Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 55 UMRÆÐAN Ég ákæri HÆSTVIRTUR ráðherra. Ég beini orðum mínum til þín sem æðsta yfirmanns skattamála á íslandi. Málið snýst um þjófn- að, en þar sem verkn- aðurinn er innan ramma laganna get ég því miður ekki snúið mér til lögreglunnar. Ég á ekki annars úr- kosta en birta ákæru mína opinberlega í von um að réttlætiskennd þín bjóði þér að bregð- ast við þeim ólögum sem leyfa slíkan verknað í nafni ríkis- sjóps. Áður en lengra er haldið vil ég gera nokkra grein fyrir sjálfri mér. Eg er fædd árið 1951 og varð stúd- ent frá MR vorið 1971. Ég kaus að mennta mig sem grunnskólakenn- ari og bætti við mig nokkru fram- haldsnámi erlendis. Alla mína starfsævi hef ég starfað sem kenn- ari, nú bráðum í aldarfjórðung. Ég er sex barna einstæð móðir með fjögur börn heima, öll á skólaaldri. Við búum í þokkalegri íbúð í Reykjavík sem mér tókst að eignast á sínum tíma með nokkurri hjálp frá foreldrum mínum. Til þess að geta rekið mitt stóra heimili vinn ég eins mikla yfirvinnu og ég get fengið á mínum vinnustað og með því móti hefur mér tekist að halda hlutunum gangandi, þótt vissulega sé það stundum erfitt. Tekjur heimilisins eru ekki aðrar en kennaralaunin mín, barnsmeðlögin og barnabætur með tveim y^ngstu börnunum. Og hér kem ég að ákæruatriðinu: Ég ákæri skattayfirvöld um pen- ingaþjófnað í skjóli ótrúlega grimmilegs ákvæðis í skattalögum. Það sem gerir þennan verknað enn alvarlegri er að hann beinist ekki gegn mér, heldur börnunum mín- um, og ekki bara mínum börnum, heldur fjölda annarra barna á ís- landi sem búa við svipaðar aðstæð- ur. Nú mun ég lýsa því fyrir þér, hvernig þessi þjófnaður gerðist á mínu heimili og mun halda áfram að gerast verði hann ekki stöðvaður: Eins og undanfarin ár fyllti ég út skattskýrsluna mína og sendi frá mér á tilskildum tíma. Ég sá að heildartekjur mínar voru næstum upp á krónu þær sömu og árið áður og fasteignin var sú sama, gamla íbúðin okkar. Allt þetta taldi ég samviskusamlega fram, en sá þá, að eignarskattsstofn minn hafði skyndilega hækkað um tvær millj- ónir, vegna þess að fasteignamatið á íbúðinni minni hafði verið hækkað með lagasetningu stuttu áður en skattskýrslan barst mér. Eg gerði mér grein fyrir því, að ég myndi fá hækkaðan eignaskatt og fasteigna- Kristín Magnúsdóttir gjöld, sem myndi þýða umtalsverða kjara- skerðingu fyrir mig til viðbótar við hækkandi verðlag. Við þessu var þó ekkert að gera, því að ég hlaut að telja rétt og satt fram og borga mína skatta eins og alltaf. Ég fann að ég var jafnvel svolítið stolt af því að við ætt- um þó svona mikið í íbúðinni okkar. Það gaf vissa öryggistil- finningu. Þegar álagn- ingarseðillinn barst mér nú á dögunum blasti við, að til viðbót- ar við stórhækkaðan eignaskatt höfðu barnabæturnar mínar verið skertar um rúm 140 þúsund. Eg fór Skattalög Ég ákæri skattayfirvöld um peningaþjófnað í skjóli ótrúlega grimmi- legs ákvæðis í skattalög- um, segir Kristfn Magn- úsdóttir í opnu bréfi til fj ármálaráðherra. yfir þetta aftur og aftur. Þetta hlaut að vera misskilningur. Tekjur mín- ar höfðu ekkert breyst. Hvað hafði gerst? Svarið var að finna í ótrúlegu ákvæði í reglugerð með skattalög- um frá 11. janúar 1999. Þar kveður á um skerðingu á barnabótum vegna eigna: Barnabætur vegna hvers barns á framfæri hjóna skal skerða um 1,5% af því sem eignarskattsstofn hvors hjóna fer