Morgunblaðið - 29.08.2000, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Haf narfjardarbær o g Reykjanesbær tóku þátt í lokuðu
skuldabréfaútboði erlendis
Hagstæð lánsfjármögn-
un fékkst í Þýskalandi
HAFNARFJARÐARBÆR og
Reykjanesbær gengu nýverið frá
mjög hagstæðri lánsfjármögnun á
skuldabréfamarkaði í Þýskalandi.
Um var að ræða lokað skuldabréfa-
útboð í umsjá ABN AMRO-bankans
í samvinnu við Ráðgjöf og efnahags-
spár ehf., en þetta mun vera í fyrsta
skipti sem íslensk sveitarfélög fara í
lokað skuldabréfaútboð erlendis.
Samkvæmt upplýsingum frá Ráð-
gjöf og efnahagsspám ehf. tók Hafn-
arfjarðarbær að láni 17 milljónir
evra, eða um 1.227 milljónir ís-
lenskra króna, en Reykjanesbær 12
milljónir evra, eða um 808 milljónir
íslenskra króna, í samræmi við láns-
fjáráætlanir sveitarfélaganna. Bæði
lánin eru eingreiðslulán til 10 ára
með breytilegum libor-vöxtum að
viðbættu 0,37% vaxtaálagi.
Upphaflega var ætlunin að fjár-
magna stóran hluta lánanna í ís-
lenskum krónum en vegna lélegs
ástands á íslenskum skuldabréfa-
markaði og óhagstæðra kjara var
ákveðið að kanna áhuga erlendra
fjárfesta á lokuðu skuldabréfaút-
boði. Eftir ítarlega kynningu fyrir
lokuðum hópi fjárfesta var ljóst að
áhugi var umtalsverður og var í
kjölfarið gengið til samninga við þá
sem buðu hagstæðustu kjör.
Milliuppgjör Fiskmarkaðs Breiðafjarðar hf.
Hagnaður af rekstrin-
um 11,3 milljónir króna
HAGNAÐUR af rekstri Fiskmar-
kaðs Breiðafjarðar hf. fyrstu sex
mánuði ársins var 11,3 milljónir
króna, sem er aðeins betri afkoma
en á sama tímabili síðasta árs, en
þá var hagnaður félagsins 10,8
milljónir króna. Velta félagsins var
169,8 milljónir sem er 53,7% aukn-
ing á milli ára.
Samkvæmt upplýsingum frá
Fiskmarkaði Breiðafjarðar eru
skýringar á aukinni veltu aukið
magn selds afla 1 umboðssölu,
hærra verð þess afla og meiri
vörusala á rekstrarvörum. Fram-
setningu reikningsskila Fiskmark-
aðs Breiðafjarðar er nú breytt
hvað varðar óreglulegar tekjur og
gjöld fastafjármuna, og þannig er
söluhagnaður af fastafjármunum
nú talinn meðal rekstrartekna.
Samtals nemur slfkur hagnaður
2,5 milljónum króna.
í upphafi árs var Fiskmarkaður
Skrifstofutækn
250 stundiij
Markmið námsins er að þjálfa nemendur fil starfa á skrifstofum
og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög
hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum.
Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj-
andi störf á vinnumarkaði.
Helstu námsgreinar eru:
■ Handfært bókhald
■ Tölvugrunnur
■ Ritvinnsla
■ Töflureiknir
■ Verslunarreikningur
■ Glærugerð
■ Mannleg samskipti
■ Tölvubókhald
■ Internet
STARFSMENNTUN
fjárfesting til framtíðar
.'W'
Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í
öllum almennum skrifstofustörfum og eftir
vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla
íslands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word-
ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði
hand- og tölvufært bókhald, glærugerð,
verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum
í mannlegum samskiptum og Interneti.
Námið er vel skipulagt og kennsla frábær.
Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjól.
Steinunn Rósq, þjónustu-
fulltrúi,
Islenska Útvarpsfélaginu
Öll námsgögn innifalin
Opið tii kl. 22.00
Tölvuskóli íslands
Bíldshöfða 18, sími 56 7 1 466
Snæfellsness hf. sameinaður
Fiskmarkaði Breiðafjarðar hf.
Hluthafar í Fiskmarkaði Snæ-
fellsness eignuðust við sameining-
una 13,7% hlut í Fiskmarkaði
Breiðafjarðar hf. Sú mikla veltu-
aukning sem varð hjá félaginu
skýrist að miklu leyti af ofan-
greindri sameiningu. Vænst er að
samlegðaráhrif af sameiningunni
skili sér í aukinni framlegð á
næsta rekstrarári, og áætlanir fé-
lagsins gera ráð fyrir að hagnaður
alls rekstrarársins 2000 verði um
12 milljónir króna.
