Inter- national komust að leyniskýrslu varnarmálaráðuneytisins og greinir BBC frá því að af niðurstöðum skýrslunnar sé ljóst að ófyrirsjáan- legt tjón af völdum aðgerða hersins, s.s. árásir á almenna borgara og byggingar ótengdar hernaði, hafi líklega verið mun meiri en áður hafi verið haldið fram. Komi upplýsingar þessar jafnframt í kjölfar frétta- mannafundar varnarmálaráðuneyt- isins í febrúar sl. þar sem fullyrt var að hernaðaraðgerðir breska flug- hersins hefðu aldrei tekist eins vel og í Kosovo. Segist BBC hafa heim- ildir fyrir því að á fundi næsta dag hafi önnur mynd verið dregin upp af aðgerðunum. Samkvæmt tímaritinu Jane's De- fence Weekly er varhugavert að túlka hlutfallið sem kemur fram án allra fyrirvara. „2% hlutfallið er vill- andi vegna þess að þótt það sé viður- kennt að hlutfallið hafi verið 10-12%, þá er ekki hægt að staðfesta hin 89% þar eð fjöldi árása á tiltekin skot- mörk olli ringulreið er tejja átti skot- mörkin," sagði Paul Beaver, sér- fræðingur tímaritsins. Sendi- fulltrúar snúa heim TVEIM konum, sendifulltrúum Al- þjóðaráðs Rauða krossins í Georg- í'u, sem rænt var af óþekktum mönnum fyrr í mánuðinum, var sieppt úr haldi um helgina og á sunnudag komu þær til Genfar, heilaráhúfi, eftir að stjórnvöldí Georgíu höfðu haft milligöngu um lausn þeirra. Angelo Gnadiger, formaður Al- þjóðaráðs Rauða krossins, sagði í gær að ekki hefði verið greitt neitt lausnargjald fyrir þær Sophie Procofieff og Natascia Zuilino og að enn væri á huldu hverjir það voru sem tóku þær og bflstjóra þeirra höndum. Mikið af I olki af tsjetsjneskum uppruna býr í norð- austurhluta Georgíu, þar sem fólk- inu var rænt, og telja kunnugir að mannránið hafi e.t.v. verið fram- kvæmt vegnainnbyrðis deilna Tsjetsjena. Taldi Gnadiger fullvíst að þeir sem rændu fólkinu hefðu ekki beint aðgerðum si'tiim i gegn Rauða krossinum en að mannræn- ingjarnir hafi notað gíslana í ákveðnum tilgangi. Vildi hann þó ekki tjá sig um hvaða aðila mann- ræningjarnir vildu beita þrýstingi. Þeim Procofieff (t.v. á myndinni) og Zullino var fagnað innilega af ástvinum sínum við komuna til Genfar og sögðust afar fegnar að vera sloppnar úr prísundinni. london 114.000 kr. með flugvallarskatti báðar leiðir 250 kr. aukaafsláttur ef bókað er á www.go-fly.com bókunarsími 00 44 12 79 66 63 88 miðast við eftirspurn I samkvæmt skilmálum I nýja lágfsjrgjaldaflugfélagið í eigu british airways i flýgur til stansted
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.