fram úr 4.278.828 kr. uns þær falla niður. Barnabætur vegna hvers barns á framfæri einstæðra foreldra skal skerða um 3% af því sem eignar- skattsstofn foreldris fer fram úr 6.418.774 kr. uns þær falla niður. Sonur minn átta ára þarf því að borga í ríkissjóð 71 þúsund krónur vegna þess að fasteignamat íbúðar okkar var hækkað og þar með fóru eignir okkar yfir þessi lágu mörk, 6.418.774 kr. Dóttir mín 10 ára þarf sömuleiðis að borga 71 þúsund krónur í ríkissjóð vegna þess. Auk þess þarf ég að borga hærri eigna- skatt og fasteignagjöld. Samtals er þetta viðbótarskattheimta upp á nærri 200 þúsund krónur! Til sam- anburðar vil ég geta þess að útborg- uð laun mín með fullri yfirvinnu eru 140 þúsund krónur á mánuði. Á næstu fjórum mánuðum er mér gert að endurgreiða í ríkissjóð and- virði heilla mánaðarlauna. Hvernig get ég það af mínum lágu launum? Þetta er eins og að vera fastur i martröð. Er þetta virkilega íslensk- ur veruleiki? Fótunum er kippt undan fjárhag heimilisins með einu pennastriki. Mér er gert að vinna tólf mánuði fyrir ellefu mánaða launum í framtíðinni, nema ég kjósi að auka á skuldir mínar til að forð- ast refsingu! Launabarátta undanfarinna ára er eins og lélegur brandari þegar horfst er í augu við þennan veru- leika. Það er ótrúleg þverstæða sem felst í því að mér skuli vera refsað fyrir það að eiga meira en 6,4 millj- ónir í húsnæðinu mínu vegna þess að ég á börn. Ef ég byggi í þessu sama húsnæði barnlaus væri refs- ingin engin, aðeins hækkaður eignaskattur. Það ótrúlega er líka, að mér er refsað helmingi meira af því að ég á ekki mann. Mér er gert að borga hans hlut líka, eins og fram kemur í reglugerðinni! Hæstvirtur ráðherra. Ég hef aldrei talið eftir mér að borga skatta og skyldur til samfélagsins. Ég er að eðlisfari jákvæð og bjartsýn með óbifanlega trú á ís- lenskt þjóðfélag. Þess vegna trúi ég ekki öðru en að á Alþingi eigi ég og aðrir í sömu sporum okkur mál- svara. Ég skora á þig sem þing- mann minn að beita þér fyrir því að þessum ólögum verði eytt. Eg mun kæra álagninguna mína í ljósi þess að reglugerðinni var ekki breytt til samræmis við hækkað fasteigna- mat, sem ég tel jafngilda þjófnaði. Ég er ekki sérfræðingur í íslenskri stjórnsýslu og mér er óskiljanlegt hvernig þetta ákvæði um skerðingu barnabóta vegna eigna hefur kom- ist inn. Réð hér heimska eða mann- vonska eða datt bara engum í hug að reikna dæmið til enda? Það er fráleitt að refsa fólki fyrir það að eiga þokkalegt húsnæði. Eftir því sem börnin eru fleiri þarf væntan- lega dýrara húsnæði eða hvað? Var ekki verið að tala um stórhækkaðar skuldir heimilanna? Ég fæ ekki bet- ur séð en að þetta dæmalausa ákvæði hvetji barnafólk til að skulda sem mest og eyðileggi fyrir því gleðina yfir að búa í haginn fyrir börnin sín. Sem er ein af frumþörf- um mannsins og knýr hann til að starfa og sjá fyrir fjölskyldu sinni. Ef ég væri stóreignamanneskja sem hefði tekjur af eignum mínum þætti mér sjálfsagt að bætur mínar væru skertar, en ég neita að börn- unum mínum sé refsað fyrir það að ég skuli vilja búa þeim eðlileg upp- vaxtarskilyrði. Að lokum. Ég skora á alla þá sem hafa misst barnabætur vegna hækkaðs fasteignamats að kæra það til skattstjóra. Ég skora á þing- menn allra flokka að taka höndum saman um að leiðrétta þau hræði- legu mistök að barnafólki sé refsað með lögum fyrir að að eiga þak yfir höfuðið. Það sæmir