Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. AGUST 2000 49 —íit MINNINGAR ur í land þar sem hún hefur búið síð- an. Þótt hún flytti norður, sem þá var bara ansi langt í burtu, slitnuðu vin- áttuböndin ekki. Við fylgdumst vel með hvor annarri, og hittumst þegar færi gafst. Það var gott að heimsækja Siggu og Bjarna. Okkur nöfnunum fannst gott að sitja og spjalla og þá var oft mikið hlegið. Já, hlegið, því Sigga hafði næmt skopskyn og einstakt lag á að sjá spaugilegu hliðarnar á ýms- um málum og koma manni í gott skap. Einhvern veginn er það svo í minningunni að alltaf hafi verið sól þegar við Sigga hittumst. Þó er nokk- uð víst að svo hefur ekki verið en þannig nærveru hafði þessi góða vin- kona að sól, birta og gleði einkenna allar minningar um okkar fundi. Við ræddum oft um hvað tæki við eftir þetta jarðlíf og vorum þar á sama máli svo ég er ekki í nokkrum vafa að þegar röðin kemur að mér munum við hittast aftur. Þangað til munu góðar minningar um góða vin- konu ylja mér og mínum. Bjarni minn og Siggu-börn. Þið eigið alla mína samúð því ykkar er missirinn mestur en minningarnar um góða eiginkonu og móður tekur enginn frá ykkur. Guð blessi minningu Siggu á Sval- barði. Sigríður Gróa Einarsdóttir (Dista). Kveðja frá Kvenfélagi Svalbarðsstrandar Hnígur bráðum haustsins þungi áheiði,bæioglönd. Svífur núna sorgardrungi að Svalbarðsströnd. „Hún Sigga á Svalbarði kvaddi í gærkvöld." Þessar fréttir bárust okk- ur með morgunkaffirju síðastliðinn miðvikudagsmorgun. Og þó að við vissum, að hún var lengi búin að berj- ast hetjulegri baráttu við erfiðan sjúkdóm koma svona fréttir alltaf jafn mikið á óvart. Sigríður Guðmundsdóttir á Sval- barði fæddist í Reykjavík 10. júní 1939. Borgarbarn en búkona fram í fingurgóma. Hún og eftirlifandi mað- ur hennar Bjarni Hólmgrímsson frá Ystuvík, bjuggu stórbúi á Svalbarði um margra ára skeið. Þar ólu þau upp börnin sín fimm og nú er afkom- endahópurinn orðinn stór. Á Svalbarði var oft mannmargt og gestkvæmt, í og með vegna þeirra miklu félagsstarfa sem þau hjónin sinntu fyrír sveit sína. En alltaf var jafn gott að koma í Svalbarð og alltaf tekið á móti okkur með hlýju og gestrisni. Stuttu eftir að þau hjónin hófu bú- skap á Svalbarði gekk Sigríður í Kvenfélag Svalbarðsstrandar og var þar félagi alla tíð síðan. Hún gegndi trúnaðarstörfum fyrir félagið flest þau ár, enda miMl driffjöður í starfi þess. Kvenfélagsmál voru henni hjartans mál og hún sinnti þeim ætíð af dugnaði og samviskusemi sem henni var lagin. „Við getum þetta," heyrðist frá Siggu þegar fámennur hópurinn efaðist eitthvað um burði sína til að takast á við hin ýmsu verk- efni sem félaginu bárust. Við félagssystur hennar eigum eft- ir að sakna hennar mikið, bæði sem kvenfélagskonu og vinkonu. En við lærðum af henni að hugsa vel um fé- lagið okkar, og svo eigum við svo mikið, mikið af góðum minningum. Við biðjum algóðan Guð að styrkja og hugga ástvini hennar alla. Áhendurfelþúhonum semhimnastýrirborg, það allt er áttu í vonum ogallterveldursorg. Hann bylgjur getur bundið ogbugaðstormaher, hann fótstíg getur fundið semfærséhandaþér. (B.H.) Kæra vinkona, hjartans þakkir fyrirallt. SÖLSTEINAR Legsteinar í Lundi vift Nýbýlaveg, Kópavogl t Ástkær dóttir okkar og systir, FJÓLA KRISTÍN SVANBERGSDÓTTIR, Vesturbergi 100, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fella og Hólakirkju mið- vikudaginn 16. ágúst kl. 13.30. Elsa Ingibjörg Svavarsdóttir, Svanberg Teitur Ingimundarson, Lilja Matthíasdóttir, Hafþór Ingi Svanbergsson, Kári Þorsteinn Kárason, Sóley Ingunn Svanbergsdóttir, Viktor Valur Kárason. