Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 19 VIÐSKIPTI íslandssími hf. Óbreytt áætlun varðandi GSM ISLANDSSIMI hefur ekki gefið upp á bátinn að fara af stað með GSM-kerfi, að sögn Kristjáns Schram, markaðsstjóra fyrirtækis- ins. Krisján var spurður hvort íslandssími hefði ákveðið að hætta við uppbyggingu GSM-kerfis vegna auglýsingar frá fyrirtækinu í Morg- unblaðinu síðastliðinn sunnudag, þar sem sagt var frá því að fyrirtæk- ið leitaði að yfirmanni virðisaukandi þjónustu til að takast á við ný og spennandi verkefni við uppsetningu á farsíma af þriðju kynslóð. í fyrir- sögn auglýsingarinnar var óskað eft- ir hjálp við að gera gemsann úreltan. Kristján segir að viðkomandi starf felist í yfirumsjón með tæknilegri uppbyggingu á þjónustugreinum á borð við GPRS og þráðlaust Net, sem GSM tæknin í dag geti ekki boðið upp á. íslandssími haldi sig þó enn við að koma sér upp GSM-kerfi. „Við stefnum að uppbyggingu á GPRS farsímakerfi. Síðan verður UMTS-leyfið væntanlega boðið út í byrjun næsta árs, eins og er að ger- Hluthafar vilja árangurs- tengd laun í nýrri könnun Hay Management Consultants kom í Jjós að æ fleiri fjárfestar vilja að laun yfirmanna fyrirtækja verði tengd fjárhagslegri frammistöðu fyrirtækjanna sem þeir starfa hjá og að litið verði til nokkuð langs tíma í því sambandi. Um 85% af fagfjárfestum telja að laun yfir- manna fyrirtækja beri að tengja frammistöðu fyrirtækjanna betur og um 80% aðspurðra fjárfesta sögðu að þegar yfirmenn fengju launaumbun væri tekið mið af of skömmum tíma. Margir hluthafar hafa á undan- förnum mánuðum lýst yfir óánægju sinni með rausnarlegar greiðslur til forstjóra og yfirmanna fyrirtækja. Stjórn Vodafone Airtouch hefur til að mynda tilkynnt hluthöfum að tæplega 1,2 milljarða greiðsla til for- syóra fyrirtækisins, Chris Gent, hafi verið alger undantekning og að slíkt verði ekki endurtekið. Þess ber þó að geta að margir þeirra sem talað var við í könnuninni sögðust vera andsnúnir tillögum sem veita hluthöfum aukin völd til þess að ákveða laun yfirmanna en nú í október stefnir viðskiptaráðuneytið breska að því að fá samþykkt slík lög. Helstu rökin eru þau að hætta sé á að fyrirtæki greiði yfirmönnum of lág laun til þess að vinna hylli hlut- hafa og það kunni að verða til þess að þeim takist ekki að fá til sín hæfustu stjórnendurna. ----------?-?-?---------- Skdlavörubúðin kaupir Arval SKÓLAVÖRUBÚÐIN ehf. hefur keypt öll hlutabréf í heildverslun- inni Árvali ehf. af Sigurbjörgu Guð- jónsdóttur, Snjólaugu Steinarsdótt- ur og Agnesi Steinarsdóttur. Árval rekur annars vegar heild- verslun með hannyrðavörur, garn og prjónavörur og föndurvörur fyr- ir endurseljendur, skóla, félags- starf aldraðra og fleiri. Hins vegar á og rekur Árval verslunina Garn og gaman í Kópavogi. Fyrst um sinn verða engar breytingar á rekstri þess en nafn félagsins mun breytast í Skólavörubúðin - Árval ehf. Starfsmenn verða áfram þeir sömu fyrir utan þær Sigurbjörgu og Snjólaugu. Agnes mun starfa áfram með nýjum eigendum og vera í forsvari fyrir rekstrinum. Eftir sameiningu félaganna verða starfsmenn 12 talsins og ársvelta rúmlega 200 milljónir króna. Fram- kvæmdastjóri Skólavörubúðarinnar er Óskar Sigurðsson en húsgagna- fyrirtækið GKS keypti rekstur Skólavörubúðarinnar í mars á slð- asta ári þegar hún var einkavædd. ast í Þýskalandi núna og var í Bret- landi. Með umræddri auglýsingu er íslandssími hvorki að gefa í skyn að fyrirtækið ætli eða ætli ekki að sækja um UMTS-leyfi þegar að því kemur. Sá starfsmaður sem verið er að auglýsa eftir á fyrst og fremst að sjá um þróun þráðlausra netsíma, sem eru að koma á markaðinn. I um- ræddu starfi er því mest um að ræða forritunarþróun og við erum að hugsa um GPRS-kerfið í því sam- bandi," segir Kristján. Erum flutt i Auðbrekku I UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN m AUÐBREKKA 1 • 200 KÓPAVOGUR • ICELAND SÍMII TEL: +354 544 5330 • FAX: +354 544 5335 NETFANGIE-MAIL: jon@straumur.is www.straumur.is Islana 5%/ibióá Norburlandamót landsliba á Laugardalsvelli 16. ágúst kl. 18.45 Fullt verb: 2.000 kr. Safnkortsverb: 1.500 kr. Frítt fyrir 16 ára og yngri. Forsala á ESSO-stöbvunum á höfubborgarsvæbinu, Hveragerbi, 4? Skútunni Akranesi, Leiruvegi Akureyri og Abalstöbinni Keflavík. \€ Fyrstir koma, fyrstir fá - sæti! Qlíufélagið hf www.esso.ls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.