Morgunblaðið - 29.08.2000, Side 4

Morgunblaðið - 29.08.2000, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ættingjar bresku flugliðanna voru við minningarathöfn á sunnudag Sorglegum kafla í ættar- sögunni lokið BRESKU flugliðarnir fjórir sem fórust f flugslysi á hálendinu á milli Öxnadals og Eyjafjarðar 1941 voru lagðir til hinstu hvflu í Fossvogs- kirkjugarði á sunnudag. Leiðangur björgunarsveitarmanna úr breska flughernum á Skotlandi og ís- lenskra björgunarsveitarmanna flutti líkamsleifar mannanna til byggða í síðustu viku. Meðal viðstaddra voru ættingjar hinna látnu og sendiherrar Bret- lands og Þýskalands. Að Iokinni minningarathöfn voru fjórir blóm- sveigar lagðir að legsteinum flug- liðanna fjögurra á meðan Nimrod- flugvél og Sea King-þyrlu frá breska flughernum var flogið hjá í virðingarskyni. Voru að sækja félaga sína Flugvél fjórmenninganna, sprengjuflugvél af Fairy Battle- gerð, var á leið suður frá Melgerð- ismelum í Eyjafirði þegar hún fórst. Flugmaðurinn Arthur Round og Reginald Hopkins, sem voru góðir vinir úr 98. flugsveit, höfðu farið frá flugvellinum á Kaldraðarnesi um morguninn 26. maí til að sækja tvo úr áhöfn flugvélarinnar sem verið höfðu á spítalaskipi er lá við bryggju á Akureyri. Þeir Henry Talbot og Keith Garrett höfðu lent í bflslysi en voru nú tilbúnir til heim- ferðar. Round og Hopkins lentu á Mel- gerðismelum um hádegisbilið, tóku Talbot og Garrett um borð og sneru til baka. Flugvélin hvarf á bakaleið- inni en fannst eftir mikla leit á jökli á hálendinu milli Öxnadals og Eyja- fjarðar. Það var ekki fyrr en nú að fært þótti að koma líkamsleifum flugliðanna til byggða, tæplega 60 árum eftir slysið. Morgunblaðið/Jim Smart Hermenn vottuðu hinum látnu flugliðum virðingu sína. Það er kaldhæðnisleg staðreynd að Arthur Round átti alls ekki að vera flugmaður í þessari feigðarför heldur góðvinur hans, Tom Robson. Hann var hins vegar lasinn þennan dag og bauðst Round til að hlaupa í skarðið. Robson giftist síðar ís- lenskri kærustu Rounds, Siggu, og settist með henni að í Suður-Afríku, eins og kom fram í Morgunblaðinu á sunnudag. „Hann var yndislegur drengur" Bróðir Henry Talbot, John, sem var tvítugur þegar 24 ára gamall bróðir hans fórst, kom til Islands frá Englandi ásamt syni sínum, Henry. „Ég bjóst aldrei við að h'ta þennan dag. Meðan á athöfninni stóð hugsaði ég um bróður minn, ég geri það alltaf. Hann var yndisleg- ur dreugur," sagði hann. Móðir þeirra fékk tvö skeyti sama dag ár- ið 1941 með tilkynningum um að beggja sona hennar væri saknað. Viku síðar bárust henni þær fréttir að John hefði lifað af er orrustu- skipið Juno fórst í orrustu við eyna Krít í Miðjarðarhafi. Að sögn Arthurs Fickling, syst- ursonar Rounds flugmanns, hvfldu örlög hans þungt á móður hans og systkinum hennar. Sagði hann að með komu sinni og frænda sinna þriggja væri þessum sorglega kafla í ættarsögunni lokið. Samráðsfundur forsætisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltslanda ESB-aðild og sjiíkddmavarnir efst á baugi Morgunblaðið/Golli Vel fór á með norrænu forsætisráðherrunum en eftir fundinn í gær gengu þeir um borgina og fengu sér bjór. Pfirau. Morgunblaðið. ÞAÐ var sól og blíða í Eistlandi í gær þegar forsætisráðherrar