ekki íslensku samfélagi. Með vinsemd og virðingu. Höfundur er kennari í Austwbæjarskóla. Maraþon og Menningar- nótt 19. ágúst ÞÁ ER stóra stund- in runnin upp enn einu sinni. Reykjavíkur- maraþon fer nú fram í sautjánda sinn. Frá upphafi eða frá árinu 1984 hefur hlaupið verið haldið næstsíð- asta sunnudag í ágúst ár hvert. Nú hefur hins vegar sú breyting verið gerð að hlaupið er fært yfir á laugar- dag og þannig tengt hinum fjólmórgu við- burðum sem Menning- arnótt i Reykjavík býður upp á. Þetta er m.a. gert vegna fjölda áskorana þeirra sem vilja taka þátt í báðum þessum viðburðum og ekki síst auðveldar þetta fólki af lands- byggðinni að taka þátt í Reykjavík- urmaraþoni og njóta síðan dag- skrár Menningarnætur. Hátíðahöldin hefjast að þessu sinni með setningu borgarstjórans í Reykjavík, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, um leið og hún ræsir hlaupið. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að allir geti verið með í Reykjavíkurmaraþoni. Boðið er upp á þrjár styttri vegalengdir auk maraþons og hálfmaraþons, þannig að allir geti fundið vegalengd við sitt hæfi. Þessar vegalengdir eru 10 km fyrir þá sem vilja hörkukeppni, 7 km og 3 km skemmtiskokk fyrir hina sem ef til vill leggja aðal- áherslu á að vera með á góðri stund og skemmta sér með fjölskyldunni. Yngstu þátttakendurnir eru svo velkomnir til leiks, hvort sem er í barnavögnum, kerrum eða jafnvel á hlaupahjólum. Einnig er boðið upp á sérstaka keppni á línuskaut- um, en sú keppni þótti takast vel á síðasta ári, þegar hún fór fram í fyrsta sinn. Reykj avíkurborg býður að venju öllum þátttakendum í sund. Það er því upplagt fyr- ir alla fjölskylduna að gera sér dagamun með því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþon- inu, fara saman í sund að loknu hlaupi og taka síðan þátt í ein- hverjum af þeim fjöl- breyttu skemmtunum sem í boði eru. Þá er tilvalið að næra líkama Knútur og sál á einhverjum af Óskarsson hinum fjölmörgu veit- ingastöðum borgar- innar, sem opnir verða fram eftir nóttu og síðast en ekki síst verður hægt að enda daginn með því að wtÆ MM-dagurinn Allir geta fundið vegalengd og skemmtun við sitt hæfi, segir Knútur Oskarsson, með þátttöku í MM- deginum. fylgjast með stórkostlegri flugelda- sýningu, sem fram fer við Reykja- víkurhöfn kl. 23:30. Eg óska öllum þátttakendum, ungum sem öldnum, góðs gengis í 17. Reykjavíkurmaraþoninu. Allir geta fundið vegalengd og skemmt- un við sitt hæfi með þátttöku í MM- deginum. Höfundur er formaður Reykjavíkurmaraþons. t / Barnamyndatökur í sumar Nethyl 2, simi 587 8044 Kristján Sigurðsson, Ijósmyndari PHYTO SOYA JURTA ÖSTROGEN Surefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía Vega dagur í Lyfju Lágmúla Ráðgjöf frá kl. 14-17 í dag Kemurþér bcint að cfhinul hjálpar til viö að losa hitaeiningar úr foröabúrum líkamans og koma þeim I orkuframleiðslu. Ýtir undir jafnvægi blóðsykurs. Minnkar sykurþðrf og dregur úr f j hungurtilfinningu LYFJA Lyf i lágmarksveröi Lyfja Lágmúla • Lyfja Hamraborg • Lyfja Laugavegi Lyfja Setbergi* Útibú Grindavíkf Samkvæmt nýjum kjarasamningi VR og SA eiga f élagsmenn VR að fá greidda oriofsuppbót kr. 9.400 miðað við fullt starf á orlofsárinu, annars hlutfallslega. Orlofsuppbót skal greiða fyrir 15. ágúst. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur yiR,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.