Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 15.08.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 5 7 UMR/EÐAN Island árið 2000 GERUM okkur í hugarlund að til íslands kæmi aðkomumaður sem þekkti ekki að- stæður í landinu að öðru leyti en því sem ráða mætti af upplýs- ingum fjölmiðla undan- farnar vikur. Við hon- um blasti eflaust þjóðfélag sem byggi við ofgnótt. Ríkisstjórn landsins virtist hafa svo mikla peninga handa á milli að hún vissi nánast ekki hvað við þá ætti að gera. Að sögn fjármála- ráðherrans væri fyrir- sjáanlegt að tekjuaf- gangur ríkissjóðs yrði á þessu ári jafnvel enn meiri en bjarsýnstu menn hefðu þorað að vona og helsta áhyggjuefni verkalýðshreyfingarinn- ar virtist vera að almenningur hefði það of gott, eyddi um efni fram. Þetta mátti skilja á yfirlýsingum eins starfsmanns Alþýðusambandsins nýlega þegar hann sagði að brýnasta verkefni á ríkisbúinu væri að draga úr neyslu þjóðarinnar. Ekki gerði hann greinarmun á lágtekjufólki og hátekjufólki. Ofan á allt þetta bætist síðan að fyrrnefndur aðkomumaður hefði orðið vitni að einhverjum kostn- aðarsömustu hátíðahöldum sem efnt hefur verið til á íslandi til að minnast þess að kristni var lögtekin í landinu fyrir eitt þúsund árum. Ekki létu menn sér nægja hátíðahöld á Þing- völlum sem kostuðu mörg hundruð milljónir króna. Seint virðist ætla að ljúka fréttaflutningi af minnisvörðum sem reistir hafa verið af þessu tilefni. Svo stórhuga hafa menn verið að ís- land hefur ekki nægt eitt til þessara umfangsmiklu hátíðahalda. Kvíarnar voru því færðar út til Grænlands þar sem Islendingar hafa nú tekið að sér að opna og vígja kirkjur og aðra minnsvarða undir forystu Arna John- sens. En hversu raunsönn er þessi mynd Sigríður Stefánsdóttir Guðmundur Magnússon Það er orðið tímabært að halda uppskeruhátíð þjóðarinnar allrar, segja Guðmundur Magnússon og Sigríður Stefáns- dóttir. En áður þarf að tryggja að hún njóti öll uppskerunnar. sem blasir við aðkomumanni á ís- landi? Staðreyndin er vitaskuld sú að á íslandi breikkar ört bilið á milli ríkra og fátækra og jafnvel þótt því sé ekki flaggað í hátíðaræðum um sigurgöngu kristinnar trúar þá er það engu að síður staðreynd að á ís- landi búa stórir hópar við lítil efni og kröpp kjör. Það er líka staðreynd að þessa dagana er verið að skerða enn kjör þeirra sem þjakaðir eru af sjúk- dómum með því að draga úr stuðn- ingi við lyfjakaup. Þá er það lfka stað- reynd að húsnæðiskerfið hefur verið lagt í rúst og er svo komið að stöðugt fjölgar því fólki sem er í hrakningum af þeim sökum. Þessum þjóðfélags- veruleika hefur lítt verið haldið fram í opinberri umræðu með undantekn- ingum þó. Það hefur vissulega vakið athygli sá mikli munur sem fram hef- ur komið í málflutningi stjórnmála- flokka að undanförnu ekki aðeins á milli stjórnar og stjórnarandstöðu heldur hefur einnig verið sláandi munur á málflutningi Vinstri hreyf- ingarinnar - græns framboðs og Samfylkingarinnar. Þannig hefur Samfylkingin skammað ríkisstjórn- ina fyrir að skera ekki enn meira nið- ur og var að skilja á talsmanni Sam- fylkingarinnar í fréttum RUV að ríkissjóður þyrfti helst að skila helm- ingi meiri afgangi en ráð er fyrir gert. Talsmenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs virðast einir hafa pólitískt jarðsamband. Þeir tala fyrir aðhaldi gagnvart óhófsmönnum og vilja að tekjuafgangurinn verði not- aður til kjarajöfnunar og til að styrkja verlferðarþjónustuna í land- inu. Þarna er grundvallarmunur á pólitískri afstöðu sem mikilvægt er að hafa í huga. Kristnihátíð og aðrir bautasteinar valdsins Lærdómurinn sem draga má af at- burðum sumarsins og þjóðfélagsum- ræðunni í tengslum við þá er í raun- inni ekki nýr af nálinni heldur sígildur. Það fer ekki á milli mála að stundum er til nóg af opinberu fé í landinu og stundum ekki. Þegar vald- hafar eru að reisa sér bautasteina í húsum og hátíðum og jafnvel fá sér syndaaflausn í leiðinni er alltaf til nóg