Norð- urlandanna fimm og Eystrasalts- ríkjanna þriggja komu saman á formlegum samráðsfundi í strand- bænum Párnu við Rígaflóa. Ráð- herramir hittust á gömlum herra- garði, Villa Amende, og áður en fundurinn hófst fengu þeir sér gönguferð í góða veðrinu um mið- bæinn og ströndina undir leiðsögn Marts Laars, forsætisráðherra Eistlands. Að sögn Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra var meginefni fund- arins staðan í stækkunarferli Evrópusambandsins og var m.a. rætt hvernig málin kunna að þróast undir forustu Frakka í Evrópusam- bandinu og væntanlegrar forustu Svía. Davíð sagði að Eystrasalts- löndin, sem öll hafa stótt um aðild að ESB, teldu sig vera komin í þokkalega stöðu við að uppfylla fjöldamörk skilyrði, sem ESB hefur sett í efnahagsmálum, umhverfis- málum og varðandi löggjöf, fyrir að- ild en Evrópusambandið eigi eftir að gera upp við sig hve hratt verður farið í aðildarviðræðum við þau Austur-Evrópuríki sem voru í svo- kölluðum fyrsta hópi þjóða. Davíð sagði t.d. ljóst að aðildarviðræður við Pólland yrðu mjög erfiðar vegna þess að þeir væru ekki búnir að laga sín innri mál að kröfum ESB með sama hætti og t.d. Eystrasaltslönd- in. Á blaðamannafundi, sem haldinn var utan dyra eftir fund forsætis- ráðherranna, sögðust forsætisráð- herrar Eystrasaltslandanna allir vera sáttir við það hvernig aðildar- viðræður þeirra við ESB gengju. Eistland er í áðurnefndum fyrsta hópi en Andris Berzins, forsætis- ráðherra Lettlands, sagði að þær þjóðir sem væru ékki í fyrsta við- ræðuhópnum væru að sumu leyti betur settar þar sem þær gætu byggt á reynslu hinna. Bæði Berzins og Andrius Kubilius, for- sætisráðherra Litháens, sögðust binda miklar vonir við að á væntan- legri formennskutíð Svía í Evrópu- sambandinu myndu aðildarmálin fá aukið vægi og að árið 2002 yrði væntanlega búið að leggja grunninn að aðildarviðræðum. Eystrasaltsríki í næsta aðildarhópi NATO? Ráðherrarnir voru spurðir um hugsanlega aðild Eystrasaltsríkj- anna að NATO, en þau hafa sótt þar um inngöngu. Norrænu ráðherr- amir sögðu að lönd ættu sjálf að ákveða hvernig þau vildu haga sín- um varnarmálum og Davíð Oddsson sagði að íslendingar styddu inn- göngu Eystrasaltslandanna. Andr- ius Kubilius sagði að Eystrasalts- löndin vildu fá aðild að NATO eins fljótt og auðið væri. Hann sagði að eitt þessara ríkja að minnsta kosti ætti að vera í hópi þeirra ríkja sem næst fá aðild að bandalaginu. Það væri mjög mikilvægt, ekki aðeins út frá hagsmunum þessa svæðis held- ur út frá öryggishagsmunum Evr- ópu. Ráðherrarnir ræddu einnig um evruna, sameiginlega mynt Evrópu- ríkja, og á blaðamannafundinum eftir ráðherrafundinn lýstu þeir all- ir þeirri von að aðild Dana að Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, og þar með að evrunni, sam- eiginlegum gjaldmiðli Evrópu, verði samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu eftir réttan mánuð, en ljóst er af skoðanakönnunum að þar verður mjótt á mununum. Forsæt- isráðherrar Eystrasaltslandanna sögðu m.a. að þetta mál gæti haft áhrif á stækkun Evrópusambands- ins því ef aðild Dana að EMU yrði felld myndi að gefa efasemdar- mönnum um ESB-aðild þessara landa byr undir báða vængi. Davíð Oddsson sagði á blaða- mannafundinum að