Morgunblaðið - 29.08.2000, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Ný borgararéttindaskrá Evropusambandsins
Pólitísk yfírlysing eða
bindandi sáttmáli?
Berlín. Reuters.
ROMAN Herzog, fyrrverandi for-
seti Þýzkalands, segir að ríkis-
stjórnir hinna 15 aðildarríkja
Evrópusambandsins (ESB) verði
að taka ákvörðun um hvort
evrópskur sáttmáli um borgaraleg
réttindi, sem hann hefur tekið þátt
í að móta, eigi að vera lagalega
bindandi eður ei.
„Ljóst er að Evrópa [les: ESB]
er sífellt að verða máttugri og eftir
því sem henni vex ásmegin verður
að setja henni reglur um grund-
vallarréttindi borgaranna," sagði
Herzog á blaðamannafundi með
Joschka Fischer, utanríkisráð-
herra Þýzkalands, í Berlín á föstu-
dag. Herzog er formaður sérfræð-
inganefndar, sem unnið hefur að
gerð slíkrar borgararéttindaskrár.
„Ráðherraráð sambandsins
verður að taka ákvörðun um hvort
réttindaskráin verði pólitísk yfir-
lýsing eða verði lagalega bind-
andi,“ sagði hann. Hópurinn sem
væri að móta þétta plagg væri að
reyna að orða það þannig, að það
geti verið hvort sem er - pólitísk
yfirlýsing eða bindandi sáttmáli -
án þess að þurfa endurskoðunar
við.
Brezkir ráðamenn hafa lýst því
yfir að þeir vilji að borgara-
réttindaskráin, sem til stendur að
verði gengið endanlega frá á leið-
togafundi ESB í Nizza í Suður-
Frakklandi í desember, verði póli-
tísk yfirlýsing sem sé samantekt á
gildandi réttindum, frekar en að
bæta nýjum bindandi reglum við
þær sem fyrir eru.
Málamiðlun
Herzog sagði að það uppkast
sem nú lægi fyrir að réttinda-
skránni væri málamiðlun milli
sjónarmiða þeirra, sem vildu að
slíkt skjal innihaldi ákvæði um fé-
lagsleg réttindi - Frakkar vilja
þetta - og þeirra sem vilja þetta
ekki - eins og Breta. Sagðist
Herzog sannfærður um að skráin
hlyti góðar undirtektir á leiðtoga-
fundinum í desember.
Leiðtogar ESB-ríkjanna sam-
þykktu á fundi sínum í Köln, við
lok formennskumisseris Þýzka-
lands vorið 1999, að semja skyldi
skjal sem gæti orðið ígildi mann-
réttindakafla ESB-stjórnarskrár
og ætti að byggjast á Mannrétt-
indasáttmála Evrópu.
Herzog tók þó skýrt fram á
Roman Herzog, fv. forseti Þýzkalands (t.v.), og utanríkisráðherrann
Joschka Fischer upplýstu fjölmiðlafólk í Berlín um stöðu mála við samn-
ingu réttindaskrár fyrir borgara ESB.
blaðamannafundinum að ekki bæri
að líta á þennan texta sem vísi að
stjórnarskrá evrópsks sambands-
ríkis, eins og efahyggjumenn um
Evrópusamrunann, einkum meðal
brezkra íhaldsmanna, hafa gjarnan
gert.
Fischer, sem í maí sl. kom af
stað mikilli umræðu um framtíð
Evrópusamrunans með því að út-
mála framtíðarsýn um evrópskt
sambandsríki, sagði að aðeins tím-
inn gæti leitt í
ljós hvernig
borgararétt-
indaskráin pass-
aði inn í hugsan-
lega framtíðar-
stjórnarskrá
ESB.
Prodi sagður þrýsta á um snör enda-
A lok Austurrfkisdeilunnar
Ottast neikvæð
áhrif á EMU-
afstöðu Dana
EVROPA^
Brusscl. The Daily Telegraph.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr-
ópusambandsins (ESB) reynir nú að
þrýsta á um að einangrunaraðgerð-
um ESB-ríkjanna gegn Austurríki
verði hætt sem fyrst, vegna ótta um
að þessi meðhöndlun Austurríkis
skapi sambandinu svo óvinsæla
ímynd í Danmörku að hún gæti gert
að engu vonir um að Danir samþykki
að taka upp evruna í þjóðar-
atkvæðagreiðslu eftir mánuð.
Romano Prodi, forseti fram-
kvæmdastjórnarinnar, hefur sjálfur
látið til sín taka í málinu með því að
óska eftir því að frágangi skýrslu
„vitringanefndarinnar“ svokölluðu,
sem falið var að gera óháða úttekt á
stöðu mannréttinda- og lýðræðis-
mála í Austurríki, verði flýtt, svo að
binda megi endahnútinn á Austur-
ríkisdeiluna áður en Danir ganga að
kjörborðinu um þátttöku í Efna-
hags- og myntbandalaginu (EMU)
hinn 28. september. Kemur þetta
fram í danska blaðinu Berlingske Ti-
dende.
