Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 31 LISTIR Lærðra manna mál BÆKUR Norræn fræði ARTIKLER Udgivet i anledning af Preben Meulengracht Sorensens 60 árs fodselsdag 1. marts 2000.95 bls. Útg. Norrent Forum. Árhus, 2000. PETTA er afmælisrit, skrifað og gefið út til að heiðra Preben Meul- engracht Sorensen sextugan. Sex ritgerðir eru í bókinni, hin síðasta eftir afmælisbarnið. Judith Jesch ríður á vaðið og nefnir erindi sitt Sagas and Scaldic Poetry. Judith Jesch minnir á að íslendinga sögurn- ar skiptist í upphaf, meginmál og endi og sama máli gegni um drótt- kvæðin; tekur Höfuðlausn sem dæmi en getur þess jafnframt að vísdómur af þessu taginu skipti í raun harla litlu máli. Sögurnar og dróttkvæðin séu með öllu ólíkrar formgerðar og efnið af ólíkum toga spunnið. í fram- haldi af þessu bendir hún á að inn í allflestar sögurnar séu eigi að síður felldar dróttkvæðavisur, fleiri eða færri. Og þá er komið að kjarna málsins: Ortu höfundarnir sjálfir þessar vísur um leið og þeir færðu í letur sögur sínar? Eða höfðu þær varðveist í munnlegri geymd aldirn- ar í gegnum þar til höfundarnir tóku þær upp í sögur sínar á 13. öld? Þó spurningar þessar séu ekki hrópaðar af Heklutindi varða þær jarðfastan grundvöll íslenskra fornbókmennta. Judith Jesch velur tvær sögur til sérstakrar skoðunar, Laxdælu og Eyrbyggju, þar eð þær eigi svo margt sameiginlegt, gerist í sama landshluta og margar persónanna komi fyrir í báðum, þeirra frægstur að telja Snorri goði. Annað greini þær svo að, meðal annars vísnafjöld- inn. I Laxdælu séu aðeins fimm vísur en þrjátiu og sjö í Eyrbyggju. Judith Jesch gengur út frá því sem gefnu að höfundar sagnanna hafi ekki ort vís- urnar. Þær séu miklu eldri. Höfund- ar sagnanna hafi þó haft þær að fyr- irmynd í ýmsum skilningi. Þær hafi tengst arfsögnum þeim sem sögurn- ar síðan byggðust á. Óbeint hafi þær svo sett mark sitt á formgerð sagn- anna, þar með talda fyrrnefnda und- irstóðu: upphaf, meginmál og endi. Höfundar sagnanna hafi þrátt fyrir allt litið á vísurnar sem úreltan skáldskap. Sögurnar skyldu koma í þeirra stað. Þær hæfðu nýjum tím- um. Thomas Bredstorff spjallar um mátt orðanna í sögunum og nefnir erindi sitt Speech Act, Saga, and Society. Bredstorff leggur meðal annars út af orðum ensks heimspek- ings sem sagði að tal manna væri meira en orð; það væri jafnframt at- höfn. Skoðunum sínum finnur Bredstorff svo stað í Njálu og Hrafn- kels sögu meðal annars. Jens Peter Schjodt tekur fyrir fornan átrúnað eins og hann birtist í íslendinga sög- unum og fornaldarsögum. Efnið er áhugavert. Og Schj0dt gerir því við- hlítandi skil. Hann notar orðið vard- lokkur (þannig ritað). Ekki þarf það að vera prentvilla. En varðlokur - galdrakvæði - er mun algengara og að margra dómi réttara. Þar næst er þáttur Viðars Hreinssonar, Husbrag eller Herredsbrag, þar sem hann segir álit sitt á gömlum og nýjum fornritarannsóknum. Textasaman- burðinn, sem löngum taldist hávís- indaleg aðferð til að aldursgreina einstakar íslendinga sögur, telur hann ekki lengur svara tímans kalli. Aðferðin leiði ekki til þeirrar niður- stöðu sem ætlast var til. Fleiri eða færri sögur hafi glatast með öllu. Við ritun varðveittra sagna hafi því hugsanlega verið stuðst við frum- gerðir eða fyrirmyndir sem nú séu ókunnar. Ennfremur hafi sögum síð- ar verið breytt við endurritun, og þá í samræmi við síðari tíma smekk. Þar með taki því ekki heldur að leita að einhverjum ímynduðum höfundi. Þá verður Viðari tíðrætt um íróníu eða háðhvórf sem greina megi í stíl sagnanna; meiningin svari ekki til merkingar orðanna heldur hið gagn- Preben Meulengracht Sarensen stæða, og tekur dæmi því til sönnun- ar. Jon Gunnar J^rgensen fer í gegn- um norskar Heimskringluþýðingar á 19. öld og nefnir erindi sitt Reisn- ingsmagten i vort folk. Óþarft er að rifja upp hversu mjög fornar bók- menntir tengdust þjóðernisvitund og þjóðfrelsisbaráttu Norðmanna á þeim tíma. Öldum saman höfðu þeir lotið Dönum. Árið 1814 - eftir lok Napóleonsstyrjaldanna - var landið tekið af Dönum og afhent Svíum. Norðmenn vöknuðu þá til vitundar um mátt sinn og megin og horfðu til feðranna frægðar. Heimskringla hafði verið þýdd á dönsku. Nú var þeim metnaðarmál að efna til eigin útgáfu. Fyrsta norska útgáfan sá dagsins ljós 1838. Þýðandinn var Jakob Aalls og telur Jorgensen eng- um vafa undirorpið að hann hafi fylgt dönsku þýðingunni. Þýðing P. A. Munchs kom svo út 1859. Og hún var síðan endurprentuð óbreytt 1881. Jorgensen minnir á að við upphaf 19. aldar hafi danskan í raun gilt sem ritmál í Noregi. Um miðja öldina