Morgunblaðið - 15.08.2000, Page 19

Morgunblaðið - 15.08.2000, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 19 Islandssími hf. Obreytt áætlun varðandi GSM ÍSLANDSSÍMI hefur ekki geflð upp á bátinn að fara af stað með GSM-kerfi, að sögn Kristjáns Schram, markaðsstjóra fyrirtækis- ins. Krisján var spurður hvort Íslandssími hefði ákveðið að hætta við uppbyggingu GSM-kerfis vegna auglýsingar frá fyrirtækinu í Morg- unblaðinu síðastliðinn sunnudag, þar sem sagt var frá því að fyrirtæk- ið leitaði að yfirmanni virðisaukandi þjónustu til að takast á við ný og spennandi verkefni við uppsetningu á farsíma af þriðju kynslóð. í fyrir- sögn auglýsingarinnar var óskað eft- ir hjálp við að gera gemsann úreltan. Kristján segir að viðkomandi starf felist í yfirumsjón með tæknilegri uppbyggingu á þjónustugreinum á borð við GPRS og þráðlaust Net, sem GSM tæknin í dag geti ekki boðið upp á. Íslandssími haldi sig þó enn við að koma sér upp GSM-kerfi. „Við stefnum að uppbyggingu á GPRS farsímakerfi. Síðan verður UMTS-leyfið væntanlega boðið út í byrjun næsta árs, eins og er að ger- ast í Þýskalandi núna og var í Bret- landi. Með umræddri auglýsingu er Íslandssími hvorki að gefa í skyn að fyrirtækið ætli eða ætli ekki að sækja um UMTS-leyfi þegar að því kemur. Sá starfsmaður sem verið er að auglýsa eftir á fyrst og fremst að sjá um þróun þráðlausra netsíma, sem eru að koma á markaðinn. í um- ræddu starfi er því mest um að ræða forritunarþróun og við erum að hugsa um GPRS-kerfið í því sam- bandi,“ segir Kristján. Hluthafar vilja árangurs- tengd laun í nýrri könnun Hay Management Consultants kom í ljós að æ fleiri fjárfestar vilja að laun yfirmanna fyrirtækja verði tengd fjárhagslegri frammistöðu fyrirtækjanna sem þeir starfa hjá og að litið verði til nokkuð langs tíma í því sambandi. Um 85% af fagfjárfestum telja að laun yfir- manna fyrirtækja beri að tengja frammistöðu fyrirtækjanna betur og um 80% aðspurðra fjárfesta sögðu að þegar yfírmenn fengju launaumbun væri tekið mið af of skömmum tíma. Margir hluthafar hafa á undan- förnum mánuðum lýst yfir óánægju sinni með rausnarlegar greiðslur til forstjóra og yfirmanna fyrirtækja. Stjórn Vodafone Airtouch hefur til að mynda tilkynnt hluthöfum að tæplega 1,2 milljarða greiðsla til for- stjóra fyrirtækisins, Chris Gent, hafi verið alger undantekning og að slíkt verði ekki endurtekið. Þess ber þó að geta að margir þeirra sem talað var við í könnuninni sögðust vera andsnúnir tillögum sem veita hluthöfum aukin völd til þess að ákveða laun yfirmanna en nú í október stefnir viðskiptaráðuneytið breska að því að fá samþykkt slík lög. Helstu rökin eru þau að hætta sé á að fyrirtæki greiði yfirmönnum of lág laun til þess að vinna hylli hlut- hafa og það kunni að verða til þess að þeim takist ekki að fá til sín hæfustu stjórnenduma. ------»-H------- Skólavörubúðin > kaupir Arval SKÓLAVÖRUBÚÐIN ehf. hefur keypt öll hlutabréf í heildverslun- inni Árvali ehf. af Sigurbjörgu Guð- jónsdóttur, Snjólaugu Steinarsdótt- ur og Agnesi Steinarsdóttur. Árval rekur annars vegar heild- verslun með hannyrðavörur, garn og prjónavörur og föndurvörur fyr- ir endurseljendur, skóla, félags- starf aldraðra og fleiri. Hins vegar á og rekur Árval verslunina Garn og gaman í Kópavogi. Fyrst um sinn verða engar breytingar á rekstri þess en nafn félagsins mun breytast í Skólavörubúðin - Árval ehf. Starfsmenn verða áfram þeir sömu fyrir utan þær Sigurbjörgu og Snjólaugu. Agnes mun starfa áfram með nýjum eigendum og vera í forsvari fyrir rekstrinum. Eftir sameiningu félaganna verða starfsmenn 12 talsins og ársvelta rúmlega 200 milljónir króna. Fram- kvæmdastjóri Skólavörubúðarinnar er Óskar Sigurðsson en húsgagna- fyrirtækið GKS keypti rekstur Skólavörubúðarinnar í mars á síð- asta ári þegar hún var einkavædd. Erum flutt í Auðbrekku 7 Norburlandamót landsliba á Laugardalsvelli 16. ágúst kl. 18.45 Fullt verö: 2.000 kr. Safnkortsverb: 1.500 kr. Frítt fyrir 16 ára og yngri. Forsala á ESSO-stöðvunum á höfuðborgarsvæ&inu, Hveragerði, Skútunni Akranesi, Leiruvegi Akureyri og Aðalstöðinni Keflavík. Fyrstir koma, fyrstir fá - sæti! Esso! Olíufélagiðhf www.esso.ls HAMRABORG ; ^' ~ t--;. 'i i NÝBÝLAVEGUR UMBOÐS- OG HEILD VERSL UN SSpassmsr AUÐBREKKA 1 • 200 KÓPAVOGUR • ICELAND SÍMI / TEL.: +354 544 5330 • FAX: +354 544 5335 NETFANG / E-MAIL: jon@straumur.ls www.straumur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.