Prodi setti sig í samband við hina
þriggja manna „vitringanefnd" og
gaf tii kynna að felldi nefndin nei-
kvæðan dóm um ástandið í Austur-
ríki yrði slíkt til að
spilla fyrir fram-
gangi Evrópu-
samrunans. Eins
og kunnugt er
hófust einangrun-
araðgerðir ESB-
ríkjanna 14 gegn
Ættu að kjósa árið 2004
Varsjá, Bratislava. AFP, Keuters.
PÓLVERJAR og aðrar þjóðir í Mið-
og Austur-Evrópu sem eru á leið
inn í Evrópusambandið (ESB), ættu
að fá að kjósa í næstu Evrópuþing-
kosningum árið 2004 sem fullgildir
ESB-borgarar. Þetta er álit Nicole
Fontaine, forseta Evrópuþingsins.
„Við hjá Evrópuþinginu vonum
að næstu Evrópuþingskosningar
árið 2004 fari fram með þátttöku
nokkurra umsóknarríkjanna, þar á
meðal Póllands," tjáði Fontaine
blaðamönnum í Varsjá í gær, eftir
viðræður hennar við pólska for-
sætisráðherrann Jerzy Busek.
Sagði Fontaine að það væri fram-
kvæmanlegt, að Pólland fengi inn-
göngu f ESB árið 2003, eins og þar-
lend stjórnvöld stefna að.
Ráðamenn ESB-ríkjanna hafa
flestir ekki viljað festa neina dag-
setningu fyrir næstu stækkunar-
lotu sambandsins. Ólikt Fontaine
vildi þýzki utanríkisráðherrann
Joschka Fischer, staddur í vinnu-
heimsókn í Slóvakfu, ekki láta hafa
neitt eftir sér um það hvenær hann
teldi raunhæft að af næstu stækk-
un sambandsins verði. Sagði Fisch-
er það vera grundvallarforsendu
fyrir því að hægt verði að taka inn
ný aðildarrfki að komnar verði til
framkvæmda þær breytingar á
stofnanakerfi og ákvarðanatöku
ESB sem lengi hefur verið unnið
að.
Austurríki í byrjun febrúar sl., í
mótmælaskyni við að hinn umdeildi
Frelsisflokkur (FPÖ) skyldi fá aðild
að ríkisstjórninni í Vín.
Er Prodi sagður hafa tjáð nefnd-
inni, sem Martti Ahtisaari fv. Finn-
landsforseti fer fyrir, að aðgerðirnar
gegn Austurríki gætu styrkt stöðu
þeirra sem reka áróður gegn EMU-
aðild Danmerkur og jafnvel gert út-
slagið um að Danir höfnuðu evrunni.
I höfuðstöðvum ESB í Brussel
þykir mikið undir því komið að Dan-
ir samþykki að taka upp evruna, ef
takast á að endurreisa traust á
Evrópumyntinni og ryðja brautina
fyrir inngöngu Bretlands í mynt-
bandalagið.
Bráðabirgðaniðurstaða
jafnvel í vikunni
„Vitringanefndin“ kom saman í
gær og hóf að gera uppkast að loka-
skýrslu sinni. Hún hafði áður ákveð-
ið að engar frekari vettvangsheim-
sóknir til Austurríkis væru
nauðsynlegar. Er reiknað með því
að skýrslan verði frágengin eftir
tvær til þrjár vikur, en að sögn
heimildarmanna Daily Telegraph
innan framkvæmdastjómarinnar
má jafnvel vænta þess að nefndin
upplýsi um bráðabirgðaniðurstöður
sínar strax næsta föstudag og lýsi
því yfir að mannréttindi og lýðræði í
Austurríki séu við beztu heilsu og
því mæli nefndin með því að refsiað-
gerðunum verði hætt.
Er þess vænzt að „vitringamir“
álykti sem svo, að meðhöndlun inn-
flytjenda- og flóttamannamála í
Austurríki sé vel innan þeirra marka
sem tíðkast annars staðar í ESB.
Þeir hafi ekki fundið neinar vísbend-
ingar um brot stjómvalda á Mann-
réttindasáttmála Evrópu.
Öðru máli gegni um þann kafla
skýrslu nefndarinnar, sem fjallar
um „pólitískt eðli“ Frelsisflokksins.
Reikna megi með því að þar verði
tónnin öllu gagnrýnni, en þó telji
nefndarmenn ekki tilefni til að lýsa
flokkin siðferðislega óhæfan til að
fara með völd í aðildarríki sam-
bandsins.
Það verður síðan komið undir
frönsku stjóminni, sem gegnir for-
mennsku í ESB þetta misserið,
hvert næsta skref verður í málinu.
I í