Morgunblaðið - 29.08.2000, Page 24

Morgunblaðið - 29.08.2000, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Morgunblaðið/Jim Smart Frá stofnfundi Landssambands íslenskra fiskiskipaeigenda, LÍF, sem haldinn var á Kænunni í Hafnarfirði. Vilja stjórn físk- veiða í takt við lög Landssamband íslenskra fískiskipa- eigenda, LÍF, var stofnað um helgina LANDSSAMBAND íslenskra fiski- skipaeigenda, LÍF, hyggst berjast fyrir því að framkvæmd fiskveiði- stjórnunar verði færð í takt við gild- andi lög, en samtökin voru formlega stofnuð á laugardag. Þá segja sam- tökin að starfsemi Kvótaþings brjóti í bága við bókhalds- og skattalög. Alls sóttu um 30 manns stofnfund samtakanna, en að sögn Guðbjörns Jónssonar, sem kjörinn var formað- ur samtakanna á fundinum, eru skráðir félagar nú á bilinu 80 til 90. „Það var mikill hugur í fundarmönn- um og samstaða góð og málefnalegar og skemmtilegar umræður.“ Helstu baráttumál LÍF eru að sögn Guðbjörns að ná til baka afla- heimildum sem hafa á undanförnum árum færst af bátum yfír á togarana. „Þannig viljum við koma fram- kvæmd fiskveiðistjómunar í takt við gildandi lög en markmið þeirra er uppbygging atvinnu og byggðar í landinu. Hinsvegar hefur stjórnunin haft þveröfug áhrif hingað til. Afla- heimildum hefur verið haldið í lok- aðri úthlutun til örfárra aðila. Þetta hefur viðgengist þvert ofan í ákvörð- un Hæstaréttar í Valdimarsdómn- um, um að þessari reglu verði ekki haldið til frambúðar. Reyndar auglýsi ég eftir einhverj- um þætti í stjórn fiskveiða sem stenst Iög.“ LÍF hefur í bréfi til sjávarútvegs- ráðherra óskað eftir að hann gefi upp þau lög eða samþykktir sem Alþingi hefur sett til gjaldtöku fyrir leigu og sölu aflaheimilda. „Fiskistofnamir era í eigu þjóðarinnar og því þarf Al- þingi að gefa samþykki sitt fyrir sölu eða leigu. Við höfum hinsvegar engin viðbrögð fengið frá ráðuneytinu.“ Guðbjöm segir starfsemi Kvóta- þings íslands einnig vera margfalt brot á landslögum. „Kvótaþing er ekki ennþá farið að starfa eftir þeim lögum sem því voru sett og brýtur í bága við bæði bókhalds- og skatta- lög. Einn af brotaþáttum Kvótaþings er að tilgreina ekki virðisaukaskatt af því leigugjaldi sem innheimt er vegna kvótaviðskipta. Útvegsmenn, sem leigja til sín aflaheimildir, hafa vegna þessa verið að greiða mun hærri virðisaukaskatt en þeim raun- veralega ber,“ segir Guðbjöm. Fyrirhugaðar veiðar Japana á búrhval og skorureyði Japanskur hvalveiðibátur leggur úr höfn í Shimonoseki í iok júlí. Reuters Sæta harðri gagn- rýni þjóðarleiðtoga ÁÆTLANIR japanskra hvalveiði- manna á Kyrrahafi um að veiða ekki aðeins hrefnu við Suðurskautslandið og í norðurhluta Kyrrahafs heldur einnig búrhvali og tegund er nefnist skorureyður í Kyrrahafi hafa valdið hörðum mótmælum víða um heim. Bandaríkjamenn, sem era með búr- hvalinn á lista yfir tegundir í útrým- ingarhættu, hafa jafnvel hótað Jap- önum viðskiptarefsingum. En rök Japana era m.a. að þeir þurfi að kanna hvort ástæðan fyrir uppgangi stofna búrhvala og skorareyða stafi af því að hvalirnir éti fisk sem fiski- menn þjóðarinnar myndu ella kló- festa, að sögn dagblaðsins The Washington Post. Vísindaráð Al- þjóða hvalveiðiráðsins, IWC, segir á hinn bóginn að hægðarleikur sé að afla slíkra upplýsinga án þess að drepa fjölda dýra. Fulltrúar umhverfisverndarsam- taka segja að talning á hvölum sé byggð á afar vafasömum aðferðum, um ágiskanir sé að ræða, og krefjast þess að hvalastofnarnir verði látnir njóta vafans, þeir séu alls ekki veidd- ir. Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og Helen Clark, forsætisráð- herra Nýja-Sjálands, hafa öll lýst yf- ir eindreginni andstöðu sinni við fyrirhugaðar veiðar Japana á stór- hvelum og ritað þeim bréf til að tjá vanþóknun sína. Madeleine Ál- bright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, gagnrýndi hvalveiðarnar óbeint á samkomu sem haldin var henni til heiðurs í Japan í sl. mánuði, að sögn The Washington Post. „Ekki fer milli mála að Japanar era að brjóta gegn vilja almennings- álitsins í heiminum," sagði Joseph Liebennan, varaforsetaefni demó- krata, í bréfi í byrjun mánaðarins. Þar krafðist hann þess að gripið yrði til viðskiptalegi'a refsiaðgerða til að „vemda þessi glæsilegu dýr fyrir frekari slátrun". En Japanar þrjóskast við og harðneita að hætta við áformin. Margir þeirra segja að veiðibannið sé byggt á tilfmningasemi og spyrja hvaða dýr megi þá yfírleitt éta ef ekki megi nýta hvali. Að sögn heim- ildarmanns í stjórnsýslunni var það sjálfur forsætisráðherrann, Yoshiro Mori, sem samþykkti að hafnar yrði veiðar á umræddum stórhvelum. „Þetta er spurning um grandvallar- atriði, um þjóðarstolt,“ sagði em- bættismaðurinn. Margir líta svo á að Japanar noti hugtakið vísindaveiðar sem skálka- skjól til að stunda áfram veiðar í at- vinnuskyni. Hvalkjöt er mjög eftir- sótt á japönskum mörkuðum en stjórnvöld fullyrða að hagnaðurinn af kjötsölunni renni allur til rann- sóknanna. Löng hefð er fyrir neyslu hvalafurða í landinu. Deilt um gæði norska laxins Osló. Morgunblaðið. „ÞAD verður að afnema laxasam- komulag Noregs og Evrópusam- bandsins. Þann hefur enga þýðingu lengur, en hann hefur haft neikvæð áhrif á gæði laxins,“ segir Peder Hyldtoft, framkvæmdastjóri sam- taka fiskiðnaðarins og útflytjenda. Hyldtoft segir í samtali við norska blaðið Aftenposten að gæðum eldis- laxins fari hrakandi og það eigi ekki aðeins við um þann norska. Samn- ingurinn við EB hafi orðið til þess að framleiðendur hafi hugsað minna um gæði en áður. „Samkvæmt samn- ingnum ræðst verðið ekki af gæðum laxins og ekki er hægt að verðleggja hann eftir því hvort gæði era mikil eða slök. Það má ekki selja fiskinn undir lámarksverði, þrátt fyrir að gæðin séu lítil. Nú líður markaður- inn fyrir mjög hátt verð og lítið fram- boð,“ segir hann. Hann segir að lax- inn, sem sé framleiddur nú sé ekki eins góður og fyrir fimm til tíu áram og það stafi af dýrapróteinum í fóðr- inu, það sé öðravísi blandað en áður. Laxinn vaxi hraðai- af nýja fóðrinu, en það leiðir til þess að fitan dreifist öðruvísi á holdið en áður, en þetta sé ekki sérstakt norskt vandamál, það þekkist víðar. „Við höfum rætt þetta mikið við norska framleiðendur og ég skil ekki að þeir skuli ekki hafa gert neitt í málinu. Það vantar hreinskilni í svona málum, en við göngum hrein- lega á vegg eins og það sé algjört leyndarmál hvert innihald fóðursins er og þá fer mann að grana ýmis- legt,“ segir Hyldtoft. „Það er alltaf sama sagan, þegar verð á norska laxinum er of hátt, þá fáum við kvartanir," segir Tarald Siv- ertsen, framkvæmdastjóri samtaka laxeldismanna í Noregi. Hann segir ennfremur að séu gæðin slök sé það hinum dönsku reykhúsum að kenna, en ekki norskum framleiðendum. „Það er bara verðið sem skiptir máli fyrir kaupendur á laxinum. Þeir hafa aldrei verið tilbúnir til að borga fyrir gæði. En ég skil þá, því mark- aðurinn fyrir lax hefur verið þeim mjög erfiður. Hvað næringargildi varðar hafa gæði aldrei verið meiri en nú, en sé talað um lit eða fituhlut- fall má alveg ræða málið,“ segir Sivertsen. Framkvæmdastjóri Hydro Sea- food segir að meiri spenna sé á markaðnum en áður, en slíkt eigi einnig við um önnur matvæli. Margir kaupendur taki fram hvernig gæði