tók Ivar Aasen saman málfræði og orða- bók samkvæmt norsku alþýðumáli, nýnorsku, sem keppti við ríkismálið svokallaða. Loks var Heimskringla gefin út í viðhafnarútgáfu sem hæfði slíkri þjóðargersemi 1899. Þýða- ndinn var Gustav Storm. I engu var til sparað. J^rgensen upplýsir að út- gáfan hafi kostað sem svarar sex milljónum norskra króna á núvirði. Heimfært til íslensks gjaldmiðils má víst tífalda þá fjárhæð eða vel það. Með stuðningi Stórþingsins var bók- in skömmu síðar endurprentuð í afar ódýrri alþýðuútgáfu. Telur J0rgen- sen að hún hafi þar með komist inn á þriðja hvert heimili í landinu. Þýðing Storms hafi síðan orðið undirstaða fyrir síðari tíma útgáfur, sem og þýð- ingar á öðrum tungumálum - nema íslensku að sjálfsögðu. Enginn vafi leikur á að Norðmenn töldu Heimskringlu, og telja hana jafnvel enn, til norskra bókmennta. Snorri hafi verið Norðmaður - bú- settur í öðru landi! I raun hafa þeir aldrei viðurkennt þjóðveldið íslenska sem sjálfstætt þjóðríki með eigin tungu og menningu. Þegar Norð- menn tóku að kynna menningararf sinn fyrir heiminum höfðu íslending- ar enga burði til að standa fyrir sínu. I augum heimsins voru hinir fáu ein- staklingar, sem enn tórðu í þessu landi, nær útdautt þjóðarbrot á hjara veraldar. Fornritin íslensku væru norrænn menningararfur, skráð á gammelnorsk eða Old Norse. Að sjálfsögðu hefur íslendingum alltaf sárnað þessi rangskilningur þó þeir gætu löngum lítið að gert. Því er hvergi ófyrirsynju að menn leggja hér lúður við eyra hvert sinn sem Norðmaður minnist á Snorra Sturlu- son og Heimskringlu. En þess verð- ur að geta, eftir á að hyggja, að þetta er ekki sagt vegna ritgerðar J0rgen- sens sérstaklega; hann er hvergi að hlutast til um þennan eignarrétt á menningunni. Sem fyrr segir endar bókin á rit- gerð Sorensens. Byggist hún á fyrir- lestri sem hann flutti við Harvard- háskóla fyrir fimm árum. Nið and the Sacred nefnir hann þáttinn. »Nið« stendur fyrir íslenska orðið níð. S^rensen leggur út af rúnatexta sem fannst við uppgröft í Oslo fáein- um árum fyrr. Textinn er afar klúr. Giskað er á að hann hafi á sínum tíma verið ristur sem níð. Sorensen getur þess að slík klúryrði fyrirfinn- ist varla í fornum bókmenntum. Sög- urnar greina að sönnu frá níði, svo í bundnu máli sem óbundnu, en þá með mildara orðalagi. Sorensen leit- ast við að kortleggja hvernig níð tengdist daglegu lífi, skáldskap og átrúnaði. Ennfremur rifjar hann upp hvaða viðurlög lágu við níði í norsk- um lögum. Skylt er að leiðrétta eftirfarandi prentvillur. Á bls. 78 stendur exavat- ions fyrir excavations og grafitto fyr- ir graffito. Og á bls. 84 stendur grið- níðgr fyrir griðníðingr. Höfundarnir tengjast allir há- skólakennslu. Bókmenntarannsókn- ir, jafnt fornar sem nýjar, eru að verða háskólagrein, málefni stúd- enta, doktorsefna og kennara sem einatt hljóta að benda á eitthvað sem enginn hefur áður uppgötvað, jarð- setja gömul sannindi en finna í þeirra stað upp ný til að efna sér í prófgráður og hljóta viðurkenning annarra í heimi fræðanna. Viðfangs- efni sín skilgreina þeir gjarnan með háfleygum hugtökum sem verða með tímanum eins konar fagmál í grein- inni. íslenskar og norrænar miðalda- bókmenntir geta í einfaldleik sínum orðið hálf umkomulausar undir því- líkum rökræðum. Það er auðvitað fagnaðarefni að lærðir menn um víða veröld skuli sýna íslenskum fornbók- menntum þann sóma sem raun ber vitni. Þegar öllu er á botninn hvolft eru fornritin, enn sem komið er, hið eina sem íslendingar hafa lagt til heimsmenningarinnar. Erlendur Jónsson Seljum eingöngu smíðað af Hansínu og Jens Guðjónssyni Laugaveg 20b v/ Klapparstíg sími 551 8448 Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokk 3. flokk 1. flokk 2. flokk flokk flokk flokk flokk flokk flokk 3. flokk 1991 - 35. útdráttur 1991 - 32. útdráttur 1992 - 31. útdráttur 1992 - 30. útdráttur 1993 - 26. útdráttur 1993 - 24. útdráttur 1994 - 23. útdráttur 1995 - 20. útdráttur 1996 - 17. útdráttur 1996 - 17. útdráttur 1996 - 17. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. október 2000. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum birt hér í blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá íbúðalánasjóói, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. íbúðalánasjóður I Borgartúni 21 I 105 Reykjavík Sími 569 6900 I Fax 569 6800 UTSALA frá þriðjudegi til laugardags allt að 40% afsláttur Húsgögn Vegg- og loftljós allt að 15% afsláttur ligneroset Mörkinni 3. Sími 588 0640. Opið daglega frá kl. 12-18. Cassina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.