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓHANNES SIGFÚSSON, Engihjalla 1, Kópavogi, áður til heimilis á Álfaskeiði 70, Hafnarfirði, sem lést mánudaginn 7. ágúst, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 17. ágúst kl. 13.30. Kristín Sigurðardóttir, Sigríður V. Jóhannesdóttir, Sigfús Jóhannesson, Sigurlaug J. Jóhannesdóttir, Sigurður G. Jóhannesson, Sigþór Ö. Jóhannesson, Sigrún Ósk Jóhannesdóttir, Stefán Baldursson, Guðbjörg Árnadóttir, Sigurður Þ. Karlsson, Yvonne Williams, Gíslína G. Hinriksdóttir, Ólafur Kr. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HJÁLMAR KRISTIANSEN, Álftarima 3, Selfossi, lést á heimili s(nu 12. ágúst síðastliðinn. Guðrún Steindórsdóttir, Gunnar Svanur Hjálmarsson, Guðrún Katla Kristjánsdóttir, Margrét Anna Hjálmarsdóttir, Jón Rúnar Gíslason, Dóra Kristín Hjálmarsdóttir, Magnús Hafsteinsson og barnabörn. + Kæru ættingjar mínir, vinir og vandamenn. Með hrærðum huga sendi ég ykkur öllum álúðarþakkir fyrir hlýhug og góðar hugsanir sem þið sýnduð í veikindum DAGNÝJAR JÓNSDÓTTUR, Hraunbæ 58, Reykjavík, með blómasendingum, kveðjum og heimsóknum. Henni þótt afar vænt um það góða hugarþel sem fylgdi í þeim miklu og alvarlegu veikindum sem hún gekk í gegnum. Ég flyt ykkur innilegustu þakkir fyrir þá samúð sem við fundum og huggunarríku orð sem við urðum aðnjótandi í sorg okkar þegar yfir lauk. Fyrir hönd barna minna, tengdabama og barnabarna. Hðrður S. Óskarsson. UTFARARSTOFAISL ANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. • ú ¦ Sverrir |B B Einarsson ¦ útfararstjóri, |f| fsími 896 8242 ml Sl Sverrir lllIV Wk Olsen tmó Æ ^Mr útfararstjóri. Ví. jH Baldur Frederiksen útfararstjðri, sími 895 9199 wmwiLFM Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is + Elskulegur unnusti minn, faðir okkar, sonur og bróðir, KARL FRÍMANN ÓLAFSSON, Stigahlíð 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðviku- daginn 16. ágúst kl. 13.30. Inga Lára Reimarsdóttir, Sandra Ósk og Anton Freyr, Ólafur Lúther Kristjánsson, Sesselja Margrét Karlsdóttir, Ríkharður Björnsson, Kolbrún Kristín Ólafsdóttir, Erna Ólína Ólafsdóttir, Kristján Björn Ólafsson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐRÚN ESTER BJÖRNSDÓTTIR, Austurbergi 30, Reykjavík, sem lést á Líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi fimmtudaginn 10. ágúst, verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á hjúkrunarþjónustu Karitasar og Líknardeild Land- spítalans í Kópavogi. Páll Aðalsteinsson, Björn S. Pálsson, Guðbjörg Þórðardóttir, Anna Lilja Pálsdóttir, Arnþór Ævarsson, Sæmundur Pálsson, Sóley Stefánsdóttir og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN BRYNGEIRSSON verksmiðjustjóri frá Búastöðum, Vestmannaeyjum, Heiðvangi 30, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í dag, þriðjudaginn 15. ágúst, kl. 13.30. Hrafnhildur Helgadóttir, Skarphéðinn Haraldsson, Guðrún E. Guðmundsdóttir, Dagur Jónsson, Jóhanna Berentsdóttir, Lovísa A. Jónsdóttir, Þorleifur Kr. Alfonsson, Eyjólf ur G. Jónsson, Karen B. Guðjónsdóttir og barnabörn. .*» v* + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, STEINUNN ÁGÚSTA ÓLAFSDÓTTIR, Sæviðarsundi 29, Reykjavík, er lést þriðjudaginn 8. ágúst sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 16. ágúst kl. 15.00. Hreinn Helgason, Jónas Sigurður Hreinsson, Valdís Oddgeirsdóttir, Ólafur Helgi Hreinsson, Helga Þormóðsdóttir, Steinar Hreinn Jónasson og Elmar Helgi Ólafsson. '-^^^PJPJP^H Éfc. ¦V *¦*+**¦ l* m *.\ + Þökkum innilega öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna and- láts, SESSELJU JÓHÖNNU GUÐNADÓTTUR, Skipholti44, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins, læknum og starfs- fólki krabbameinsdeildar Landspítalans, 11E og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, sem önnuðust hana í erfiðum veikindum. Megi blessun fylgja störfum ykkar. Guðmundur Ibsen, börn, tengdabörn og barnabörn. k3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.