þeir viljí og við óskum þeirra sé orð- ið. Vidar Julien, upplýsingafulltrúi Nutreeo Aqua Culture, sem meðal annars á fóðurframleiðandann Skretting, segir að ekki sé um neitt leyndarmála að ræða, allt verði gefið upp. „Við getum sjálfsagt bætt okk- ur, en þetta snýst um matvælaöryggi og í því tilfelli verður allt að vera ljóst. Hann segir að framleiðandinn muni nú veita upplýsingar um inni- hald fóðursins og hvernig það sé framleitt á heimasíðu fyrirtækisins. Stöðvið hvala- dráp Japana UM LEIÐ og Clinton forseti undir- ritaði lög um vemdun úthafanna juku Japanar hvalveiðar sínar á norðurhluta Kyrrahafs. Japanar hunsa óskir frá Clinton forseta, Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands og íleiri þjóðarleiðtogum og ætla að ganga lengra en að veiða hrefnur, þeir ætla nú einnig að veiða búrhvali og skorareyðar. Vísindaveiðar Japana hófust 1987 og þá veiddu þeir um það bil 300 hrefnur, nú veiða þeir að jafn- aði um 440 hrefnur á ári í höfunum við Suðurskautslandið. Árið 1994 færðu þeir út kvíamar í þessum banvænu rannsóknum sínum og fóra að veiða á norðurhluta Kyrra- hafs þar sem þeir veiða nú um 100 hrefnur árlega. Fyrir skömmu sögðu þeir frá áformum sínum um að veiða 10 búrhvali og 50 skora- reyðar. Alþjóðahvalveiðiráðið, IWC, bannaði hvalveiðar í atvinnuskyni um miðbik níunda áratugarins. Japanar nýttu sér þá undanþágur í samningnum og hófu banvænar rannsóknir í höfunum við Suður- skautslandið. Flest aðildarríki IWC gengu í Uð með Bandaríkjunum og beittu sér gegn því að hvalir væra drepnir í rannsóknaskyni og sam- þykktar hafa verið fjölmargar ályktanir - síðast í Ástralíu í júlí - Norman Y. Minota er viðskiptamála- ráðherra Bandríkj- anna og eftirfarandi grein eftir hann birtist í dagblaðinu The Washington Post á sunnudaginn. þar sem Japanar vora hvattir til að binda enda á rannsóknaverkefnið. Þau rök Japana að drepa verði alla þessa hvali til að safna vísinda- legum upplýsingum era út í hött. Félagar í vísindanefnd IWC hafa margoft gagnrýnt forsendumar fyrir hvalveiðum Japana. Banda- ríkjamenn og sendinefndh’ fleiri þjóða hafa jafnvel boðið Japönum vísindalega aðstoð við að gera rann- sóknir og safna gögnunum sem sóst er eftir án þess að drepa dýrin. Annað sem veldur áhyggjum er að kjötið sem fellur til vegna veið- anna ratar á markaði í Japan og matseðla veitingahúsanna. Vísinda- veiðar Japana ógna ekki einvörð- ungu hvölum, sem ekki hafa þurft að óttast byssur hvalveiðimanna síðan 1987, þær ógna einnig alþjóð- legu banni við hvalveiðum í at- vinnuskyni. Við óttumst að færi Japanar út kvíamar og fari líka að veiða stórhveU sé markmiðið að hvetja til þess að skrefið verði tekið til fulls og atvinnuveiðar hafnar á ný- Ríkisstjóm Clintons og Gore og fleiri ríkisstjómir beita sér af mikl- um krafti gegn nýjustu hugmynd- um Japana um að veiða búrhvaU og skorureyðar. Japanar hafa vahð þann kost að hunsa þessi tilmæli og við eram þess vegna að íhuga ráð- stafanir, þ. á m. viðskiptalegar að- gerðir í samræmi við Pelly-ákvæði laganna varðandi vemdun fiski- manna frá 1967. Innan skamms mun ég verða að ákveða hvort ég bið forsetann að íhuga að beita við- skiptalegum refsiaðgerðum gegn Japönum. Bæði Bandaríkjamenn og Jap- anar eiga sér hefð fyrir hvalveiðum. í fornfrægum hvalveiðimiðstöðvum okkar hafa hvalaskoðunarbátar komið í stað hvalveiðibáta, þetta kemur hvölunum sjálfum til góða og byggðarlögum sem áður áttu allt sitt veiðunum. Það er orðið tímabært fyrir Jap- ana að leyfa þessum stórkostlegu dýram að ná sér aftur á strik eftir margra áratuga veiðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.