en þegar öryrkjar og aldraðir vilja skrimta og jafnvel lifa einhveiju sem gæti nálgazt mannsæmandi líf þá er kassinn galtómur. Nýafstaðin kristnitökuhátíð er þörf áminning um hvað gerzt getur þegar valdhafar eru búnir að missa tengsl við fólkið í land- inu. Fólkið langaði ekki í kristnitöku- hátíð og fólkinu ofbauð bruðlið og það mætti ekki þrátt fyrir auglýsingarn- ar þegar „skundum á Þingvöll" var allt í einu farið að öðlast nýja merk- ingu, ekki bara boðhátturinn heldur skipunartónninn. Ef til vill var þetta uppskeruhátíð síðustu ríkisstjórna. Þeim hefur tek- izt einstaklega vel að selja þau ríkis- fyrirtæki sem gefa arð, ýta út þeim er áður treystu á aðstoð samfélagsins og firra sig allri ábyrgð á þegnum landsins. Allt hófst með samtrygg- ingu Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins sáluga og hefur komizt á verulegt skrið, sem vart verður stöðvað á næstunni, með samstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Sá eini af þessum þremur flokkum sem hefur þetta á stefnuskrá er Sjálf- stæðisflokkurinn. Hinir tveir hafa hingað til kennt sig við félagshyggju, jafnvel samþykkt verulega fagrar áætlanir í samfélagsmálum rétt fyrir þær kosningar sem komu þeim í sæng með íhaldinu. Uppskeruhátíð fyrir alla En það er mál að spyrna við fótum. Það er nefnilega staðreynd að al- menningur á íslandi vill hafa hér vel- ferðarkerfi sem virkar. Vill geta sent börn sín í góða skóla sem ekki eru fjársveltir til að hægt sé að varpa þeim fyrir róða líka. Vill geta treyst á bezta hugsanlega heilbrigðiskerfi þegar eitthvað bjátar á. Vill hafa ráðamenn sem hugsa um hag fjöld- ans en ekki fámenna klfku eiginhags- munaseggja sem hafa makað krókinn á opinberu fé! Það er þörf á pólitískri vakningu í landinu. Hlustum eftir því hvað stjórnmálamenn og talsmenn hagsmunasamtaka segja og gerum þá ábyrga fyrir orðum sínum og at- höfnum. En látum ekki þar við sitja, höldum vöku okkar og látum frá okk- ur heyra um hvert við viljum stefna með þjóðfélagið og hvenær okkur þykir það á rangri leið. An kraftmik- illar lýðræðislegrar umræðu í land- inu er hætt við að uppskeruhátíð for- réttindafólks verði viðvarandi á íslandi. Það er löngu orðið tímabært að halda uppskeruhátíð þjóðarinnar allrar. En áður þarf að tryggja að hún njóti öll uppskerunnar en ekki aðeins fáeinir útvaldir. Höfundar eru stjórnarmenn í Vinstri hreyfingunni - grænu framboði íReykjavík. KIRKJUSTARF -V Safnaðarstarf Minningar- athöfn vegna * fósturláta ÁRLEG minningarathöfn vegna fósturláta verður haldin í Fossvogs- kapellu miðvikudaginn 16. ágúst nk. kl. 17. Athöfnin er öllum opin. Fósturreiturinn í Fossvogskirkju- garði var vígður 17. september 1994 og mánuði síðar einnig Minnisvarði um líf, sem stendur nálægt kirkju- dyrum Fossvogskirkju. Eftir minn- ingarathöfnina verður fylgd að Minnisvarðanum og í Fósturreitinn. Þetta er í 6. skipti sem slík athöfn *- er haldin. Sr. Guðlaug Helga Ás- geirsdóttir annast athöfnina ásamt Rósu Kristjánsdóttur djákna í sam- vinnu við Kirkjugarða Reykjavfkur- prófastsdæma. Sjúkrahúsprestar og djákni. Hallgrímskirkja. Fyrirbæna- guðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Fella- og Hólakirkja. Samveru- stund með litlu börnunum kl. 10-12. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stundkl.18. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og ~~ fyrirbænirkl. 18.30. Hafharfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarfírði. Opið hús kl. 17-18.30 fyrir 7-9 ára börn. Grindavfkurkirkja. Foreldra- morgunn kl. 10-12. Borgarneskirkja. TTT, tíu - tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17-18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15-19. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30íHlíðasmára5.Allirvelkomnir. "• Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10-12. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu- skóliíkvöldkl.20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.