Iðnbúð 1,210 Garðabæ
sími 565 8060
Myllan-Brauð S ^JSSSio
Rekstrarreikningur ^afefúní 2000 1999 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld 706,6 621,8 714.1 610.1 -1,1% +1,9%
Afskriftir Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) 53,6 -16,4 63,7 -9,8 -15,8% -67,3%
Rekstrarhagnaður Skattar 31,1 1.0 40,3 1.0 -22,8% 0,0%
Hagnaður tímabitsins 29,5 -53,6%
Efnahagsreikningur 30.06.'00 30.06/99 Breyling
1 Eirrnir: 1.144,8 1.171,6 -2,3%
Eignir samtals Milljónir króna
| Skuidir og eigið 1é: \ Eigið fé 433,7 427,3 +1,5%
Skuldir 711,0 744,4 -4,5%
Skuldir og eigið fé samtals 1.144,8 1.171,6 -2,3%
Sjóðstreymi og kennitölur 2000 1999 Breyting
Eiginfjárhlutfall Veltufjárhlutfall Veltufé frá rekstri Milljónir króna 37,9% 1,37 67,8 36,5% 1,28 85,8 ■21%
Hagnaður Myllunn-
ar-Brauðs hf. helm-
ingi minni en í fyrra
HAGNAÐUR Myllunnar-Brauðs
hf. eftir skatta nam 13,7 milljón-
um króna á fyrstu sex mánuðum
ársins 2000, samanborið við 29,5
milijónir fyrir sama tímabil á síð-
asta ári, sem er 54% lækkun á
milli ári. Rekstrartekjur lækkuðu
úr 714,1 milljón í 706,5 milljónir
en rekstrargjöld hækkuðu hins
vegar úr 610,1 milljón í 621,8
milljónir. Heildareignir félagsins
30. júni síðastliðinn námu 1.144,8
milljónum, en voru 1.171,6 millj-
ónir á áramótum. Eigið fé í lok
júní var 433,7 milljónir og skuldir
711,1 milljón.
í tilkynningu frá félaginu segir
að rekstrarhagnaður þess á fyrri
helmingi þessa árs sé ekki viðun-
andi. Tekist hafi að halda svipuð-
um tekjum á túnabilinu, saman-
borið við síðasta ár, þrátt fyrir
aukna samkeppni. Þá sé, þrátt fyr-
ir þessa niðurstöðu, stefnt að því
að ná svipaðri niðurstöðu í rekstr-
* J \
STAPRÆNN
LJÓSMYNDALEIKUR
á mbl.is
Taktu þátt í sumarmyndaleik sem Canoti og
CO>NÝHERJl standa fyrir á mbl.is og sendu
myndirnar þínar inn. $0 Glæsilegir vinningar
eru í boði fyrir skemmtilegustu myndirnar.
ÞÍNAR MYNDIR Á
mbl.is
inum fyrir árið í heild og í fyrra
og að stöðugt sé unnið að hagræð-
ingu. Fram kemur í tilkynning-
unni að Myllan-Brauð hafi ekki
hækkað verð siðan í desember
1998, þrátt fyrir hækkanir á hrá-
efnisverði og launum frá því þá.
Kolbeinn Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Myllunnar-Brauðs
hf., segir að töluverðum tíma hafi
verið eytt í uppbyggingu félagsins
í Boston í Bandaríkjunum, en fé-
Iagið er stór hluthafi í Carberrýs
sem rekur bakarf og kaffihús.
Nýverið hafi verið keypt 1.500
fermetra húsnæði sem nú sé verið
að innrétta fyrir framleiðsluna og
verði það tekið í notkun í nóvem-
ber næstkomandi. Miklar vonir
séu bundnar við þann rekstur. Allt
þetta ár hafi farið í undirbúning
og breytingar en markaðurinn sé
stór en jafnframt erfiður. Kol-
beinn segir að mikill áhugi sé á
vörum fyrirtækisins vestanhafs.
Landsteinar Internat-
ional og GoPro Group
Viðræður
um samstarf
eða samruna
LANDSTEINAR International og
GoPro Group eiga í viðræðum um
víðtækt samstarf þar sem horft er til
samstarfs eða sameininga á rekstr-
areiningum, að því er fram kemur í
tilkynningu til Verðbréfaþings Is-
lands. Markmið viðræðanna er að
leita leiða til að stuðla að hraðari
uppbygginu erlendis og aukinni hag-
ræðingu í rekstri. Fyrirtækin eru
bæði með umfangsmikla starfsemi
utan íslands, og hafa bæði verið í við-
ræðum við erlend fyrirtæki um sam-
starf og samruna sem enn standa yf-
ir.Vænta má niðurstaðna af
viðræðum innan 2-4 vikna.
GoPro samanstendur af eftirfar-
andi sjálfstæðum rekstrareiningum:
Hugviti hf.-íslandi, Þróun hf.-ís-
landi, Þekkingu upplýsingatækni hf.-
íslandi, Tristan hf. á íslandi, SCIO
AS-Danmörku, SCIO UK-Bretlandi,
SCIO Sweden-Svíþjóð, GoPro
Development-íslandi, GoPro Group-
Islandi, og Landsteinum. Landstein-
ar Group samanstendur af eftirfar-
andi sjálfstæðum rekstrareiningum:
Landsteinum International-íslandi,
Landsteinum ísland-íslandi, Land-
steinum Denmai’k-Danmörku,
Landsteinum Cl-Jersey Bretlandi,
Landsteinum UK-Bretlandi, Navi
Plust-íslandi og Þýskalandi.