þetta mál hefði ekki bein áhrif á ísland en ef Danir felldu aðild að EMU myndi það til skamms tíma veikja Evrópusam- bandið og evruna og það hefði óheppileg áhrif. Davíð sagði við Morgunblaðið að íslensk stjórnvöld teldu að það væri hagfellt fyrir ís- lendinga að áætlun um sameigin- lega mynt Evrópu gengi eftir fyrst ákveðið var að hrinda henni af stokkunum og að gengi hennar næði að styrkjast. Lágt gengi evr- unnar nú gerði mörgum þjóðum erf- itt fyrir, þar á meðal íslendingum. Áður en fundur forsætisráðherr- anna hófst í gærmorgun stóð Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Nor- egs, úti á grasflötinni utan við Villa Amende og talaði í farsímann. Hann reyndist hafa verið að tala við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, og upplýsti á blaðamannafundinum að þeir hefðu ákveðið að auka sam- vinnu milli Noregs og Rússlands með það að markmiði að koma í veg fyrir slys á borð við það þegar kjarnorkukafbáturinn Kúrsk sökk í Barentshafi fyrir skömmu, og auka skilvirkni aðgerða og upplýsinga- gjöf þegar slíkan vanda bæri að höndum. Sagðist Stoltenberg myndu hitta Pútín á fundi í næstu viku og einnig myndi hann hitta rússneska forsætisráðherrann í lok september til að ræða þessi mál. Ráðherrarnir ræddu ekki um Kúrsk-málið á formlega fundinum en það bar á góma á óformlegum hádegisverðarfundi þeirra. Davíð Oddsson sagði að þar hefðu menn lýst áhyggjum af þeirri hrörnun sem virtist eiga sér stað í Rússlandi, ekki aðeins í varnarkerfi landsins heldur einnig á ýmsum mannvirkj- um, svo sem sjónvarpsturninum sem brann um helgina. Efnahagur landsins hefði skroppið saman þrátt fyrir fólksfjölda og náttúruauðævi. „Menn hafa áhyggjur af þessari þróun, og raunar mikla samúð með Rússum. Framþróun í Rússlandi er afskaplega mikilvæg í þessum heimshluta. Menn taka eftir því að hér á þessu svæði hefur orðið mjög hröð framþróun og vöxtur og það hefðu átt að vera skilyrði fyrir sams konar þróun í Rússlandi en það hef- ur ekki gerst. Varðandi kafbátinn þá finnast mönnum viðbrögð Rússa ekki aðeins til marks um að þeir séu að dragast aftur úr í þróuninni held- ur einnig að þeir séu ekki búnir að komast út úr þeim viðhorfum sem ríktu á sovéttímanum," sagði Davíð. Ráðherrarnir ræddu um árangur af starfí hóps sem fjallar um leiðir til að berjast gegn smitsjúkdómum, svo sem berklum og alnæmi, sem settur var á stofn á fundi Eystra- saltsráðins fyrr á þessu ári að frum- kvæði Norðmanna. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá land- læknisembættinu, er í þessum hópi sem fulltrúi íslendinga. Jens Stolt- enberg sagði að allir vildu sjá opn- ari Evrópu, meiri viðskipti og ferða- lög milli landanna en jafnframt vildu menn berjast gegn smitsjúk- dómum til að tryggja að þeir breiddust ekki út í kjölfar aukinna samskipta. Þjónusta númer eitt! Audi A6 2400, f.skrd. 21.01.1999, ekin 32 þ. km. 17" álfelgur, sóllúga, leöurínnrétting, spoiler, blár, ssk. Verð kr 3.690. Nánari uppl. hjá Bílaþingi Heklu, sfmi 569 5500. Opnunarcími: Mánud. - föstud. kl. 9-18 laugardagar kl. 12-16 , BÍLAÞINGðEKLU Mvmcr o'rtf f nofv?vw t>(lvm! Laugavegi 174,105 Reykjavlk. slmi 569-5500 www.bilathinq.is • www.bilathing.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.